Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 08.04.1983, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 08.04.1983, Qupperneq 22
22 Föstudagur 8. apríl 1983 Úr myndinni: Á hjara veraldar eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Kvikmyndir, kvikmyndir... Það er að bera í bakkafullan lækinn að tala um gróskuna í íslenskri kvikmyndagerð. En hvað er annað hægt að gera einmitt nú, þegar hún virðist aldrei hafa verið meiri? Þessa dag- ana er verið að sýna þrjár íslenskar kvikmynd- ir í kvikmyndahúsum borgarinnar og er ólík- legt að slíkt hafi nokkurn tíma gerst áður. Þar með er ekki allt upp talið, því að í sumar og haust verða væntanlega fjórar kvikmyndir annað hvort fullkláraðar eða komnar í vinnslu. TJmsóknir í Kvikmyndasjóð á þessu vori sýna, að kvikmyndagerðarmenn Iáta ekki deigan síga þrátt fyrir versnandi árferði á öll- um sviðum efnahagslífsins. En eins og svo víða annars staðar eru margir kallaðir, en til- tölulega fáir útvaldir. Af 42 umsóknum um styrk í sjóðinn, hlutu „aðeins" sextán náð fyr- ir augum stjórnarinnar, auk þess, sem sjóður- inn veitti nú nokkru fé til kynningar á íslensk- um kvikmyndum erlendis. Kvikmyndasjóður hafði fimm milljónir króna til umráða og fóru 3.6 milljónir til styrktar sex leiknum kvikmyndum I fullri lengd. Völuspá s.f. fékk 850 þúsund krónur vegna myndarinnar Á hjara veraldar eftir Kristínu Jóhannesdóttur, sem nú er verið að sýna í Austurbæjarbíói. F.I.L.M. h.f. fékk sömu upphæð vegna myndarinnar Einu sinni var..., sem nú mun heita Hrafninn flýgur. Það er Hrafn Gunnlaugsson, sem gerir þá mynd eftir eigin handriti og er sögusviðið ísland á landnámsöld. Tökur myndarinnar hefjast um mánaðamótin maí-júní og er áætlað að þeim ljúki í lok júlí. Óðinn h.f. fékk sex hundruð þúsund krónur til gerðar Atómstöðvarinnar - eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Leikstjóri þeirrar myndar verður Þorsteinn Jónsson og hefjast tökur í sumar. Jón Hermannsson og Þráinn Bertelsson fengu sex hundruð þúsund vegna myndarinnar Nýtt líf, en tökur hennar eru þegar hafnar í Vestmannaeyjum og ku ganga mjög vel. Myndin fjallar um tvo hressa stráka úr bænum, sem fara á vertíð í Eyjum, þjóðleg mynd með gamansömu ívafi. Frum- sýning verður svo um eða eftir miðjan septem- ber. Saga Film h.f. fékk 350 þúsund vegna - Hússins, sem nú er sýnd í Háskólabíói. lx>ks fékk UMBI sex hundruð þúsund til að gera - Skilaboð til Söndru eftir samnefndri skáld- sögu Jökuls Jakobssonar. Þar segir frá rithöf- undi úr Reykjavík, sem dvelur sumarlangt úti á landi við samningu kvikmyndahandrits fyr- ir útlent kvikmyndafélag. Upptökur hefjast um 20. júni og verður þeim lokið á 6-8 vikum og frumsýning verður væntanlega um jóla- leytið. Leikstjóri er Kristín Pálsdóttir en handritshöfundur er Guðný Halldórsdóttir. Til handritagerðar fóru þrír styrkir að upp- hæð fimmtíu þúsund krónur hver. Þá hlutu Ágúst Guðmundsson til að gera handrit að mynd, sem gerist í Noregi á 9 öld, Lárus Ýmir Óskarsson til að gera handrit að mynd um Fjalla-Eyvind, og Viðar Víkingsson til að gera handrit eftir Vikivaka Gunnars Gunnarsson- ar Sjö styrkir voru veittir til gerðar heimildar- mynda að upphæð samtals 530 þúsund krón- ur. Vilhjálmur Knudsen til að gera mynd um Mývatnselda, Hjálmtýr Heiðdal og fleiri til gerðar myndar um Síldarævintýrið á Djúpu- vík, Njála s.f. til gerðar myndar um íslenska hrafninn, Páll Steingrímsson til gerðar mynd- ar um sögu hvalveiða á íslandi, Sigurður Snæ- berg Jónsson til gerðar myndar um Miðnes- heiði og herinn, Heiðar Marteinsson til gerðar myndar um línuveiðar frá Vestfjörðum og loks Þorsteinn Ú. Björnsson til gerðar myndar um Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. Þegar eftirspurn eftir styrkjum úr Kvik- myndasjóði er umfram framboð, ef svo má að orði komast, þá er það hlutverk sjóðsstjórn- arinnar að fara yfir allar umsóknir og meta þær eftir þeim gögnum, sem liggja fyrir. Það segir sig því alveg sjálft, að ekki eru allír á eitt sáttir um skiptinu kökunnar. Einn þeirra, sem hvað harðast hafa gagnrýnt stjórn Kvik- myndasjóðs er Friðrik Þór Friðriksson. Hann hefur þegar sýnt og sannað með myndum sín- um Eldsmiðnum og Rokk í Reykjavík, að hann er með okkar albestu heimildarmynda- smiðum. Hann fékk á sínum tíma 75 þúsund króna styrk til gerðar Rokksins, sem kostaði álíka mikið og ódýr leikin mynd. Friðrik Þór hefur síðan sótt tvisvar um aukastyrk, en ekki fengið og síðast núna, þegar hann sótti um fimm hundruð þúsund króna styrk til að ’ WNLEND VFIRSVINI mmlmma Wtí vW tmHwaimm vmrn mmmtHuwfc1 Annars vegar eru verslunarviðskipti og tæknisamvinna við Bandaríkin ómissandi þáttur í áformum Kínverja um að reisa at- vinnulíf sitt úr rústum menningarbyltingar- innar. Hins vegar er fullt samband við Banda- ríkin forsenda fyrir því, að Kína nái fram til- slökunum af hálfu Sovétríkjanna í deilumál- um þeirra. Fangaráð Kínverja er því að láta óánægju ■með framkomu Bandaríkjastjórnar á ýmsum sviðum kristallast í máli tenniskonunnar HÚ Na. Sjálfur Deng Hsiaoping, valdamesti maður Kína, hefur brýnt fyrir hverjum tign- um gestinum frá Bandaríkjunum á fætur öðr- um, að jákvæð afgreiðsla Bandaríkjastjórnar á hælisbeiðni hennar myndi hafa óþægileg eftirköst. Nú Ha kveðst gera sér í hugarlund, að auk stórpólitískra sjónarmiða í skiptunum við Bandaríkin, geri æðstu menn Kína svo mikið veður út af stroki hennar og raun ber vitni, vegna kunningsskapar hennar við einstak- linga í forustu Kommúnistaflokks Kína. Til að mynda sóttist einn af fulltrúum í fasta- nefnd stjórnmálanefndar flokksins, Van Lí að nafni, eftir að fá hana með sér í tvenndar- leik í tennis. Wang er mjög handgenginn Deng og hefur stundum verið staðgengill forsætis- ráðherrans. Umsókn sína um hæli af pólitískum ástæð- um byggir Hú á því, að fast hafi verið lagt að sér að sækja um inngöngu í kommúnista- flokkinn, en það vilji hún með engu móti, vegna vitneskju sinnar um hvert varð hlut- skipti ýmissa íþróttastjarna í flokknum í bræðravígum menningarbyltingartímans. Haldi hún fast við að neita að ganga í flokk- inn, sé vísast að flokksfulltrúar í stjórn í- þróttamála geri íþróttaferil hennar að engu. Til dæmis um það sem hún óttast, rekur Hú feril heimsmeistarans í borðtennis, Súang Sedong. í menningarbyltingunni tók ekkja Maós hann upp á arma sína, gerði hann að ráðherra íþróttamála og notaði hann til að framkvæma ógnarstjórn yfir kínversku í- þróttafólki. Eftir að fjórmenningaklíkunni var steypt af stóli, var Súang Sedong tekinn fastur og færður í fangabúðir. „Ég óttast því um mig“, sagði Hú í viðtali við Þátttaka kínversks borðtennisliðs í móti í Bandaríkjunum fyrir rúmum áratug var fyrsta skýra merkið um að samskipti stórveld- anna sitt hvoru megin Kyrrahafs færu batn- andi, eftir nær aldarfjórðungs illindi og ófrið. Það er því í stíl, að fyrsti verulegi afturkippur- inn í sambúð ríkjanna birtist sem rifrildi út af landflótta snjöllustu tenniskonu Kína. r A. mánudaginn tilkynnti dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna, að tekin hefði verið til greina umsókn um landvistarleyfi sem póli- tískur flóttamaður, sem tenniskonan Hú Na, 19 ára gömul, lagði fram í júlí í fyrra, þegar hún strauk úr liði Kína á bikarmóti í Santa Clara í Kaliforniu. í gær svaraði Kínastjórn Hú Na á tennisvellinum í Santa Clara í fyrrasumar. Strokin tennisstjarna spiilir sambúð Bandaríkjanna og Kína með því að aflýsa öllum samskiptum við Bandaríkin samkvæmt samningi ríkjanna um samvinnu í menningarmálum út þetta ár. Bandarísk stjórnvöld gerðu sér ljóst frá upphafi, að umsókn Hú Na urn að fá landvist í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður, gæti dregið dilk á eftir sér. Níu mánaða drátt- ur á að afgreiiða umsóknina stafaði af tog- streitu innan utanríkisráðuneytisins í Wash- ington. Mannréttindadeild ráðuneytisins vildi veita landvist á grundvelli umsóknar Hú Na. Austur-Asíudeildin var því mótfallin, af ótta yið áhrifin á sambúðina við Kína. Innflytjendaeftirlitið tók síðan þá afstöðu, eftir að hafa kynnt sér gögnin frá öðrum deil- dum utanríkisráðuneytisins, að synja bæri umsókn Hú Na. Dómsmálaráðuneytið tók svo þveröfuga ákvörðun og tók umsókn stúlk- unnar til greina. Þá var rifrildið í utanríkis- ráðuneytinu komið í fréttir, og vinir útlaga- stjórnarinnar á Tævan í hópi nánasta stuðn- ingsliðs Reagans forseta voru teknir að beita sér í málinu. Sambúð Kína og Bandaríkjanna hefur stöðugt hrakað, síðan Reagan varð forseti. Eitt af kosningaloforðum hans var að efla aambandið við Tævan, og mátti skilja sumar yfirlýsingarnar í kosningabaráttunni á þá leið, að hann myndi færa stuðning Bandaríkjanna við stjórnvöld á eynni í sáma horf og var áður en Kína og Bandaríkin tóku upp fullt stjórn- málasamband. Kínastjórn Iét engan vafa á því leika, að hún myndi taka óstinnt upp sérhvert merki um frá- hvarf af hálfu Bandaríkjanna frá Sjanghæ- yfirlýsingu Nixons, þar sem lýst var yfir á hvem hátt bandarísk samskipti við Tævan yrðu takmörkuð, eftir að stjórnmálasamband kæmist á við Kína. Eftir margra mánaða ýf- ingar náðist í fyrra samkomulag þar sem stjórn Reagans lýsti yfir, að vopnasala til Tævan yrði takmörkuð og dregið úr henni smátt og smátt. Svo kom í ljós eftir áramótin, að Bandaríkjastjórn hyggst selja til Tævan vopnabúnað, sem Kínastjórn telur ótvírætt óheimilan samkvæmt fyrra samkomulagi. Stjórnvöldum Kína er bráðnauðsynlegt af innanlandsástæðum að standa fast á rétti sínum gagnvart Tævan sem óaðskiljanlegum hluta Kína. Á hinn bóginn vilja þau í lengstu Iög skirrast við að bregðast við því, sem þau telja yfirtroðslur af hálfu Bandaríkjanna, með því að draga úr stjórnmálasambandi éða verslunarviðskiptum, því þá væri skaðinn fyrir Kína tvöfaldaður. ^pústuririn greiðabókfært tap. Eldsmiðurinn hefur aldrei fengið styrk. „Ég trúi ekki, að þessir menn geri sömu skyssuna tvisvar í röð og afhjúpi þannig van- kunnáttu sína í kvikmyndamálum. Þeir vilja greinilega ekki að myndir eins og Eldsmiður- inn og Rokkið séu gerðar hérna. Þetta hlýtur að vera annað hvort af persónulegum eða pólitískum toga spunnið. Það getur ekki verið, vegna efnis myndanna“, sagði Friðrik Þór í samtali við Helgarpóstinn. En þeir eru fleiri, sem eru ekki alls kostar ánægðir með úthlutunina í ár. Helgi Gestsson formaður Félags kvikmyndagerðarmanna sagði, að þeir væru langt því frá að vera hressir með hlut heimildarmynda, sem hefur minnk- að frá síðasta ári. Hins vegar ságði hann það gleðilegt, að nú væru veittar til leikinna mynda upphæðir, sem skiptu verulegu máli. í fyrra hafi úthlut- unin numið tæpum 10% af meðalmynd, en nú væri hún 15-20%. Eins og áður sagði, var nú í fyrsta sinn veitt sérstaklega fé til þess að standa undir kynn- ingarstarfsemi. Það færist mjög í vöxt, að ís- lenskar myndir séu sýndar á erlendum kvik- myndahátíðum og hefur það töluverðan kostnað í för með sér. Það hefur því komið i hlut Kvikmyndasjóðs að standa undir þeim kostnaði. Félag kvikmyndagerðarmanna telur aftur á móti, að það eigi ekki að vera í verkahring sjóðsins að annast slíkt starf, heldur sé það verk kvikmyndastofnunar. Gallinn er bara sá, að Kvikmyndastofnun íslands er ekki enn komin á laggirnar. Nýtt lagafrumvarp um Kvikmyndasjóð og Kvikmyndastofnun átti að sjá dagsins ljós á Alþingi síðastliðið haust, en það hefur dagað uppi í kerfinu. Og hver veit hvort það verður dregið fram á næstunni, þeg- ar ný ríkisstjórn og nýtt Alþingi fara að glíma við drauginn fræga. Á meðan verðum við bara að starfa eftir gamla kerfinu, sem hefur jú reynst takk bærilega alveg ágætlega. bandarískan fréttamann , þegar hún var að útskýra ástæður sínar til að gerast landflótta“. „Aldrei er að vita, hvenær ein flokksklíkan ýtir annarri til hliðar“. Harkan í viðbrögðum Kínastjórnar við stroki Hú Na hlýtur að nokkru að stafa af því, að möguleikar eru á að aðrir fylgi í slóð henn- ar. Kínverskir stúdentar í Bandaríkjunum skipta þúsundum, aðallega í tæknigreinum og náttúrvísindum. Með því að senda efnilegustu námsmenn Kína til náms í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, reyna núverandi stjórnend- ur að fylla í eyðuna eftir menningarbylting- una, þegar framhaldsmenntun lá niðri í Kína' svo árum skipti. Þessir námsmenn geta margir hverjir átt vísar freistandi stöður í námslönd- unum, hætti þeir við að snúa heim að námi loknu. Auk þess sem áður var rakið um samskipti Bandaríkjanna og Tævan, hefur ýmislegt fleira á bjátað upp á síðkastið í sambúð Bandaríkjastjórnar við Kína. Helstu út- flutningvörur Kínverja, til að greiða fyrir inn- flutning á fjárfestingarvörum, eru afurðir léíts iðnaðar. Nýlega setti Bandaríkjastjórn kvóta á innflutning vefnaðarvöru frá Kína, og raskaði þar með verulega áætlun Kínastjórn- ar um útflutning til Bandaríkjanna. Um svip- að leyti voru hömlur settar á útflutning tækni- nýjunga og miðlun tækniþekkingar frá Bandaríkjunum til Kína, og var sú ráðstöfun réttlætt með því að verið væri að framfylgja banní við eflingu hernaðarmáttar komm- únistarikja. Slíkar kveðjur Bandaríkjanna kunna stjórn- endur Kína lítt að meta, en sovétmenn sjá tækifæri til að koma sinni ár fyrir borð. í við- tölum við framámenn í Moskvu í síðasta mán- uði, fannst Leslie H. Gelb, fréttaritara New York Times, afar áberandi, hve mikið þeir létu af árangri í viðræðum ríkjanna að draga úr spennu þeirra í milli. Sögðu sovétmenn Gelb, að samkomulag um að fækka herafla við landamæri Sovétríkjanna og Kína væri í sjón- máli.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.