Helgarpósturinn - 23.06.1983, Síða 23
23
-^|^|£^^-^^Fin'iniUjdagu^23JúnM983^
dr.lngvar 4
Ingvar Birgir Friðleifsson við Helgarpóstinn.
„A þessu ári voru 6 styrkþegar Háskóla Sam-
einuðu þjóðanna á íslandi í 6 mánaða þjálf-
un: Þeir komu frá Filipseyjum (3), Eþíópíu (2)
og Kína (1). Þá komu styrkþegar til 2—3 mán-
aða námsdvalar frá Portúgal (1) og Hollandi
(2). Auk þess verða hér í 2—3 vikur sérfræð-
ingar frá Costa Rica (1), Nicaragua (l),Eþíó-
píu (1) og Portúgal (1). í fyrra höfðu alls 22
styrkþegar frá orkustofnunum 8 landa í Af-
'ríicu, Asíu og Mið-Ameríku hlotið hér 6—8
mánaða þjálfun og 8 styrkþegar frá 3 löndum
hafa verið hér í skemmri kynnisferðum“.
— Hvernig eru styrkþegar valdir?
„Styrkþegarnir eru valdir mjög vandlega.
Hér er um að ræða sérfræðinga sem hafa unn-
ið við jarðhita heima fyrir i tvö ár eða lengur.
Við förum til viðkomandi landa og metum á-
stand jarðhita, stofnanir þær sem sjá um þessi
mál og tækjabúnaðinn. Síðan er samin
skýrsla um heildarástandið í landinu og
mönnum boðið í þau fög sem að mestum not-
um gætu komið. Yfirleitt er hér um að ræða
afbragðs námsmenn sem koma hingað í
flóknara nám en í sumum tilfellum kennum
við frumstæðcu-i aðferðir og veitum ráðgjöf
varðandi tækjabúnað“.
— Hvernig fer kennslan fram?
„Kennslan er sérþjálfun hvers og eins. Þetta
er dýr kennsluaðferð en hún skilar miklum
árangri. Þeir sem dveljast hér í 6 mánuði hlýða
á fyrirlestra fyrstu fimm vikurnar. Það eru 16
sérfræðingar frá Orkustofnun og Háskóla ís-
lands en einnig menn úr jarðhitaiðnaðinum,
hitaveitum, verkfræðistofum o.s.frv. sem þá
fyrirlestra flytja. Síðan tekur við verkleg
þjálfun en einnig fræðilegt nám. Þá dvelur er-
lendur gestafyrirlesari frá tveimur vikum upp
í þrjá mánuði á ári við Jarðhitaskólann.
Þegar á heildina er litið má segja að margir
styrkþeganna séu nú þegar í fararbroddi í
rannsóknum og nýtingu jarðhita í sínum
þjóðlöndum. Beiðnir koma frá fjölmörgum
löndum í þriðja heiminum um þjálfun sér-
fræðinga i Jarðhitaskólanum en aðeins er
unnt að sinna hluta af beiðnunum. Þá má geta
þess að frá árinu 1951 hafa íslenskir jarðhita-
sérfræðingar farið til 32 þjóðlanda sem jarð-
hitaráðgjafar. Flestir þeirra hafa verið á veg-
um Þróunaraðstoðar Sameinuðu Þjóðanna.
Varðandi fjárframlög og árangur vil ég
segja, að hverja krónu er hægt að verja; við
fylgjum hverri krónu heim. Hins vegar er ég
ekki hlynntur of hraðri útvíkkun. Við viljum
fremur gæði en magn“, segir Ingvar Birgir
Friðleifsson.
Baldur 5
stunda flestir landbúnað í samvinnuþorpum
sem stjórnin leggur mikla áherslu á. Þegar ég
var þarna voru um 30 Norðurlandabúar að
störfum og skiptust þeir í þrjá hópa. Nokkrir
gegndu starfi ráðgjafa í landbúnaðar- og for-
sætisráðuneytum landsins, einn fjallaði um
samgöngur, annar um bókhald o.s.frv. Annar
hópur starfaði í héraðskaupfélögum sam-
vinnuþorpanna og sá þriðji vann við beina
fræðslu".
— Hvernig fannst þér að þessu verkefni
staðið?
„Þetta var mjög vel skipulagt og gerði mik-
ið gagn. Það var líka greinilegt að landsmenn
og yfirvöld Tanzaníu mátu Norðurlandabúa
mikils, ekki síst vegna þess að þeir urðu ekki
varir við að við værum að sækjast eftir yfir-
ráðum í landinu. Ég tel það mjög viturlega
ráðið hjá íslendingum að taka þátt í þessu
verkefni. Með því móti öflum við dýrmætrar
reynslu sem nýtist í okkar eigin þróunarað-
stoð“.
— Urðuð þið fyrir vandræðum vegna ætt-
bálkarigs?
„Nei, það hagar öðruvísi til i Tanzaniu en
t.d. í Kenýa þar sem einn kynþáttur situr að
flestum embættum. í Tanzaníu eru um 130
þjóðflokkar en þeir eru tiltölulega jafnstórir
og nokkurt jafnræði með þeim. Enda hafa
stjórnvöld lagt áherslu á að yfirfæra ætt-
flokkakenndina yfir á þjóðarheildina. Það
hefur tekist ágætlega og ræður þar miklu að
allir landsmenn tala og skilja swahili sem er
höfuðtunga landsins, þótt vitaskuld tali hver
kynþáttur sína mállýsku innbyrðis“, sagði
Baldur.
Áskorun
10
plötusölu á Islandi i gegnum fyrir-
tæki mitt. Ástæðan fyrir því er ein-
föld. Þekking og reynsla á íslensk-
um hljómplötumarkaði og dugnað-
ur starfsmanna fyrirtækisins. Sig-
urður trúir því ef til vill ekki að slík-
ir hlutir einir sér geti leitt af sér ár-
angur. Hann heldur greinilega að ó-
heiðarleiki sé óaðskiljanlegur hluti
velgengni, ekki síst ef viðskipti eru
annars vegar. Hann ætti þá að upp-
lýsa þjóðina um hvaða brögðum
var beitt við markaðssetningu met-
sölubókar hans? Hann heldur þá
líka væntanlega að ég sé hér úti í
Englandi önnum kafinn að múta
dagskrárgerðarmönnum B.B.C. og
annarra útvarpsstöðva til að koma
Mezzoforte og öðrum íslenskum
tónlistarmönnum á framfæri. Sig-
urði til frekari glöggvunar skal ég
einnig benda honum á að í opinber-
um skýrslum Ríkisútvarpsins um
flutning á íslensku efni er hlutur
fyrirtækis míns tæplega 18 prósent.
Sigurður segist hafa borðleggjandi
sannanir fyrir máli sínu. Ég sé ekki
að hann hafi nokkra ástæðu til að
spila ekki trompinu út, fyrst slagur-
inn er pottþéttur. — Varla er hann
að „blöffa“.
Ég skora á þig Sigurður A.
Magnússon að leggja fram þessa
borðleggjandi vitneskju, annars
skaltu ómerkilegt lítilmenni og róg-
beri heita.
Ef þú sýnir ekki þann manndóm,
en heldur áfram órökstuddum róg-
burði, sé ég ekki ástæðu til að svara
þér og aðstoða þig þannig við öflun
skotsilfurs frá Helgarpóstinum.
Steinar Berg ísieifsson
— sign —
Utanríkisstefna 15
haldið gangandi, meðan kínverskir
valdhafar fylgjast með breytingum
á alþjóðavettvangi. Fari svo að
Reagan-stjórnin haldi fast við af-
stöðu sina til sjálfstæðrar tilvistar
Taiwan sem ríkis, kemst líklega
skriður á viðræðurnar. Fari hins
vegar svo, að Reagan, eða eftirmað-
ur hans á forsetastólnum í Hvita
Húsinu, dragi úr stuðningnum við
Taiwan-stjórnina er ekki víst að
árangur viðræðnanna verði neinn.
Eflaust rekur lesendur minni til,
að kínverskir borðtennisleikarar
voru framverðir diplómatískrar
stórsóknar Kínverja: í byrjun síð-
asta áratugar. Þá var talað um ping-
pong-diplómatíu. Það er dálítið
skemmtileg tilviljun, að tennis-
stjarnan Hu Na, sem fékk pólitískt
hæli í Bandaríkjunum fyrir
skemmstu, skyldi verða til þess að
upp úr syði milli Iandanna tveggja.
Hver veit nema það sé forboði nýrr-
ar diplómatískrar stórsóknar Kín-
verja inn fyrir járntjaldið. Það er
áreiðanlega ekki fyrir siða sakir að
leiðtogi kínverska kommúnista-
flokksins heimsótti austantjalds-
löndin nýverið. Það er liður í hæg-
fara breytingum á utanríkisstefnu
Kinverja.
FÍM
HAUSTSÝNING FÍM
Haustsýning FÍM verður nú með öðru sniði en áður.
Ákveðið hefur verið að í stað hefðbundinnar haust-
sýningar verði efnt til sýningar á verkum unnum á og
í pappír. Er þar átt við teikningar í svart hvítu og í lit,
klippimyndir og ýmiskonar pappírsverk t.d. í þrívíðu
formi, svo sem lágmyndir, svifmyndir og fleira þess
háttar. Sýningin verður opin jafnt félagsmönnum FÍM
sem utanfélagsmönnum og verður nánar auglýst um
skilafrest, þegar nær dregur hausti.
Tökum að okkur hverskonar verkefni í setningu og
umbroti, svo sem:
Blöð í dagblaðaformi
Tímarit
Bcekur
o.m.fl.
Ármúla 38 — Sími 81866
VELJUM
ÍSLENSKT
VELJUM
ÍSLENSKT
VELJUM
ÍSLENSKT
Hefur þú kynnt þér kosti og gæði Tannus teygjulakanna. Nú fástTannusteygjulökin í flest-
um verslunum landsins. Taktu mál af dýnunni þinni, og fáðu þér TANNUS teygjulák því
þau fást í öllum stærðum og litum og lakið hreyfist ekki á dýnunni.
STÆRÐIR:
□ 70X190 CM.
D 80X190 CM.
□ 80X200 CM.
□ 90X200 CM.
□ 100X200 CM.
□ 120X200 CM.
TEYGJULOK
100% BÓMULL
FRAMLEIÐANDI:
TANNUS
KÓPAVOGI
TANNUS teygjulökin fást í eftirtöldum verslunum
REYKJAVÍK
Hagkaupum
Vörumarkaðinum
Vefnaöarvöruversl. Laugavegi 26
Verinu Njálsgötu 86
Versl. Kristínar Snorrabraut 22
Fatabúöinni Skólavörðustlg 21a
Z-brautir Ármúla 42
Árbæjarmarkaðinum
JL Húsgagnadeild
KÓPAVOGI
Stórmarkaðurinn
Húsgagnaversl. Hreiðrið
Húsgagnaversl. Setriö
Húsgagnaversl. Skeifan
HAFNARFIRÐI
Fjaröarkaup
Miðvangur
Versl. Einars Þorgilss.
KEFLAVÍK
Samkaup
SANDGERÐI
Versl. Aldan
AKRANES
Skagaver
BORGARNES
Kf. Borgfirðinga
ÓLAFSVÍK
Versl. Vík
GRUNDARFJÖRÐUR
Kf. Grundfirðinga
PATREKSFJÖRÐUR
Versl. Ara Jónssonar
ÍSAFJÖRÐUR
Kf. (sfirðinga
BOLUNGARVÍK
Versl. Einars Guöfinns
HVAMMSTANGI
Kf. Vestur Húnvetninga
BLÖNDUÓS
Versl. Vísir
VARMAHLÍÐ
Kf. Skagfirðinga
SAUÐÁRKRÓKUR
Kf. Skagfiröinga
SIGLUFJÖRÐUR
Versl. Guðrúnar Rögnvaldsdóttur
ÓLAFSFJÖRÐUR
Versl. Valberg
AKUREYRI
Amaró
Dúkaverksmiöjan
Vörubær
húsavIk
Kf. Þingeyinga
Seyöisfjörður
Versl. Aldan
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Versl. Viðars
HORNAFJÖRÐUR
Kf. Austur Skaftfellinga
VESTMANNAEYJAR
Versl. Mózart
HELLA
Kf. Þór
ÞORLÁKSHÖFN
Versl. Inga
FRAMLEIÐANDI:
TANNUS
DREIFING:
DÝNU OG BÓLSTURGERÐIN
Smlöjuvegl 28, 200 Kóp. S. 79233