Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 7
r
„Nei, ekki daufdumbar
„Það eru tilmæli höfund-
arins, Mike Medoff, að
hlutverk stúlkunnar sé
leikið af heyrnarlausri
leikkonu og sú hefur verið
raunin í uppfœrslum er-
lendis.“
„Þetta eru auðvitað sanngjörn
tilmæli í útlöndum, þar sem til eru
heyrnarlausir atvinnuleikarar..."
„Já, einmitt. En okkur hefur sem
sagt komið til hugar að Berglind
gæti tekið þetta hlutverk að sér“
Samtalið á sér stað í Iðnó. Þótt
sumarið hafi fellt tjöld leikhúsanna
í bili, er auðvitað ekki þar með sagt
að ekkert sé að gerast að tjaldabaki.
Þar eru sýningar næsta leikárs í
deiglunni. Þ.á m. bandaríska verð-
launaleikritið „Children Of A Less-
er God“ eftir Mike Medoff — saga
af talkennara við heyrnleysingja-
skóla, og sambandi hans við einn
nemenda sinna, umrædda stúlku.
Samband þeirra mótast ekki síst af
fötlun stúlkunnar. Það er Þorsteinn
Gunnarsson, sem leikstýrir, Úlfur
Hjörvar hefur þýtt leikritið og þeg-
ar blaðamann HP bar að garði,
urðu þeir fyrst fyrir svörum. Aðrir
viðstaddir voru þau Berglind, Sig-
urður Skúlason, sem mun leika
kennarann, Lilja Þórisdóttir og
Karl Ágúst Úlfsson.
Höldum áfram samtalinu:
Hvernig líst Berglindi á að taka
þetta hlutverk að sér? Sigurður
Skúlason brosir að blaðamannin-
um og spyr hvers vegna hann spyrji
ekki Berglindi sjálfa, „hún situr jú
hérna við borðið!"
Margir niunu kannast við Berg-
lindi, því hún hefur flutt fréttaágrip
á táknmáli í sjónvarpinu. Það kem-
ur í Ijós, að hún les örugglega af
vörum og er fullfær um að svara
fyrir sig sjálf, líka þeim sem þó
kunnaekki fingramál. „Égveitekki
alveg enn hvort ég treysti mér til
þess, en þetta er spennandi verk-
efni“
Hefurðu nokkurn tímann leikið
áður?
„Já, en bara i skólanum. En mér
líst vel á þetta hlutverk, það er auð-
veldara fyrir mig að setja mig inn í
hugarheim stúlkunnar en fyrir þá,
sem ekki hafa reynslu af heyrnar-
leysi!‘ --------
Hvort sem úr verður að Berglind
leiki helsta hlutverk leikritsins eða
ekki þegar á sviðið er komið, á hún
sína rullu í undirbúningnum. Þau
eru að lesa saman þýðinguna með
Úlfari og það þarf að mörgu að
hyggja, því hér er ekki verið að þýða
enska tungu yfir á íslenska á einn
hátt heldur tvennan. Orðaforði og
hugarheimur mótast af þeirri fötl-
un sem heyrnleysi er og þar kemur
reynsla Berglindar að notum. Leik-
ararnir þurfa líka að læra fingra-
málið, Sigurður kunni það reyndar
fyrir enda lang-hraðmæltastur
þeirra! Öllum kemur þeim saman
um að vinnan við leikritið opni
þeim nýjar víddir — „og svo er
þetta svo skemmtilegt vegna þess að
táknmálið er svo leikrænt í sjálfu
sér... það sameinar tjáningarform
leikarans: látbragð, svipbrigði, lík-
amshreyfingar..!1
Leikritið Children Of A Lesser
God er eftir Bandaríkjamanninn
Mike Medoff en hann skrifaði það
eftir kynni við mállausa stúlku. Það
var frumsýnt í New York árið 1979
og hlaut Tony-verðlaun leikársins
'79-80 sem besta sýning á Broad-
way. Leikurinn hefur fengið góðar
móttökur alls staðar þar sem hann
hefur verið sýndur síðan.
. Auðvitað virðist það tímabært
að þau okkar, sem heyrum og kunn-
Og pá var fátt í höllinni
Nær daglega má sjá í lesenda-
dálkum dagblaðanna bréf frá
ungmennum sem eru að panta
hinar og þessar, mögulegar og ó-
mögulegar, hljómsveitir á listahá-
tíð. Flest eiga þessi bréf það sam-
merkt að bréfritarar gera sér enga
grein fyrir hverjir möguleikarnir
eru á að fá hljómsveitir hingað til
hljómleikahalds og eins að stíla
verður uppá hvort og hvar þessar
hljómsveitir eru á hljómleika-
ferðalagi. Allir vilja fá sína uppá-
haldshljómsveit. Einn vill Duran
Duran, annar Iron Maiden, sá
þriðji Bruce Springsteen og enn
annar Frank Zappa. Mér er
spurn, ef að Duran Duran kæmi
mundi þá Iron Maiden aðdáand-
,inn láta sjá sig, nú og ef Zappa
kæmi, léti þá Duran Duran aðdá-
eftir Gunnlaug Sigfússon
andinn láta sjá sig? Staðreyndin
er nefnilega sú að ef hægt á að
vera að standa undir hingaðkomu
hljómsveita, án þess að þeir sem
að heimsóknunum standa beri af
því fjárhagslegan skaða, þá þurfa
allir þessir hópar að láta sjá sig á
hljómleikum. Öðruvísi getum við
ekki vænst þess að fá hingað
hljómsveitir, nema þá á listahátíð,
sem haldinn er annað hvert ár.
Hingað til hafa svo menn úti í bæ
nánast þurft að færa þessar
hljómsveitir sem hingað hafa
komið, upp í hendurnar á listahá-
tíðanefnd, hafi eitthvað átt að
verða úr popphljómleikahaldi á
hennar vegum.
Á fimmtudaginn í síðustu viku
tróð breska hljómsveitin Classix
Nouveau upp hér í Laugardals-
höll og aðeins nokkur hundruð
manns, í mesta lagi rúmlega þús-
und, mættu til að hlýða á leik
hennar. Þetta var t.d. all miklu
lægri tala en sá eintakafjöldi sem
seldist hér af síðustu plötu þeirra,
La Verité. Þetta er mjög óvenjuleg
staða miðað við það sem áður
hefur gerst þegar hljómsveitir
hafa komið hingað til hljómleika-
halds. Það má nefna sem dæmi að
líklega hafa verið seld innan við
hundrað eintök af fyrstu tveimur
Stranglers plötunum, samanlagt,
áður en þeir komu hingað. Samt
komu nærri fimm þúsund manns
í Höllina þá. Af hverju er ekki
hægt að fá tvöþúsund manns nú
(en þess hefði þurft hefðu tónleik-
arnir átt að standa undir sér) til að
hlusta á Classix Nouveau. Þessi
hljómsveit er örugglega vinsælli
hér í dag en Stranglers voru á þeim
tíma sem þeir komu hingað.
En svo ég snúi mér nú að tón-
leikunum sjálfum, þá hófust þeir
náttúrlega ekki á tilsettum tíma
frekar en endranær, en fyrst á
sviðið var hljómsveitin Iss. Ég hef
ekki heyrt í þeim síðan á Borginni,
þegar þeir komu fram í fyrsta
skipti og greinilegt er að þeim hef-
ur farið töluvert fram og tónlist
þeirra þést. Ég er ekki frá því að
með því að bæta við öðrum bassa-
leikara hafi þeir orðið þéttari til
muna. Það er margt athyglisvert
sem þeir eru að gera og sum lögin
gætu gengið sem ágætis popplög,
ef Einar Örn kæmi ekki í veg fyrir
það með sinu framlagi til hljóm-
sveitarinnar. Ekki veit ég hver get-
ur orðið staða þessarar hljóm-
sveitar eða hverjir þróunarmögu-
leikar hennar eru. Það er þó ljóst
að á meðan Einar heldur sig við
Purrksstílinn, þá verður þessi
sveit í skugga þeirrar, því þó þessi
söngstíll hafi fallið vel að tónlist
Purrksins þá finnst mér hann ekki
henta Iss. Að mínu mati eru sem
sé kontrastarnir of miklir milli
„söngs“ og hljóðfæraleiks.
Q4U komu næst og satt að
segja komu þau mér bara nokkuð
á óvart. Þau voru nefnilega bæði
betri og þéttari en ég átti von á.
Ellý sýndi meira að segja ágæta
spretti í söngnum en þess á milli
var sem hún rétt héngi í laginu.
Það var mest áberandi í fyrsta lag-
inu en lagaðist svo.
Um Classix Nouveau hef ég nú
það að segja að ég var og er nú
sannast sagna enginn sérstakur
aðdáandi. Mér finnst t.d. La
Verité (ég hef ekki heyrt fyrstu
plötuna) heldur lítið spennandi ef
undan eru skilin lögin Foreward
og Never Again, sem bæði eru
þokkaleg popplög. Einmitt vegna
þessa kom hljómsveitin mér geysi-
lega á óvart, því hún var virkilega
góð, og þeir sem heima sátu
misstu af ágætis tónleikum.
Flutningur þeirra var miklu kraft-
meiri en la Verité gefur til kyn'na
að hann gæti verið. Auðvitað var
söngvarinn sköllótti Sal Solo,
mikið áberandi en ég er þó þeirrar
skoðunar að hinn finnski gítar-
leikari hljómsveitarinnar, hafi
stolið senunni. Hann fór oft á
kostum og gefur leikur hans tón-
listinni mikið líf. Þegar þeir
höfðu verið klappaðir upp var
Summe, en svo heitir gítaristinn,
skilinn einn eftir á sviðinu og tók
hann þá sóló mikið. Það var
margt skemmtilegt sem hann
gerði þá, en greinilegt er að mað-
urinn hefur stúderað Hendrix of-
aní kjölinn, því nánast var um
kópíerað Hendrix sóló að ræða.
Sóló þetta var líka í hróplegu ó-
samræmi við danstónlist Classix,
en það vakti þó hrifningu.
Prógrammið samanstóð annars
af lögum af báðum plötum þeirra
og einnig voru þeir með nokkur
lög af nýrri plötu sem kemur í
haust. Ekki var ég að leggja á
minnið hvaða lög þetta voru en ég
man þó eftir Foreward, Never
Again og La Veríté. Best þóttu
mér þó nýjustu lögin eins og For-
ever and a Day, sem kemur fljót-
lega út á lítilli plötu, en sérstak-
lega situr í mér lag sem mig minnir
að heiti Manitou, eða eitthvað á-
líka. Ég held að óhætt sé að segja
að flestir hafi farið ánægðir, og
sumir hverjir jafnvel dálítið undr-
andi, heim af konsert þessum.
Svona í lokin vil ég eindregið
hvetja fólk til þess að láta sig ekki
vanta næst þegar erlend hljóm-
sveit er hér á ferð, því öðruvísi er
ekki hægt að vita til hvers á að
ætlast af íslenskum hljómsveit-
um. Að ég tali nú ekki um hverju
íslenskir tónlistarmenn eiga að
ætlast til af sjálfum sér í framtíð-
inni, því þessir gestir
okkar eru flestir hverjir í öðrum
gæðaflokki en við eigum að venj-
ast hér, að minnsta kosti ef miðað
er við meirihluta þeirra hljóm-
sveita sem sprottið hafa upp að
undanförnu.
Sigurður, Lilja, Karl Ágúst og Berglind í smápásu fyrir ljósmynd-
arann.
um því að tala, kynnumst nánar
þeirri veröld sem þeir heyrnarlausu
eru oft hnepptir í. Af ummælum
leikhópsins að dæma, er þetta leik-
rit tækifæri til slíks. „Fólk gerir sér
ekki alltaf grein fyrir hvað þetta er
algeng fötlun, veistu t.d. að tákn-
mál er fjórða mest talaða mál í
Bandaríkjunum?" Nei það vissi ég
ekki!
Og þegar ég læðist út af æfing-
unni, eru þau að ræða ensku orðin
„deaf and dumb“ — „Okkur líkar
ekki að vera kölluð það|‘ segir einn
hinna heyrnarlausu í leikritinu.
„Við heyrum ekki og kunnum ekki
að tala!‘
„Deaf and dumb — það myndi
vera daufdumbur á íslensku. Ékki
rétt Berglind?" ,,Jú“ svarar Berg-
lind, „og okkur líkar það heldur
ekki. Daufdumbur! Nei, við heyr-
um ekki og getum ekki talað!‘
Það er allt og sumt. Leikurinn
„Children Of A Lesser God“, sem
e.t.v. mætti útleggja: Börn guðs,
sem er minna megnugur (þótt Úlfur
Hjörvar myndi tæpast leggja bless-
un sína á það heiti), verður frum-
sýnt í haust og við verðum víst að
bíða þangað til eftir nánari kynnum
af þessu forvitnilega leikriti.
Meðal
Samúræja
Bióhöllin. Merry Christmas Mr.
Lawrence. Argerb 1983. Japönsk-
bandarísk. Handrit: Nagisa Oshima og
Paul Mayersberg eftir skdldsögu Sir
Laurens van der Post. Abalhlutverk:
David Bowie, Töm Conti, Ryuichi
Sakamoto, Takeshi, Jack Thompson.
Leikstjóri: Nagisa Oshima.
Heimsstyrjöldin síðari stendur
yfir. Sögusviðið er japanskar
fangabúðir í Indónesíu. Flestir
fangarnir eru breskir. Sambandið
milli fanganna og fangavarðanna
er ekki sérlega gott. Japanirnir
fyrirlíta Bretana fyrir að fremja
ekki harakírí, þegar búið er að
taka þá til fanga og Bretarnir
skilja ekki undarlegar siðareglur
Japananna og grimmd þeirra.
John Lawrence (Tom Conti) er
sá Bretanna, sem mest samband
hefur við Japanina, enda skilur
hann tungu þeirra. En japönsku
fangavörðunum finnst hinn vest-
ræni húmanismi Lawrence bara
viðhorf hlýtur að vera flestum
hugsandi Japönum nærtækt efni,
en ekki eru því gerð skil nema að
litlu leyti í þessari mynd. Berst
þetta efni um athyglina við sál-
fræðilega stúdíu á Jack Cellier,
sem einnig er með einfaldasta
móti og rýfur þar að auki form
myndarinnar.
Á bak við tilurð þessarar ágætu
myndar, því það er hún þegar allt
kemur til alls, má greina nokkra
sorgarsögu. Það eru örlög hinnar
frábæru japönsku kvikmyndalist-
ar, sem blómstraði fyrir tveimur
áratugum. Nú eru engar kvik-
myndir framleiddar í Japan nema
skrímslamyndir og klámmyndir.
Sá eini af merkari leikstjórum
Japana sem eitthvað hefur haldið
áfram í kvikmyndalist (að
minnsta kosti eftir því sem við get-
um séð hér á Vesturlöndum) er
vera bleyðuskapur hvað sem hann
reynir að telja þá á annað. Einn
segir við hann: „af hverju
fremurðu ekki sjálfsmorð, þá
gæti ég borið verulega virðingu
fyrir þér, þvi þú ert besti maður að
öðru Ieyti!‘
Nýr fangi kemur í búðirnar.
Lawrence þekkir hann frá fyrri
dögum. Þetta er Jack Cellier
(David Bowie), þekktur fyrir
hörku, hugrekki og sjálfsaga.
Yonoi yfirmaður fangabúðanna
(Ryuichi Sakamoto) verður strax
hrifinn af þessum manni og vill
gera hann að yfirmanni fanganna
í stað illa gefins og þumbaralegs
bresks ofursta, sem verið hefur
það til þessa.
En málin skipast ekki á þann
veg, heldur lendir þeim illilega
saman áður en yfir lýkur. Þó
verða athafnir Celliers til að
breyta mati Yonois, og þar með
andanum í fangabúðunum.
Merry Christmas Mr. Lawrence
fjallar um hvernig tveim menn-
ingum lýstur saman í skilnings-
leysi og grimmd. Síðast í mynd-
inni haga bresku sigurvegararnir
sér ekki betur en þeir japönsku
höfðu gert áður.
Það er Japaninn Oshima sem
gerir myndina og finnst mér hann
halla fullmikið á sína eigin
landsmenn, og finnst mér það
varla nægja sem skýring, að
myndin byggist á vestrænni bók.
Átökin milli gamallar japanskrar
menningar og siða við vestræn
einmitt Oshima. Fyrir nokkrum
árum gerði hann Veldi ástríðn-
anna sem olli úlfaþyt hér á lista-
hátíð. Þá fékk hann peninga
vegna þess að japönsku peninga-
mennirnir hafa haldið að sú mynd
væri nógu klámfengin til að geta
gengið. Nú finnur hann sér vest-
ræna bók til að vinna úr og svo
auðvitað David Bowie til að leika
aðalhlutverkið, sem tryggir vissa
aðsókn.
Ég tel ekki Kurosawa meðal
japanskra Ieikstjóra, sem haldið
hafa áfram að gera myndir, því
Dersu Uzala gerði hann í Rúss-
landi og Kagemusha gerði hann
fyrir peninga þeirra Coppola og
Lucasar í Bandaríkjunum.
Óskandi væri að Oshima og
félagar hans fengju að gera ekta
japanskar myndir í Japan, en
þangað til er gott að þeir fái að
æfa sig á myndum, klæðskera-
saumuðum fyrir vestrænan
markað.
David Bowie í hlutverki sínu
í myndinni.