Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Blaðsíða 9
9 'jjfísturinn, Föstudagur 8. apríl 1983 / takt við tímann Björgvin Gíslason- — Orugglega Gítarleikarinn góðkunni Björg- vin Gíslason hefur nú sent frá sér nýja sólóplötu og nefnir hann hana Örugglega. Fyrir tæpum tveimur árum sendi Björgvin frá sér plötuna Glettur, sem var nú svona á heild- ina litið heldur bágborin en það vita flestir er fylgst hafa með ís- lenskri rokktónlist síðustu 15 árin eða svo að Björgvin hefur verið einn af merkari rokkmúsíköntum þess tíma. OruiKllctn bjötgvin gislason Glettur ollu mér vonbrigðum á sínum tíma en það sama verður ekki sagt um Örugglega, því þar er svona á heildina litið um hinn frambærilegasta grip að ræða. Tónlistin er nú öll mun nútíma- legrr en áður og framsetningur hennar yfirleitt allur mun líflegri. Einkum á þetta við um sungnu lögin á plötunni. Sér til aðstoðar hefur Björgvin á plötu þessari þá Pétur Hjalte- sted, sem einkum leikur á synth- að segja að Örugglega sé svona á heildina litið alveg ágæt plata, þó enn sé eins og herslumuninn vanti á að hún geti talist verulega góð. Joan Armatrading — The Key Joan Armatrading er ein af bestu og sérstæðustu söngkonum sem hylli hafa notið síðustu árin. Hún er frá vestur indísku eyjunni St. Kitt en fluttist ung ásamt for- eldrum sínum til Englands, nánar tiltekið Birmingham. Fyrsta plata hennar kom út árið 1972 en það var þó ekki fyrr en 1975 er hún hafði gert samning við A&M að hlutirnir fóru að ganga hjá henni. Á árunum fram til 1980 lét Armatrading frá sér fara nokkrar stórgóðar plötur en best þótti þó Show Some Emotion sem út kom árið 1977 og hún stendur enn i dag sem ein hennar besta plata. Það sem einkum var athyglisvert í tónlist Armatrad- ings, auk söngsins, var einkar skemmtilegur, kassagítarleikur hennar sjálfrar. Árið 1980 sendi Joan Armatrading frá sér plötuna Me Myself I og er tónlistin á henni bæði rokkaðri og rafmagnaðri en verið hafði á fyrri plötum hennar. Þetta er þó alls ekki til skaða og ef eitthvað er varð tónlistin bara líf- legri og skemmtilegri en áður. Platan Walk Under Ladders leit dagsins ljós 1981 og var þá kassa- gítarinn nær algerlega horfinn úr tónlistinni og að mínu mati er nokkur eftirsjá í honum. Walk Under Ladders var nokkuð þung- lamaleg plata og seinteknari en esizer og Ásgeir Óskarsson trommu- og ásláttarleikara. Sjálf- ur leikur Björgvin á gítar, píanó og synthesizer, auk þess sem hann sér um nær allan söng. Söngkon- an Björg Guðmundsdóttir syngur þó lagið Afi og ferst henni það vel úr hendi og í raun er það eitt af sterkari lögum plötunnar. Björgvin lýsti tónlist sinni í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu, fyrst og fremst sem rokktónlist. En ef ætti að fara að lýsa henni eitthvað nánar mætti kannski segja að hún minnti á köflum svo- lítið á það sem Þursarnir voru að gera á sinni síðustu plötu. Hljóm- borð eru sumstaðar nokkuð á- berandi en Björgvin er þó fyrst og fremst gítarleikari og því ekki skrítið að tónlist hans beri þess merki, sem hún gerir einkum í „instrumental“ lögunum. Það sem kemur mér hinsvegar einna mest á óvart við plötu þessa er hversu vel Björgvin sleppur frá söngnum, sem hann gerði ekki á Glettur, og textarnir eru nú öllu skárri en áður, þó margt betra og bitastæðara hafi nú verið ort um dagana. Það mun hafa verið veturinn 67/68 er ég hóf að fylgjast með ferli Björgvins Gíslasonar en hann var þá gítarleikari hljóm- sveitarinnar Zoo og var „instru- ment“ hans þá skrautmálað mjög (af Gretch gerð ef ég man rétt) og síðan hef ég fylgst með honum í Opus 4, Pops, Náttúru, Pelican og hvað þær nú hétu þessar hljóm- sveitir, alltaf var Bjöggi númer eitt i mínum augum. Það var hins vegar einn galli á gjöfum Njarðar. Honum hefur gengið brösulega að ná upp viðlíka stemmningu á plötum og hann hefur gert „live“, það hefur verið eins og einhvern neista hafi vantað. Ég segi nú ekki að hann hafi kviknað nú en það er þó eitthvað í þá áttina og óhætt er Me Myself I hafði verið. Hún vandist þó vel og er alls ekki síðri plata. The Key heitir nýjasta plata Joan Armatrading en nafnið er bæði tekið eftir einu lagi plötunn- ar og eins af því að Armatrading hefur alltaf lykil í keðju um háls- inn og mun það vera eins konar Iukkugripur. Upptökum á Lyklin- um stjórnaði, að mestu Steve Lilliwhite sem m.a. hefur stjórnað upptökum hjá Peter Gabriel, ZTC, U2 og The Members en hann sá einnig um gerð síðustu plötu Armatradin. Hljóðfæra- leikararnir þeir sem henni eru til aðstoðar eru nú heldur ekki af verri endanum, þeir eru m.a. trommuleikarinn Jerry Morotta (sem leikið hefur með Peter Gabriel), bassaleikarinn Tony Levin (King Crimson og Peter Gabriel), gítarleikararnir Daryl Stuermer (Genesis og Phil Collins), og Adrian Belew (Talk- ing Heads og King Crimson), Synthesizerleikarinn Larry Fast (Peter Gabriel), saxófónleikarinn Mel Collins og fleiri mætti telja. Tónlistin er rokkuð, kannski svolítið of mikið i anda þeirra hljóðfæraleikara sem á plötunni leika. Á fyrri hliðinni eru fjögur hressileg rokklög og eitt rólegt lag en seinni hliðin er öllu fjöl- breyttari og víða tilrauna- kenndari. Ekki er nema eitt lag á plötunni sem ég get engan veginn fellt mig við en það er síðasta lag- ið og í raun er það ekki í fyrsta skipti sem það er hægt að segja um síðasta lag á plötu hjá Joan Armatranding, hún virðist engan veginn klár á því hvernig á að enda plötur. Annar nokkur galli er að Armatrading snertir varla kassa- gítarinn lengur og t.d. er hann að- eins notaður i einu lagi, Tell Tale, á þessari plötu. Hins vegar er Armatrading farin að fitla tölu- vert við rafmagnsgítar og er sóló hennar á Tell Tale lýsandi dæmi um bærilega getu hennar á því sviði. Um söng Armatrading er það að segja að rödd hennar er dimm, allt að því karlmannleg á köflum, og hún svíkur engan fremur en fyrri daginn. Það er óhætt að segja að með The Key hafi Joan Armatrading tekist að gera enn eina góða plötu, sem er allrar at- hygli verð. Echo & the Bunnymen — Porcupine Hljómsveitin Echo & the' Bunnymen var til í október 1978 þegar Ian McCullough, söngvari og gítarleikari komst í kynni við gítarleikarann Will Sergant og þeir hófu að semja lög saman. Fljótlega bættist bassaleikarinn Less Pattison í hópinn. Trommu- leikarinn var hins vegar fyrst um sinn trommumaskína nikkour af Echo gerð. Þáð var svo ekki fyrr en seinni hluta ársins 1979 sem þeir réðu til sín alvöru trommu- leikara og heitir hann Pete De Freitas og liðskipan hljómsveitar- innar hefur verið óbreytt síðan. Fyrsta stóra plata hljómsveitar- innar hét Crocodiles og leit hún dagsins ljós sumarið 1980 og fór hún inn á topp 20 í Englandi. Plata þessi hlaut einstaklega góð- ar viðtökur gagnrýnenda og var ofarlega á lista, þeirra yfir bestu plötur þess árs. í maí 1981 kom svo önnur plata þeirra út, en hún heitir Heaven Up Here, og hlaut hún viðlíka mót- tökur og sú fyrri. Allt árið 1982 biðu menn spenntir eftir nýrri plötu frá Echo & the Bunnymen en sífelld seink- un var á því að platan liti dagsins ljós og það var ekki fyrr en í byrj- un þessa árs að platan kom loks út. Porcupine heitir hún og al- búmið prýðir mynd af Gullfossi í klakaböndunum. Já þeir voru að læðupokast hér á landi drengirnir seint á síðasta ári og tóku hér video mynd og myndirnar á al- búmið. Það fór heldur lítið fyrir komu þeirra hingað til lands en þeir verða hér aftur á ferð í sumar og þá koma þeir til hljómleika- halds. Porcupine er, eins og fyrri plöt- ur hljómsveitarinnar, mjög góð en jafnframt tekur svölítinn tíma að venjast henni. Echo & the Bunnymen er ein af þessum hljómsveitum sem orðið hafa fyr- ir áhrifum frá Verlanine og Tele- vision og tónlist úr þeirri áttinni en ekki eru síður áberandi áhrif frá hinni svokölluðu pschycadelic eða sýru tónlist sjöunda áratugar- ins, allnokkur austurlenskur eða indverskur blær er á nokkrum laganna og má rekja þessi áhrif að nokkru til gítarhljómsins en mest þó til strengjaútsetninganna sem gerðar eru af' manni að nafni Shankar. Ef mér skjátlast ekki er hér á ferðinni Indverjinn L. Shankar fiðluleikarinn frábæri, sem m.a. lék með McLaughlin á sínum tíma. Annars ber Porcup- ine flest merki þess sem tryggt hefur gæði Echo & the Bunnymen platna fram að þessu. Kraftmik- inn bassa og trommuleik og sér- lega sterkan og góðan ryþmagítar. Ekki trysti ég mér til að nefna nein lög öðrum fremri því heildin er ákaflega st^rk. Fyrst tók ég þó eftir lögunum The Cutter, Back Of Love, Heads Will Roll og Gods Will Be Gods. bíóin ;'★★★★ framúrskarandi ★ ★ ★ ág»t ★ ★ góð ★ þolanleg 0 léleg Háskólabíó: *** Húsiö-Trúnaöarmál. Islensk kvlk- mynd, árgerð 1983. Handrit: BJörn Björnsson, Snorri Þórisson og Egill Eðvarðsson. Leikendur: Lllja Þóris- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þóra Borg, Helgi Skúlason, Róbert Arn- finnsson, Briet Héðlnsdóttir. Leik- stjórl: Eglll Eðvarðsson. Húsið er vönduð spennumynd, sem vafalaust á eftir að höfða til margra. Hún ber vitni um meiri fagkunnáttu en aörar íslenskar myndir til þessa. Með skáldlegum neista í mótun viðfangs- efnisins hefði hún orðið verulega eftirminnileg. — Á.Þ. Bíóbær: Undrahundurinn. Bandarísk ævin- týramynd fyrir börnin. Sýnd á 2. páskadag kl. 14 og 16. Ókeypis. Heitar Dallasnætur (Hot Dallas Nights). Bandarisk kvikmynd, ár- gerð 1981. Leikendur: Hillary Summer, Raven Turner, Tara Flynn, Leikstjóri: Tony Kendrick. J.R. og lélagar skemmta sér á heitum sumarnóttum. Very hot. Bíóhölfin: Njósnarl leyniþjónustunnar (The Soldier). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Ken Wahl, Alberta Wat- son, Klaus Kinskl, Wllliam Prince. Leikstjóri: James Gllckenhaus. Bondstællinn á fullu og má Bond sjálfur fara að vara sig. Ævintýri og hasar á milli Cia og Kgb. Leikurinn berst um allan heim eins og vera ber. Allt á hvolfi (Zapped). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Scott Baio, Willle Ames, Robert Mandan, Felice Schachter. Lelsktjóri: Robert J. Rosenthal. Skólaunglingar i Ameriku fara á stjá og þá er ekki aö sökum að spyrja. Allt logar af fjöri. Chester gamli fær að fljóta með. Amerískur varúlfur í London (American Warewolf in London). Bresk-bandarísk árgerð 1981. Leik- endur: Jenny Agutter, David Naughton. Lelkstjóri: John Landis. Sprellfjörug og bráöskemmtileg mynd um mann, sem breytist i varúlf þegar verst gegnir. ♦ ♦ Gauragangur á ströndinni (Malibu Beach). Bandarísk kvikmynd. Leik- endur: Kim Lankford, James Daughton. Strandlif og ástir skóla- krakka. Litli lávarðurinn (Little Lord Faun- telroy). Bresk kvlkmynd. Leikend- ur: Ricky Schroeter, Alec Guinness. Hugljúf barnamynd um litinn lávarð, sem hittir stóran. Fram i sviösljóslö (Being there). Bandarisk kvikmynd með Peter Sell- ers. ♦ ♦♦ Með allt á hreinu. íslensk kvik- mynd, árgerð 1982. Handrit: Stuö- menn og Á.G. Leikendur: Stuð- menn, Grýlur o.fl. Leikstjórl: Ágúst Guðmundsson. Fjölbreytt gleði- mynd með fallegum lögum og góðum skritlum. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Börnih líka. *** Regnboginn: Fyrsti mánudagurinn í október (First Monday in October). Banda- rísk, árgerö 1981. Leikendur: Walter Matthau, Jill Clayburgh. Leikstjóri: Ronald Neame. Kona verður hæstaréttardómari í fyrsta skipti i sögu Bandaríkjanna, þar sem fyrsti mánudagur i október er hefðbundinn samkomudagur þeirrar stofnunar. Kallarnir eru sumir á móti en allt fer áreiðanlega vel. Gaman- mynd i gamla stilnum. Orðaleikur ** Sólarlandaferöin (Sállskapsrásan). Sænsk kvikmynd árgerö 1980. Leik- endur: Lasse Aberg, Lottie Ejebr- andt. Handrit og leikstjórn: Lasse Aberg. Bráðskemmtileg gamanmynd um Svia á sólarströnd^ Rallý. Rússnesk kvikmynd. Leik- endur: Roland Zagorskis, Valentína Titova, Leikstjóri: Alois Brench. Bilakappakstur frá Moskvu um Varsjá til Vestur-Berlinar og smygl á forláta málverki. Rússnesk spennumynd. Forvitnilegt. Týnda gullnáman (Mother Lode). Bandarísk kvlkmynd, árgerð 1982. Leikendur: Charlton Heston, Nick Mancuso, Klm Bassinger. Leik- stjóri: Charlton Heston. Charlton gamli er einbúi uppi i fjöllum Kanada. Þangað rekast menn, sem eru að leita aö mikilli gullæð, sem sögusagnir segja, aö sé þar falin djúpt i jörðu. Og það er ekki að þvi aö spyrja: atburðir taka að gerast. Laugarásbíó: *** Týndur (Mlsslng). Frönsk-banda- risk, árgerð 1982. Leikendur: Jack Lemmon, Sissy Spacek. Leikstjóri: Costa Gavras. Gavras ræðst enn einu sinni á suður- ameríska harðstjóra. Hér sýnir hann fram á hvernig Bandarikin flæktust inn í valdaránið i Chile 1973. Skemmti- leg mynd og eftirminnilegur leiksigur Jack Lemmon. Vekurtil umhugsunar. Stjörnubíó: * Saga heimsins 1. hluti (History of the World — Part 1) Bandarfsk. Ár- gerð 1981. Handrit og leikstjórn: Mel Brooks. Aöalhlutverk: Mel Brooks, Dom DeLouise, Madeleine Khan, Harvey Korman. Mel Brooks virðist þvi miður orðinn uppiskroppa með hugmyndir. Gróf- gerð paródiugáfa hans naut sin vel í myndum á borð við The Producers, Blazing Saddles, Young Franken- stein. En hin síðari ár hefur maðurinn lítið gert af viti, nema framleiða úr- valsmyndir annarra leikstjóra einsog The Elephant Man. Saga heimsins er samsett úr skelfing slitróttum skiss- um úr sögu mannkynsins; sumar falla kylliflatar, aörar eru skömminni skárri. En i heildina er myndin aðeins tal- andi tákn um andiegt þrotabú. Von- andi nær Brooks sér uþpúr þvi. AÞ. American Pop. Bandarisk teikni- mynd, árgerð 1981. Framleiðandi og stjórnandi: Ralph Bakshi. Myndin spannar 80 ár í poppsögu Bandarikjanna og tónlistin er m.a. eft- ir ekki ómerkara fólk en Scott Joplin, Bob Dylan, Janis Joplin og Jimi Hendrix. Tónlistardúndur allan tim- ann. Nýja bíó: Diner. Bandarisk kvikmynd, árgerð 1982. Lelkendur: Steve Guttenberg, Daniel Stern, Mickey Rourke, Kvein Bacon. Handrit og stjórn: Barry Levinson. Fimm gamlir vinir og daglegt lif þeirra. Vandamál í hjónabandi, hjú- skaparhugleiðingar, veðmál og fleira og fleira. Bráöhugguleg gamanmynd um alvöru lifsins. Tónabíó: Nálaraugað (Eye of Needle). Bresk kvikmynd, gerð eftir samnefndri skáldsögu Ken Follet. Lelkendur: Donald Suthérland, Kate Nelllgan, lan Bannen. Lelkstjóri: Richard Marquand. Siðari heimsstyrjöldin er i algleym- ingi. Nálaraugaö er dulnefni á þýsk- um njósnara. Hann kemur næstum upp um mikið leyndarmál banda- manna. Hörkuspenna. MÍR-salurinn: Lifi Mexikó. Sovésk-mexikönsk kvikmynd eftir Sergei Eisenstein. Eisenstein sækir efni myndarinnar T langa og litrika sögu Mexikó. Meist- aranum tókst aldrei að klára myndina, en Grigorí Alexandrov setti hana saman úr efniviði meistarans. Meist- araverk, sýnt á sunnudag kl. 16. Allir mega koma. Austurbæjarbíó: *** Á hjara veraldar. — sjá umsögn í Listapósti. viélinrMr Menningarmiöstööin í Breiöholti: Á sunnudag kl. 14-16 verður sérstök dagskrá fyrir börnin og mun Guðni Kolbeinsson m.a. lesa úr bók sinni Mömmustrákur, sem fékk verðlaun nýlega. Kvennaathvarfið: Til styrktar húsnæöiskaupum at- hvarfsins verður efnt til merkjasölu á höfuðborgarsvæðinu i dag, föstudag, og á morgun. Tökum vel í málaleitan þeirra og styrkjum gott málefni. Félagsstofnun stúdenta: Á sunnudag og mánudag kl. 20 verð- ur dagskrá meö verkum Berfolt Brecht á vegum Stúdentaleikhúss- ins. Fluttir verða þrir einþáttungar, lesið úr Ijóöum og smásögum, sungin lög úr nokkrum verkum hans og flutt um hann erindi. Merkilegt framtak. Mætum ölt timanlega. Hótel Borg: Á sunnudag kl. 14 gengst Kvenna- framboðið fyrir þólitiskum allsherjar- fundi þar sem talsmenn allra fram- boðslista í Reykjavik svara fyrirspurn- um væntanlegra kjósenda. Mætum öll þvi toppar listanna mæta. Verum öll á toppnum. Norræna húsið: Oanski rithöfundurinn Suzanne - Brögger kynnir bækur sinar og les uppúr þeim á sunnudag kl. 17. tonlist Borgarbíó, Akureyri: Tónlistarfélag Akureyrar heldur þriöju áskriftartónleika sina á laugardag kl. 17. Flutt veröur tónlist frá 16. öld og fram á okkar tíma. Menningarmiðstöðin í Breiðholti: Á sunnudag kl. 17 verður Kammer- sveit Reykjavíkur með tónleika til að létta mönnum skapið.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.