Helgarpósturinn - 23.06.1983, Síða 4

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Síða 4
4 Þróunarsamvinna íslendinga: • Heildarframlög íslendinga til þróunaraðstoöar og alþjóðlegrar hjálpar- starfsemi nema í ár 28.597.000 króna. • Markmið íslendinga er að framlögin verði 1% af þjóðarframleiðslu, þ.e. 0.7% frá hinu opinbera en frjáls framlög einstaklinga, samtaka og fyrir- tækja 0.3%. Þetta markmið er byggt á stefnu velmegunarríkja Sameinuðu þjóðanna sem fyrst álytkuðu á þessa lund fyrir nálægt 20 árum. 0 Umrædd upphæð er 0.062% af þjóðarframleiðslunni árið 1983. í fyrra var prósentutalan 0.077%. Til samanburðar má nefna að þrjú Norðurland- anna; Svíþjóð, Noregur og Danmörk hafa fyrir nokkrum árum náð hinu svo- nefnda 0.7% marki. Hið fjórða, Finnland, sem fyrir 13 árum var í sömu spor- um og íslendingar nú, lögðu fram 0.37% af þjóðarframleiðslu fyrra ár (u.þ.b. sexfalt meira en íslendingar hlutfallslega í fyrra) og stefnir að því að ná 0.7% markinu síðar á þessum áratug. • Af þeim tæpu 28.6 milljónum króna sem ísland leggur fram til þróunar- aðstoðar og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi rennur stærsti hlutinn til Þróun- arsamvinnustofnunar íslands, sem hóf rekstur 1981 (13.641.000 krónur), Þróunaraðstoðar SÞ (4.788.000 kr.), Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA) (3.660.000 kr.) og Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), jarðhitadeild á Is- landi (2.650.000 kr). • Helgarpósturinn hefur rætt við yfirmenn og aðila ýmissa stofnana og félaga sem afskipti hafa haft þróunarsamvinnu íslendinga. t'P.0f 'n0| fS. rj;yni -ru-........:r’' 'í^lnSl3^ Ú 1 7T. Fimmtudagur 23. júm 1983 ~TJa%turÍnn. Þróunarsam- vinnustofnun ís- iands: Grænhöfða- eyjar stærsta verkefnið Verkefnum þeim sem Þróunarsam- vinnustofnun Islands sinnir í þróunar- löndunum máskipta íþrennt. ífyrsta lagi eru það norrcen samvinnuverkefni, í öðru lagi bein þróunaraðstoð Islands sam- kvæmt tvíhliða samningum, og í þriðja lagi könnunarverkefni íþeim ríkjum sem óskað hafa eftir íslenskri þróunaraðstoð. Elsta samnorræna verkefnið er í Kenýa þar sem óskað var eftir aðstoð við uppbyggingu afurðasölukerfis fyrir smábændur á svipuð- um grundvelli og samvinnuhreyfingar Norð- urlandanna. Það eru Finnar sem hafa umsjón með þessu verkefni. I Tanzaníu er um svipað verkefni að ræða en umsjón með því hefur Danida, systurstofnun ÞSSÍ í Danmörku. í Tanzaníu eru Finnar einnig með umsjón með verkefni sem felst í uppbyggingarstarfi í land- búnaði og Svíar eru með samskonar verkefni í Mósambik. Stærsta verkefnið sem íslendingar hafa tek- ist á við á sviði þróunaraðstoðar er fiskveiði- verkefni á Grænhöfðaeyjum en um það hafa verið gerðir samningar fram til 1985.1 því felst að íslendingar senda fagmenn til að aðstoða eyjarskeggja við að efla fiskveiðar, bæta veiðiaðferðir og koma upp þjónustu við flot- ann í landi. Auk þess er verið að smíða í Slipp- stöðinni á Akureyri 159 lesta fiskiskip sem gegna á hlutverki kennslu^ tilrauna- og rann- sóknaskips. Svipuðu verkefni lauk í Kenýa á síðasta ári en það stóð yfir i fjögur ár. Þangað voru einn- ig sendir í vor tveir sérfræðingar frá Vinnu- eftirlitinu til að aðstoða landsmenn við að vinna bug á mengun frá kísilgúrverksmiðju. Til Burundi í Afríku voru sendir tveir starfs- menn Orkustofnunar að kanna möguleika á nýtingu jarðhita til raforkuframleiðslu. Loks ber að geta þess að stjórnvöld veittu Sjöunda dags Aðventistum fjárstyrk til að afla vatns fyrir kennslumiðstöð í Gambíu, en hann var háður því að samtök aðventista legðu fram sinn skerf. Þessu til viðbótar má geta þess að íslensk- um stjórnvöldum hafa borist óskir um þró- unaraðstoð frá ýmsum löndum, þ.á m. Mári- tíus, Sri Lanka, Eþíópíu og Suður-Yemen, einkum á sviði fiskveiða. Þór Guðmundsson forstöðumaöur ÞSSÍ: — Fjárskortur háir starfinu Yfirmaður Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands er Þór Guðmundsson. Við spurðum hann hversu margir íslendingar væru við störf að þróunaraðstoð erlendis á vegum stofnun- arinnar. „Þeir munu vera tíu talsins, langflestir í Kenýa og Tanzaníu, en á Grænhöfðaeyjum er einn maður á launum hjá okkur þessa stund- ina. Auk þess tengjast ýmsir þessu starfi, þeir sem fara í stuttar ferðir og svo sérfræðingar sem vinna hér heima, fiskifræðingar t.d. Sam- kvæmt lögum um stofnunina getur hún sótt sérfræðiaðstoð til annarra rikisstofnana“. — Hversu mikil áhrif hefur stofnunin á skipulag samnorrænu verkefnanna? „Við höfum þar jafnan atkvæðisrétt á við hinar þjóðirnar fjórar, þótt framlag okkar sé að sjálfsögðu langminnst“. — Eruð þið ánægðir með framkvæmd þeirra? „Það hafa flestir verið mjög sáttir við þau. Að sjálfsögðu hafa verið gerð mistök, það hendir í öllu starfi. En ég held að þau séu í lág- marki miðað við það sem gerst hefur hjá öðr- um þjóðum. Efnahagsbandalag Evrópu og sumar stærri þjóðirnar hafa gert þau mistök að senda bara peninga og láta þróunarlöndin skipuleggja nýtingu þeirra sjálf, en það hefur ekki gefist vel. Við einskorðum okkur hins vegar við ráðgjafarstarf og kennslu“. — Hefur naumur fjárhagur ekki gert ykk- ur erfitt fyrir? „Jú, og auk þess leikur verðbólgan okkur grátt því flestar okkar skuldbindingar eru i er- lendri mynt. Á þessu ári fer mikið af ráðstöf- unarfé okkar til að kosta smíði á skipi sem notað verður við Grænhöfðaeyjar. Fjárþörf okkar vegna skipsins er óleyst og bíður nýrrar ríkisstjórnar. Skipið verður tilbúið í ágúst eða september og verður þá sent út. í ráði er að senda með því a.m.k. fjóra menn; skipstjóra, vélstjóra, stýrimann og verkefnisstjóra. Við auglýstum þessar stöður um daginn en var ráðlagt að bíða með að ráða í þær þangað til línur skýrðust í fjármálunum“. — Eru einhver ný verkefni í bígerð hjá ÞSSÍ? „Það bíða ýmis verkefni eftir því að afstaða verði tekin til þeirra. Okkur hafa borist óskir um þróunaraðstoð frá ýmsum löndum, en við höfum ekki haft peninga til að athuga hvort við getum orðið við þeim. Það er ekki hægt fyrr en rætist úr peningamálunum“. — Hvers konar verkefni er þarna um að ræða? „Þau eru á öllum sviðum. En við viljum einbeita okkur að fiskveiðum og jarðhita, telj- um okkur geta lagt mest af mörkum þar“. Eins og áður segir er Þór Guðmundsson yfirmaður og eini fasti starfsmaðurinn á skrifstofu ÞSSI, en hún er til húsa í Fram- kvæmdastofnun ríkisins við Rauðarárstíg. Stjórn stofnunarinnar er skipuð sjö mönnum; formaður er Ólafur Egilsson skipaður af ut- anríkisráðherra, en Alþingi kýs hina sex sem eru: Ólafur Björnsson, Gunnar G. Schram, Jón Kjartansson, Ólafur Þ. Þórðarson, Bald- ur Óskarsson, og Björn Friðfinnsson. Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson: — Fylgjum hverri krónu heim Árið 1979 hófst á íslandi samstarf Orku- stofnunar og Háskóla Sameinuðu þjóðanna um rekstur jarðhitaskóla sem dr. Ingvar Birgir Friðleifsson hefur veitt forstöðu. Fjármögnun þessa starfs hefur komið frá islenska ríkinu og Háskóla Sameinuöu þjóðanna en á undan- förnum árum hafa fjárframlögin lent i vax- andi mæli á heröum Islendinga sem nú greiða 2/3 af kostnaði en SÞ 1/3. „Starfið hefur gengið ágætlega“, segir Framh. á síðu 23 Magni Kristjánsson: — Árangurinn veitur á starfi næstu ára Magni Krístjánsson skipstjóri stjórnaði fiskveiöiverkefninu á Grænhöfðaeyjum fyrir utan strendur V-Afríku — Cabo Verde — er það hófst 1980. Alls dvaldi Magni í hálft ann- að ár á Mindelo á Cabo Verde. Nýr ramma- samningur hefur nú verið gerður (nóvember 1981) og gildir til ársloka 1985. — Á reynslutíma verkefnisins var siglt á ís- lenskum báti R/S Bjarti, segir Magni Kristj- ánsson við Heglarpóstinn. Þrír til fjórir fs- lendingar voru í áhöfn skipsins en um 12 inn- fæddir voru viðloðandi skipið, sem er gamall síldarbátur frá 1964. Við vorum aðallega í almennum könnunar- leiðangrum, en leituðum einkum að svo- nefndum hrossamakríl sem átti að finnast á þessum slóðum. Auk þess kenndum við veið- •ar og fiskverkun. — Hver er reynslan af þessum reynslutíma? — Það má segja að undirbúningsvinnan hafi ekki verið nógu góð og þau gögn sem við fengum hvergi nógu ítarleg og því stóðum við frammi fyrir ýmislegum erfiðleikum sem ella hefði mátt komast hjá. T.d. var viðgerðar- þjónustan afleit og ýmislegt annað gerði strik í reikninginn eins og lélegur trollbúnaður. Þar að auki eru Grænhöfðaeyjar mjög einangrað- ar og erfitt um samgöngur til meginlandsins. Allir þessir byrjunarerfiðleikar gerðu það að verkum að styrktarféð sem varið var til þessa verkefnis nýttist fremur illa. — Hvert er álit þitt á hinum nýja ramma- samningi? — Ég er mjög fylgjandi því að aðstoð ís- lendinga við Grænhöfðaeyjar verði haldið áfram. Þegar þessari frumvinnu okkar er lok- ið fer að sjálfsögðu allt eftir framhaldinu. Það er rétt að veita þessa aðstoð en spurningin er hins vegar hvernig að henni er staðið. Und- irbúningsvinnan var léleg og því var of geyst af stað farið með framkvæmdir. íbúar á Grænhöfðaeyjum lifa rétt fyrir ofan hungur- mörkin og það er mikilvægt að fslendingar láti ekki sitt eftir liggja svo ástandið versni ekki. Ég hef samið margar og langar skýrslur um það sem áunnist hefur af starfi okkar og komið með tillögur um framhaldið. Allt er undir starfi næstu ára komið, segir Magni Kristjánsson skipstjóri. Baldvin Gíslason: — Skemmtilegt vit í þessu Baldvin Gíslason er læröur skipstjóri og vélstjóri og hefur unnið að þróunaraðstoð í

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.