Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 23.06.1983, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Qupperneq 13
-fífót, ,rinn<= i™mtuda9ur 23. júni 1983 l'l iVj.) • að komast í sama klassa í hástökki kvenna og þær bestu í Evrópu. Svo eigum við góðan hlaupara þar sem Oddur Sigurðsson er“. — Þú ert þjálfari í frjálsum hjá KR, hvernig kanntu við það? „Ágætlega. KR-hópurinn er fyrst og fremst afreksfólk, við erum vandlátir og tökum ekki hvern sem er í hópinn. Mér finnst það galli við starf flestra félaganna að hrúga saman afreks- fólki og öðrum sem minna geta, með því móti næst aldrei góður árangur. Það er eins og með ávexti, ef þú setur skemmda ávexti innan um heila, skemma þeir út frá sér. Félögin eiga að efna til stuttra námskeiða öðru hvoru og velja síðan úr þátttakendur þá sem efnilegastir eru. Og svo á ekki að taka krakkana inn fyrr en þau eru orðin amk. 13-14 ára. Það er of erfitt fyrir þá að byrja fyrr. Þá fer oft svo að þau ná góðum árangri í fyrstu en hættir þá til að ofreyna sig og missa áhugann. Það er betra að leyfa fólki að þroskast áður en það byrjar í keppnisíþróttum. Enda sjáum við að besta afreksfólkið byrjar yfirleitt að keppa seint, sjáðu td. kastarana sem við höfum átt. Það verður að byggja ungviðið rétt upp og í því efni getum við lært af öðrum þjóðum. Þar er yfirleitt hafður sá háttur á sem ég nefndi, efnt til stuttra námskeiða og valin úr þeim bestu efnin. Hér er það alltof ríkt sjónarmið hjá félögunum að vilja hafa sem stærsta töluna“. Meira stress núna — Hvernig finnst þér að vinna með unga fólkinu? „Það er gaman, en mér finnst ríkja svolítið meira stress núna en hér áður fyrr. Það er eins og leikgleðin sé minni og þar með húmorinn. Hann er nauðsynlegur til að tryggja góðan árangur, fólk má ekki vera of viðkvæmt fyrir sjálfu sér. Það er líka nokkuð um að fólk sé hrætt við að keppa af því það óttast að ná ekki nógu góðum árangri. Þetta er rangt, fólk á að keppa eins mikið og það getur, þá kemur árangurinn". — Þú ert semsé enn á kafi í íþróttum. „Já, það fer hrikalegur tími í þær. Ég er hér í mini-golfinu á daginn, en eftir 5 á daginn í íþróttunum. Svo er setið yfir kaffibolla og spjallað eftir æfingar þannig að það gefst lítill tími til að sinna öðru. Ég hef þó gefið mér tíma til að reka þetta fyrirtæki mitt“. — Og gengur það vel? „Ég slepp með það, ég er ekki í mínus. Ég hef reynt að koma mér vel fyrir og það hefur tekist þolanlega, ég þarf ekki að kvarta“. — Áttu þér einhver önnur áhugamál en íþróttirnar? „Það fer nú ekki mikið fyrir því. Jú, ég hef dálítið gaman af bíssnis". — En hvað um pólitík, fylgistu vel með henni? „Nei, ég hef frekar lítið pælt í pólitík, læt mér nægja að vera eldheitur sjálfstæðismað- ur“. — Hvers vegna? „Ég tel sjálfstæðismenn vera best fallna til að stjórna þessu landi, það eru drífandi menn“. — Það hefur ekkert með KR að gera? „Nei, en það eru margir góðir sjálfstæðis- menn í forystu KR, Ellert Schram, Sveinn Björnsson og fleiri. Þetta eru vel steyptir strákar sem eiga hrós skilið fyrir starf sitt hjá KR“. 30 árum á undan timanum Eins og allir Reykvíkingar vita er Valbjörn mikill sóldýrkandi og alltaf orðinn kolbrúnn á skrokkinn á undan öllum öðrum á vorin. Og hann er stæltur, litur alls ekki út fyrir að vera kominn undir fimmtugt. Hvernig fer hann að því að halda sér svona vel? „Eitthvað af skýringunni eru meðfæddir hæfileikar. Ég hef ekki neitt sérstakt matar- ræði eða þess háttar, borða bara þegar ég er svangur. Og þótt ég reyki hvorki né drekki er ég ekkert fanatiskur, mér finnst allt í lagi að menn grípi í það af og til. Ég byrjaði einna fyrstur manna hér á landi á því að stunda líkamsrækt. Eftir að ég fór að stunda sólböð fannst mér ég verða allt annar maður. Það fylgir því viss vellíðan að komast í sól og maður þarf að sefja sjálfan sig til að geta bara legið í sólbaði og slakað á. Þegar ég byrjaði á líkamsræktinni var gert grín að mér, en nú eru menn orðnir óðir í hana. Þeir mega varla missa úr sólardag og bæta sér sólarleysið upp með lömpum. Þá hef ég aldrei notað, ég vil fá sólina beint að ofan. En það má segja að ég hafi verið 30 árum á undan tímanum". — Og þú átt dóttur sem er íslandsmeistari í vaxtarrækt. „Já, og ég er hreykinn af henni. Mér finnst þessi aukni áhugi á líkamsrækt fagnaðarefni, það er kominn tími til að fólk dragi inn magann og losi sig við vardekkin“. — Sumir halda því fram að það sé hégóm- leiki sem ráði ferðinni hjá þér. „Já, ég hef heyrt það, en ég held að það sé ekki það sem mestu ræður. Mér finnst bara nauðsynlegt að vera í gangi. Ef ég dett úr æfingu finn ég svo mikinn mun á mér, það er eins og tveir líkamar, æfður og óæfður“. — Það hafa löngum gengið um þig ýmsar kjaftasögur. Tekurðu þær nærri þér? „Nei, slíkt umtal fylgir því alltaf að vera frægur. Þá er grunnt á öfundinni. Mér finnst það vera númer eitt að þekkja sjálfan sig, það er mikilvægara en að þekkja aðra. Og ég tel mig vita hvar ég stend, þess vegna fer sögu- burðurinn ekkert í taugarnar á mér. Ég vil engum illt og reyni að vera réttlátur". — Ertu ánægður með lífið? Ef þú værir orðinn ungur aftur, veldirðu sömu leiðina? „Valbjörn hugsar sig um stutta stund. „Já, það held ég. Það yrðu ekki miklar breyt- ingar“. IíÉiékk viðtal: Þröstur Haraldsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.