Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 9
9
Elly Ameling Glenda Maurice
Gérard Souzay
Söngveisla í
Reykjavík
Söngvarar og unnendur söngs
eiga von á góðu nú eftir helgina. Á
sunnudagskvöldið hefst í Reykjavík
mikil sönghátíð, með tónleikum og
námskeiðahaldi: Sönghátíð ’83.
Gestir á hátíðinni eru Elly Ameling,
Glenda Maurice, Gérard Souzay og
Dalton Baldwin, sem flest eru
landsmönnum vel kunn.
Gestirnir munu bæði halda tón-
leika á hátíðinni og miðla ungu tón-
listarfólki af þekkingu sinni og
reynslu með námskeiðahaldi.
Tónleikar verða haldnir í Austur-
bæjarbíói mánudags, þriðjudags
og fimmtudagskvöld. Námskeiðið
verður daglega frá mánudegi til
föstudags. Kennsla fer fram í Haga-
skóia í Reykjavík að viðstöddum
takmörkuðum fjölda áheyrenda.
Fyrirhugaðir eru tvennir þátttak-
endatónleikar í vikunni. Allir sam-
„Hér situr matrónan í hásæti
sínu, tekur á móti, þiggur, og
heimtar meira“. Sjálfsmynd
frá í fyrra.
Helmlldir: Des Moines Sunday Register,
March 8, 1981, sérprentun. sýningarskrá,
Soho 20, 469 Broome Street, New York,
May 14th 1983.
Nánarl upplýsingar gefur:
Don Lambert,
Arts Council of Topeka
City Hall, Room 254,
Topeka, Kansas 66603.
Lauslega þýtt og endursagt.
Ragna Hermannsdóttir
söngstímarnir eru nú þegar full-
bókaðir, en enn er hægt að komast
að sem áheyrandi og það er öllum
opið sem áhuga hafa.
Gérard Souzay er vafalaust
þekktastur gestanna á sönghátíð-
inni, enda einn fremsti söngvari í
heimi. Hann er fyrst og fremst
Stúdentaleikhúsið frumsýnir á
laugardag fjögur stutt leikrit eftir -
SAMUEL BECKETT, allt verk sem
ekki hafa verið sýnd hér á landi áð-
ur. Dagskráin hefur hlotið samheit-
ið „ÓSTÖÐVANDI FLAUMUR" -
og verkin sem leikin verða eru -
KOMIÐ OG FARIÐ (Come and
Go) EKKI ÉG (Not I), SVEFN-
ÞULA (Rockaby) og ÓHIO IM-
PROMPTU Tvö síðasttöldu verkin
eru nýjustu leikrit Becketts og
merkileg fyrir það, en gefa jafn-
framt góða mynd af þeirri þróun
sem átt hefur sér stað frá því hann
sendi frá sér leikritið Beðið eftir
Godot. Auk þess er það óvenjulegt
við þessi verk að þeim lýkur (ef
menn vilja líta svo á), en flest sið-
ustu leikrit Becketts hafa ekki haft
neinn endi annan en þann að ljósin
hafa verið slökkt til þess að þagga
niður í símalandi persónunum á
sviðinu. Af þessum fjórum leikrit-
um er Ekki ég frægast, tímamóta-
verk hjá höfundi (samið 1972) og af
mörgum talið eitt af hans bestu
leikverkum.
þekktur sem ljóðasöngvari, og hef-
ur sungið inná ótal hljómplötur.
Dalton Baldwin er löngu þekktur
og viðurkenndur sem einn af fær-
ustu undirleikurum heims, en hann
hefur auk þess sérstakt orð á sér
fyrir að leiðbeina ungum söngvur-
um og píanóleikurum. Glenda
Maurice er upprennandi stjarna,
sem aðeins tveimur árum eftir
fyrstu einsöngstónleika sína, í febr-
úar ’81, er orðin eitt af stóru nöfn-
unumí söng. Hollenska söngkonan
Elly Ameling hefur haldið tónleika
um víða veröld, og syngur einkum
ljóð, frönsk og þýsk. (Sjá nánar í
Leiðarvísi).
Arni Ibsen hefur þýtt þessi leikrit
og er jafnframt leikstjóri sýningar-
innar, en hann hefur einnig þýtt
nokkur ljóða Becketts sem flutt
verða í hléum milli leikritanna.
Árni hefur áður fengist við verk eft-
ir Samuel Beckett er hann þýddi og
leikstýrði hinu kunna útvarpsleik-
riti Allir þeir sem við falli er búið
(All that Fall) fyrir Ríkisútvarpið
1978.
Leikendur í sýningunni eru fimm
talsins, þau Hulda ' Gestsdóttir,
Rósa Marta Guðnadóttir, Soffía
Karlsdóttir, Hans Gústafsson og
Viðar Eggertsson.
Fyrirhugaðar eru fjórar sýningar
á Óstöðvandi flaumi: Fyrsta sýn-
ingin verður sem fyrr segir á laugar-
dag 25. júní, önnur sýning verður
sunnudaginn 26. júní, þriðja sýning
sunnudaginn 26. júní og fjórða sýn-
ingin mánudaginn 27. júní. Allar
sýningarnar hefjast kl. 20.30 í Fé -
lagsstofnun stúdenta og er boðið
upp á veitingar eins og á fyrri sýn-
ingum leikhússins.
Óstöövandi flaumur
af Beckett
Viðar Eggertsson og Hans Gústafsson í hlutverkum sínum x Ohio
Impromptu í uppfærslu Stúdentaleikhússins.
23.00 Náttfarl
01.10 Á næturvaktlnnl. Alltaf þettasama.
Laugardagur
25. júní
8.20 Morguntónlelkar. Tónlist eftir
Ravel og Milhaud.
9.45 Úr forystugrelnum dagblaöanna.
Þaö er nú það.
11.20 Sumarsnældan. Venni Linn (Ekki
Vera Linn) heldur áfram aö lauma
djassinum aö. Margir ungir geggj-
arar á leiöinni. Og upprennandi.
16.20 Lúterska heimssambandlð. Séra
Auöur Eir Vilhjálmsdóttir flytur
synóduserindi.
16.55 Þorpskvæöl úr fyrstu bókum
Jóns úr Vör. Höfundur les.
17.15 Slödeglstónleikar eftir Beethoven
og Dvorák.
19.50 Tónlelkar
20.00 Harmonikkuþáttur. Eitthvert- fjör.
Meira fjör. Þetta er nú eitthvað al-
mennilegt.
20.30 Jónsmessuvaka bænda. Ja,
hvernig skyldu þeir hafa það?
00.50 Fréttlr. Hvert ætti maður að fara i
kvöld? Kannski bara að sofa? Tja.
Sunnudagur
26. júní
11.00 Messan er I Dómkirkjunni og þarna
koma Vestur-lslendingar mjög við
sögu.
13.30 Sporbrautin. Örn Ingi og Olafur H.
Torfason halda áfram á sinni lóttu
braut. Ha, ha
15.15 Söngvaseiður þremenninganna er
enn.
16.25 Séra Guðmundur Óli Ólason flytur
erindi. 500 ár frá fæðingu Lúters.
18.00 Það var og. Þráinn vinur minn lum-
ar á ýmsu.
19.35 Samtalá sunnudegi. Áslaugspjall-
ar við fólk.
19.50 Vor I Garöi. Ljóö eftir Jakobinu.
María Sigurðardóttir les. Hún er ein
af þessum ungu og efnilegu leik-
konum. Altsaa só þetta sú
20.00 Útvarp unga fólksins kemur frá
Akureyri.
21.00 Eitt og annaö um vináttuna. Já
vináttan er margslungin, þaö er eitt
sem vlst er.
21.40 Anton Webern. 13. og siðasti þáttur
Atla Heimis um hann. Halló? Eruði
þarna ennþá?
23.00 Djass: Blús -1. þáttur. Jón Múli á
slnum stað.
Ilíóill ★ ★ ★ ★ framúrskarandl
★ ★ ★ ág»t
★ ★ góð
★ þolanleg
Q léleg
Háskóiabíó:
Óþokkinn (Harry Tracy) Bandarísk.
Leikstjóri: Willlam A. Graham. Aðal-
hlutverk: Bruce Dern, Helen Shav-
er, Michael D. Gwynne, Gordon
Llghtfoot.
Harry Tracy er einn af þessum frægu
stigamönnum villta vestursins sem
svifast einskis.
Laugarásbíó:
Besta litla „Gleðlhúsið" í Texas.
(The Best Little Whorehouse in
Texas) Aðalhlutverk: Burt Reynolds
Dolly Parton, Charles Durring, Dom
Deluise og Jim Nabors.
Þetta er skemmtimynd, með hinum
þokkafyllstu stór leikurum.
Bíóhöllin:
Merry Christmas Mr. Lawrence. —
Sjá Listapóst,
Óttinn (Phobia) Bandarísk. Leik-
stjóri: John Huston. Aðalhlutverk:
Paul Michael Glaser, Susan Hogan,
John Colicos og David Bolt.
Þetta er þriller um fimm dæmda
moröingja og ótta þeirra við umheim-
inn. Já, ekki ótta umheimsins viö þá.
Áhættan mikla (High Risk) Banda-
rísk. Leikstjóri: Stewart Raffill.
Aðalhlutverk: James Brolin,
Anthony Quinn, James Coburn,
Bruce Davison, Lindsay Wagner.
Grinspennumynd um fyrrverandi
grænhúfu og menn hans. Munu þeir
vera hinir mestu innbrotsþjófar.
Svartskeggur (Blackbeard's Ghost)
Bandarfsk. Aðalhlutverk: Peter
Ustinov, Dean Jones, Suzanne
Pleshette, Elsa Lanchester.
Grinmynd um sjóræningjann Svart-
skegg, sem skýtur upp kollinum eftir
200 ára dvala.
Ungu læknanemarnlr (Young
Doctors in Love). Bandarfsk kvik-
mynd, árgerð 1982. Leikendur:
Michael McKean, Sean Young,
Hector Llzondo. Lelkstjórl: Gary
Marshall.
Þessi mynd er hættuleg heilsunni:
áhorfendur fá óstöövandi hláturskast.
Læknanemar bralla margt á Borgó.
Atlantic City. Bandarlsk kvikmynd,
árgerð 1981. Lelkendur: Burt
Lancaster, Susan Sarandon. Leik-
stjóri: Louis Malle. ***
Austurbæjarbíó:
Klss. Tónlistarmynd.
Með 20 vinsælustu lögunum
segir f kynningu a.m.k.
Bæjarbíó: **
Kattarfólkiö (Cat People). Banda-
rfsk, árgerð 1982. Lelkendur: Nast-
assia Klnskl, Maicolm McDowell,
John Heard. Leikstjóri: Paul Schra-
der.
Systkini: sambland af mannfólki og
svörtum hlébörðum. Ef þau elska
mannfólkið, breytast þau i hlébarða
við samfarir og drepa rekkjunautinn.
Þokkaleg afþreying og aðdáendur
Nastössiu Kinski eiga tvímælalaust
erindi.
Regnboginn:
Sigur að lokum. Bandarfsk. Aðal-
hlutverk: Rlchard Harrls, Michael
Beck, Ana De Sade.
Þetta er framhald myndarinnar A
Man called Horse og fjallar um enska
aðalsmanninn, John Morgan sem
gerist indiánahöfðingi.
Kjarnorkubflllnn. Bandarfsk. Aðal-
hlutverk: Joseph Bologna, Stock-
ard Channlng, Sally Kellerman,
Lynn Redgrave, Richard Mullgan og
Larry Hagman.
Já, hér fáum við tækifæri til að sjá
J.R. í bló og núna í gamanmynd.
f grelpum dauðans (Flrst Blood).
Bandarfsk, árgerð 1982. Handrit:
Stallone, o.fl. Lelkendur: Sylvester
Stallone, Brlan Dennehy, Rlchard
Crenna, Jack Starrett. Leikstjórl:
Ted Kotcheff.
Stjörnubíó:
Tootsie. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff-
man, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durnlng. Leikstjóri: Sldney
Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum
i aðalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Tootsie er ó-
svikin skemmtimynd. Maður hlær oft
og hefur litið gleöitár I auga þegar
upp er staöið. * * *
— LÝÓ
Stripes endursýnd.
Nýja bíó:
I ought to be in Plctures. Aöalhlut-
verk: Walter Mathew, Ann Margaret.
Leikstjóri: Niel Simond.
Þetta er gamanmynd um stelpu sem
heimsækir pabba sem hún hefur ekki
séð í 16 ár. Hann býr i Hollywood.
Tónabíó:
Rocky III. Bandarisk, árgerð 1982.
Lelkstjóri: Sylvester Stallone. Aðal-
hlutverk: Sylvester Stallone, Talla
Shire, Burt Young, Mr. T.
Þetta er þriðja myndin um hnefaleika-
kappann og hafur hún átt gerpilegum
vinsældum aö fagna I Bandarikjun-
um.
tonlist
Sönghátíð 83:
Sönghátiöin hefst með samkomu kl.
20 sunnudaginn 26. júnl.
Mánudagur: kl. 10—13Master Class;
Dalton Baldwln.
Kl. 14—17: Master Class; Glenda
Maurice.
Kl. 21; Tónleikar, Gérard Souzey og
Dalton Baldwin.
Þriðjudagur: Kl. 14—17; Master
Class, Gérard Souzey.
Kl. 21; Tónleikar, Glenda Maurice og
Dalton Baldwln.
Miðvikudagur: Kl. 10—13; Master
Class, Dalton Baldwln.
Kl. 14—17; Master Class, Gérard
Souzey.
Fimmtudagur: Kl. 10—13; Master
Class, Glenda Maurice.
Kl. 14; Þátttakendatónleikar.
Kl. 21; Tónlelkar, Elly Ameling og
Dalton Baldwin.
Föstudagur: Kl. 13—17; Master
Class, Elly Amellng
Kl. 21; Þátttakendatónlelkar.
Norræna húsið:
Á laugardaginn kl. 17 veröur Ijóöa- og
söngdagskrá. Flytjendur Folnir Ke-
bæk, Sigrún Björnsdóttir og Jónas
Ingimundarson.
viillinréii*
Laugardalshöli:
Bandalag íslenskra listamanna og Lif
og land standa fyrir feikna Jóns-
messufagnaði í Laugardalshöllinni á
föstudagskvöld. Edda og Helga
skemmta en auk þess: Diddi fiöla, Atli
Heimir sem leikur ragtime lög og þá
verður hægt aö fá sér rauðvín og
dansa viö dixílandmúsik o.fl. o.fl. kl.
21—03.
Norræna húsið:
Jónsmessuvaka veröur i kvöld,
fimmtudagskvöld, úti á túni og inni.
Malstöng verður reist að sænskum siö
og kveikturverður Jonsmessueldur.
Hornaflokkur Kópavogs leikur.
Stúlknakór frá Trömso og norskir
vísnasöngvarar syngja. Færeyskur
dans stiginn og Harmonikkan I háveg-
um höfð. Það eru norrænu vinafélög-
in sem standa fyrir skemmtan þess-
ari.