Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.06.1983, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 30.06.1983, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 30. júní 1983 jjlfisturinn. Amman var ævinlega vot um augun og hrygg á svip, með lafandi kinnar eins og hún harmaði eitt- hvað. Samt var hún aldrei sorgmædd í tali eða við- móti heldur undarlega blíð, næstum um of, Iíkt og hún forðaðist að snerta hlutina eða umræðuefni af ótta við að hún kynni að særa. En hún vann myrkranna á milli, með rök augu eins og af innri sorg. Þegar leið að þingkosn- ingum þá grét hún, þegar kaupmannssonurinn kom í heimsókn til að tryggja sér atkvæðin á heimilinu. Raunar var hann ekki í framboði og fór þess vegna ekki fram á neitt fyrir sjálfan sig beinlínis eða í eiginhagsmunaskyni heldur vildi hann tryggja flokknum atkvæði ömm- unnar, mannsins hennar og dætranna þriggja. Hann tók hlýlega utan um ömmuna í ganginum og þau fóru niður í kjallara til að huga að því hvað væri mikið eftir af kart- öflum, enda hafði hann ríkan áhuga á hagsýni, og þegar hann sá að kartöfl- urnar í tunnunni nægðu fram á haust þegar tekið yrði upp úr görðunum, þá hrósaði hann ömmunni og sagði: Það er til fyrirmyndar hvað þið eruð spör á kart- öflurnar. Þá sýndi amman hon- um hvar hún gerði skyrið og síaði það í trogi. Hún leiddi hann inn í herberg- ið í kjallaranum þar sem loftið angaði af gerlum. Og í rökkrinu þar drakk kaupmannssonurinn undanrennu úr emaler- uðu máli og sagði: Þetta er svei-mér bragð af ómengaðri undan- rennu. Síðan skoðuðu þau dimma afkimann þar sem kjöttunnurnar voru geymdar, og amman gaf honum nokkra salta kjöt- bita. Þegar kaupmannsson- urinn kvaddi grét gamla konan í fangi hans, áður en hann steig inn í bílinn sem konan hans ók. Þá sást hvað þau voru jafn rétthá og skildu kröfurn- ar til Iífsins. Konan hafði ekki farið í kjallarann heldur gaf hún dætrunum nýjustu mataruppskrift- irnar og dropa til að koma í veg fyrir ropa, og hún gaf manni ömmunnar dós með nýskornu bresku píputóbaki. Greiðinn bílnum, og síðan drukku þau öll kaffi heima hjá kaupmanninum en var síðan ekið heim, þar sem amman seldi upp öllu sem hún hafði borðað í veisl- unni. Hún kvaðst vera svo bílveik. Dæturnar höfðu fengið nýjar mataruppskriftir en fengu aldrei að elda sam- kvæmt þeim, svo þær límdu þær inn í auðar stílabækur eða skraut- skrifuðu og Iétu sig dreyma um ilminn af ókunnum réttunum, meðan þær biðu eftir unnustunum. Sem komu reyndar hver af öðrum en börnum. Þetta voru börn allrar kaupmannsættar- innar komin til að tína ber. Berin uxu best hand- an við rauða fjallið, úti í hrauninu í mosanum sem lá í þembum og í honum uxu berjalyng sem höfðu ævinlega nægilegt vatn þvi mosinn geymdi vatnið í sér í þurrkum. Amman kallaði á drenginn. Vísaðu þeim til berja, sagði hún og bjó hann út með nesti og drykk, því börnin áttu að fá að tína ber allan daginn og það var sólskin. Það er óþarft að smyrja handa honum, sagði Konan steig á bensínið og harmaði um leið að dæturnar gætu ekki sótt fundi í kvenfélaginu og lært að berjast gegn „elsku karlmönnunum okkar sem eru ekki allt of liprir við að ganga í heimilisverkin“. En ef þið giftist, sem ég efast ekki um, bætti hún við, kaupið ykkur þá laxveiðistöng og veiðið á við karlmennina. Það eru tómir fordómar að konur geti ekki staðið í nárahá- um gúmistigvélum úti í Iaxveiðiám. Siðan óku þau burt og gleymdust þangað til kos- ið var og sonur kaup- mannsins sótti ömmuna, manninn hennar og dæt- urnar, svo þau gætu kos- ið. Og konan hans ók einhverra hluta vegna aldrei með trúlofunar- hringinn, og bónorðið barst aldrei fram á varir þeirra. Þeir vildu bara sofa hjá og fengu það óspart. Nýþvegin lök hengu þess vegna ævin- lega úti á snúru undir hádegið. Drengurinn horfði á lökin blakta og hugleiddi orð ömmu sinn- ar sem hafði svarað spur- ningu hans umhinn eilífa- Iakaþvott: Eitt sinn þurfti ekki að þvo úr laki, og þá varst þú til. Drengurinn hugsaði og hugsaði og honum þótti skrýtið að hann skyldi eiga afa sem var líka einskonar pabbi. Síðla sumars kom lítill langferðabíll fullur af barnapían. Við erum með nægilegt nesti í körfum þótt svo hann hefði þre- faldan maga eða vömb. En amman smurði rúg- brauð og hveitibrauð og lagði óskyldar sneiðarnar saman og vafði dagblaði um brauðið. Hún lét einn- ig undanrennu á flösku og sneri bréfi í tappa og tróð í stútinn. Síðan afhenti hún drengnum nestið, laut að honum og hvíslaði í eyru hans: Mundu að borða bara af þínu nesti, því það á að gera öðrum greiða en aldrei að þiggja af öðrum. Svo fór drengurinn inn í bílinn og sat fram í hjá bilstjóranum svo hann gæti vísað honum veginn sem var grýtt slóð út að fjallinu þar sem berin uxu. Hann sagði i sifellu „og svo er farið til hægri og svo er beygt til vinstri“ eins og bíllinn ætti bágt með að fylgja slóðinni. Þannig komust þau á leiðarenda og tíndu ber, meðan sólin stóð kyrr á fölbláum himni og tíminn hætti að vera til, bara sólskin og heiður himinn uns barnapían sagði: „Kaffi, krakkar“. Og hún dró ísaumaðan borðdúk úr körfu og breiddi á grá- an mosann og raðaði á hann fjölmörgum disk- um, og sumir voru með einkennilegu brauði og konan sagði: „Fáð’ér skinku“. Og hún sagði: „Fáð’ér hvað sem þú vilt“. Krakkarnir höfðu þá sest kringum dúkinn og brostu í hvert sinn sem þau bitu í brauðið en sögðu ekkert, hvít, falleg og hrein. Þau þurftu bara að rétta fram höndina og þá lagði konan brauð í lófann og hún var sífellt að segja: „Hérna er brauð með skinku“. Og svo sagði hún: „Fáð’ér sæti, strákur, og fáð’ér brauð með skinku með hinum börnunum!‘ En hann mundi þá eftir flöskunni með undan- rennunni og brauðinu í dagblaðinu og hann þakkaði ekki fyrir sig heldur brá sér afsíðis og settist undir hraun- dranga. Hann sat þar einn og dró tappann úr stútn- um og fann súra kjallara- lyktina þar sem skyrið svaf, þar sem kartöflurn-' ar voru í tunnu, þar sem saltkjötið var. Allt kom þetta upp úr stútnum. Hann horfði einnig á brauðið sem hafði undist upp og klesst. Svo horfði hann út yfir landið. Sólin var alls staðar og hiti úr mosanum. Hann sat einn undir steininum og kókó- lyktin barst til hans með golunni og allt var grátt og hlýtt í kringum hann og þurrt, og hann lyfti þá flöskunni að munninum og drakk af súrum stútn- um og hann tók brauðið og beit í klessuna. Höfundar kennslu- bóka og fræöirita stofna félag Páll Jóhannesson tenór heldur tónleika á Norðurlandi í ráði er að stofna félag höfunda kennslubóka og fræðirita. Þá ráða- gerð má rekja til þess að síðastliðið ár hafa nokkrir höfundar slíkra bóka fylgst með þeim samningum, sem Iauk í maí, um greiðslu fyrir Ijósritun og aðra fjölföldun i ís- lenskum skólum á útgefnum verk- um. Samningurinn var gerður milli menntamálaráðuneytisins annars vegar og samtaka útgefenda, blaða- manna, rithöfunda og tónskálda hins vegar og starfar gerðardómur á grundvelli hans í sumar. í áðurnefndum höfundahópi var áhugi á aðild að samningaviðræð- unum og var reynt að fá hana með atbeina Bandalags Háskólamanna og síðar með inngöngu í Rithöf- undasamband íslands. Eftir að þeim tilraunum lauk án viðhlítandi árangurs var ákveðið, eftir nokkurt samráð við áðurnefnda samnings- aðila, að gangast fyrir félagsstofn- un. Sú ákvörðun byggist m.a. á þeirri sannfæringu að torvelt sé að fá sanngjarnar niðurstöður af áð- urnefndum samningum án aðildar þeirra sem eiga höfundarrétt að stærstum hluta þeirra verka sem fjölföldun í skólum bitnar á. Ætlunin er að væntanlegt félag starfi á breiðum grundvelli. Það mun verða opið öllum sem hafa hagsmuna að gæta í samningum um útgáfu og notkun á kennslu- gögnum og fræðiritum — og vilja jafnframt vinna að því að skapa grundvöll fyrir fjölbreyttari og betri útgáfu slíkra verka. Stofnfundur félags höfunda kennslubóka og fræðirita verður haldinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð föstudaginn 1. júlí og hefst kl. 17. í undirbúningsnefnd hafa starfað: Ásgeir Björnsson, Eysteinn Þorvaldsson, Heimir Þor- leifsson, Hörður Bergmann, Ind- riði Gíslason, Ingvar Sigurgeirsson, Loftur Guttormsson, Lýður Björnsson og Örnólfur Thorlacius. Páll Jóhannesson, tenórsöngv- ari, heldur tónleika á fimm stöðum á Norðurlandi dagana 2. - 9. júlí n.k. Hinir fyrstu verða laugardag- inn 2. júlí í Safnahúsinu á Sauðár- króki kl. 15.00 Sunnudaginn 3. júlí í Siglufjarðarkirkju kl. 17.00. Þriðjudaginn 5. júlí kl. 21.00 i fé- lagsheimilinu Miðgarði, Varma- hlíð. Fimmtudaginn 7. júlí kl. 21.00 í félagsheimilinu v/Hafralæk í Að- aldal (Ýdalir), og laugardaginn 9. júli í Borgarbíói á Akureyri kl. 17.00. Píanóleikari er Jónas Ingi- mundarson. Þetta er önnur tónleikaferð Páls, en s.l. haust hélt hann nokkra tón- leika og hlaut hvarvetna frábærar móttökur áheyrenda og gagnrýn- enda. Páll stundar nú söngnám í Ítalíu hjá hinni heimsfrægu óperusöng- konu, professor Eugenia Ratti. Á efnisskránni eru m.a. verk cftir Emil Thoroddsen, Pál ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Mozart, Beet- hoven, Giordano, Verdi, Pucccini, o.fl.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.