Helgarpósturinn - 08.04.1983, Side 13
.13
var þessu stungið að mér og það festist við
plötuna. Það þýðir örugglega eitthvað en ég
veit bara ekki hvað!“
— Hvers konar plata er þetta?
„Ja, þetta er eiginlega bara plata. Þó held ég
að hún sé að ýmsu leyti ólík því sem ég hef ver-
ið að gera áður. Ég var að tala um áðan að mér
hefði ekki fallið allt sem spratt upp í músík-
byltingunni 1980, en samt held ég að á þessari
plötu komi ég að sumu leyti dálítið til móts við
tíðarandann. Satt að segja er ég svolitið á-
nægður með ýmislegt á þessari plötu, sérstak-
lega lagið Kötlu. Það er instrúmental, frekar
rólegt en einhvern veginn mikið landslag í því.
Eftirvænting? - já, kannski. Katla er komin
langt fram yfir tímann sinn. L.M. Ericson er
sennilega mest grípandi lagið á plötunni, það
er voöalega einfalt. Textinn er aftur á móti
ansi tvíræður, þó hann hljómi sakleysislega..“
— Ný lög?
„Ekki öll. Sum eru gömul, það elsta frá 1977,
en þau eru þá í nýjum útsetningum".
— Hvernig semurðu lög? Koma þau fljúg-
andi oní þausinn á þér?
Svartsýni
í bransanum
„Það er allur gangur á því. Yfirleitt koma
þau af sjálfu sér, eða það er að segja, ég fæ
svona smáhugmyndir sem ég raða síðan sam-
an í heil lög. Stundum hef ég einhvern góðan
texta fyrir framan mig og vinn út frá honum,
ekki þó endilega þannig að ég semji lag fyrir
akkúrat þennan texta heldur læt ég hann hafa
áhrif á mig“.
— Og hvernig er staðan? Er gott að vera tón-
listarmaður nú til dags?
„Nei, það er ekki gott. Ég skil ekki hvernig
ég hef farið að því að halda út í vetur; þetta
hefur verið einhver harðasti vetur sem ég man
eftir. Þá á ég ekki við snjóinn, heldur peninga-
ieysið. Það er bókstaflega enginn leið að hafa
upp úr sér með þessu. Ég hefði til dæmis
gjarnan viljað fara núna og spila opinberlega,
en það virðist ætla að verða erfitt. Það er mik-
il svartsýni í bransanum um þessar mundir, og
skiljanlegt að menn nenni ekki að standa í
þessu til lengdar. Svo undarlegt sem það nú er,
þá virðist bara enginn áhugi á konsert-haldi
lengur, og þar held ég að pönk- og kvalasveit-
irnar eigi mikla sök á. Fólk sem hefur til dæm-
is komið á SATT-kvöld og hlustað á eina slíka
ákveður yfirleitt að koma aldrei oftar á SATT-
kvöld. En nú eru Jóhann G. og SATT með
ýmsar hugmyndir sem ég hef trú á að gætu
gengið, sérstaklega í sambandi við konsert-
hald í Klúbbnum.
Þar er hugmyndin að verði konsert á hverju
kvöldi fram til klukkan hálf tólf, tólf þannig
að fólk sem annars situr heima og djúsar getur
komið og hlustað á lifandi músík áður en
sjálft ballið byrjar. Svo er spurning hvort fólk
er til í að borga aðeins meira fyrir að koma
fyrr og fá hljómsveit í kaupbæti, það verður
bara að koma í ljós. Útkoman hlýtur að vera
skemmtilegra kvöld, og það er jú aðalmálið;
að skemmta fólki“.
— Hefur þú aldrei leitt hugann að því að
hætta þessu alveg, og fá þér „heiðarlega"
vinnu í staðinn?
„Jú, það hef ég svo sannarlega gert. Margir
efnilegustu músíkantarnir eru löngu hættir,
af því þeir hafa ekki getað staðið í þessu, jafn-
framt því að stofna fjölskyldur og heimili.
Penigaleysið, maður! Ég vildi gjarnan halda
áfram sem lengst, en maður lifir náttúrlega
ekki á Ioftinu. Ég er með stóra fjölskyldu, hún
þarf sitt. Ég er búinn að þrauka sem atvinnu-
maður í þessu síðan svona ’69 og mér finnst
það satt að segja furðulegt úthald. Og aldrei
hef ég orðið ríkur!“ Svo bætir hann við í flýti:
„ Hljóma ég svakalega svekktur? Ég vona
ekki, því ég er það í raun og veru ekki. Það er
æðislega gaman að standa í þessu þegar vel
gengur, en stundum er auðvitað erfitt“.
Einu sinni hippi
ávallt hippi
— Já, hvers vegna ertu að standa í þessu?
„Þetta er sjálfsagt einhvers konar þörf fyrir
að tjá sig. Eg get ekki svarað þessu öðruvísi.
Svo er“, brosir mjög breitt, „æðislegt kikk að
spila opinberlega! Það kemur ekkert i staðinn
fyrir það. Núna hef ég haft hægt um mig í
heilan vetur, aðallega setið inni í stúdíói við að
laka upp, og mig bókstaflega þystir í að kom
ast út og spila læv“.
— Má ég spyrja þig einnar persónulegrar
spurningar að lokum?
Hissa: „Já, gjörðu svo vel“.
— Hvers vegna hefurðu alltaf haldið í taglið?
„Ja, sko, taglið er í sjálfu sér nýtt. Ég hef
ekki haft tagl nema í nokkur ár. Hins vegar er
ég búinn að vera með sítt hár frá upphafi og
verð það sjálfsagt áfram. Einu sinni hippi, á-
vallt hippi“.
Jim Smart
irinn Föstudagur 8. apríl 1983
heima að semja og pæla í músik, en þá var ég
kominn í kontakt við alls konar menn og byrj-
aði bara að spila á fullu“.
— Og þú spilaðir sitt af hverju?
„Hvort ég gerði. Um tíma vorum við tveir
sem spiluðum blús á hinum og þessum bör-
um, og ég reyndi meira að segja fyrir mér sem
bar-pianisti, aleinn. Það var svolítið merkilegt
við það, að ég komst upp með að spila ein-
göngu lög eftir sjálfan mig. Eins gott, því ég
kann hvort sem er ekkert annað!“ Enn eitt
bros; þetta er auðvitað ekki alls kostar rétt.
Heldur áfram: „Svo var ég í blúsbandi, ég var
í kántrí-bandi og ég var i rokkbandi. Það var
merkileg reynsla að vera „on the road“ í Ame-
ríku, ég hefði ekki viljað missa af þessu. Mað-
ur var alltaf á nýjum og nýjum mótelherbergj-
um, át ekkert nema hamborgara í fimm vikur
og kynntist alls kyns fólki. Við spiluðum hvar
sem var, allt frá litlum búllum og upp í raun-
veruleg óperuhús, en ég var hrifnastur af með-
alstóru stöðunum. Þeir voru hæfilega stórir
og það merkílega var að alls staðar var alveg
pottþétt sánd, söngkerfi, mixer og svo fram-
vegis, súper tæknimenn á hverjum fingri. Al-
deilis ólíkt því sem maður átti að venjast hér
heima“.
— Einhverjir sérlega eftirminnilegir tónleik-
ar?
„Ætli það séu ekki tónleikar sem við í blús-
bandinu héldum á svertingjabúllu í Chicago.
Þarna voru svona 50-60 ára gamlir karlar,
með hatta og í snjáðum jakkafötum, og allir
að dansa við akfeitar kerlíngar; þrumustuð!
Svo kom einn af þessum gömlu Chicago-blús-
urum upp á svið til okkar og djammaði á
fullu. Ég man ekki í bili hvað hann heitir, en
hann á fullt af plötum að baki og þetta var ó-
gleymanlegt".
— Var annar standard á þessari amerísku
músík en hér heima?
• •
Orugglega
„Ja, þetta var einhvern veginn allt öðruvísi.
Ekki það að músíkin þarna úti hafi í sjálfu sér
verið betri en hér heima - það var mjög upp og
ofan - en ræturnar voru miklu sterkari. Þessir
strákar kunnu virkilega að spila rokk. Blúsar-
arnir voru náttúrlega fæddir inn í þetta; þeir
vissu nákvæmlega og upp á hár hvað þeir
vildu. Aftur á móti var lítil fjölbreytni, rokk-
ararnir gátu ekkert spilað nema rokk, blúsar-
arnir blús og svo framvegis. Á íslandi eru
menn meira í hinu og þessu, kynnast ýmsum
tegundum tónlistar. Ég er ekki frá því að það
sé bara betra“.
— Þið hafið ekki viljað setjast að vestur í
Bandaríkjunum?
„Það hvarflaði auðvitað að manni, ég neita
því ekki. En það kom ýmislegt til - heimþráin
fyrst og fremst, svo ekkert varð úr slíku. Mér
voru að opnast alls konar möguleikar þarna
úti sem ég hefði hugsanlega getað notfært
mér; það var búið að bjóða mér í nokkrar
hljómsveitir, en ég hafnaði. Það var kominn
tími til að fara heim. Hins vegar sé ég alls ekki
eftir því að hafa farið út, og á sjálfsagt eftir að
búa lengi að þessari ferð. Það breyttust öll við-
horf við þessa nýju reynslu, bæði gagnvart
músíkinni og bara lífinu sjálfu - ég held mað-
ur hafi opnast töluvert á þessu. Þetta voru jú
hlutir sem ég hafði ekki upplifað áður; að vera
matarlítill, peningalaus oft og tíðum..“
Rétt fyrir páska kom út sóló-plata með
Björgvini Gíslasyni. Hún heitir Örugglega, og
þar leikur Björgvin, ásamt Pétri Hjaltested og
Ásgeiri Óskarssyni, lög eftir sjálfan sig, en
textar eru eftir Bjartmar Guðmundsson.
Björk Guðmundsdóttir syngur eitt lag, nokk-
ur eru instrúmental en „hin reyni ég að syngja
sjálfur“, brosir hann.
— Örugglega? Þetta er óvenjulegt nafn. Ör-
ugglega hvað?
„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég var i ægi-
legum vandræðum með að finna nafn. Svo