Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 25.08.1983, Blaðsíða 21
"TV)c?f/ /rinn Fimmtudagur 25. ágúst 1983 21 „Þeir sem settu svip á staðinn eru flestir dauðir" Konungsveisla? Mikið fínerí á Cafe' Rosenberg árið 1920. Café Rosenberg heitir nú I kvosinni Café Rosenberg. Nafnið hljómar einhvern veginn ekki ókunnuglega, það er eins og hvíli yfir því blær liðinnar tíðar. Hugurinn hvarfl- ar ósjálfrátt að nöfnum á frægum kaffihúsum í þeirri Evrópu sem var og Stefan Zweig hef- ur lýst af nærfærni í æviminningum sínum: Café Luitpold og Café Grössenwahn í Múnchen, Café Baumgartner í Linz. Og raunar sómir Café Rosenberg sér vel í þess- ari upptalningu, þótt frægð þess hafi ef til vill fallið í dá um nokkra hríð. Blómaskeið þess var þriðji áratugur okkar aldar — gullnu árin hýru þegar amma var á gelgjuskeiðinu. Veitingahúsið Café Rosenberg var starfrækt með miklum glæsibrag í kjallara Nýja bíós í Reykjavík á árunum upp úr 1920. Eigandínn hafði áður verið bryti á björgunarskipinu Geir. Hann var danskur maður að ætt og hét Alfreð Rosenberg. Ekki er vitað til að hann hafi verið náskyldur samtíðarmanni sínum, þýskum stjórnmálafrömuði, sem var alnafni hans. Til þess var tekið hversu salarkynni á Café Rosenberg voru vegleg, þau áttu þátt í að skapa örlít- ið heimsborgaralegra andrúmsloft í Reykjavík þeirra tíma. Sagt er að veitingar allar hafi verið framreiddar af mestu rausn, hr. Rosenberg þótti ekki við hæfi að hafa annað á boðstólum en aðeins hið besta. Hljómsveit lék fyrir dansi — „Hljómsveit Café Rosenberg" — skipuð Hljómsveit Café Rosenberg: Karl 0. Runólfsson, Þórarinn Guðmundsson, Eggert Gilfer, Tbrfi Sigmundsson og Björn Jónsson. nafntoguðum tónlistarmönnum. Þetta voru þeir Karl Ó. Runólfsson, Þórarinn Guðmundsson, Eggert Gilfer, Torfi Sigmundsson og Björn Jónsson. Á lagaskránni voru sex til sjö hundruð lög og gátu gestir valið sér öska- og eftir- lætisdanslög úr öllum þeim fjölda — sannkallað djúkbox þeirra ára! Þá var þar einnig ungum sem öldnum veitt nokkur tilsögn í fótmennt. Þetta voru þó alltént The Golden Twenties ! Sverrir Bernhöft stórkaupmaður í Reykjavík á notaleg- ar endurminningar um Café Rosenberg. „Ég var pró- grammsali í Nýja bíó þegar ég var þetta tólf eða þrettán ára snáði" sagði hann í samtali við Helgarpóstinn. „Og manni þótti þettaheldur en ekki upphefð. Það brást sjald- an að eftir tónleika, til að mynda hjá Karlakór Reykjavík- ur, var haldið kaffisamsæti í kjallaranum. Þá var jafnan mikið um dýrðir, ætíð höfðinglegar veitingar og það átti nú við okkur strákana. En ég man eftir því að þegar hann Gotti bróðir heitinn söng einu sinni einsöng þarna niðri þorði ég ekki fyrir nokkurn mun að vera viðstaddur því að ég var svo hræddur um að hann myndi springa á limminu. Mikið var um að alls konar músíkantar træðu upp, líka útlendingar eins og Poul Bernburg sem seinna var spilari á Borginni. Annars eru þeir sem settu svip á staðinn flestir dauðir núna" Síðar, á daprari tíð, lognaðist Café Rosenberg út af — að nokkru leyti af tæknilegum ástæðum, eins og sagt er. Alfreð Rosenberg, hins vegar, hóf að reka Hótel Island og gerði það á hinn snöfurmannlegasta hátt, uns það brann til kaldra kola eina vetrarnótt á því herrans ári 1944. Á þeim stekk getur nú að líta hið rómaða Hallærisplan. En þar með er saga Café Rosenberg ekki öll. Endur- reisnin er í nánd. Á næstu dögum verður opnaður nýr veitingastaður í gömlu húsakynnunum — kjallara Nýja bíós. „Hver sem sæi staðinn fengi óðara þessa hugmynd" sagði Hafsteinn Gilsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda hins nýja veitingastaðar, þegar blaðamaður innti hann eftir því hvernig hugmyndin að veitingarekstri ein- mitt þarna hefði kviknað. „Ætlunin er að staðurinn heiti í kvosinni" sagði Haf- steinn ennfremur, og lét þess jafnframt getið að „Café Rosenberg" yrði endurvakið og í heiðri haft sem róman- tískur undirtitill. „Margir kannast við nafniðí-' Allt var á tjá og tundri í kjallara Nýja bíós þegar blaða- maður gerði þar vettvangskönnun fyrir skemmstu. Iðnaðarmenn í óða önn að reka smiðshóggið hver á sitt verk — málarar, rafvirkjar, trésmiðir og aðrir völundar. Ekki er að undra þótt handtökin séu mörg og ófárra lag- færinga sé þörf, því að þarna hefur heildverslun ein hér í borg haft pakkhús í öll þau ár sem liðin eru frá því að Café Rosenberg lagði upp laupana. Yfirumsjón með innréttingum sem og tilhögun allri hefur Jón Hjaltason annast. Við gerð innréttinga hefur hann stuðst við gamlar ljósmyndir, sem einhver býsn eru til af og virðist fólk í þann tíð hafa haft unun af að láta smella af sér mynd í þessu tignarstóra umhverfi. Leitast verður við að vekja til lífsins, að svo miklu leyti sem slíkt er unnt, það andrúmsloft sem þarna sveif yfir vötnunum á áratugnum gullna. Gyllingar verða á súlum, birtu stafar af voldugum kristalsljósakrónum, plussáklæði á mubbl- um, persnesk teppi á gólfum. Sannarlega pell og purpuri, eins og stendur í biblíunni. En hvers konar starfsemi skyldi vera ætlað að fara fram á veitingastaðnum nýja? „í kvosinni verður fyrst og fremst notaður undir einkasamkvæmi, afmælis- og fermingarveislur, fundahöld ýmiss konar og mann- fagnað af öllu tagi" svarar Hafsteinn Gilsson. „Auðvitað verðum við með mat og aðrar veitingar, einnig vínveiting- arí' Ekki kvaðst Hafsteinn þó vilja útiloka að í kvosinni yrði síðar meir almennur veitingastaður, a.m.k. í aðra röndina, en framtíðin þyrfti að skera úr um það. Fram kom og að hljómgrunnur væri fyrir að hafa þarna jass- kvöld og jafnvel einhvers konar listuppákomur í miðri viku. Café Rosenberg er vaknað af meira en hálfrar aldar dásvefni. —Góð tíðindi, ekki satt? — ÞE SELKO í sérflokki IDNSYNING 79/8-4/9 FÉLAG iSl£NSKRA DNREKENDA ffii bás 78 )NREKENDA50ARA W^^ ^fci^V^^^ W ^^m^^ Þar getið þér skoðað framleiðslu okkar. Hinar nýju glœsilegu spjaldahurðir með og án glugga að ógleymdum okkar síuinsælu SELKO fataskápum sem við bjóðum nú í nýjum og fjölbreyttari viðartegundum. - Verið velkomin. SELKO SIGURDUR ELÍASSON HE Auöbækku52 Kópavogi s 41380

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.