Helgarpósturinn - 08.09.1983, Page 6
Fimmtudagur 8. september 1983 irinn
Hvar á að taka
peningana?
Þak yfir höfuðið. í áratugi hefur það verið
markmið flestra Islendinga að eignast sitt eig-
ið húsnæði og stjórnvöld hafa leynt og ljóst
ýtt undir þá stefnu. Nú er svo komið að það
er orðið meiri háttar vandamál að uppfylla
þessa kröfu. Við stöndum á þröskuldi þessa
dagana og það er ljóst að stjórnvöld verða að
grípa til einhverra ráða í húsnæðismálum. Sá
mikli fjöldi sem er að drukkna í skuldasúp-
unni hrópar hátt og vill lausnir.
Jrað eru liðin um það bil 20 ár frá því að
verkalýðshreyfingin samdi um stórátak í hús-
næðismálum, þegar samið var um byggingu
Breiðholtsins. Þá ríkti mikill skortur á hús-
næði, fólk bjó í kjöllurum, hanabjálkurrt og
bröggum sem smám saman var útrýmt. Það
var því veruleg þörf á úrbótum. Sú stefna var
tekin að hver og einn skyldi eignast sitt hús-
næði og strita við það sjálfur, meðan stefnan
t.d. á öðrum Norðurlöndum var bygging
félagslegs húsnæðis og leiguhúsnæðis. Frá
þessum tíma hafa velflestir Islendingar sem
komnir eru til vits og ára gegnt sinni hús-
næðisherskyldu með endalausri vinnu,
timbursköfun og naglhreinsun. Á síðasta
áratug urðu skuldbindingar að næstum því
engu í verðbólgubálinu, eri eftir að farið var
að verðtryggja lán, gjörbreyttist ástandið, fólk
verður að borga öll sín lán upp í topp.
Það sem nú hefur gerst er það að kjara-
skerðing ríkisstjórnarinnar hefur raskað öll-
Enginn getur með réttu vænst virðingar fyr-
ir mannslífum né annarra mannúðlegra eigin-
leika af arftökum Leníns og Stalíns. Grund-
vallarregla lærimeistarans í mannlegum sam-
skiptum var: „Hver hvern?“, og eftir henni
hafa lærisveinarnir lifað. Sovéska valdakerfið
er til þess sniðið að hampa fólum og föntum,
hlaða undir þá sem lita á mannfólk eins og
hvert annað hráefni, sem fara má með hvernig
sem vera skal í þágu Flokks sem í sér felur
Sögulega nauðsyn.
um hlutföllum. Lánin hækka og hækka, en
launin rýrna og rýrna. Það getur ekki endað
öðru vísi en með ósköpum og þess vegna hef-
ur fólk nú risið upp.
Skriðan fór af stað með fundinum fræga og
margmenna í Sigtúni. Þar voru settar fram
kröfur um hærri lán, lengri lánstíma og aftur-
virkni til þriggja ára. Talsmenn hinnar nýju
hreyfingar húsbyggjenda/kaupenda hafa
síðan gengið á fund ráðherranna Alexanders
!og Alberts, rætt við nefndina sem nú vinnur
að endurskoðun á húsnæðislögunum, en það
er fátt um svör. Gerð fjárlagafrumvarpsins
stendur yfir og gengur seint að því er frengir
herma. Menn vilja ekkert segja fyrr en Ijóst
verður hvað ríkisstjórnin ætlar að veita miklu
fé til húsnæðismálanna. „Það er Ijóst að það
kostar stórfé að koma á úrbótum í húsnæðis-
málum, en eitthvað verður að gera“, sagði
Jóhann Einvarðsson formaður húsnæðis-
nefndarinnar í samtali við Helgarpóstinn.
Nefndin sú á að endurskoða gildandi lög um
húsnæðismál og endurskoða frumvarp sem
lagt var fyrir Alþingi í fyrra sem gerði ráð fyrir
nokkrum breytingum á húsnæðislögunum.
Nefndinni er líka ætlað að finna leiðir til að
afla aukins fjármagns til húsnæðismála, því
ætlunin er að lánin nemi 50% af byggingar-
kostnaði til þeirra sem eru að kaupa eða
byggja í fyrsta sinn. Síðan er ætlunin að lánin
hækki upp í 80% í samræmi við þau
kosningaloforð sem gefin voru síðast liðið
Hr
Lreinræktaðast birtist þetta viðhorf
auðvitað í sovéska hernum, sem hefur nú bætt
á afrekaskrá sína því þrekvirki að skjóta Flug
7 frá Kóreska flugfélaginu, Boeing 747 með
269 manns innanborðs, niður í Japanshaf.
Þrjár systur kóreska piltsins Lé Sjúl Kjú, sem
fórst með flugi KAL 7, fá fréttina um afdrif
flugvélarinnar
Stöðvun Moskvuflugs svar
við sovéskri fúlmennsku
Sovésk orustuflugvél skaut radarstýrðri eldf-
laug að farþegaflugvélinni af dauðafæri, eftir
að kóreski flugstjórinn hafði gefið til kynna
að hann gerði sér grein fyrir eftirför og myndi
lenda þar sem fyrirskipað yrði.
Eftir þennan verknað stendur Andrei
Gromiko, utanríkisráðherra í Moskvu í þrjá
áratugi, upp á ráðstefnu ríkja Helsinkisátt-
málans í Madrid í fyrradag og heldur því blá-
kalt fram, að sökin í málinu hvíli á þeim sem
villtust fyrir byssukjaftana, en sá sem tók í
gikkinn og yfirboðarar hans beri alls enga
ábyrgð. Það á sannarlega vel við, að sovétveld-
ið skuli afhjúpa sig svo rækilega á ráðstefnu,
sem sérstaklega er ætlað að fjalla um mann-
réttindamál.
A. annan áratug hafa Sovétríkin verið aðili
ásamt 150 öðrum ríkjum að alþjóðasáttmála
um loftferðir. Þar eru meðal annars rækileg
ákvæði um, hversu með skal farið þegar flug-
vél villist af leið inn í lofthelgi einhvers ríkis,
sem ekki hefur veitt henni flugleyfi. Sovét-
menn þverbrutu reglur loftferðasáttmálans,
og venjur sem á þeim eru reistar, með aðför-
um sínum gagnvart Flugi KAL 7 yfir
jKamsjatkaskaga, Okotskhaf og eyna Sakiral-
'in í síðustu viku.
Upptökur Japana og Bandaríkjamanna á
því sem sovéskum orustuflugmönnum og
stjórnstöðvum þeirra á jörðu niðri fór á milli,
bera með sér að þarna var framið vísvitandi
og yfirvegað fjöldamorð. Farkostur 269
manna, vopnlaus farþegaflugvél, er aldrei
kölluð annað en „skotmarkið“, og að henni er
beint eldflaug eftir að flugstjórinn hefur gefið
til kynna með ljósmerkjum, að hann sé reiðu-
búinn til lendingar þar sem þeir skipi sem
eftirförinni ráða.
Áður en Flug KAL 7 var skotin niður, hafði
jvélin verið í tvo klukkutíma inni yfir sovésku
; yfirráðasvæði umkringd sovéskum orustu-
flugvélum, auk þess sem radarstöðvar á jörðu
niðri fylgdust með ferðum hennar. í stað þess
að nota tímann til að beina flugvélinni til
sovésks flugvallar eða vísa henni stystu leið úr
sovéskri lofthelgi, eins og réttur bar til sam-
kvæmt alþjóðareglum, var tíminn notaður tilj
að afla heimildar æðstu manna sovéskra loft-i
varna og flughers til að gera árás.
vor. Nefndin á að skila af sér fljótlega, ætlun
félagsmálaráðherra er að leggja frumvarpið
fram á fyrstu dögum þingsins og sjá til þess að
þau (með áorðnum breytingum) taki gildi um
áramót. En hvar á að taka peningana og hvað
er verið að ræða um háar fjárupphæðir?
Jóhann Einvarðsson vildi ekkert segja um
leiðir og hugmyndir nefndarinnar, en komið
hefur fram í fjölmiðlum að dæmið sé upp á
eina 3 milljarða.
r
A meðan eru húsbyggjendur/kaupendur
að verða mjög óþreyjufullir. Stefán Ólafsson
lektor, einn af talsmönnum húsnæðishreyf-
ingarinnar nýju sagði að ef ekki fengjust svör
á allra næstu dögum yrði að grípa til einhverra
aðgerða. Menn væru í og með að glíma við
kjaraskerðingu ríkisstjórnarinnar og þess yrði
að gæta að enn væri ekki nema helmingur
hennar kominn fram. Því ætti staða lántak-
enda eftir að versna enn meir yrði ekki eitt-
hvað að gert. Fólk væri að slást við skamm-
tímalán bankakerfisins, þann vanda yrði að
leysa strax. Það sem fólk væri að fara fram á
væri að ríkisstjórnin stæði við gefin fyrirheit.
Það þýddi ekkert að segja fólki það lengur að
engir peningar væru til, þegar fólk sæi banka-
hallir rísa alls staðar í kringum sig. Það væri
hlutverk ríkisstjórnarinnar að útvega fjár-
magn, ef ekki væri meiningin að setja heila
kynslóð út á guð og gaddinn. Stefán sagði að
það sem menn væru alltaf að fást við væri til-
færsla á fjármagni. Hér á landi hefur verið
rekin sú stefna að færa fjármagn stöðugt til
atvinnufyrirtækjanna, hvort sem þau þyrftu
með eða ekki. Hann sagðist hafa reiknað út
að síðasta áratug hefði rýrnun sparifjár num-
ið verðgildi 40.000 íbúða (2 milljónir á íbúð og
miðað við 4 manna fjölskyldu). 75% af þessu
fjármagni runnu til fyrirtækja. „Það er ríkis-
stjórnarinnar að beina fjármagni í húsnæðis-
kerfið. Vilji er allt sem þarf“ Stefán sagði
einnig að eftir því sem hann kæmist næst
hefðu verið starfandi húsnæðismálanefndir á
vegum ríktsstjórna allt frá 1973. „Hvað í
ósköpunum hafa þær verið að gera“, spurði
hann. Svo standa menn allt í einu frammi fyrir
gífurlegum vanda sem auðvitað hefði verið
hægt að sjá fyrir.
INNLEND
VFIRSVINI
, ERLEMO
Gr
romiko utanríkisráðherra lýsti svo yfir í
Madrid, að sovétmenn muni hafa sama hátt á
hér eftir í hliðstæðum tilvikum. Árásin á
farþegaflugvélina var að hans dómi ekkert
annað en aðgerð til að framfylgja sovéskum
lögum um vörslu landamæranna. Þau líðist
engum að skerða, og þeir sem það geri skuli
hitta sjálfa sig fyrir.
Slík afstaða stórveldis, víðlendasta ríkis á
hnettinum, teflir í hættu öllum loftsamgöng-
um. Krafan um að eigin reglur ríkis um
hömlulausa valdbeitingu skuli ganga fyrir
alþjóðlegum skuldbindingum, setur spurn-
tngarmerki við undirskrift fulltrúa sovét-
stjórnarinnar undir sérhvert milliríkjasam-
komulag.
x1 lugför eru allra faratækja berskjölduðusti
ifyrir illræðismönnum, hvort sem þeir lauma
sprengju um borð eða senda hana aðvífandi
úr drápstólum sínum. Því er eðlilegt að
alþjóðasamtök flugstjóra skuli hafa gengið
fram fyrir skjöldu og beitt sér fyrir aðgerðum
til að gera sovétstjórninni skiljanlegt, hvað,
afstaða hennar þýðir. Komist Sovétríkin upp
með athæfi sitt, er enginn efi á að harmleikur-
inn yfir Japanshafi á eftir að endurtaka sig.
Stjórn alþjóðasambands flugstjóra hefur
því hvatt aðildarfélög sín til að stöðva flug til
Moskvu næstu tvo mánuði. Áður hafði
Kanadastjórn riðið á vaðið með því að svipta
sovéska flugfélagið Aeroflot lendingarrétti í
Kanada.
Ljóst er að þátttaka verður mikil í flug-
banni flugstjóranna á Moskvu. Félög flug-
stjóra í Bretlandi, Frakklandi, Sviss og á
Norðurlöndum féllust á það samstundis.
Flugstjórasambandið segir í samþykkt sinni,
að menn í þeirri starfsgrein geri sér gleggsta
grein fyrir, hvað í húfi er, og beri skylda til
gagnvart flugáhöfnum og farþegum að taka
upp baráttu gegn þeim sem áskilji sér rétt til
að virða að vettugi alþjóðareglur um öryggi í
flugsamgöngum.
”að er fleira sem hefur áhrif á það vandamál
sem nú hefur komist í hámæli. Auk þess að
stefna að eigin húsnæði fyrir alla, hefur líka
verið stefnt að því að byggja stórt. Síðasta
dæmið um stóríbúðahverfi er Grafarvogs-
byggðin, sem fólk hefur greinilega ekki efni á
að byggja. Á undanförnum árum hafa orðið
miklar breytingar á fjölskylduháttum í
Reykjavík. Um það hafa verið unnar miklar
skýrslur, siðast af Borgarskipulagi Reykjavík-
ur. Fjölskyldur minnka stöðugt, einhleypt
fólk býr eitt í íbúðum, hjónaskilnaðir, mikill
fjöldi aldraðs fólks og fleira skapar þörf fyrir
Iitlar íbúðir. Þetta er löngu ljóst og það hefði
því verið hægt að segja sér það að eftirspurnin
er mest eftir 2-3 herbergja íbúðum og einbýlis-
húsabyggð í félagsheimilisstíl dæmd til að
mistakast. Samt var Grafarvogsævintýrinu
haldið til streitu og mið tekið af eftirspurn
eftir lóðum, en ekki þörfinni í borginni. Þar
við bætist að algjörlega hefur verið hunsað að
byggja leiguhúsnæði, enda erfitt eins og lána-
kjörin eru. Hópar eins og námsmenn, ein-
stæðir foreldrar og aðrir þeir sem bæði vilia
oggetaekkiannað enbúiðí leiguhúsnæðt
meea slást um hverja íbúðarholu sem losnar
fyrir uppsprengt verð.
Það er greinilega komið að þeirri stundu að
stjórnvöld verða að taka á húsnæðismálunum
af alvöru og myndarskap og ekki aðeins því
sem snýr að þeim sem eru að kaupa og byggja,
heldur húsnæðismálunum í heild. Það verður
ekki séð að ríkisstjórnin eygi lausnir. Tals-
menn húsbyggjenda segja að iangtímafjár-
mögnun sé númer eitt, tvö og þrjú. Þeir sem
þekkja vandræði leigjenda benda á nauðsyn
þess að kleift verði að byggja leiguhúsnæði á
ódýran hátt og þannig að öryggi leigjenda sé
tryggt.
Jóhann Einvarðsson sagði að ríkisstjórnin
hefði mikinn vilja til að Ieysa vandann, en
hvernig, þeirri spurningu er ósvarað. Það er
ljóst að það unga fólk sem nú hefur tekið til
sinna ráða hefur fullan hug á að knýja fram
svör og úrbætur. Frestur ríkisstjórnarinnar
styttist óðum, enda falla afborganirnar jafnt
og þétt í gjalddaga.
eftir,
Kristínu Ástgeirsdóttur
eftirt
Magnús Törfa Ólafssonl
A.rásin á Flug KAL 7 hlýtur að hafa enn
víðtækari áhrif. Yfir standa erfiðar
samningaviðræður milli stjórna Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna um takmörkun á
kjarnorkuvígbúnaði. Síðustu mánuði hefur
þess gætt að heldur þokaðist í samkomulags-
átt, og samskipti risaveldanna á öðrum svið-
um hafa farið skánandi. Má meðal annars
merkja það á samkomulagi um niðurstöðu
fundar Helsinkiríkjanna í Madrid og samn-
ingi um kornsölu Bandaríkjanna til Sovétríkj-
anna. Hafa bjartsýnustu menn gert því skóna,
að framundan gæti verið fundur Reagans og
Andrópoffs, til að reka smiðshöggið á veru-
legan áfanga í viðleitninni til að hemja
kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaupið. Hafa rök
verið leidd að því í Bandaríkjunum, að slíkt
gæti orðið Reagan til verulegs framdráttar,
afráði hann að leita endurkjörs í forsetaem-
bættið.
Eftir árásina á kóresku flugvélina horfa mál
öðruvísi við. Þeir af fylgismönnum Reagans,
sem frá upphafi héldu því fram að ekki þýddi
að reyna að semja við sovétmenn, nema
iBandaríkin öfluðu sér fyrst slíkra yfirburða
að þau geti sett Sovétríkjunum kosti, hafa
fengið sterkari aðstöðu til að halda sínu máli
fram. Því verður ekki á móti mælt, að árásin
á Flug KAL 7 er freklegt brot á alþjóðasamn-
ingi af Sovétríkjannahálfu. Undirskrift sovét-
stjórnarinnar undir hvers konar skuldbind-
ingar er þar með orðin enn minna virði en
i fyrr.
iÞar á ofan eignuðust bandarískir harðlínu-
!menn í skiptum við Sovétríkin nýjan píslavott,
jþegar Flug KAL 7 hrapaði í hafið. Meðal far-
iþega í kóresku vélinni var einn fremsti maður
i þeirra hópi, Lawrence P. McDonald, full-
trúadeildarmaður frá Georgíu. Hann var
inýlega orðinn formaður John Birch Society,
jfélagsskapar sem stofnaður er til að rækja
iminningu Bandaríkjamanna sem fallið hafa.í
átökum við kommúnistaríki og halda áfram
Ibaráttu þeirra.