Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 15
15
JpiSsturinn, -Fimmtudagur 23. júní 1983
skiptahömlur Bandaríkjanna gegn
Kína eru ennþá fyrir hendi. Og ef
aðstæður i alþjóðastjórnmálum
breytast, er eins víst að stjórnar-
herrarnir í Peking verði að setjast
niður einn ganginn enn og skrifa
nýja marxíska stefnuskrá í utanrík-
ismálum.
Að vissu leyti hafa þessar breyt-
ingar þegar átt sér stað. Carter-
stjórnin einkenndist af tvístíganda
og linkind. Watergate-hneykslið
setti slíkan skrekk í bandaríska
stjórnmálamenn, að enginn þorði,
að taka ákvörðun um neitt sem
valdið gæti óánægju meðal rann-
sóknarblaðamanna og siðferðis-
postula landsins. Ronald Reagan er
ekki eins meðfærilegur. Þar að auki
er hann afturhaldssamari. En það
sem mestu varðar er þó breyttar að-
stæður. Ástandið í Mið-Ameríku
og Vestur-Asíu er mikilvægara en
Indókína. Þungamiðja heimsmál-
anna hefur færst til.
Niðurskurður
og endurnýjun
Fyrir tveimur árum fór sendi-
nefnd Kínversk-Íslensku Vináttu-
samtakanna til Peking að fræðast
um stefnubreytingar að aflokinni
Menningarbyltingu. Við áttum
m.a. fund með aðstoðarutanríkis-
ráðherra Kína, sem ég man ekki
lengur hvað heitir. Hann var hallur
undir NATO og hvatti eindregið til
aukins vígbúnaðar í Evrópu. Enda
hafði hann talnarunur á reiðum
höndum sem sýndu hversu hernað-
armáttur Sovétríkjanna fór vaxandi
og dró enga dul á þá skoðun kín-
verskra valdhafa að Kremlarbúar
ætluðu sér að beita vopnunum í
væntanlegri heimsstyrjöld. Ég
spurði hann hvernig á því stæði, að
kínverskir valdhafar hvettu til auk-
ins vígbúnaðar í Vestur-Evrópu, en
minnkuðu samtímis framlög til
varnarmála í eigin landi. Þá höfðu
Kínverjar skorið hernaðarútgjöld
niður um 15% og ætluðu enn að
minnka þau á næstu fjárlögum.
Aðstoðarutanrík isráðherrann full-
yrti, að Kínverjar myndu ekki sitja
hjá ef til átaka kæmi í Evrópu. Þeir
myndu styðja bandamenn sína í
Vestur-Evrópu gegnum þykkt og
þunnt. Hins vegar váeri kínverski
herinn í endurnýjun og afleit fjár-
hagsstaða landsins útheimti tíma-
bundinn niðurskurð til hermála,
jafnt sem allra annarra mála. Mér
koma þessi ummæli aðstoðarutan-
ríkisráðherrans ævinlega í hug, þeg-
ar ég les um framvindu samninga-
viðræðnanna milli Kína og Sovét-
ríkjanna. Kinversk utanríkispólitík
hefur um aldaraðir beinst að tveim-
ur meginatriðum. Að halda norður-
landamærum landsins í friðarhorfi
og að hafa lykilaðstöðu í Indókína.
Þetta hefur ekki breyst í höfuðatr-
iðum, þótt utanríkisstefna Kína sé
vissulega margbrotnari nú og taki
mið af gangi mála í öðrum heims-
álfum. Upp á síðkastið hafa Kín-
verjar byggt upp hernaðarmátt sinn
við landamæri Víetnam af mikilli
atorku, en leitað eftir samningum
um minnkun sovéska heraflans á
norðurlandamærunum.
Ein milljón til eða frá
Mér skilst að Sovétríkin hafi
rúma milljón manna undir vopnum
á hinum löngu landamærum Kína
og Sovétríkjanna. Kínverjar hafa
sett það sem skilyrði fyrir batnandi
samskiptum ríkjanna, að þessi her-
afli verði minnkaður verulega.
Spurningin er bara hvert Sovét-
menn færa þá hermenn sem fluttir
verða frá landamærum Kína, ef til
þess kemur. Verða þeir settir bak
við eldflaugarnar í Austur-Evrópu,
eða verða þeir sendir til Vestur-
Asíu?
Eins og nú horfir, kólnar sambúð
Kínverja og Bandaríkjamanna með
hverjum degi sem líður. Aðstæður
eru að breytast og forsendurnar fyr-
ir hernaðarlegu samstarfi þessara
ríkja virðast fara þverrandi. Reag-
an-stjórnin heldur áfram að selja
vopn til Taiwan og vill að Japanir
taki að sér „friðargæslu“ á þúsund
mílna svæði umhverfis Japan. Það
getur ekki þýtt annað en vígbúnað
Japans, hvort sem Nakasone sver
og sárt við leggur að Japanir eigi
enga hernaðardrauma, eða ekki.
Það virðist líka merkja, að Reagan
ætli að setja traust sitt á Japani og
Taiwan, fremur en að rækta sam-
starfið við kínverska kommúnista
frekar. Skiljanlega taká þessar
breytingar tíma. En Kínverjar
munu ekki sitja aðgerðarlausir á
meðan. Þeir hafa þegar tekið upp
samninga við Sovétríkin og kann-
ske sjá þeir fram á, að þeir geti setið
hjá ef til heimsátaka kemur. Mill-
jón manns er stór her. Og ef Sovét-
ríkin hyggja á frekari útþenslu í
Vestur-Asíu eða eflingu herja sinna
í Austur Evrópu, getur þessi milljón
manns riðið baggamuninn. Og það
verður áreiðanlega ekkert erfiðara
fyrir kínverska valdhafa að rök-
styðja bætta sambúð við nýju keis-
arana í Kreml, en það var að skýra
út vaxandi samskipti við banda-
rísku heimsvaldasinnana fyrir fá-
einum árum.
„Ertu sovéskur
vinur?“
Á stöku stað eru ennþá skilti og
áletranir á rússnesku í Peking. Það
eru leifar frá því tugþúsundir
sovéskra ráðgjafa bjuggu þar. Nú
hefur aftur verið tekin upp kennsla
í rússnesku í skólum þar eystra og
fyrstu skiptinemarnir frá Sovétríkj-
unum eru væntanlegir í haust. í
febrúar komu þrír Austur-Þjóð-
verjar til náms í málaskólann þar
sem ég dvaldi. Þeir eiga sennilega
eftir að verða fleiri. Og þegar kín-
versk blöð fara lofsamlegum orðum
um landbúnaðinn í Sovétríkjunum,
virðist stutt í það, að erlendir ferða-
menn sem heimsækja torg Hiins
himneska friðar fái fyrirspurnina:
„Ertu sovéskur vinur?“
Samningaviðræður Sovétmanna
og Kínverja eru að vísu skammt á
veg komnar og lítil von til þess að
þær beri árangur á næstunni. En
þær eru hafnar og þeim verður
Framhald á 23.síðu
Buchtal
úti sem inni
Allar Buchtal-flísarnar eru bœöi eldfastar
og frostheldar. Væri þaö ekki góð lausn aö
fiísaieggja t.d. svalagólfiö, veröndina eöa
útidyratröppurnar. Buchtal er alls staöar
rétta lausnin. Varanleg lausn. Ekkert viö-
hald.
Eigum nú fyrirliggjandi flestar geröir af
hinum viöurkenndu v-þýsku vegg- og
gólfflísum. Fyaata flokks vara á viöráöan-
legu veröi. Einnig fyrirliggjandi límin góöu
frá PCI fyrir hvers konar notkun.
Ótrúlega hagstæöir greiösluskilmálar, allt
niöur í 20% útborgun og eftirstöövar til allt
aö sex mánaöa.
-4--- ....V
1 BYGGINGAVORUR1
L I Á HRINGBRAUT120: Simar: Timburdeild. Byggingavörur 28-600 Málningarvörur og verkfæri L Gólfteppadeild 28-603 Flisar og hreinlætistæki.... 28-604 28-605 28-430
annprb ab erö lun tn
Snorrabraut 44.
Sími14290
Kr. 580. — án garns
Amálaðar
strammamyncHr
í fjölbreyttu
úrvali
No. 1. Kr. 726. — án garns
Stærö 47x62 cm
INo. :
Stærö 35x47 cr
<
No. 3. Kr. 368. — án garns
Stærö 37x47 cm
Póstsendum.
Pósthólf 5249.
No. 4. Kr. 678. — án garns
Stærð 50x65 cm
\