Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 25. ágúst 1983 -rfn^ítl /rinn Menntastefna eöa ringulreiö Hvernig sprakk framhalds- skólakerfið purfa allir að verða stúdentar? Hvítir kollar, dökk f öt og dragtir, er það ekki orðið þannig af tur? Á hverju vori og reyndar oftar á ári birtast nýstúdentar á götunum glaðir og fagnandi (reyndar var mikið gert af því hér í eina tíð að mótmæla þessum blessuðu húfum), þeir eru á leið út í lífið og til frekari menntunar. Til hvers er verið að mennta allt þetta fólk? Hvers konar menntun er verið að stef na að? Hver er menntastef n- an á íslandi? Svörin sem fást við þessum spurningum eru margvísleg. Skólamenn efast margir um að stefnan sé nokkur, en þeir sem ráðum ráða benda á að mikið hafi verið unnið að endur- bótum á skólakerfinu. Svo mikið er víst að það er ekki heiglum hent að átta sig á stefn- unni/stefnuleysinu. Hver á aö borga brúsann? Grunnskólalög voru sett fyrir 9 árum. Með þeim var landsprófið, sían, felld niður og nemendum opnuð leið til framhaldsmenntun- ar. Frumvarp um samræmdan framhalds- skóla hefur velkst um í þinginu ár eftir ár. Tugir álitsgerða liggja fyrir, málið hefur verið mikið rætt af öllum hugsanlegum aðilum, en það stendur á því að taka endanlega ákvörð- un, að því er virðist einkum vegna þess að menn eru ekki sammála um hver eigi að borga brúsann. Á meðan þróast skólarnir áfram, hver reynir að bjarga sér og kenna eftir bestu getu, og nemendum fjölgar. Það er ljóst að víða er pottur brotinn í skólakerfinu, t.d. eru fleiri nemendur á fyrsta ári framhaldsmenntunar en þeir sem ljúka 9. bekk grunnskólans, því fallið í framhaldsskól- unum er verulegt. Þar hefur verið komið upp svokölluðum núlláföngum til að hjálpa þeim sem koma illa undirbúnir upp í skólana. Krakkarnir og kennararnir kvarta undan námsleiða, kennarar segjast finna fyrir þrýst- ingi frá foreldrum sem vilja að börnin ljúki stúdentsprófi hvað sem tautar og raular. Straumurinn heldur áfram upp, upp að húf- unni hvítu. Þegar kemur upp í háskólann kárnar gamanið, þar er allt löngu sprungið undan þeim mikla fjölda sem leitar háskóla- menntunar, húsnæði er af skornum skammti, fastráðið kennaralið allt of fátt og fé skortir til að skólinn geti annað hlutverki sínu. Nemendum hefur Ieynt og ljóst verið beint upp á við án þess að skilgreint væri til hvers. Nú eru ráðherrar að glíma við afleiðingu menntastefnunnar, Albert og Ragnhildur munda hnífinn og vilja skera niður fjárveit- ingar til Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem á næsta ári mun þurfa um 1,1 milljarð til að standa við skuldbindingar sínar. Sennilega líður að því að stjórnvöld fari í alvöru að fást við vanda skólakerfisins. Hall- dór Guðjónsson kennslustjóri Háskólans seg- ist t.d. vera viss um það að á næstu þremur til fjórum árum hljóti eitthvað að gerast til lausnar flækjunni. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hefur þegar skipað tvær nefndir sem eiga að fást við tengsl skóla og fjölskyldu annars vegar og skóla og atvinnu- lífs hins vegar. 0 Inn i frumskóginn Áður en lengra verður haldið væri ráð að skilgreina hvað menntastefna er. Hér er stuðst við þann skilning að menntastefna sé með- vituð pólitísk ákvörðun um það hvers konar menntun beri að veita, hver tilgangurinn sé með henni og hverju (hverjum) menntunin eigi að þjóna. Með ákvörðunum er hægt að stýra menntuninni í hvaða átt sem er, t.d. með því að veita fjármagni í ákveðnar greinar, ákveðna tegund skóla, eða með því að skil- greina hugtakið menntun á ákveðinn hátt. Til að finna leið í gegnum frumskóg menntakerfisins í átt að stefnunni/stefnuleys- inu er vænlegt að hverfa aftur í tímann til menntamálaára Gylfa Þ., undir lok viðreisnar. Menntastefnan sem ríkti hér á Iandi fram undir 1970 byggðist á skiptingu milli verklegr- ar menntunar og bóklegrar. Samkvæmt eld- gömlum hefðum er menntamaður sá sem afl- að hefur sér mikillar þekkingar, hann veit mikið. Aðrir eru tæplega flokkaðir sem menntamenn. Hlutverk skólans var m.a. að vinsa úr þessa „gáfuðu", senda þá áfram til þess að þeir myndu síðan taka við stjórn sam- félagsins (sbr. gömlu embættismannaskól- ana),til þess var t.d. landsprófið. Verklega námið var lengi vel í höndum meistara (kerfi ættað frá miðöldum) sem gátu haldið fjölda nemenda í skefjum, en síðan færðist það smám saman inn í iðnskólana. Sérskólar sáu um að mennta fólk til ákveðinna starfa s.s. hjúkrunarkonur, kennara, sjómenn o.fl. Til- tölulega fáir tóku stúdentspróf, einkum þeir sem efni höfðu á að mennta sig og komu úr efri lögum þjóðfélagsins (með undantekning- um þó). Þetta kerfi er að hluta til enn við lýði, en frá því um 1970 hefur gifurleg þensla átt sér

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.