Helgarpósturinn - 08.04.1983, Qupperneq 24
24
hans í þáttunum Dallas, sem sam-
kvæmt skoðanakönnun Helgar-
póstsins er eitt alvinsælasta sjón-
varpsefnið hér. Tilefni heimsókn-
arinnar er skemmtiþáttur í beinni
útsendingu sem SÁA stendur fyrir á
laugardagskvöldið. Þar mun hann
koma fram í viðtali og væntanlega
segja frá reynslu sinni af áfengi, en
hann er alkohólisti. Þessi heimsókn
er árangur ferðar SÁÁ-manna til
Hollywood, en þar tóku þeir enn-
fremur upp fimm viðtöl við þekkta
einstaklinga og verða þrjú þeirra
sýnd í þættinum. Eitt þeirra er við-
tal við leikarann Rod Steiger. Heim-
sókn Kercheval er SÁÁ að kostnað-
arlausu, því Flugleiðir og Hafskip
greiða kostnað ferðir og uppihald,
en fátítt er að leikarar í Dallas gefi
sér tíma til að þyggja boð eins og
ri'l Ættarerjur heyra ekki-
f'l sögunni til, því þó að úrslit í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Suðurlandskjördæmi kæmi flatt
upp á marga urðu fáir jafn fúlir og
framámenn útgerðar- og frysti-
húsaauðvaldsins í Vestmannaeyj-
um. Þeir telja sig eiga þingsæti
Vestmannaeyinga, enda hafa full-
trúar þeirra setið í þvi svo lengi sem
elstu menn muna. Guðmundur
Karlsson er forstjóri fyrir einu
frystihúsanna og forveri hans Guð-
laugur Gíslason var fulltrúi sama
hóps og pólitískur fóstursonur -
Jóhanns Þ. Jósepssonar sem um
áratugi var þingmaður Vestmanna-
eyja á fyrri hluta aldarinnar og um
tíma sjávarútvegsráðherra. Jóhann
Þ. var annar aðaleigandi Tangans í
Eyjum sem var annao aðaiúigeroar
og verslunarfyrirtækið í plássinu
upp úr aldamótum og fram yfir
1940 og er núverandi stöðvarvald
beinn arftaki þess eða því sem næst.
Fyrir rúmum fimmtíu árum fór
hitt aðalfyrirtækið í Eyjum á haus-
inn og lá það orð á að Jóhann Þ.
sem þá var þingmaður hefði átt
verulegan hlut að máli að koma
helsta keppinautnum á hausinn.
Þetta var fiskverkunar-.útgerðar- og
verslunarfyrirtæki Gísla J.
Johnsen.
Síðan þá hefur stöðvarvaldið í
Eyjum fremur litið niður á
Johnsenættina og fólki úr henni
hefur ekki verið hleypt til mann-
virðinga hjá sjálfstæðismönnum
þar, þrátt fyrir að ættin sé stór og
nærri einskipuð eldheitum sjálf-
stæðismönnum. Gísli J. Johnsen
var afabróðir Árna Johnsen vænt-
anlegs alþingismanns Vestmanna-
eyinga og því þykir Johnsenunum
núna hefndin sæt þótt seint sé....
’V't Nú árla dags er væntanleg
/■J ur hingað til lands á vegum
■S SÁÁ einn af efstu mönnum á
lista yfir þá sem grunaðir eru um
morðið á JR Ewing, — sjálfur Cliff
Barnes, eða réttara sagt: Ken
Kercheval, sem fer með hlutverk
þetta utan úr heimi. Kercheval mun
m.a. fara í héimsókn í íhéðféröar-
stöðvarnar við Sogn og Silunga-
poll og verður blaðamönnum
einnig boðið í þá ferð. Hann heldur
síðan utan á sunnudaginn ásamt
fylgdarkonu sinni. Eftir því sem við
heyrum verður þátturinn annað
kvöld með allt öðru sniði en hinn
frægi krabbameinsþáttur, og öllu
léttari og húmorískari blær yfir
honum. Þá mun söfnun SÁÁ sem
um tíma fékk verulegt bakslag hafa
tekið við sér að nýju....
r< 1 Það munar að minnsta
/~ \ kosti um gjafir eins og þær
>r' sem Tommi hamborgara-
kóngur lætur frá sér. „Ef ekki væri
SÁA, þá væri ég ekki edrú núna,“
sagði hann í gær og gaf eina milljón
í söfnunina....
Kvikmyndahúsaeigendur
f 1 hafa um nokkurt skeið haft
áhuga á að fá að sýna kvik-
myndir fram til kl. 24 aðfararnótt
páska og hvítasunnu, rétt eins og
öldurhúsin fá að hafa opið þá.
Fyrrum biskup var því alltaf and-
vígur, en þegar þetta var borið und-
ir herra Pétur Sigurgeirsson núver-
andi biskup, tók hann því ekki illa,
þar sem skárra væri að hafa börnin
á bíó en á öldurhúsunum. Kvik-
myndahúsaeigendur fóru þvi til -
Friðjóns Þórðarsonar dómsmála-
ráðherra og hann tók hugmyndinni
heldur ekki illa. En þegar hún
komst inn á borð til Ólafs Walters
Stefánssonar skrifstofustjóra,
sagði hann þvert nei og bar því við
að Iög væru lög. Það mun nefnilega
standa í lögum, að kvikmyndasýn-
ingar eru bannaðar eftir kl. 18 þessa
tvo laugardaga. Hver var að tala um
Já, ráðherra....
Heldur þykir kunnugum
/ i ganga seint undirbúnings
SI vinnan við fyrirhugaða Rás 2
hjá útvarpinu. Eftir að undir-
búningsnefndin lauk starfi sínu í
byrjun ársins hefur nánast ekkert
gerst, en nefndin lagði áherslu á að
ef rásin ætti að taka til starfa á
þessu ári, sem enn stendur til, þá
þyrfti um þetta leyti að vera búið að
ráða lykilfólk til starfa, leggja drög
að öllum tækjakaupum, hefja upp-
setningu stúdíóa, frágang húsnæðis
og fleira og fleira. Það eina sem
gerst hefur er að staða forstöðu-
manns rásarinnar hefur verið aug-
lýst laus til umsóknar. Einn þeirra
sem vitað er að hafa sótt um stöð-
una er Helgi Pétursson í Washing-
ton með BS gráðu í „Broadcasting
management and operation" uppá
vasann. Og svo er hann fram-
sóknarmaður, sem kemur sér ekki
illa, þar sem veiting þessa embættis
verður væntanlega eitt af síðustu
verkum Ingvars Gíslasonar í
Föstudagur 8. apríl 1983
jpfísturinn
REVLON
„Eterna 27“-24 Hour Cream, með
Progenitin, samlagast húðinni strax,
örvar rakamyndun og mýkir upp þurrar
húðfrumur.
„Eterna 27“ berst gegn öldrunar-
einkennum og gefur húðinni unglegan
og frísklegan blæ á ótrúlega skömmum
tíma.
„Eterna 27“ kvölds og morgna með
frábærum árangri.
menntamálaráðherrastólnum fyrir
kosningar....
PT^| Á meðan tekur sú gamla rás
f' \ 1 stig fyrir stig á sig „alþjóð
legri“ blæ. Það nýjasta í
þeirri þróun er að þeir sem sjá um
að kynna Iétta tónlist, syrpustjórar
og fleiri, hafa tekið sig saman og út-
búið vikulega það sem erlendis er
kallað „Playlist", það er valið
nokkur lög sem hafa munu forgang
í spilun þá vikuna að hætti flestra
erlendra útvarpsstöðva. Þetta er
gert svo meira samræmi fáist í þessa
léttu tónlistarþætti. Þannig eru val-
in þrjú aðallög, og síðan tveir listar
a og b með fimm lögum hvor, sem
stjórnendur þáttanna hafa til hlið-
sjónar við lagaval. Á þessum listum
eru bæði islensk lög og erlend....
Eins og kunnugt er af
fréttum hætti Egill Skúli
Ingibergsson um daginn
störfum sem framkvæmdastjóri
„væntanlegrar“ Kísilmálmverk-
smiðju við Reyðarfjörð. Við því
starfi hefur nú tekið til bráða-
birgða, eða þar til alþingi tekur
ákvörðun i málinu, Dr. Geir A.
Gunnlaugsson, háskólaprófessor.
Hann er einn stjórnarmanna í
undirbúningsnefnd verksmiðjunn-
ar og hefur fengið leyfi frá störfum
í Háskólanum um óákveðinn
tíma...
Svo er hér lítil saga, í tilefni
f' J Frakklandsfarar Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta
Stúlka nokkur um 14 ára gömul til-
kynnti foreldrum sínum einn
morguninn fyrir skömmu að hún
hefði áhuga á að verða Au pair
stúlka í Frakklandi, og spurði
pabba sinn þegar hann var á leið-
inni útúr húsi til að fara í vinnuna,
hvert hún ætti að snúa sér í málinu.
„Af hverju talarðu bara ekki við
Vigdísi“ sagði faðirinn í hálf-
kæringi, svona eins og til að fá
dótturina ofanaf hugmyndinni.
Nokkrum dögum síðar urðu
foreldrarnir heldur betur hissa
þegar dóttirin laumaði út úr sér að
hún hefði farið og talað við Vigdísi
og að málið væri í fullum gangi. Þá
hafði hún gert sér litið fyrir og
pantað viðtalstíma hjá forsetanum
og borið upp erindið. Vigdís tók
stúlkunni firnavel, þakkaði henni
traustið sem hún sýndi sér, gaf
stúlkunni upp adressu í Frakklandi
þar sem hún gæti spurst fyrir um
Au Pair störf, og tilkynnti henni að
ef hana vanhagaði um meðmæli í
þessu sambandi þá skyldi hún bara
koma til sín...