Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 22

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Síða 22
22 Það er orðið nokkuð ljóst, að það Alþingi sém nú situr mun engar breytingár gera á gild- andi útvarpslögum. Ástæðan er einfaldlega sú, að ekki er tálinn vera pólitískur vilji á þinginu fyrir þeirri breytingu sem telja verður að allt snúist um: afnámi á einkarétti ríkisins til rekstrar útvarps og sjónvarps. . Úrslita tilraunin til að koma af stað á Al- þingi umræðu um þær tillögur sem útvarps- laganefnd lagði fram í nóvember í haust var gerð á öðrum tímanum á miðvikudagsnótt- ina. Þá lagði Jón Baldvin Hannibalsson fram eigið frumvarp, sem er að mestu samhljóða á- liti nefndarinnar. Málið var sett í nefnd og litl- ar líkur eru á að það komi þaðan fyrir þing- lausnir. En á meðan hvorki gengur né rekur með þær Hver velur þá sem velja? breytingar á útvarpslögunum, sem flestir virð- ast telja óhjákvæmilegar fyrr eða síðar, fær útvarpið gullið tækifæri til að sýna hvað í því býr. Hafnar eru útvarpssendingar frá Akureyri, dagskráin hefur verið lengd fram á nótt á föstudagskvöldum og undirbúningur fyrir Rás 2 í hljóðvarpinu er kominn á talsverðan rekspöl. Góðar vonir eru um, að hún geti tek- ið til starfa þegar á þessu ári. Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Út- varpsins segir mér, að þegar hafi verið pantað- ir sex sendar í dreifikerfi útvarpsins. Þeim er ætlað að dreifa sendingum frá Rás 2 um svæð- ið frá Barðaströnd til Víkur í Mýrdal. „Það eina sem stendur á nú er að fá leyfi til að ráða deildarstjóra fyrir Rás 2. Þó standa vonir til þess, að sendingar hennar geti farið í loftið þegar í byrjun nóvember, en húsnæðið á fyrstu hæð nýja Útvarpshússins á að vera til- búið fyrir uppsetningu tækja um miðjan ágúst”, sagði Hörður þegar ég ræddi þessi mál við hann. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra sagði við mig um þetta mál, að ekki mundi standa á honum að greiða fyrir þvi, svo framarlega sem hægt verði að útvega peninga fyrir fram- kvæmdunum. „En ég legg á það áherslu, að þetta verði að- eins byrjunin. Það er mikilvægt að stefna að því að Rás 2 nái um allt land og stefnt sé að því að koma upp staðbundnum útvarpsstöðv- um í öllum fjórðungunum”, sagði hann. Síðan er spurningin bara sú hvernig til tekst með þessa nýju rás Rikisútvarpsins. Nái hún vinsældum og mikilli hlustun þegar í byrjun er líklegt að kröfur um svonefnt frjálst útvarp verði ekki eins miklar og þær virðast vera nú. Segja má, að Sjónvarpið hafi líka fengið sitt tækifæri til að koma til móts við kröfur fólks um fjölbreyttara sjónvarpsefni. Þar má einkum nefna þá ákvörðun að halda sjónvarpssendingum gangandi i júlí, en ekki síður þá auknu fréttaþjónustu sem jarð- stöðin Skyggnir gerir mögulega. Með þeim tíu mínútna daglegu fréttasendingum frá Euro- vision sem sjónvarpið hefur nú úr að moða getur það veitt betri og skjótari fréttaþjónustu en nokkur sjónvarpsstöð í einkaeigu gæti hugsanlega boðið upp á, að minnstakosti í bráðina. Öðru máli gegnir um möguleika Sjónvarps- ins á eigin dagskrárgerð. Nú hefur verið geng- ið frá skiptingu þess fjár sem stofnunin hefur yfir að ráða á þessu ári, og niðurstaðan er sú, að framlag til starfsemi Lista- og skemmti- deildar verður það sama að krónutölu og á síðastliðnu ári, eða um sex milljónir króna, að sögn Péturs Guðfinnssonar framkvæmda- stjóra Sjónvarps. Anne McGill Burford, forstööumaður Umhverfisverndarstofnunar Bandaríkj- anna, kemur af fundi meö þingmönnum Umhverfiseitrun og vopnabyrði í sviðs- Ijósinu í Washington Dagana sem Reagan Bandaríkjaforseti var í Kaliforníu að sýna Elísabetu Bretlands- drottningu heimkynni sín, varð hann að sinna úr fjarska tveim stórdeilum sem upp komu í höfuðborginni Washington. Önnur snýst um það, hvort hafa skuli forgang styrkur banda- risks hagkerfis, eða hvort einhliða áhersla skuli lögð á vigbúnað, þótt svo það veiki fjár- hag ríkisins og getu atvinnuvega til að rífa sig upp úr 'samdrætti og kröggum. Hitt deilu- málið er, hvort embættismenn í stjórn Reag- ans hafa af ráðnum hug svikist um að fram- fylgja lögum til varnar eitrum frá úrgangsefn- um iðnaðar. Ahrifin af kosningasigri stjórnarandstæð- inga, Demókrataflokksins, í nóvember í fyrra setja svip á stjórnmálaskylmingarnar í Was- hington. Leitað er snöggra bletta á stjórn Reagans, og hafa þingnefndir verið langtum aðgangsharðari við ríkisstjórnina upp á síð- kastið en meðan áhrifanna af kosningasigri Reagans í forsetakosningunum naut við. Mánuðum saman hefur demókrataþing- maðurinn John D. Dingell átt i útistöðum við Anne McGill Burford, konu sem Reagan setti yfir Umhverfisverndarstofnun Bandarikja- stjórnar. Að boði Reagans neitaði hún að láta rannsóknarnefnd undir forsæti þingmannsins í té skjöl varðandi ráðstöfun á 1.6 milljarða I dollara sjóði, sem standa skal straum af því að hreinsa svæði sem eitrast hafa af ófull- nægjandi frágangi Iífshættulegs úrgangs á undanförnum áratugum. Nefnd Dingells telur sig hafa vitneskju um, að sjóðurinn hafi verið misnotaður í pólitískum tilgangi, auk þess sem Umhverfisverndarstofnunin sé undir núverandi stjórn hliðholl fyrirtækjum sem reyna að skjóta sér undan því að uppfylla kvaðir þær um umhverfisvernd, sem settar voru eftir að mönnum varð ljóst hvílík hætta er á ferðum. Eitrun umhverfisins af völdum iðnaðar sem gefur frá sér hættulegan úrgang ber hátt í bandarískum fréttum um þessar mundir. í síðasta mánuði var ákveðið að flytja fólk úr smábæ einum og jafna hann við jörðu, vegna þess að farvegur þar reyndist gegnsýrður eiturefnum frá niðurgröfnum iðnaðarúr- gangi. Sifellt eru að finnast ný hættusvæði af þessu tagi víða um landið. Frú Burford, sem eins og flestir samstarfs- menn hennar í ábyrgðarstöðum í Umhverfis- verndarstofnuninni hefur reynslu sína af um- hverfismálum frá hlið fyrirtækjanna sem menguninni valda, komst svo harkalega í kast við þingið, að þar var samþykkt að höfða mál á hendur henni fyrir að sýna Bandaríkjaþingi lítilsvirðingu, með því að halda fyrir rann- Föstudagur 11. mars 1983 Jp'fisturinn Þetta þýðir einfaldlega, að stórlega verður að draga úr gerð sjónvarpsleikrita og skemmtiþátta á þessu ári, sem varla getur tal- ,ist vænlegt til árangurs í vaxandi samkeppni við myndsegulbönd og kapalkerfi. Umsvif ;Frétta- og fræðsludeildar verða þó ekki minnkuð, og telja forsvarsmenn Sjónvarpsins það vega nokkuð upp á móti rýru framlagi til iLSD. Það verður að teljast líklegt, að það sé ein- mitt Sjónvarpið sem á í hvaða harðvítugastri samkeppni um þessar mundir. Það sýnir sú staðreynd að ótrúlega margir eiga sín eigin myndsegulbandstæki, en þar fyrir utan virð- ast kapalkerfi í einkaeign hafa náð talsverðum vinsældum. Nýverið hætti hið stærsta þessara kerfa, Vídeósón í Breiðholti, sendingum sínum sem kunnugt er, í kjölfar kæru Ríkisútvarpsins á hendur þess fyrir ólöglegar sjónvarpssending- ar. „Við rákum þetta kerfi í góðri trú um að þegjandi samkómulag yrði um að við fengjum að halda áfram rekstrinum þar til útvarpslög- unum yrði breytt þannig að þetta yrði lög- legt”, sagði Sveinn R. Eyjólfsson, einn af eig- endum Vídeósón um þetta mál, en kæran er nú komin í hendur Sakadóms Reykjavíkur. Sveinn sagði einnig, að frá því þeir keyptu Vídeósón hafi ekkert verið gert til þess að fjölga notendum, þvert á móti hafi nýjum um- sóknum verið hafnað. „Við höfum fyrst og fremst verið að reyna að fækka þeim notendum að kerfinu sem ekki greiða fyrir það, og næsta skref hjá okkur, verði starfsemin hafin á ný, er að koma upp truflurum við hvert tæki viðskiptavina okkar, þannig að aðeins þeir geti náð sendingunum”, sagði Sveinn. Að sögn Sveins hefur hingað til verið tap á rekstri Videósón, sem best megi sjá á þvi, að klukkutíminn af öllu erlendu efni kosti þá 400 dollara. En þeir Vjdeósónmenn hafa þó ekki setið auðum höndum. Þeir hafa meðal annars rætt um að hefja daglegar fréttasendingar og bjóða ríkinu afnot af einni af tólf rásum þeirra fyrir skólasjónvarp. IVIeiri framtíðarmúsik eru hinsvegar hug- myndir Vilhjálms Egilssonar og Sigurjóns VFIRSVISI sóknarnefnd þess mikilsverðum gögnum. Þetta gerði hún að boði Reagans, en nú hefur forsetinn snúið við blaðinu að ráði samstarfs- manna sinna í Hvíta húsinu. Nánustu sam- starfsmenn frú Burford í Umhverfisverndar- stofnuninni hafa verið reknir, henni hefur verið falið að láta rannsóknarnefnd þingsins í té gögnin sem um var deilt, og dómsmála- ráðuneytið hefur tilkynnt frúnni að það geti ekki haldið uppi vörnum fyrir hana gagnvart kröfu um dómfellingu fyrir lítilsvirðingu sýnda Bandaríkjaþingi, af því ráðuneytið hafi fengið til rannsóknar mál sem varða meint brot brottvikinna starfsmanna Umhverfis- verndarstofnunarinnar. Málið þykir stefna í þá átt, að frú Burford neyðist til að segja af sér og stjórn hennar á umhverfismálum fyrir hönd Bandaríkja- stjórnar .eigi eftir að draga á eftir sér langan slóða uppljóstrana og málaferla, sem hæglega geti enst demókrötum til vopnabúnaðar í næstu kosningabaráttu. í enn ríkari mæli á hið sama við um deiluna varðandi fjárhæðina sem þarft og réttmætt sé að verja til landvarna Bandaríkjanna. Reagan forseti og Weinberger landvarnaráðherra hafa látið frá sér fara fimm ára áætlun, sem felur í sér meiri hækkun hernaðarútgjalda en dæmi eru til á friðartímum. Sá hluti áætlunarinnar, sem nú er til meðferðar á Bandaríkjaþingi, gerir ráð fyrir hækkun milli fjárhagsára sem nemuryfir 10% umfram verðbólgu. Fjárhæð- in nemur 245 milljörðum dollara. Gert er ráð fyrir að greiðsluhalli á fjárlögum samkvæmt tillögum Reagans muni nema um 200 milljörðum dollara. Ljóst er að engin tök eru á að draga verulega úr hallanum, nema til komi niðurskurður á tillögunni um hernaðar- útgjöld. En verði hallinn jafn mikill og spár benda til, fara 70% af líklegum sparnaði í Bandarikjunum til að fjármagna hann. Það þýðir að vextir haldast háir og atvinnurekstr- inum verður ofviða að fjármagna nýja fjár- festingu, sem efnahagsbati gæti gert æski- lega. Hernaðarútgjöldin geta því hæglega kæft efnahagsafturbata í fæðingu. Af þessum sökum hefur maður gengið undir manns hönd í Bandaríkjunum undan- farnar vikur, að knýja á ríkisstjórnina og þingið að sjá að sér i vígbúnaði, svo þjóð- félagið sligist ekki undir vopnabyrðinni. Fimm hundruð áhrifamenn í atvinnurekstri og fjármálum sendu frá sér ávarp á þessa leið. Sighvatssonar um sjónvarpsstöð sem sendi efni um loftið til notenda á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta eru áætlanir minnst tvö til fimm ár fram í tímann, og kostnaður á núgildandi verðlagi er áætlaður minnst tíu til 15 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir þvi að fram- leiða neitt efni, heldur kaupa það allt, erlendis frá og af innlendum framleiðendum”, sagði Vilhjálmur um þessar hugmyndir þeirra félaga. Marga óar við þeirri tilhugsun, að hér komi upp svipaðar aðstæður og þar sem útvarps- rekstur er þegar algjörlega frjáls: Ioftið fyllist af útvarps- og sjónvarpsstöðvum í eigu ein- staklinga og samtaka. Eins og fyrr segir má gera ráð fyrir því, að þörfin fyrir þessar svo- nefndu „frjálsu” útvarpsstöðvar geti ráðist talsvert af því hvernig til tekst með Rás 2. Sú rás getur þó ekki fullnægt þeim kröfum ým- issa að útvarpa aðeins léttu efni, vissar Iág- markskröfur um gæði dagskrár verður að gera. Svipuðu máli gegnir um sjónvarpsstöðvar í einkaeign. Hættan er sú, að þær sendi út ein- tóma „dallasa” og annað það efni sem auglýs- endum þykir líklegast til að draga að sem flesta áhorfendur með það fyrir augum að auka auglýsingamátt stöðvanna. „Fólk fær fljótt leið á endalausum „döllus- um”, enda kosta slíkir þættir meira en t.d. fræðsluefni”, er hinsvegar skoðun Vilhjálms Egilssonar. Kannski er eftir allt saman of fljótt að velta fyrir sér hvers konar efni hugsanlegar frjálsar sjónvarpsstöðvar munu senda út, meðan stjórnmálamennirnir eru langt frá því að vera sammála um það hvort útvarpsrekstur skuli gefinn frjáls eða ekki. Og kannski er spurn- ingin ekki einu sinni svo einföld. Hún snýst ekki bara um frelsi, heldur ekki síður um það fyrir hvern frelsið er. Þótt fólk krefjist þess að öll fjölmiðlun, líka útvarp og sjónvarp, verði frjáls, er hins að gæta að það verða alltaf á endanum einhverjir tiltölulega fáir sem velja. Því er vandamálið kannski fyrst og fremst það að velja þá sem eiga að velja. Þrír fyrrverandi landvarnaráðherrar, þar af tveir úr repúblikanastjórnum, tóku í sama streng. Fjórmenningar undir forustu Roberts McNamara, sem einnig er fyrrverandi land- varnaráðherra, gerðu meira en að vara við einsýnum vígbúnaðarákafa með almennum orðum. Þeir tóku fyrir alla fimm ára áætlun- ina þeirra Reagans og Weinbergers og gerðu tillögur um hvað nema bæri brott og hverju bæta inn í staðinn til þess að landvarnaféð komi að raunverulegum notum en hverfi ekki í hít metings milli landhers, flughers og flota án þess að koma hernaðarmætti að gagni. Með þessum hætti segja McNamara og félag- ar hans að megi spara 135.9 milljarða dollara á fimm ára tímabilinu. Mestum tíðindum, sætir þó, að í fyrsta skipti hefur ráðstefna bandarískra fylkis- stjóra tjáð sig um fjárlagastefnu alríkis- stjórnarinnar í Washington í heild. Með 30 at- kvæðum gegn tíu samþykktu fylkisstjórarnir, að ríkisstjórnin yrði að leggja höfuðáherslu á að draga úr fjárlagahallanum, og þar yrði að koma fyrstur í röðinni niðurskurður á hernaðarútgjöldum. Að þessari samþykkt stóðu fylkisstjórar úr báðum flokkum, og höfðu forgöngumennirnir samráð um mála- tilbúnað sinn við formenn fjárhagsnefnda beggja deilda þingsins, sem eru sinn úr hvor- um flokki. We einberger og Reagan svöruðu gagn- rýninni á vígbúnaðartillögurnar i fyrradag með skýrslu frá leyniþjónustu landvarnaráðu- neytisins, þar sem niðurstaðan er að hervæð- ing af Sovétríkjanna hálfu sé hin mesta sem um getur og stefni að yfirburðum á öllum sviðum hernaðarmáttar. Áður en Weinberger lagði plagg sitt fram, birtist frásögn af skýrslu sem CIA, leyniþjénustan sem óháð er ein- stökum ráðuneytum, hefur unnið. Þar er niðurstaðan, að um langt skeið hafi vöxtur hernaðarútgjalda í Sovétríkjunum verið ofmetinn um helming í því líkani sem banda- rískir leyniþjónustumenn hafa myndað sér, og því sé hernaðarmáttur Sovétríkjanna mun rýrari en gert hafi verið ráð fyrir í bandarísk- um áætlunum. Það fylgdi fréttinni, að utanr- íkisráðuneytið væri sammála þessari niður- stöðu CIA, og landvarnaráðuneytið stæði eitt með sinn boðskap.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.