Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 3
3 Tjfisturinn Fimmtuda9ur 8- september 1983 I 1 ffl| |KK |L /a v. | B | • 11 í j j lt 4 - JÉMf JjP Leikarinn og leikritaskáldið Kjartan Ragnarsson lagði undir sig stóran hluta Hressingarskálans á miðvikudagsmorgun ásamt fríðu föruneyti sjónvarpsstarfsmanna og leikara. Urðu meira að segja gamalgrónir morgunviðskiptavinir að færa sig um sess, því þarna var verið að taka stutt atriði í nýtt sjónvarpsleikrit eftir Kjartan, sem nefnist MATREIÐSLUSKÓL.INN. Höfundur er jafn- framt leikstjóri. Leikritið fjallar um nokkra karlmenn sem neyðast til að faraámatreiðslunámskeið af illri nauðsyn og fylgir einum þeirra nánar í baráttunni við pottana. í aðalhlutverkunum eru Gísli Halldórsson og Guðrún Ásmundsdóttir auk fjölda annarra þekktra Ieikara. Þegar Kjartan var dreginn afsíðis í örfáar mínútur og spurður um vinnslu leikritisins, svaraði hann: „Upptökum lýk- ur í þessum mánuði og stykkið verður sýnt á þessu ári eða næstu árum. Og ég vil taka það fram að þetta er ekkert stórleikrit“. Heilsute veldur heilsuleysi Heilsubelgir! Varið ykkur á Jieilsuteinu! Það er kannski ekki eins hollt og þið viljið vera láta! Danskir vísindamenn komust að minnsta kosti að þeirri niður- stöðu eftir að hafa rannsakað 27 tegundir heilsutes. Tuttugu og fjórar þeirra reyndust vera algjört frat. Margar þeirra innihéldu aðeins hluta af þeim grösum sem umbúðirnar sögðu til um, og í mörgum tilvikum mátti finna í þeim hreint og klárt eitur, sem við hér kunnum ekki að nafngreina. Grófasta svindlið leiddi í ljós að engin af átta grasategundum sem áttu að vera í einni blöndunni reyndist vera þar. „Við verðum að viðurkenna að það eru aðeins sérfræðingar sem geta séð í gegnum þetta svindl“, segir Bente Lorentzen lyfjafræð- ingur og ein þeirra er að rann- sókninni stóðu. „Niðurstöðurnar komu okkur nokkuð á óvart, en þess ber þó að gæta að aldrei fyrr hefur nokkur maður tekið sig til og rannsakað innihald þessarar vöru“, heldur hún áfram. En það er ekki nóg með að rannsóknin fletti ofan af þessari óhollu teframleiðslu, heldur flett- ir hún einnig ofan af svokallaðri biblíu heilsubelgsins, „Hollar jurtir“ eftir M. Marcussen. í bók- inni eru uppskriftir af 128 te- blöndum og af þeim innihalda 62 eina eða tvær jurtir, sem alls ekki mega vera í mannafæði eða náttúrulækningavörum. „Þessar niðurstöður sýna það og sanna að það er nauðsynlegt að setja á laggirnar einhvers konar eftirlit með þessari framleiðslu", segir Bente Lorentzen. Nú er víst eins gott að passa sig. Nátthrafna- þing í Kaup mannahöfn Nátthrafnar fara svo sannar- lega ekki í geitarhús að leita ullar, þegar þeir bregða sér til Kaup- mannahafnar. Þar er nefnilega hægt að skemmta sér til kl. fimm á morgnana á einum eitt hundrað tuttugu og fimm stöðum. AIls er hægt að fá sér einn gráan á um fjórtán hundruð vertshúsum af ýmsu tagi. En hvers konar staðir og hvert skal halda? Einfaldasta og besta lausnin er náttúrlega sú að heim- sækja alla staðina og það á sem skemmstum tíma. Það gæti aftur á móti reynst bæði heilsunni og pyngjunni ofviða. Ef menn útiloka fyrrnefnda lausn er líklega best að ná sér í lít- inn leiðarvísi sem nýlega birtist í mánaðarritinu „Nýtt í Kaupin- hafn“. í þeim leiðarvísi eru lýsing- ar á 78 stöðum, sem opnir eru til kl. 05, sagt frá atmosferu og verði. Ykkar er valið. i Beint flug í sólina ! I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Sumarauki á strönd Benidorm í þrjár vikur. Beint flug báöar leiðir, möguleiki á aö hafa viðkomu í London eöa Amsterdam á heimleið. Sérstaklega heppileg ferö fyrir aldraöa. Þeim til að- stoðar veröur Gréta Halldórs, hjúkrunarfræðingur frá Akureyri. Sértilboð — verð frá 16.670r í íbúðum. verð frá 20.910r á hóteli með fullu fæði b Staðgreiðsluafsláttur — barnaafsláttur og hagstæð n greiðslukjör. " , | Notið þetta einstaka tækifæri og njótið þess að fram- 2.,’ ■ lengja sumarið... á Spáni FERÐA ! miðstdðin; AÐALSTRÆTI 9 S. 281331 íln Valgerður Sigurðardóttir „Já, það leikur enginn vafi á því! Þarna gefst ungu fólki kostur á að öðlast þekkingu, þjálfun og reynslu, sem naumast verður afl- að annars staðar. Samtökin miða við að félagar séu á aldrinum 18 til 40 ára. Auðvitað er æskiiegt að fólk gerist félagar á meðan það er ungt til þess að starfið nýtist því sem best. Ég hef oftsinnis orðið þess vör, að fólki sem gerist félag- artiltölulegaseint, segjum 36eða 37 ára.þykir miður hversu lítinn tíma það hefur til að starfa í félag- inu. — Viö höldum námskeið sem stefna að þvi að efla einstakling- inn i félagsmálum. Fólk byrjar sem óbreyttir félagar og sækir námskeið í ræðumennsku, fundarsköpum, en einnig persónulegum tjáskiptum. Annað árið er félögum gjarnan leiðbeint um nefndastörf og þriðja árið einatt um almenn stjórnunarstörf og stjórnsýslu hvers konar. Þannig gengur þetta þrep af þrepi. Fólk útskrifast í rauninni aldrei, heldur getur síðar tekið að sér að leiðbeina yngri félagsmönnum“ — Af hverju vill einhver vasast í J.C.? „Margar ástæður geta legið til þess. í skólakerfinu er lítið hirt um að byggja upp einstaklinginn og gefa honum færi á að tjá sig. Þetta er hins vegar inni í myndinni í J.C. Þar fær fólk einnig að glíma við ýmis verkefni sem lúta að skipulagsmáium. Við höldum námskeið þar sem unnið er að margvíslegum þrifnaðarmálum sem koma sér vel fyrir samfélagið. Á dagskrá hjá okkur núna er til dæmis skipulagning herferðar- innar „Andóf gegn eiturlyfjum!* Þá má nefna eldvarnaverkefni sem við höfum á prjónunum og náttúrlega E.TrSöfnuninaí1 — E.Trsöfnunina, segirðu? Hyggst J.C. færa kvíarnar út fyrir endimörk jarðar? Nei, ekki er svo gott. Við sáum um sýningar á kvikmyndinni E.T. og mun ágóðanum varið til styrktar fötluðum!* — Þú varst fyrsta konan til að hljóta inngöngu í J.C. Eru ekki konur sniðgengn- ar þar eins og annars staðar í þjóðfélaginu. „Já ég var fyrsta konan sem fékk inngöngu i Reykjavík, en áður hafði kona á Akranesi reyndar fengið inngöngu í deild- ina þar. Ég gekk í hreyfinguna í maí 1976, og ári sí^ar var stofnað fyrsta og eina kvennafélaglð í J.C. Það er starfrækt hér í Reykjavík en annars eru þetta allt blönduð félög. Konur 'eru nú um fimmtungur félagsmanna. Þær njóta sama réttar og karlar i hví- vetna“ — Er ekki J.C. einkum félagsskapur ,,ungs fólks á uppleið" sem kallað er? Er ekki markmiðið að auð- velda framapot með tungu- lipurð? „Auðvitað er mikið af ungu fólki úr viðskiptalífinu í J.C., því að það hefur ýmsum öðrum frem- ur þörf fyrir margt sem félagið hefur upp á að bjóða. Margir eiga í erfiðleikum með að koma á framfæri sínum hjartans málum vegna öryggisleysis. Oft er talað um dræma fundarsókn, til dæmis hjá verkalýðsfélögum. Þetta staf- ar ekki sist af því að fólk er óöruggt, þorir einfaldlega ekki að fylgja skoðunum sínum eftir og þekkir ekki til gangs á funda- höldum. En eftir að hafa verið á ræðunámskeiði hjá J.C. hefur það kynnst fundarsköpum og' fundarstjórn og öðlast þor til að hafa sig í frammi. Það má segja að við höfum tekið að okkur að leysa þann vanda sem skólakerfið hefur ekki sinnt. Við höfum að- stoðað málfundafélög skólanna og boðið upp á rajðunámskeið!* — Er ekki hægri-keimur af J.C.? Ég held ekki. Þetta hefur breyst rnikið frá því sem var. Nú er í félaginu fólk úr öllum stéttum. Það er aldrei pólitík á dagskrá hjá J.C. Þetta eru samtök ungs fólks, án tillits til kynþáttar, trúar- bragða eða stjórnmálaskoðana. Ég get nefnt þér sem dæmi að ég veit um flokksbundna Alþýðu- bandalagsmenn í J.C. Við viljum efla einstaklinginn, hvar sem hann er og hverrar skoðunar hann kann að vera, og koma honum til nokkurs þroska!' — ÞE Valgerður Siguröardóttir varö fyrst kvenna til að hljóta inngöngu í félagsskapinn Junior Chamber i Reykjavík, árið 1976. Auk þess aö starfa aö félagsmáluriTer Valgerður heimavinnandi húsmóöir og á tvö ung börn. v

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.