Helgarpósturinn - 08.09.1983, Qupperneq 10
10
Stúdenta-
leikhúsið
w
i
start-
holunum
Lognið á undan storminum.
Stúdentaleikhúsið hefur haft held-
ur hægt um sig á undanförnum vik-
um, en nú er allt komið í fullan
gang aftur.
Fyrsta frumsýning vetrarins verð-
ur 16. september, en þá flytur
norski tónlistarleikhópurinn Simre
dagskrá með tónlist og leikatriðum
inn á milli. Sú dagskrá verður einnig
flutt daginn eftir.
Breski rithöfundurinn Edward
Bond verður kynntur með sérstakri
dagskrá þann 23. september. Þar
verða sýnd brot úr tveimur verkum,
Hafinu og Píslargöngunni. Brotin
verða svo fléttuð saman með ljóð-
um. Leikstjóri þessarar dagskrár
verður Hávar Sigurjónsson, sem
nýkominn er úr námi á Bretlandi.
í október verður íslensk skálda-
kynning, þar sem svokallaðir
modernistar verða í hávegum hafð-
ir. Þá verður tónlistarkynning og
stendur til að hafa þar alþýðutón-
skáldin. Loks skal nefna kynningu
á verkum Vilhjálms Shakespeare.
Sú breyting verður á rekstri
Stúdentaleikhússins, að Hrefna
Haraldsdóttir tekur við fram-
kvæmdastjórninni af þeim Andrési
Sigurvinssyni og Ólafi Sveinssyni.
Andrés Sigurvinsson sagði í sam-
tali við Helgarpóstinn, að leikhúsið
yrði ekki keyrt áfram með jafn
miklu offorsi og í sumar og reynt
yrði að gera stjórn þess sem virk-
asta. Þá sagði hann að samninga-
viðræður stæðu yfir um að fá afnot
af Tjarnarbíói og ef það tækist yrði
hægt að setja upp tvær stórar sýn-
ingar í vetur. Annars mun
Stúdentaleikhúsið áfram fá inni í
Félagsstofnun stúdenta með
smærri sýningar.
En telur fráfarandi fram-
kvæmdastjóri að Stúdentaléikhús-
ið muni lifa af veturinn?
„Ég er alveg sannfærður um það
ef rétt er á málum haldið. Það sýnir
aðsóknin og áhuginn fyrir þessu“,
sagði Andrés Sigurvinsson.
Fimmtudagur 8. september 1983
Helgai--
posturnn
FOLK
frá liðnum tíma
Einar Bragi:
Hrakfallabálkurinn
— Viðtöl við Plum. kaupmann í Olafs-
vtk
135 bls.
Iðunn 1982
Hannes Pétursso'n:
Misskipt er mannanna lánið
— Heimildarþœttir I
195 bls.
Iðunn Reykjavík 1982
Það er efalaust eitt af þjóðar-
einkennum íslendinga hvað þeir
hafa endalaust gaman af því að
grafa upp og lesa margvíslegan
fróðleik um fortíð sína. Um þetta
vitnar bæði landlægur ættfræðiá-
hugi og sá grúi bóka sem koma út
á hverju ári fylltar frásögnum af
öllu mögulegu og ómögulegu tagi
frá liðnum tímum.
Ef maður væri á þeim buxun-
um að smíða kenningar mætti
setja fram þá kenningu að þessi á-
hugi, sem er svo gamall sem elstu
heimildir greina, stafi af því að
fyrr á tímum hafi framtíðin og
nútíðin verið harla vonlausar og
lítt spennandi, ótryggar í hæsta
máta, fortíðin sé hinsvegar traust
og gefin, trygg á sínum stað og
þessvegna sé affarasælast að lifa í
henni en skeyta hvorki um samtíð
né framtíð. Það er ekki annað að
sjá en að kynslóðirnar hafi tekið
þetta viðhorf möglunarlaust í arf
hver af annarri og þetta viðhorf sé
einn grunnþátturinn í íslenskri
skapgerð. Endurspeglast það
einna best í stjórnmálum okkar
þar sem stærstur hluti umræð-
unnar er um hvernig fortíðin líti
út, en skilgreining á samtímanum,
svo ekki sé minnst á framtíðina,
verða algjörlega útundan.
Ekki dettur mér í hug að amast
við þessu viðhorfi, það er senni-
lega eina leiðin til þess a halda Iífi
og sönsum í þessari brjáluðu ver-
öld sem við lifum í.
En það er með frásagnir úr for-
tíðinni eins og önnur skrif að það
er alls ekki sama með hvaða hætti
þær eru bornar fram fyrir lesend-
ur. Þó ég sé Iangt frá því að vera
ástríðufullur lesandi þess sem
kallast þjóðlegur fróðleikur veit
ég það mætavel, að í þeim ósam-
stæða flokki bóka kennir ákaf-
lega margra grasa og gæðin trú-
lega ennþá misjafnari en í öðrum
flokkum bóka. Það er sannast
sagna heldur óvenjulegt að höf-
undar á borð við Einar Braga og
Hannes Pétursson rói á þessi mið.
Reyndar eru bækur þeirra mjög ó-
líkar þó að efni þeirra sé með
nokkrum hætti af svipuðum toga.
Kaupmaður í Ólafsvík
Bók Einars Braga er óvenjuleg
að því leyti að hann snýr heimild-
um sínum um Plum kaupmann í
Ólafsvík upp í samtöl við hann.
Heimildin sem Einar Bragi fer
fyrst og fremst eftir er bók eftir
Plum sjálfan, einskonar versl-
unarsaga hans. En auk þess skrif-
aði Plum einnig sóknarlýsingu
Ingjaldshóls- og Fróðársókna um
aldamótin 1800. í eftirmála við
bókina segir höfundur frá því að
verslunarsagan sé „í aðra röndina
skrifuð sem varnarrit gegn árás-
um landsmanna á verslunarólagið
og jafnframt til skýringar og rétt-
Iætingar á vanskilum hans við
sölunefnd verslunareigna kon-
ungs sem stöfuðu af óhöppum
mörgum og stórum"
Höfundur segir einnig að í frá-
sögnum sínum sé Plum oft mjög
útúrdúrasamur í skýringum á á-
föllum þeim sem hann hefur orðið
fyrir og því hafi hann brugðið á
það ráð að búa til samtal við Plum
þar sem svörin séu afmörkuð við
tilteknar spurningar, frekar en að
þýða bókina í heild. Önnur á-
stæða fyrir samtalsforminu hlýt-
ur einnig að vera sú að heimild af
þessu tagi er óvenjulega persónu-
leg miðað við margar aðrar heim-
ildir um liðinn tíma ogfreistar því
til að láta sögumann og um leið
aðalpersónu koma beint fram í
samtali.
Plum var eins og fram hefur
komið kaupmaður í Ólafsvík um
og fyrir aldamótin 1800. Réðst
hann þangað fyrst sem lærlingur
til konungsverslunarinnar en
hækkaði fljótt í tign og keypti síð-
an verslunina þegar verslun var
gefin frjáls þegnum danakonungs
árið 1786.
Frásagnir Plums af honum
sjálfum, samskiptum hans við
landsmenn og samskiptum hans
við verslunaryfirvöld veita les-
anda næsta óvenjulegt sjónar-
horn á samskipti danskra kaup-
manna og íslendinga undir alda-
mótin 1800. Plum sjálfur virðist
vera einföld og heiðarleg sál, en
verður illilega fyrir barðinu á
náttúruöflunum, auk þess sem
hann má sín ekki sérlega mikils
gagnvart samkeppnisaðilum og
yfirvöldum í Kaupmannahöfn.
En jafnframt því að sjá verslunar-
samskiptin með augum dansks
kaupmanns er í bókinni að finna
margar skemmtilegar lýsingar og
svipmyndir af því mannlífi sem
lifað var í Ólafsvík og nágrenni
um aldamótin 1800.
Bókin er skemmtileg aflestrar
og mjög vel skrifuð sem vænta
má, en um vinnubrögð sín segir
höfundur: „Bókin er því ýmist
stolin, stæld, endursögð, frum-
samin eða frjálslega þýdd, en að
langmestum hluta stigin beint upp
af síðum verslunarsögu hans, þó
margt sé stytt og stokkað upp“
Fólk úr Skagafirði
Bók Hannesar Péturssonar er
af allt öðru tagi og liggur miklu
nærri hefðbundnum frásögnum
frá liðinni tíð. í eftirmála skil-
greinir Hannes eitt form slíkra
frásagna með eftirfarandi hætti:
„Söguþáttur reistur á heimilda-
söfnun, heimildaþáttur, er -
íslenzkt ritform að því er helzt
verður séð, íslenzkt í líkingu við
rímur til að mynda. Það tók að
mótast í penna Gísla Konráðs-
sonar fremur en annarra manna,
og virðist Gísli hafa hugsað sér
formið sem næst því, aðíslend-
ingaþættir hinir fornu hefðu
blandast annálum síðari tíma,
þjóðsögum, munnmælum og
sagnastíl Espólíns. Þaðan í frá
hefur ritformið, alþýðlegt í eðli
sínu, dafnað og auðgazt að blæ-
brigðum og aðferðum. Undir eina
grein þess, æviþætti, falla frá-
sagnirnar hér að framaní*
Þetta er býsna góð skilgreining
á þessu frásagnarformi, en í form-
inu er einnig falið ákveðin efnis-
tök og efnisþættir svo sem ætt-
færsla persóna, ártöl og ýmis
smásmygli sem þjónar þeim til-
gangi að bregða raunsæisblæ yfir
frásögnina. Ég gæti einnig trúað
að í þessu formi sé bundin ákveð-
inn stílsmáti og jafnvel eigi það
sér sérstakt orðfæri sem vart
finnst annarsstaðar.
Frásagnir Hannesar eru allar af
fólki sem búið hefur alla sína ævi
í Skagafirði eða a.m.k. stóran
hluta hennar. í bókinni eru fimm
þættir, flestir af fólki sem var á
dögum á öldinni sem leið, en frá-
sagnirnar ná bæði framfyrir og
afturfyrir hana.
Það fer ekkert á milli mála að
hér er farið meistarahöndum um
alþýðlegt frásagnarform. Stíll
Hannesar er mjög vandlega unn-
inn og er mjög eftirtektarvert
hvernig hann notfærir sér hefð-
bundið orðfæri frásöguþátta og
skapar úr því einstaklega geð-
þekka frásögn. Höfundur leiðir
lesandann inn í veröld margbreyti-
legra mannlegra örlaga, óvenju-
legra og ævintýraríkra eða hvers-
dagslegra, en þó allaf frásagnar
verðra. Persónurnar öðlast líf í
huga lesandans meðan lesið er og
sitja þar eftirminnilegar að lestri
loknum.
G.Ást.
Gabrie[ getur betur
Peter Gabriel — Plays Live
Það væri synd að segja að Peter
Gabriel hafi verið stórtækur í
hljómplötuútgáfu síðan hann yf-
irgaf hljómsveitina Genesis seint á
árinu 1975. Það tekur hann yfir-
leitt um tvö ár að fullgera hverja
tónlist hans og í fyrra stóð hann
fyrir festivali miklu í Bretlandi
þar sem fram komu nær eingöngu
afríkanskar hljómsveitir. Ekki var
nú áhuginn í Bretlandi meir en svo
fyrir festivali þessu að Gabriel
varð nærri því gjaldþrota. Þegar
plötu og stúdíóplötur hans eru því
enn sem komið er ekki nema fjór-
ar að tölu. Þær verða nú líka að
teljast talsvert frábrugðnar hver
annarri,þó vissulega sé Gabriel
alltaf auðþekkjanlegur. Allar eiga
þær það þó sammerkt að vera
góðar og plötur nr. tvö og þrjú eru
stórgóðar. Á seinni árum hefur æ
meira gætt áhrifa frá afríikanskri
allt virtist komið í óefni fyrir hon-
um komu gömlu félagarnir í Gen-
esis honum óvænt til hjálpar og
héldu með honum tónleika til að
bjarga fjárhagnum og þóttu tón-
leikar þessir nokkuð góðir.
Eftir útkomu fjórðu plötu
Gabriels, seinnipart ársins í fyrra,
átti ég ekki von á nýrri plötu frá
honum á næstunni og síst af öllu
átti ég von á að hann sendi frá sér
hljómleikaplötu, en sú hefur samt
orðið raunin á. Ekki er ólíklegt að
Gabriel hafi enn skort skotsilfur,
því ekki eru stúdíóplötur hans
neitt sérlega ódýrar í gerð, þar sem
legið er yfir hlutunum og þeir
endurteknir aftur og aftur þar til
viðunandi árangri hefur verið
náð. Þó að hér sé um hljómleika
upptökur að ræða gat Gabriel
ekki stillt sig um að laga þær eitt-
hvað til í stúdíói til þess að freista
þess að ná fram enn betri árangri
en allt kemur fyrir ekki, plötur
þessar eru ekki nógu góðar og
valda satt að segja nokkrum von-
brigðum. Einungis er á þeim að
finna eitt lag sem ekki hefur
heyrst áður en það heitirl Go
Swimming. Auk þess eru fimm
lög af fjórðu plötunni, sex lög af
þeirri þriðju, tvö af annarri og tvö
af þeirri fyrstu.
Kjarninn í hljómsveit hans er sá
sami og leikið hefur með honum á
öllum fyrri plötum hans, að und-
anskilinni þeirri fyrstu en útsetn-
ingar á lögunum erumjög í anda
þess er þeir vo.ru að gera á fjórðu
plötunni og krafturinn er aldrei sá
sami og hann var á annarri plöt-
unni, að ég tali nú ekki um þeirri
þriðju. Trommur og bassi eru
mest áberandi og mjög framar-
lega í hljóðblönduninni en seið-
andi synthesizer veitir fyllingu,
hins vegar fer allt of lítið fyrir gít-
arnum.
Þá má segja að plötur sem þess-
ar komi í stað svokallaðra „best
of‘ platna og af tvennu illu er
hljómleikaplata betri kosturinn
og fyrir fólk eins og okkur íslend-
inga geta slíkar plötur verið hinar
eigulegustu, þar sem við höfum
sjaldnast tök á að heyra í þessum
mönnum á hljómleikum (og þeg-
ar einhver kemur ningað lætur
enginn sjásig). Hjómleikaplötur
geta hins vegar aldrei komið í stað
raunveruleikans, þ.e. hljómleik-
anna sjálfra.og það síst af öllu hjá
mönnum eins og Peter Gabriel,
sem ætið hefur lagt mikið upp úr
sviðsframkomunni.
Sjálfsagt má lengi deila um
lagavalið en í stórum dráttum má
þó segja að vel hafi tekist til um þá
hlið mála að þessu sinni. Helst
mætti finna að því að of mörg lög
eru af fjórðu plötunni, en plötur
þessar eru þó teknar upp á hljóm
leikaferð sem farin var til að
fylgja útkomu þeirrar plötu eftir.
Eins er undarlegt að lagið Games
Without Frontiers sé ekki að
finna á þeim.
Það væri ekki rétt að segja að
Plays Live séu lélegar plötur, en
Peter Gabriel á bara að geta mun
betur.