Helgarpósturinn - 08.04.1983, Side 7

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Side 7
7 Myndkviða í fjórvídd Austurbœjarbíó: A hjara veraldar Handrit og leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir. Kvikmyndataka: Karl Oskarsson. Klipping og hljóð: Sigurbur Sœberg. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Framleiðandi: Kvikmyndajélagið Völu- spá. Aðalhlutverk: Þóra Friðriksdóttir, Arnar Jónsson og Helga Jónsdóttir. Kristín Jóhannesdóttir færist ekki lítið í fang í kvikmynd sinni Á hjara veraldar: að raða upp einskonar hnotskurn ískensks samfélags, að kryfja þjóðarsál- ina, sem er svo önnum kafin við af afmá öll merki um uppruna sinn, svo upptekin í hrunadansi alls- nægtanna og svo niðursokkin við að ganga á auðlindir landsins, að hún hefur fyrir löngu misst sjónar af þeim duldu öflum sem gera sambúð manns og náttúru mögu- lega og tekur þar af leiðandi ekki eftir því að hún er á góðri leið með að tortíma sjálfri sér. Eitthvað á þennan hátt má gera tilraun til að skýra þessa Völuspá Kristínar Jóhannesdóttur — (nafnið á kvikmyndafélagi myndarinnar er varla tilviljun). Líkt og Eddukvæðið forna er kvikmyndin, list hins nýja tíma, áminning til samtíðarinnar um að breyta um lífsstefnu, en að formi til, líkt og fomkvæðið, torræð og krefjandi en um leið svo ljóðræn og seiðmögnuð. Frómt frá sagt laukst þetta verk ekki upp fyrir mér fyrr en eftir aðra skoðun. Eft- að sanka að sér í áranna rás. Samt sem áður fer aldrei á milli mála að fyrst og fremst er og verður móðirin sveitastúlkan úr dalnum. Sonurinn og systirin eru tákn- myndir hinna tveggja megin manngerða íslensks nútímaþjóð- félags, hann hinna andlega þenkj- andi en hún hinna veraldlega sinnuðu, millistéttarinnar. Hann starfar sem ljósamaður í leik- húsinu við Tjörnina (Iðnó), en hún er kjörinn fulltrúi í leikhúsi þjóðarinnar við Austurvöll - Alþingi. Sambandið milli systkinanna er iðulega stirt — en þó undarlega náið. Hún er framkvæmda- maðurinn, sem vill vel, og hún ætlar að færa dalnum þaðan sem móðir hennar er ættuð og hún sjálf nú þingmaður fyrir, virkjun af minni gerðinni. Valdið með stórum staf leikur hins vegar á hana, svo að nú skal byggja stóra virkjun með tilheyrandi stóriðju og dalurinn á að fara undir vatn. Vatnið notar Kristín með áhrifa- ríkum hætti sem eitt af megin táknum myndarinnar, ásamt eld- inum og ísnum. Hann er draumóramaðurinn, reikull í rásinni, einangraður,fjöl- miðlafirrtur svo sem allur video- og hljóðbúnaðurinn í íbúð hans vitnar um, og fæst við kukl. Þá sjaldan sem fundum þeirra systk- ina ber saman utan heimilis móðurinnar, þá er það einatt undir stóra trénu, sem stendur á horni Vonarstrætis og Templara- Stundum fer þó Kristín eilítið út af sporinu, eins og þegar hún lætur Galdra-Loft áminna bróðurinn fyrir kuklið. Það er svolítið billeg skírskotun. Eins þegar pilturinn fagnar vorkom- unni fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar. Það atriði hefði mátt missa sip- virkar hér sem hálf- gert stílbrot. Engu að síður er Á hjara verald- ar ótrúlega þaulhugsað verk, — í smáu og stóru. Kristín leikur sér í tíma og rúmi og dregur fram hinar fjórar megin víddir kvikmynda- listarinnar með sérkennilegri hætti en ég minnist að hafa séð áður á hinu hvíta tjaldi — mynd, texta, hljóð og leik. Stundum virka þær allar fjórar í fullkomnu hrynjandi en stundum tekur ein- hver ein þeirra á rás, óháð hinum í tíma og rúmi, líkt og í hljóm- kviðu þar sem einhver einn flokk- ur hljóðfæra í hljómsveit, segjum tréblásturshljóðfærinu, taka upp laglínuna og yfirgnæfa aðra hljóðfæraflokka sem halda áfram að leika megin stefið í bakgrunni. Myndræna Myndatakan er víða eftir- minnileg og ljóst að þau Kristín og Karl Óskarsson kvikmynda- tökumaður myndarinnar hafa náð vel saman. Einstök myndræn Þóra Friðriksdóttir og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum í myndinni Á hjara veraldar atriði myndarinnar lifa í vitund- inni löngu eftir sýningu, atriði á borð við Hagkaupskaflann, systirin í lyftunni, bróðirinn út við Gróttu með fylgjum sínum og sláttumanninum, systkinin í vatnselgnum í kjallarastiganum, bróðirinn í járnstiganum en þó einkanlega hæggengismyndirnar úr dalnum um það leyti sem móð- irin er að skilja við, en myndræna þess atriðis er einhver hin eftir- minnilegasta og áhrifaríkasta.sem ég minnist úr íslenskri kvikmynd til þessa dags. Kannski er það vegna yfirþyrmandi myndrænu einstakra atriða myndarinnar að myndatakan virkar dálítið jafn- vægislaus í heild sinni. Leikurinn í myndinni er um margt sérkenniiegur. Hjá lykil- persónunum þremur er hann á köflum dramatískur og til- finningaríkur enda mikil umbrot í persónunum, en stundum kaldur, steinrunninn og táknrænn — og miðað við upphafinn textann í ljósi þessa óhka leikmáta finnst mér furða hvað þeim Þóru Friðriksdóttur, og systkinunum Arnari og Helgu Jónssyni/dóttur tekst að halda áttum. önnur hlut- verk eru meira í ætt við fyrirsætu- starf en kvikmyndaleik — en ég má þó til með að nefna Hjalta Rögnvaldsson í hlutverki sitjarans k á miðilsfundinum og Guðlaugu H7^ Máríu Bjarnadóttur í hlutverki '~Y ÓLI ÖRN ANDREASSEN ir hiria fyrri leið mér eins og ég býst við að mörgum hafið liðið — ég hafði setið dýrðlega myndræna veislu, skynjað en ekkert skilið; ófullnægður því ég vissi í undir- meðvitundinni að þarna var eitt- hvað meira á seyði. í annarri atrennu tóku skilningarvitin við sér. Efnið sem Kristín tekur fyrir Á hjara veraldar er í sjálfu sér hvorki nýtt né frumlegt. Það eru hins vegar efnistökin sem eru nýstárleg — og frumlegri en maður hefur átt að venjast. Á sinn hátt hefur Á hjara veraldar algjöra sérstöðu innan okkar ungu kvikmyndalist- ar. Með henni hefur Kristín hleypt inn I kvikmyndaheim okkar and- blæ hinna miklu suðurevrópsku meistara kvikmyndalistarinnar — galdramanna táknmálsins, skír- skotana og súrrealísks ívafs, en hún gerir það með mjög sjálf- stæðum og persónulegum stíl. Persónugjörningur í myndinni leiðir Kristín fram á sjónarsviðið þrjár lykilpersónur, móður og tvö uppkomin börn hennar. Móðirin er greinilega full- trúi gamla tímans, kynslóðarinn- ar sem man tímana tvenna og lifði hinar miklu þjóðfélagsbreytingar er fsland breyttist úr bændaþjóð- félagi í nútímasamfélag í svo til einu vetfangi. Nú býr hún á mölinni, ekkja sem hefur ofan af fyrir sér með prjónaskap en dreymir ennþá dagdrauma um að fara út í hinn stóra heim til að læra söng. Þetta er undirstrikað skemmtilega í myndinni með ríkulegri óperutónlist og á mynd- rænan hátt með því að sýna háan stafla af ferðatöskum í íbúð móðurinnar sem hún hefur verið sunds — miðja vegu milli þing- hússins og leikhússins og er í mín- um huga tákn lífs- eða ættartrés- ins og hins undarlega nána sam- bands systkinanna, því að í hvert skipti sem eitthvað bjátar á hjá öðru þeirra er hitt komið til að- stoðar, þótt að öðru leyti séu þau fulltrúar tveggja ólíkra heima og önnur samskipti þeirra lítil sem engin. örlagavaldur systkinanna er Anna, stúlka sem átt hefur heima í einum kampinum og systirin tók heim með sér á skólaárunum til að reyna að þvo braggaskítinn af henni. — Hún hafði aldrei séð krana áður, segir móðirin. Síðar tók bróðir hennar við henni meðan systirin reynir að afmá hana úr vitund sér, notar bróðir- inn, listamaðurinn, hana, svíkur og tryllir að. lokum með kukli sínu svo að hún drekkir sér. Anna er þarna greinilega tákn öreiga- mennskunnar — fátæks almúg- ans. Hún tekur að ásækja systur- ina meðan bróðirinn, hálfsturlað- ur af samviskubiti, reynir að vekja hana til lífsins á ný með göldrum sínum. Þaulhugsað verk Eitthvað í þessa veru má stilla upp þessum fjóruin megin tákn- verum myndarinnar. Kristín gerir þó áhorfandanum á engan hátt auðvelt fyrir, því að frásagnarstíll hennar er langt frá því að fylgja hefðbundnum leiðum heldur er framvinda myndarinnar miklu fremur mártraðakennd, líkust því sem maður upplifir í vondum draumi, skotin flóknu táknmáli ásamt kvikmyndalegum og bók- menntalegum skirskotunum til að rugla okkur enn frekar í rýminu. KVIKMYNDAR NEÐANSJÁVAR „Við ætlum að mynda frá Horna- firði suður um land og til ísafjarðar og þetta gæti tekið nokkur ár“. Það er Óli Örn Andreassen kvik- myndagerðarmaður, sem talar um kvikmynd, sem hann og Karl Gunnarsson líffræðingur hefja væntanlega tökur á í þessum mán- uði. Mynd þessi verður tekin neðan- sjávar að miklu leyti og skiptist hún í þrjá þætti. í fyrsta lagi verður fjall- að um þörungagróður á þessu svæði, i öðru lagi verður fjallað um veiðarfæri og viðbrögð fiska við þeim og i þriðja lagi um seli lifnað- arhætti þeirra, og i þeim kafla verð- ur komið inn á hvali, m.a. há- hyrninga, sem eru vérstu óvinir sels- ins. Óli örn fékk styrk úr Kvik- myndasjóði fyrir tveim árum til að gera myndina og hefur undir- búningur staðið síðan. Einnig hefur fengist styrkur frá Fiskimálasjóði, og verið er að reyna að afla fjár frá öðrum aðilum. Óli örn sagði í samtali við Helgarpóstinn, að reynt yrði að fara 4-6 leiðangra i sumar til að filma, en það væri útséð um að ekki yrði hægt að mynda þörungana í ár, þar sem besti tíminn væri í febrúar og mars. Til myndatökunnar þarf að leigja sérstök tæki frá Bandaríkj- unum, bæði myndavélar og ljós. Myndin verður sniðin fyrir sjón- varp og fyrir skóla, þar sem hún yrði notuð sem kennslugagn. ,,Fyrst veröur aö halda í horfinu“ Rætt viö Sigrúnu Valbergsdóttur, fram- kvæmdastjóra Bandalags íslenskra leikfélaga „Þetta leggst mjög vel í mig, ann- ars hefði ég ekki lagt út í að taka starfið að mér“, sagði Sigrún Val- bergsdóttir, nýskipaður fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga, þegar Helgarpósturinn forvitnaðist um nýja starfið. Sigrún sagði, að sér hefði alltaf fundist starfsemi bandalagsins merkileg og spennandi. Hún hefði sjálf kynnst starfsemi áhugaleik- félaga á Akranesi og í Keflavík og því mikla menningarstarfi, sem fer fram innan slíkra félaga. Skrifstofa bandalagsins í Reykja- vík sér um ýmsa þjónustu við á- hugamannaleikfélög víðs vegar um landið. Hún sér um fjölritun á leik- ritum, aðstoðar við leikritaval, út- vegar leikstjóra og gengur frá höf- undarréttarmálum. Auk þess er hægt að fá þar farða og ýmislegt er varðar tæknilega hlið sýriingar. „Bandalagið tekur líka þátt í nor- rænu samstarfi í Nordisk amatör teaterrád, sem er leikfélagabanda- lag Norðurlanda. Á vegum þess eru haldnar ráðstefnur á hverju ári og í vor verður haldin ráðstefna á Húsa- vík um temað „Norrænn menning- ararfur sem örvun í nútíma leik- húsi“, sagði Sigrún enn fremur. Aðspurð um brýnasta hags- munamál Bandalags íslenskra leik- félaga, sagði Sigrún, að það væru peningar. „Það hefur töluvert áunnist að fá hækkun á framlagi ríkisins á und- anförnum árum, og nú dugar styrk- urinn, sem áhugaleikfélögin fá til að greiða leikstjóralaun, sem er forsenda fyrir því, að mörg þeirra geti starfað", sagði Sigrún, og bætti því við, að það væri líka brýnt, að framlög ríkisins héldu í við verð- bólguna. Þá sagði Sigrún, áð það skipti líka niiklu máli, að það næðust það góðir samningar að íslenskir höf- undar treystu sér til að skrifa fyrir þessi félög. „Það er stefna hjá bandalaginu, að þau félög, sem taka íslensk leik- rit fái hærri styrki. Það skiptir mestu máli, að við fáumst við okkar eigin menningu“, sagði hún. Sigrún Valbergsdóttir á skrif- stofu Bandalags Ifslenskra leik- félaga: fjölbreytt þjónusta við áhugaleikfélögin — Verða einhverjar breytingar á starfsemi Bandalags íslenskra leik- félaga með skipan þinni sem fram- kvæmdastjóra? „Ég get ekkert sagt um það. Helga Hjörvar var hér í átta ár og vann gott starf. Fyrst verður að hálda í horfinu og siðan að hugsa um að breyta og bæta“, sagði Sigrún Val- bergsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags islenskra leikfélaga. GB

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.