Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 11.03.1983, Blaðsíða 4
Stóðust ráðherrarnir prófið ? 4 Föstudagur 11. mars 1983 Jpifísturinft Ríkisstjórn sú sem væntanlega fer frá völdum eftir kosningarnar í næsta mánuði hefur setið á fjórða ár, eða um það bil þann tíma sem nemendur eyða jafnan í menntaskólum, fjölbrautaskólum og iðn- skólum landsins. Allir nemendur yfirgefa skóla sína með einkunn á bakinu, einhverja tölu sem er mælistika á hæfni þeirra í starfi undanfarinna ára. Nemendurnir þurfa að gangast undir margskon- ar próf á námstímanum og sinna verkefnum sem stöðugt eru metin af yfirvaldi — sumir fara útí lífið með ágætiseinkunn, aðrir með fall- einkunn, eins og gengur. Ráðherrar þurfa að gangast undir próf í sínu starfi eins og aðrir og vinna að verkefnum. Og kjósendur meta störf þeirra. Helgar- póstinum fannst ekki úr vegi, nú á þessum tímamótum,að láta kunn- uga einstaklinga; fréttamenn, stjórnmálamenn, embættismenn og forystumenn hagsmunasamtaka meta störf einstakra ráðherra og gefa þeim einkunn á mælikvarðanum einum og uppí tíu, eins og í skólanum í gamla daga. Tíu einstaklingar voru beðnir um að gefa hverjum ráðherra einkunn, og meðaltal þeirra einkunna er talan sem á síðunni fylgir nafni hvers og eins. Rétt er að taka fram að þetta er að sjálfsögðu ekki ýtarleg eða alvar- leg úttekt á störfum ráðherra, miklu fremur er greinin hugsuð sem skemmtiefni með örlitlum alvöruþræði. Helgarpósturinn setur störf ráðherra fráfarandi ríkisstjórnar undir mæliker Svavar Gestsson „Maðurinn er með ó- líkindum duglegur og hæf- ur”, sagði maður sem vel þekkir til starfa Svavars Gestssonar og gaf honum níu. „Slappur fagráðherra, en það að honum hefur tek- ist að innleiða einskonar ráð- herrasósíalisma í Alþýðu- bandalaginu sýnir styrk hans. Hann fær fjóra”, sagði yfirlýstur stjórnarand- stæðingur. „Svavar starfar í pólitík af þó nokkrum heil- indum, en er samt óvenju sveigjanlegur og vel þokkað- ur bæði af pólitískum and- stæðingum og samherjum. Hann er afburða verkmaður og þjarkur til vinnuý sagði fylgismaður ríkisstjórnar- innar. Starfsmaður annars ráðuneytis Svavars sagðist mundu gefa honum'ágætis- einkunn fyrir störf hans að heilbrigðismálum, því þar hefði hann unnið vel, en hann fengi ekki eins hátt fyrir félagsmálin, einkum vegna húsnæðismálanna. „Það hefur aldrei verið jafn erfitt og nú að koma þaki yfir höfuðið”, sagði hann, „og það verður að skrifast á reikning ráðherra- að einhverju leyti!’ Ragnar Arnalds „Ragnar er mjög góður fjármálaráðherra, svo ein- falt er það”, sagði hagfræð- ingur í opinberri þjónustu og gaf einkunnina níu. „Hefur klárað sitt ráðuneyti skamm- laust og greinilegt að hann leggur sig fram við sitt fag — fjármálin”, sagði annar kunnáttumaður. Annar benti hinsvegar á að Ragnar væri offari í skattheimtu, og að hann hefði fært skulda- söfnun ríkissjóðs til ríkis- stofnana oe rikisfyrirtækja. „Kemur þó heilskinnaður úr skipbroti stjómarskútunnar með einkunnina 7.5. ” Mað- ur vel kunnugur Ragnari sagði hann íhaldsaman og skelfing ábyrgan. „Hann er í rauninni dæmigerðasti fjár- málaráðherrann síðan Ey- steinn Jónsson gegndi því starfi. Sjálfur er Ragnar hálfgerður framsóknarmað- ur og klókur eins og gamall sjálfstæðismaður. Ég gef honum 8.5”. Allar einkunnir Ragnars voru fyrir ofan sex nema ein — 0,0. „Hann ætti kannski að fá tíu fyrir að safna skuldum en sýna samt hallalausan ríkisrekstur. En ég gef honum núll fyrir slík vinnubrögð”. Ólafur Jóhannesson „Það ber sjaldan mikið á starfi utanríkisráðherra en Ólafi hefur tekist að verða nánast ósýnilegur í því. Hann hefur ekki gert nein mistök í starfinu og fær 8.0”, sagði maður þaulkunnur samskiptum landsins við út- lönd. „I rauninni er gamli maðurinn alveg búinn í þessu. Hann virðist vera al- gjört hross í samskiptum bæði við andstæðinga og samherja. í rauninni ekki annað en goðsögn. Hann fær 4.0”, sagði einn þing- fréttamanna. „Ólafur klárar það sem hann beitir sér fyrir, það hefur hann alltaf gert og gerir enn. Hann er kannski orðinn svolítið latari en áð- urj’ sagði einn viðmælenda okkar, og annar sagði: „Hann er ágætur land- varnamaður þó hann hafi verið of linur í flugstöðvar- málinu. Ég gef honum átta’’ Pálmi Jónsson „Pálmi fær betri einkunn en Halldór E. en lakari en Ingólfur á Hellu. Ég gef honum þvi 7.0,” sagði einn úr landbúnaðargeiranum, sem lengi hefur fylgst með land- búnaðarráðherrum. „Ég held að bændur séu sæmi- lega ánægðir með Pálma — hann hefur dugað sauðfjár- bændum vel, hvað sem segja má um aðrar búgreinar,” bætti hann við. Annar forystumaður taldi Pálma með betri ráðherrum sem hann hefði kynnst enda hefði hann alltaf verið með á nótunum. Hann fengi því 9.0 hjá sér. Sá þriðji gaf ráðherr- anum 6.0 og taldi „vel gefið”. Sá taldi Pálma hafa um of látið „fljóta” í landbúnaðar- málum og að á vissum svið- um hefði ráðherrann sýnt af sér hreint ábyrgðarleysi og óskhyggju, t.d. í sambandi við útflutning á kindakjöti. „Annars held ég að helsti galli Pálma hafi verið að hann hefur ekki hlustað á góð ráð — nema þá já- bræðra sinna. Og sumt af því, sem hann hefur sagt og gert, hefur lyktað af kosningaáróðri!’ sagði hann. Gunnar Thoroddsen „Ég vil gefa Gunnari tvær einkunnir. Tíu fyrir refshátt en núll fyrir raunverulegan árangur”. Þetta sagði stjórn- málamaður við Helgarpóst- eftir Guðjón Arngríms- son og Ómar Valdi- marsson inn og mjög margir tóku í sama streng. „Ekki mikill verkmaður og ósvífinn í meira lagi. En hann er stór- pólitíkus og refur og fær 7.5”,sagði annar. „Það hefur verið að koma æ betur í Ijós að Gunnar er slakur for- sætisráðherra. Hann fær því ekki nema fimm,” sagði stjórnarandstæðingur, en stjórnmálafræðingur sagði Gunnar einfaldlega slyng- asta stjórnmálamann lands- ins og þótt víðar væri leitað. „Enginn þáttur í þjóðarbú- skapnum er betur kominn nú en hann var þegar ríkis- stjórnin tók við — flestir mun verr. Forsætisráðherra tókst hinsvegar að breyta meðráðherrastólum í nokkurskonar sjálfheldu sem ekki varð komist úr þótt menn vildu. Ennfremur að láta þá suma kokkyngja stefnumiðum og slagorðum. Það var kúnst útaf fyrir sig. Einkunnin er því 6.0”, sagði maður sem náið hefur fylgst með stjórnmálum árum saman. Tómas Árnason „Ég vildi helst gefa Tóm- asi tværeinkunnir, vetrarein- kunn og prófseinkunn. Hann fær góða vetrarein- kunn því það er gott að leita til hans, maðurinn er já- kvæður og skilningsríkur, en það liggur ekki mikið eftir hann|’ sagði þekktur maður úr viðskipalífinu og gaf Tómasi Árnasyni 5,5. „Hann fær fimm fyrir að synda brosandi í gegnum embættið’sagði annar.Frétta- maður gaf honum fimm með þeim orðum að hann væri fremur hægrisinnaður skrif- stofumaður en ráðherra. Hagfræðingur gaf Tómasi sex aðallega fyrir að kunna' að halda sig á mottunni og vera ekki að vasast í öðrum málum en þeim sem koma embætti hans við. „Tómas hefur ekki unnið stórkostleg afrek, en hann hefur heldur ekki gert nein veruleg axar- sköft”. Hjörleifur Guttormsson „Það sem fer auðvitað með feril Hjörleifs er niður- staðan í álmálinu, ef niður- stöðu skyldi kalla. Einhverra hluta vegna hefur honum tekist — með dyggri aðstoð Morgunblaðsins — að sigla því máli i strand. Ætli þeir skemmti sér ekki, Sviss- lendingarnir?” sagði einn viðmælenda okkar. „Engu að síður hefur Hjörleifur verið mjög vandvirkur og nákvæmur og líklega fyrsti ráðherrann í iðnaðarráðu- neytinu, sem vill hugsa áður en hlaupið er í Kröflurnar. Hann fær því sjö hjá mér!’ „Mikið talað, mikið rann- sakað, lítið sem ekkert gert!’ sagði einn sem gaf ráðherr- anum einkunnina 2.0. Annar sagði: „Hjörleifur er mikill verkmaður en vinna hans á eftir að nýtast betur framtíð- inni en vanþakklátri samtíð. Hjörleifur er greinilega vönduð tilfinningavera þótt kaldur málmur hafi náð yfir- höndinni. Stirður og ósam- vinnuþýður. Hann fær því ekki nema 7.0!’ Og forystumaður í raf- eindaiðnaði sagðist gjarnan vilja gefa iðnaðarráðherra 10 fyrir vönduð vinnubrögð en minna fyrir athafnir. „Það verður einfalt fyrir ráðherra að taka við álmál- inu, svo vel hefur það verið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.