Helgarpósturinn - 11.03.1983, Side 13

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Side 13
um mínar gelgjuskeiðskrísur eins og aðrir en ég brenndi aidrei brýr að baki mér. Allur minn ferill hefur verið áfallalaus. Mér fannst ég að vísu vera mjög róttækur á tímabili þótt ég viti ekki núna hversu rót-tækt það var. Það var stutt skeið” — Þú hefur ekki lent í uppreisn gegn for- eldrum þínum eins og svo margir aðrir? „Nei, ég upplifði þetta aldrei sem uppreisn gegn þeim enda sá ég þau aldrei fyrir mér sem ögrun eða neitt sérstakt til að rísa gegn. Ég ef- ast líka um að mitt uppeldi hafi getað kallast hart. Annars hef ég satt best að segja lítið velt þessu fyrir mér. — Efastu aldrei í trúnni? „Jú, það hef ég oft gert. En ég hef aldrei ef- ast um tilvist Guðs. Ég hef oft ekki getað sætt mig við Hann. Þær stundir koma stundum yf- ir mig — gagnvart ýmsu, sem maður upplifir.” Þegar allt hefur hrópað gegn Guði... — Efastu um tilvist Djöfulsins? ,J>ar er átt við persónugerving hins illa. Þó held ég nú að enginn ímyndi sér hyrnda mannsmynd með hófa og hala. En — nei, ég hef aldrei efast um tilvist hins illa.” — Þannig að það er ekki hægt að spyrja hvernig ljóti karlinn sé í framan? „Það er sjálfsagt hægt að spyrja en ég get ekki svarað því. Það er engin leið að afneita tilvist hins illa, að neita eilífri baráttu milli góðs og ills. En þegar allt i manni hefur hróp- að gegn Guði, þegar það sem maður hefur orðið vitni að og virst svo gjörsamlega til- gangslaust, þá er gott að líta í þessa bók..:’ Séra Karl tók Nýja testamentið af skrif- borðinu og fletti í því. „Það er gott að líta i Davíðssálmal’ hélt hann svo áfram. „Þar er sami efinn, sömu hrópin, sama glíman. Þar eru sömu ægilegu spurningarnar, sem lífið spyr mann oft. Lífið er barátta á milli góðs og ills, á milli ljóss og myrkurs. Guð er hið góða og Kristur tekur þátt í kjörum okkar, tekur þátt í baráttunni og leiðir okkur í gegnum hana!’ / A himnum — Börnin mín hafa spurt mig hvernig sé á himnum. Mér verður sannast sagna fátt um svör — hvað á ég að segja þeim? „Já, það getur verið erfitt að ímynda sér það. Uppfylling alls hins fegursta og besta. Allt, sem okkur þykir best og fegurst, veitir okkur mesta gleði, lífsfyllingu og fullnægju — allt þetta er aðeins eins og örlítið bergmál af því, sem er á himnum” — Og upplifir maður allt þetta að þessu jarðlífi loknu? „Já. En ekki aðeins eftir jarðlífið. Maður skynjar í trúnni það, sem gefur sérstakan lit á tilveruna. Það er kannski ekkert ólíkt því að vera í fjallgöngu og ganga í gili milli fjalla. Það getur verið myrkur í gilinu en fyrir ofan sér maður sólina roða tindana og sólargeisla lýsa á stöku stað í berginu. Þannig upplifir trúin eilífðina!’ Séra Karl var orðinn seinn — það voru nærri fimm mínútur síðan helgistund átti að hefjast í Hallgrímskirkju eins og gerist um miðaftan á föstunni þar í sókninni. Við feng- um þó að leggja enn eina spurningu fyrir hann: Er séra Karl Sigurbjörnsson syndugur maður? „Allir erum við þaðý sagði hann. „Var ekki sagt: það góða sem ég vil geri ég ekki og það vonda sem ég hata, það geri ég. Mitt líf er fullt af góðum áformum, sem ég bregst. Það missir að svo mörgu leyti marks — því það nær ekki því að vera líf fyrir aðra í trú, von og kærleika”

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.