Helgarpósturinn - 08.04.1983, Qupperneq 11
11
lelgar
pösturinn
Föstudagur 8. apríl 1983
Jóhanna sýnir í Nýlistasafninu
glettni og ábyrgð
Jóhanna Kristín Yngvadóttir
sýnir um þessar mundir í Nýlista-
safninu og reisir við heiður þess,
sem féll kannski aldrei; nema fall
sé til þess eins að hægt sé að rísa
upp aftur. Og það er það yndis-
legasta við fallið. Jóhanna Kristín
Yngvadóttir er hins vegar rísandi
listakona.
Þegar gesturinn kemur inn á
sýningu hennar berst á móti hon-
um sá „maleríski andi“ sem hefur
horfið að mestu úr andrúmslofti
myndlistarinnar. Og þú finnur að
„málari er að koma heim til
Islands eftir nám erlendis“. Það er
þetta. Góðu heilli finnurðu líka
að hæfileikana skortir ekki. Samt
er það fremur æska en þroski sem
birtist auganu. Æska en um leið
verki. Jóhanna málar manna-
myndir. >
Þetta eru fáar myndir, en þær
nægja til að „gefa mynd“ af lista-,
konunni. Viðfangsefni þeirra er
svipað: það að binda litina í
líkamsmyndir manna, en leyfa
þeim samt að leika dálítið lausum
hala um Ieið, og freista þeirra.
Myndlist Jóhönnu er glettin en
ábyrg.
Bros er sjaldgæft í íslenskri
myndlist. I íslenskri myndlist er
munnur fólks saman saumaður,
líkur striki fyrir neðan nefið,
varirnar holdlausar, svipurinn
grimmdarlegur. Munnur á mönn-
um í íslenskum málverkum hefur
aldrei tekið meiri þróun en munn-
ur á barnateikningum. En hjá
Goya til þeirra og hóf þá upp í enn
hærra veldi. Hjá Jóhönnu er það
einkum „mosagræni“ liturinn,
enda fer litaval hennar saman við
það framboð lita sem er á boðstól-
um í íslensku umhverfi. Hún læt-
ur fólkið þá kúra saman í gjólu
ofan á þessum lit og kallar mynd-
ina Vor. En hún kann líka að slíta
litinn frá hinni beinu skírskotun:
til vors sem er nývaknað, hún
kann að gera litinn sjálfstæðan
þar sem hann ríkir einvörðungu af
því að hann þarf á sjálfum sér að
halda.
Um leið er kominn vísir að
sjálfstæðri list. Litirnir og formin
fara að segja:
Ég er ég, en jafnframt þær að-
stæður sem ég bý við. Svo er það
hlutverk þjóðarinnar að hlú að
fáum blómum en fögrum og láta
arfann eiga sig. Þó hefur arfarækt
ætíð verið stunduð þegar
„kreppa" er í túnum.
Stúdentaleikhúsið verður með sérstaka Brecht dagskrá
í Félagsstofnun stúdenta á sunnudags og mánudagskvöld
kl. 20. Dagskráin ber yfirskirftina „Lofgjörð um efann“
eftir samnefndu ijóði. leiknir verða þrír einþáttungar:
Betlarinn og dauðahundurinn, Hinn jákvæði og hinn nei-
kvæði, og Spæjarinn. Tveirfyrrnefndu þættirnir hafa aldrei
verið fluttir hér á landi áður. Auk þess verður lesið upp úr
Ijóðum og smásögum Brechts og Sigurún Björnsdóttir
syngur nokkur lög úr verkum hans. Sigfús Daðason skáld
flytur svo tölu um höfundinn.
ÍSLENSKA
ÓPERAN
Óperetta
Gamanóperetta
eftir Gilbert & Sullivan
Sýning laugardag kl. 21.00.
Sunnudag kl. 21.00.
Miðasalan er opin milli kl. 15.00-20.00
daglega.
Simi 11475.
tengsl við hið sígilda litaval. Hún
ber á gunnfána sinn (sem mál-
verkið er ætíð) svartan lit, þann lit
sem er göfugastur allra lita, vegna
þess að hann hrindir sjaldan öðr-
um litum frá sér. Styrkur hans er
ekki aðeins í tigninni, ofurmætt-
inum, heldur í því að hann getur
tekið alla liti í faðminn, ef málar-
inn kann að kynna hann almætt-
inu af einlægni og tilgerðarleysi.
Líkt og fjölmargir og flestir
málarar með og eftir komu
impresionismans beitir Jóhanna
penslinum þannig að hún teiknar
með honum, pensilstrikin eru
auðsæileg, þau tjá tilfinningaleg-
ar hræringar, rífa upp lit og sýna
hvaða litur er undir litnum; og
penslinum er beint af miskunnar-
leysi að myndfletinum. Hér er
ekki verið að draga með pensli
samræmdan myndflöt þar sem
pensilstrikin sjást ekki, þannig að
undirstaða formanna verði að
ómælishafi, kyrru og lygnu, en
djúpu og kynlegu; þannig mynd-
flötur er haf ómælisvíddarinnar.
Nei. Jóhanna er að mestu í
ölduganginum, hverfulum svift-
ingum litabrimsins, sem hún hem-
ur þó með vitsmunum þess sem
hefur næmt myndauga. Hún veit
að brimið er í sama lit og hafið.
Briminu berast engir aukalitir
þótt hafið rjúki upp.
Enginn ætti samt að halda að
Jóhanna máli sjávarmyndir. Hér
er aðeins tekin líking til stuðnings,
svo hugur lesandans sjái það í
hugmynd sem auga mitt sá á mál-
Jóhönnu brosir fólk - og munn-
lagið er frá Hals komið, enda eng-
in furða því hún nam í Hollandi.
Brosið er léttlyndisbros, saklaust
og kannski örlítið reynslulaust;
blessunarlega laust við hinn
ábyrgðarfulla munnsvip íslenskra
„málverkaðra manna“. Svo er Iíka
hitt að hún „málverkar“ ekki
manneskjurnar þannig að þær
verði uppstilltar, líkt og þær hafi
farið til ljósmyndara af þeirri þrá
að „fá að sitja fyrir“ einu sinni á
ævinni. Af slíku hefur þó íslensk
mannamyndalist þjáðst; hún hef-
ur verið of mikið undir áhrifum
ljósmyndaranna sem störfuðu hér
kringum aldamótin. fslenskir
málarar hafa kannski numið í
Kaupmannahöfn eða París eða í
Berlín, en þegar þeir fóru að mála
mannamyndir voru þeir ævinlega
gæddir í senn anda mannsins sem
kom úr sveitinni til að „sitja fyrir,
stjarfur á svip með munnstrik fyr-
ir neðan nefið“ og anda ljós-
myndarans sem hafði sest að í
Borgarnesi og „ stillti upp“ fyrir
framan vélina.
Ljósmyndin hefur því haft
meiri áhrif á íslenska myndlist en
haft er á orði.
Eins og ég sagði er andrúmsloft
málverksins í Nýlistasafninu, og
hin sígilda litameðferð gægist
hvarvetna í gegnum „tjáningu“
geðsveiflanna. Þarna örlar á hin-
um djúpu, mögnuðu litum sem
niðurlandamálararnir gripu svo
oft til, hvort sem þeir hétu
Brouwer eða Hals, og síðan greip
LEiKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍM116620
Skilnaður
ÍSj*
þriðjudag kl. 20.30.
fáar sýningar eftir.
Jói
föstudag kl. 20.30
Síðasta sinn.
Salka Valka
laugardag kl. 20.30
Guðrún
7. sýn. sunnudag kl. 20.30.
Hvít kort gilda.
8. sýn. miðvikudag kl. 20.30.
Appelsínugul kort gilda.
Miðasala í Iðnó
kl. 14-20.30.
HASSIO
HENNAR
MÖM
Miðnætursýning
i Austurbæjarbíói
Laugardag kl. 23.30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala í Austurbæjarbíói
kl.16—21. Sími 11384
fiMÓÐLEIKHÚSW
Silkitromman
í kvöld kl. 20
sunnudag kl. 20
Síðasta sinn
Lína langsokkur
laugardag kl. 15 Uppselt
sunnudag kl. 15
Oresteia
8. sýning laugardag kl. 20
Þeir sem eiga aðgangskort á
þessa sýningu athugi um
breyttan sýningardag
Litla sviðið:
Súkkulaði handa Silju
þriðjudag kl. 20.30
Miðasala 13.15-20.
Sími 1-1200.
RNARHÓLL
VEITINGAHÚS
A horni Hverfisgötu
og Ingólfsstrcetis.
s. 18833.
9
HVERJU
SPÁIR ÞÚ?
Kosningagetraun Frjálsíþróttasambands íslands
er einföld
Leikurinn er fólginn í því að giska á
hvað flokkarnir fái marga þingmenn
í komandi alþingiskosningum.
Hverjir
fá pottinn?
Miðinn kostar 50 krónur og fara
20% af andvirði seldra miða í
vinninga, þannig að seljist 50
þúsund miðar verður potturinn
500 þúsund, sem þeir get-
spöku skipta á milli sín. Seljist
100 þúsund miðar verður
potturinn 1 milljón o.s.frv. Allir
skilmálar eru á miðanum.
Gott
málefni
Frjálsíþróttasambandinu er
nauðsyn að efla fjárhag sinn til
að geta sinnt öflugu starfi í
þágu æskunnar í landinu. Allar
tekjur af getrauninni fara til
þess að efla íþróttastarfið.
Takið þátt í að efla íþrótta-.
starfið Takið þátt i
leiknum.
Sölukerfi-
sölustaðir
Félagar í íþróttahreyfingunni
o.fl munu sjá um sölu miöanna
alveg til kl. 19 á kjördag. Hægt
verður að skila útfylltum miðum
nú þegar í íþróttamiðstöðinni
og hjá Samvinnuferðum,
Austurstræti. Á kosningadag-
inn verður hægt að skila seðl-
um ( sérstaka stampa við fiesta
kjörstaði.
Hverju spáir þú um kosningarnar? Það er spurningin.
Við spáum því að potturinn verði stór.
Frjálsíþróttasamband íslands, íþróttamiöstööinni í Laugardal, sími 83386.