Helgarpósturinn - 08.04.1983, Síða 14
14
Sinfóníu-
hljómsveit
dýranna
Kirk Nurock heitir 34 ára gamall
bandarískur tónlistarmaður, sem
m.a. stundaði nám við Juillard-
skólann í New York. Hann hefur
verið fenginn til að útsetja lög fyrir
Bette Midler, Judy Collins og Barry
Manilow, svo nokkrir séu nefndir
— og hafa færri komist að en vilja.
Nýjasta verk hans er Sónata fyrir
píanó og hund, 35 mínútna langt í
fjórum þáttum. Aðalhlutverkið er í
höndum/loppum hundakórs. Og til
að tryggja sér lagvissa hunda hefur
Nurock að undanförnu lagt á sig
mikla vinnu, bæði við að ræða við
hundaeigendur og þjálfa hundana í
einkatímum.
— Þetta er ekki sjóbísniss, segir
Nurock, heldur framhald á fjórtán
ára langri tilraunastarfsemi hans
með náttúruleg hljóð; hann gengur
sem sé út frá því, að hverskonar
hljóð geti verið músíkalskt.
Hann hefur áður flutt tónlist
með dýrum. í fyrra kom hann fram
í dýragarðinum í Bronx í New York
ásamt kór ugla, úlfa og smáfugla og
síðan aftur í dýragarði i Chicago.
Þar voru flytjendur með honum
órangútanar og naggrísir.
Ekki er
allt gull 1
sem glóir
Rauðvínsáhugamenn nokkrir í
New York þóttust hafa himinn
höndum tekið þegar þeim bauðst
nýlega að kaupa 29 kassa af fágætu
frönsku rauðvíni, Chateau
Mouton-Rothschild ’75, fyrir sem
svarar 1600 krónur flöskuna.
En þá komst vín- og tóbakseftir-
litið í málið og upplýsti, að þetta
gæðavín væri í rauninni kaliibrn-
Þorgrímur Gestsson fyrir framan hljóðnemann
„Þetta er spennandi starf og
það þarf mikla þjálfun til að
veröa skikkanlegur útvarpsmað-
ur. Ég veit ekki hvort ég næ því á
þeim sex mánuðum, sem ég verð
hér“.
Svo mælti Þorgrímur Gestsson,
nýbakaður fréttamaður útvarps, í
samtali við Helgarpóstinn. En les-
endur biaðsins kannast mætavel
við Þorgrím, þar sem hann hefur
starfað þar undanfarin þrjú og
hálft ár. En nú er hann sem sé í sex
mánaða leyfi.
Af Þorgrími er það annars að
segja, að hann fæddist í Dan-
mörku fyrir rétt tæpum 36 árum,
þar sem foreldrar hans voru við
nám. Hann dvaldi þar þó ekki
lengi, því þrem mánuðum síðar
flutti hann heim.
„Ég kom heim í septémber í
pappakassa með flugvél frá
breska hernum“, sagði Þorgrímur.
Hann ólst fyrst upp á Hofteign-
um, en flutti síðan til Hafnar-
fjarðar og loks aftur til Reykja-
víkur, þar sem hann stundaði sitt
nám. Fyrst var það Laugarnes-
skólinn, síðan landspróf í Voninni
og loks Kennaraskólinn, þaðan
scm hann útskrifaðist vorið 1967.
Sæljón leggja í
langferð
„Þetta verður heljarökutúr, næstum fimm þúsund kílómetra langur“,
sagði Addie Jepsens sæljónaeigandi frá Danmörku í nýlegu blaðaviðtali.
Hér að ofan sjáum við eitt af þessum ágætu Ijónum, en Addie á alls þrjú
stykki, sem öll eru ættuð frá Patagóníu, syðsta odda Argentínu. Addie sló
á sínum tíma stórt lán í banka til þess að kaupa sæljónin, en nú hafa þau
heldur betur borgað sig. Addie var með þau í finnsku hringleikahúsi á sið-
asta vetri og einnig hafa þau komið fram í París.
Núna er ferðinni hins vegar heitið norður á bóginn, til Kirkenes, sem
liggur Noregsmegin við landamæri Sovétríkjanna.
Það getur verið gaman að vera sæljón.
Svona eiga
foreldra-
fundir að
vera
Skólastjóri nokkur í Providence
Rhode Island í Bandaríkjunum var
nýlega víttur af fræðsluyfirvöldum
þar í borg fyrir að ganga of langt í
að stríða félaga sinum, sem er
skólastjóri í öðrum skóla þar.
Sá vítti hafði nefnilega sent fé-
laga sínum svokallað „bellygram“
(fáklædda magadansmær) og
ætlast til að stúlkan skemmti skóla-
stjóranum á skrifstofunni. En þetta
kvöld var einmitt foreldrafundur í
skólanum og magadansmærin
tafðist á leiðinni. Foreldrarnir voru
því mættir, alls um eitt hundrað
manns, og sátu andagtugir þegar
stúlkan birtist skyndilega á sviðinu
í samkomusalnum, svipti af sér
yfirhöfninni og dansaði inn á milli
gapandi foreldra íklædd aðeins
brjóstahaldara og nærbuxum.
Skólastjóranum var ekki skemmt.
Já, herra
dómari
íbúar við Hamlin-flóann um 200
mílur suður af Perth í Ástralíu,
kvörtuðu nýlega við yfirvöld vegna
gríðarlegs fnyks, sem lagði um tvo
kílómetra inn í land. Dauður hvalur
í fjöruborðinu reyndist orsök ó-
daunsins, og yfirvöld sýslunnar
Föstudagur
ískt sull, sem i mesta lagi væri 100
króna virði pr. flösku.
Miðarnir höfðu verið sérstaklega
prentaðir fyrir popplistamanninn
Andy Warhol og stolið frá honum.
Þrír menn sitja í tugthúsi ákærðir
fyrir svindlið.
Ferlegur
fnykur
Þrítug kona í Aþenu í Grikklandi
var nýlega dæmd til átján mánaða
fangelsisvistar fyrir hór. Félagi
hennar í glæpnum var dómari, sem
skömmu áður hafði sýknað hana af
samskonar ákæru.
8. aprfl 1983 JpiSsturinn
Fleksness
á fjalirnar
Norðmenn fá bráðum tækifæri
til að endurnýja kynni sín af spé-
fuglinum Fleksnes, eftir árs hvíld.
Rolv Wesenlund hefur nefnilega
þegið boð um að leika hetjuna á
leiksviði. Frumsýningin verður í
Tönsbergi þann 29. júní í sumar. Að
frumsýningunni lokinni verður
haldið á flakk um allan Noreg, uns
komið verður við í Gautaborg í Sví-
þjóð. Það er danskur leikhúsmað-
ur, sem átti þessa snjöllu hugmynd.
Geri aðrir betur.
segir Þorgrímur
Gestsson
nú situr í útvarpinu
Þorgrímur fór síðan beinustu
leið upp á Varmaland í Borgar-
firði, þar sem hann kenndi i einn
vetur.
„Ég byrjaði síðan á Alþýðu-
blaðinu árið 1968 og var þar til
haustsins 1970. Þá gat ég ekki
lengur á mér setið og réðist sem
kennari til Akureyrar, þar sem kon-
an mín var að klára menntaskól-
ann, og ég kenndi þar í eitt ár“.
Blaðamennskan var þó ekki
langt undan því í apríl 1972 fór
hann aftur á Alþýðublaðið, sem þá
var undir ritstjórn Gísla Ástþórs-
sonar. En hvers vegna blaða-
mennska fyrir kennaramenntaðan
manninn?
„Ég hef oft velt því fyrir mér“,
sagði Þorgrímur. „Ég hafði alltaf
gaman af að skrifa þegar ég var í
skóla og hafði gaman af íslensku
máli. Ég þóttist hafa sæmilega til-
finningu fyrir því, ekki síst vegna
þess að ég ólst upp nálægt afa mín-
um, sem kenndi mér að meta góðar
bókmenntir“.
Haustið 1975 gafst hann svo end-
anlega upp á Alþýðublaðinu og fór
austur á Hallormsstað, þar sem
hann kenndi næstu tvö árin, eða
þar til hann fór til Noregs og settist
þar í blaðamannáskólann í Osló. í
Noregi var Þorgrímur í tvö ár og
þegar heim kom hóf hann störf á
Helgarpóstinum. En þaðan er hann
svo farinn að sinni, eins og áður
segir.
En er mikill munur á því að skrifa
í blöð og að skrifa fréttir fyrir út-
varp?
„Já. Stóri munurinn er sá, að hér
(á útvarpinu) er skrifað miklu
knappara og allt er mælt í mínút-
um. A blöðunum er maður að snúa
mæltu máli i ritmál, en hér þarf að
skrifa gott talmál, þannig að það
komi vel út í munni þess, sem les“,
sagði Þorgrímur Gestsson, fyrrum
HP-maður og nú fréttamaður út-
varpsins um sinn.‘
höfðu samband við sjóherinn í
þeirri von að hann kynni ráð við
vandanum. Sjóherinn sendi niður-
rifsflokk á staðnum, og hann kunni
ráð: Sprengiefni var hlaðið á risa-
stórann hvalskrokkinn og hann
sprengdur í loft upp, þannig að
rotnandi hvalspik slettist yfir yfir-
stéttarhverfið næst ströndinni...
Danmörku, sem var dæmdur í 15
mánaða fangelsi.
Hann hafði nefnilega stundað þá
vafasömu iðju að selja alls kyns
þýfi úr gulli og silfri fyrir kunningja
sinn. Kunningi þessi bjó ásamt vin-
konu sinni hjá pensjónistanum og
voru þau háð lyfjum. Til þess að
hafa efni á eitrinu, stal kunninginn
og stal og fékk öryrkjann til að selja
fyrir sig. Sá heimtaði 10% af ágóð-
anum, og þegar hann náðist, hafði
hann fengið 3500 Dkr. í sinn hlut.
Ætli hjarta mannsins kælist ekki
aðeins í fangelsinu og þar lærist
honum vonandi, að þótt gull glói
svona á stundum, glóir það ekki til
endimarka veraldarinnar. Það eru
aðeins demantar, sem eru eilífir, ef
svo má segja.
Þegar
hjartað
bregður
fyrir þig
fætinum
Stundum getur stórt hjarta orðið
dýrt spaug. Hann fékk svo sannar-
lega að reyna það á dögunum, 53
ára gamli örorkulífeyrisþeginn í
Frakkinn Patrick Knaff er ein-
fættur, en hann lætur það ekki
aftra sér frá skíðaiðkunum. Á
myndinni hér að ofan sjáum við
hvar hann brunar niður brekku á
franska skíðastaðnum Les Arcs.
Ferðin er hvorki meira né minna en
170 km á klukkustund og mun það
vera nýtt heimsmet hjá einfættum
skíðamanni.