Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 8. september 1983 jplfisturinn, Nýjar upplýsingar í Gullskipsævintýrinu Stórfelld aðstoð bandaríska hersins Hollenska kaupfarið Het Wapen van Amsterdam leynist enn undir yfirborði Skeiðarársands, 316 árum eftir strand þess. í síðustu viku kom í ljós, að síð- asta tilraun leitarmanna til að finna „Gullskipið" reyndist árangurslaus eins og hinar fyrri. Flakið, sem leit- armenn fundu í sandinum með mælingum í fyrrasumar, og höfðu talið fullvist að væri af hollenska skipinu, reyndist tálsýn. Flakið er af gömlum togara, sennilega þýsk- um, sem strandaði á sandinum skömmu eftir síðustu aldamót. Það var kaldhæðni örlaganna, að aðeins nokkrum dögum áður en ljóst varð að gullskipsmenn höfðu fundið vitlaust flak, hafði ríkis- stjórnin samþykkt á fundi að bjóða Hollendingum upp á formlegar samningaviðræður um framsal á „Gullskipinu’gegn því að þeir borg- uðu Ieitar- og björgunarkostnað. Þannig hefur nú ríkisstjórnin boðið samninga um framsal á hugsanleg- um verðmætum í skipi sem ekki Tinnst. Ríkisstjórnin samþykkti að bjóða þessar samningaviðræður í kjölfar beiðnar gullskipsmanna frá því í júni i sumar, þar sem farið var fram á slíkar viðræður. Þetta eru meginþættirnir í þróun leitarinnar að „Gullskipimi" síð- ustu dagana, leitar sem staðið hefur í rúm 22 ár. Af eljusemi, þrautseigju og nán- ast ævintýralegri bjartsýni hafa leit- armenn lagt frístundir sínar og fjár- muni í leitina. Leitin hefur verið þeim meira en hobbý í sumarfríinu og um helgar á vetrum, hún er orðin að sérstökum lífsmáta. Aðstoð við gullskips- menn Hópur 15—20 manna hefur myndað kjarna leitarflokksins um árabil. Þessir menn hafa gefið ó- mælda vinnu í leitina en ýmsir vel- viljaðir aðilar hafa einnig veitt gull- skipsmönnum ýmiss konar aðstoð á liðnum árum, tæknilega og fjár- hagslega. Skemmst er að minnast ríkisá- byrgðarinnar umdeildu fyrir allt að 50 milljóna króna erlendu láni, sem Alþingi veitti Gullskipinu hf. í vet- ur. Sé hins vegar litið áratug aftur í sögu leitarinnar að „Gullskipinu“ gefur að líta aðra meiriháttar fyrir- greiðslu, sem leitarmenn urðu að- njótandi. Sú aðstoð var aldrei höfð í hámælum. Hún fór frekar leynt af nokkuð augljósum ástæðum. Telja má víst að þessi aðstoð hafi, í pen- ingum talið, ekki numið undir 10 milljónum króna. Þessi fyrirgreiðsla kom frá Varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli og sérfróðum aðilum, sem fengnir Á árunum 1971-74 veitti bandaríski herinn á Keflavíkurflugvelli stór- fellda aðstoð við leitina að Gullskip- inu. Þyrlur Varnarliðsins flugu viku- lega með hermenn og vistir út á Skeiðarársand, bandarískir háskólar sendu leiðangra til vísindaathugana á sandinum, kanadískt land- mælingafyrirtæki kortlagði leitar- svæðið, flogið var sérstaklega með bor frá Bandaríkjunum til að bgra í sandinn o.fl. Gullskipsmenn beittu varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins fyrir sig til að fá aðstoðina frá Varnarliðinu. Talið er að kostnað- ur Bandaríkjahers við aðstoðina hafi numið hátt á annan tug. milljóna króna. Yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var góður vinur gullskipsmanna. „Aðmírállinn var ekkert nema almennilegheitin“. voru frá Bandaríkjunum og Kana- da til rannsókna og leitar á Skeiðar- ársandi fyrir milligöngu yfirmanna á Keflavíkurflugvelli, og íslenska utanríkisráðuneytisins 1971—1974. Sjóherinn settur í gang Þessi aðstoð fólst meðal annars í geysimiklum rannsóknum á jarð- fræði og vatnafræði Skeiðarár- sands, kortlagningu alls leitarsvæð- isins, og segul- og bergmálsmæling- (Navy Laboratories) fékk rann- sóknafyrirtæki i Maryland-fylki, (Booz-Allen Applied Research) til að taka saman mjög ítarlega skýrslu um Het Wapen van Amsterdam, ferðir skipsins, farm þess, hugsan- legt ástand flaksins og möguleika á björgun þess. Allt var sett í gang. Hvers vegna herinn? En hvers vegna? Hvaða ávinning ingunum hafa fengist svör, öðrum er ósvarað. Leitin hefst Segja má að saga leitarinnar af Het Wapen van Amsterdam skiptist í tvo meginkafla. í fyrsta kafla, sem spannar áratuginn frá 1960—1970, er Bergur Lárusson í aðalhlutverki. Það er Bergur sem gerir fyrstur manna alvöru úr þeirri hugmynd að Bergur Lárusson á sandbeltabílnum „Snow Cat“ sem fenginn var að láni hjá Varnarliðinu á Keflavíkurvelli um. Þar að auki lánaði Varnarliðið leitarmönnum tvo Larc vatnadreka (láðs og lagar farartæki), beltabíl (svokallaðan Snow Cat) auk bún- aðar af ýmsu tagi svo sem dælur og mælitæki. Þyrlur frá Keflavíkur- flugvelli flugu vikulegar ferðir aust- ur á Skeiðarársand sumrin 1972 og 1973 með vistir og póst til Banda- ríkjamannanna. Allur Skeiðarár- sandur var sérstaklega ljósmyndað- ur úr Iofti með infra-rauðum myndavélum á vegum sjóhersins. Rannsóknastofnun sjóhersins gat bandaríski sjóherinn séð sér í því að leita að hollensku kaupskipi sem hafði strandað á Skeiðarár- sandi 1667? Hvernig tókst gull- skipsmönnum að fá Varnarliðið og herinn til samstarfs um leitina? Hvers vegna fór þetta samstarf svo hljótt sem raun ber vitni? Hver borgaði bandaríska brúsann? Vissu íslensk stjórnvöld um þetta sam- starf? Þessar og ýmsar aðrar spurn- ingar vakna í sambandi við þátt bandaríska sjóhersins í leitinni að „Gullskipinu". Við sumum spurn- leita að „Gullskipinu“. Hann ólst upp í nágrenni Skeiðarársands, á Kirkjubæjarklaustri, og heyrði þar strax í æsku sögusagnir af „Gull- skipinu" sem átti að leynast í sand- inum. Hann fékk snemma áhuga á málinu. Hann er brautryðjandinn. Sumarið 1960 fór Bergur fram á leyfi ríkisstjórnarinnar til að leita að flaki Het Wapen og hagnýta sér verðmæti þess með tilheyrandi. í svari forsætisráðuneytisins til Bergs var talið líklegt að hér væri um fornminjar að ræða. Bergur fékk leyfi til að hagnýta þau verðmæti í skipinu sem ekki yrðu talin til forn- minja, en 12% af hugsanlegum verðmætum skyldu greiðast til rík- issjóðs. Bergur hófst fljótlega handa um leitiria ásamt nokkrum félögum sínum þar eystra, þ.á m. Jóhanni Wolfram. Þeir leituðu ár- angursjaust á Skeiðarársandi við takmarkaðan tækjakost fram til 1971. Það ár verða kaflaskipti í Ieit- inni. Þá kom Kristinn Guðbrandsson, forstjóri Björgunar hf.^ til skjal- anna. Um svipað leyti koma Sveinn Eiríksson, slökkviliðsstjóri á Kefla- víkurflugvelli;og Magnús Sigurlás- son,bóndi í Þy.kkvaba^inn í mynd- ina. Kristinn hafði tiltæk í fyrirtæki sínu þau tól og tæki sem Berg og fé - íaga hafðivanhagað um við leitina, dælur og annan nauðsynlegan bún- að. En Kristinn kom ekki aðeins með tæki inn í leitina heldur einnig sambönd. Hann átti vini á góðum stöðum. Aðmíráll varnarliðsins fær áhuga í október 1970tók John Bealing, aðmíráll í bandaríska sjóhernum við yfirstjórn Varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli. Þeir Kristinn og SveinnEiríksson kynntust Bealing aðmírál all vel. Kunningsskapurinn leidditil þessað Bealingsmitaðist af áhuga á „Gullskipinu". Það kynnti undir þessum áhuga aðmírálsins á hollenska Indíafarinu, og leitinni að flaki þess, að hann er sjálfur af hollenskum ættum.Bealingereinnig raunvísindamaður að mennt og státar af tveimur doktorsgráðum í raungreinum. Hann fékk áhuga á vísindalegri hlið leitarinnar. Bjórfjall Sumarið 1971 voru gullskips- menn með tvo vatnadreka í láni frá Varnarliðinu og notuðu þá við rannsóknir á Skeiðarársandi. Þá unnu þar einnig íslenskir vísinda- menn að mælingum í leitinni, þ.á m. Leó Kristjánsson jarðeðlis- fræðingur sem starfaði með leitar- mönnum nokkur sumur og Reynir Hugason verkfræðingur. Banda- ríkjamenn frá Varnarliðinu voru þarna til staðar líka og sáu m.a. um vatnadrekana. „Þetta var ekki mjög skipuleg leit þarna en þó með mjög fullkomnum rafsegultækjum frá hernum", segir Reynir Hugason í samtali við Helg- arpóstinn. „Kanarnir komu frá Stokksnesi. Ég man eftir því að þeir komu með heilt fjall af bjór með sér. Ég held bara að það hafi verið hærra en skúrinn sem við höfðum þarna, svei mér þá. Annars hafði ég Texti: Hallgrímur Thorsteinsson Myndir: Ad Van Denderen

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.