Helgarpósturinn - 08.09.1983, Page 13

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Page 13
"^Púsfurinn Fimmtuda9ur 8- september 1983 13 „Frá því ég fyrst man eftir mér var ég teikn- andi, málandi eða hnoðandi leir, og fyrstu æskuminningar mínar eru tengdar þessu“, segir Eyjólfur aðspurður um fyrstu kynni sín af listinni. „Um það leyti sem ég bankaði upp á hjá Guðmundi frá Miðdal, var ég farinn að teikna í gamla Myndlistarskólanum á Laugavegi 166 — þá í barnadeildum — en áhuginn á leirn- um var ódrepandi og 11 ára var ég farinn að módelera hjá Ásmundi Sveinssyni með full- orðnu fólki. Einn bekkjarbræðra minna þar var Ragnar Kjartansson, og við eigum afmæli sama dag, en það eru 17 ár á milli okkar... Hjá Ásmundi var ég þrjá vetur, tvisvar í viku, og módeleraði karla og konur. Þarna var ég því kominn í hart anatomiskt nám, farinn að stúdera mannslíkamann, og þar var lagður grundvöllurinn að öllu frekara námi mínu“. — En hvernig fannst þér að vera í skóla um leið, og læra bóklegt? „Það kom ekki fram nein togstreita í æsku, en í framhaldsskóla fór að myndast togstreita milli myndlistarinnar og skólans. Það má segja að frá 13-17 ára hafi ég gert óskaplega lítið í myndlist og áhuginn dofnaði. Kannski það hafi verið of stór skammtur sem ég fékk svona ungur, eða það eðlilegasta — gelgju- skeiðið. Ég fór þessa hefðbundnu leið í námi; gagnfræðaskóli í landspróf og þaðan í M.R. Þá strax fór að myndast mikil togstreita milli náms og framtíðaráforma. Áhuginn kviknaði aftur og ég fór að stunda kvöldskóla með námi og teikna módel, og þar kom fljótt i ljós að ég byggði á góðri undirstöðu frá Ásmundi Sveinssyni. Mér fannst ég alltaf vera að taka frá listinni ef ég var að læra, og öfugt. Ég gat ekki þjónað tveimur herrum, og í dag held ég að ég hafi mestan part ætlað að fara í fram- haldsnám fyrir foreldra mína. Mér datt helst í hug að fara í arkitektúr, þar sem ég gæti sætt þessi tvö sjónarmið, þar sem arkitektúrinn er fag, sem er tengt list. Nú, listin vann, og ég hætti í menntaskólanum eftir 4. bekk“. — Hefurðu séð eftir því einhvern tíma? „Nei, en aftur á móti var ég með móral lengi á eftir, — það var svo mikið ósjálfstæði í mér. Á þessu tímabili var ég trúlofaður og búinn að eignast barn. Við giftum okkur, en við vorum bæði ung og reynslulaus, og slitum samvistum eftir 2 ára hjónaband. Það var svo 1962 sem ég tók stóra skrefið, og ákvað að fara til náms við Listaháskólann í Kaupmannahöfn“. — Var ekki erfitt að komast að á Listahá- skólanum í Kaupmannahöfn? „Við þurftum að þreyta stíft inntökupróf og sýna dómnefnd verk eftir okkur, og það þurfti að fá samþykki allra í dómnefndinni til að komast í skólann. Það voru teknir inn 15 umsækjendur af 120-130 þetta árið, og með mér í námi þarna voru m.a. Tryggvi Ólafsson og Magnús Tómasson. Við Tryggvi vorum hjá sama kennara, sem var þekktur, danskur lista- jnaður, Sören Hjörth-Nielsen, en hann lést nú í sumar. Hann var stórkostlegur maður og mikill húmanisti. Ég kom nokkuð vel undirbúinn á skólann, og byrjaði að teikna og stúdera módelin, en fljótlega fór ég að fara mínar eigin leiðir. Srriátt og smátt fór ég að snúast yfir í abstrakt, enda var akademiskt frelsi þarna og við mátt- um gera það sem við vildum. Prófessorinn var frjálslyndur maður, og þótt hann væri af gamla skólanum ef svo má að orði komast, var hann víðsýnn og gat leiðbeint mér þrátt fyrir það“. „Þetta voru skemmtileg ár, þarna í Kaup- mannahöfn. Maður lifði bóhemlífi og þarna voru skemmtilegir menn, samtíma mér, eins og Vilhjálmur Bergsson, Alfreð Flóki,Ólafur Gíslason og Haukur Dór. Þarna var ég til árs- ins 1966“. — Hvað tók við þegar heim var komið? „Ja,“ — og nú kemur þessi tindrandi glampi í augu Eyjólfs, og hann brosir, „þegar ég kom heim, þá „faldt jeg i vandet", eins og danskur- inn segir! Bjórinn var búinn að koma þessu af stað síðustu tvö árin mín í Kaupmannahöfn, en þegar ég kom heim varð sprenging. Þegar ég hugsa til áranna ’66- ’70 sé ég þau fyrir mér eins og illa klippta, svart/hvíta filmu, og varla í fókus. Ég missti samsagt stjórn á drykkju minni fljótlega, og missti um leið atvinnu hjá Glit, sem ég hafði byrjað í eftir heimkomuna“. — Málaðirðu ekkert á þessum tíma? „Jú, ég burðaðist við að mála í smá period- um, en öll samfelld vinna slitnaði í sundur þegar árangur var í sjónmáli. Inn á milli þótt- ist ég ætla að bjarga hlutunum með því að fara á sjó eða slíkt, en allt fór í sama farið aftur“. „Á þessum árum kynntist ég afvötnunar- stöðunum hérna, sem þá voru Flókadeildin og Kleppur, og ég sé það núna hvað ég var hepp- inn að hafa Iosnað við „Þórðaraðferðina“, sem var fólgin í því að þenja veikan alkoholist- ann út á vatni í nokkra daga, til þess að losa hann við óþverrann í honum“! Þeir hafa stundað morðtilraunir þarna uppúr 1930. „Eftir að hafa verið með annan fótinn á þess- um stöðum um tíma, fór ég að reyna að taka mig á upp á eigin spýtur, því árangurinn á þessum stöðum var enginn. Mér tókst að minnka drykkju mína mikið upp úr 1970, og fór að mála aftur. Með miklum harmkvælum tókst mér að halda sýningu 1971 í Gallerí SÚM og það gaf mér dálítið sjálfstraust til baka og ég fór að hugsa meira um „maleriet“ og framtíðina í sambandi við það. Á næstu árum sýndi ég nokkrum sinnum; hélt sýningu í Vestmannaeyjum ’72, aðra einkasýningu í SÚM ’74 og á Neskaupstað ’76, — var kominn í gang aftur“. — En varstu alltaf á sjónum? „Já, ég fór að stunda sjóinn ’72, réð mig á togara og það má segja að þá hafi byrjað nýr kapituli í lífi mínu, sem lauk eiginlega í fyrra, þegar ég kom úr síðasta túrnum. Ég var meira og minna á sjó í öll þessi ár mestan part ársins, en 1973 fékk ég starfslaun listamanna og tók mér þá frí í upp undir ár frá sjónum, og síðan aftur ’77, en vorið 1978 hélt ég sýningu í Norræna Húsinu, og það var síðasta einka- sýningin mín fram að þessari. Eftir þá sýn- ingu fór ég aftur á sjóinn, því við hjónin keyptum okkur íbúð, og meðan við vorum að kljúfa þau kaup var ég á sjónum samfellt í tvö og hálft ár. — Varstu hættur að drekka á þessum tíma? „Nei, það má segja að á þessum sjómannsár- um hafi ég átt við áfengisvandamál að stríða, og það gátu orðið langar og erfiðar landleg- urnar þá. Ég sé það núna, að oft á tíðum var þessi sjómennska mín flótti. Ég hef stundum hugsað um það, að líklega hef ég verið farinn að búa til falska sjálfsvirðingu og var oftast að fela drykkjuskap minn með því að vera úti á sjó. Það var eftir sýninguna ’78, þegar ég byrjaði aftur á sjónum, að ég fann smátt og smátt að ég var að missa tökin aftur og margt í hegðun minni var farið að minna mig á árin tíu árum áður; ég var að fara í nákvæmlega sama farið“. — Leitaðirðu þér þá hjálpar? „Nei, andúð mín á öllum stofnunum, — sem ég hafði ekki góða reynslu af, — hindraði mig nokkuð lengi í að taka skrefið til fulls. Eitt atvik varð þó til að stugga óþyrmilega við mér, — að líklega væri skeiðklukkan að renna út“. „Við fórum í siglingu á togaranum til Þýska- lands, þar sem við fórum í slipp og mikið var drukkið þar á meðan. Eftir 10 daga stans í Þýskalandi voru menn framlágir þegar lagt var af stað heim, en þetta er 5 sólarhringa sigl- ing að vetrarlagi. Við vorum komnir niður fljótið eins og það er kallað, og komnir út á Norðursjóinn að kvöldi til, og ég fór og lagði mig, vel slompaður og útkeyrður. Þegar ég fór að fætur daginn eftir, fannst mér ölduhreyf- ingin ókennileg og finnst við ekki geta verið á Norðursjónum. Þegar ég leit út sá ég grilla í Öræfajökul og SA-strönd íslands, en það gat auðvitað ekki stemmt, því þegar ég fór að sofa vorum við á Norðursjónum. Mér brá og spurði aðstoðarmann minn í eldhúsinu hvað hefði verið að borða s.l. þrjá dag og hvort ég hefði mætt til vinnu, því ég var matsveinn í þessari ferð. Hann leit á mig grunsamlegum augum og hristi höfuðið ...“ — Og hafðirðu mætt? „Já, ég hafði mætt á hverja einustu vakt. Þetta var algjört „black-out“ — og þá varð ég hræddur. Ég fór samt ekki í meðferð fyrr en nokkrum mánuðum seinna, og var áfram um borð í togaranum, en um haustið 1980 fór ég í meðferð að Sogni, og það var vendipunktur- inn í öllu mínu lífi“. Einhvern veginn er það svo, að ekki er hægt að ímynda sér Eyjólf „framlágan og slompað- an“, eins og hann lýsir sér sjálfur hér að framan, þegar maður hefur séð fallegu myndirnar hans, og hvað þá eftir að hafa eytt með honum degi í samræðum. Myndirnar hans eru bjartar, svo það liggur beinast við að spyrja hann hvort þær lýsi sálarástandi hans nú? „Já, það var gott að þú komst að þessu“, segir Eyjólfur og þessum skemmtilega glampa bregður aftur fyrir í augunum. „Eg var að skoða litmyndir frá sýningunni minni ’65 í Bogasalnum, núna um daginn, og það var afgerandi björt og litaglöð sýning. Næstu fimm árin er ég orðinn dökkur og grár, og má segja þunglyndislegar myndir og oft á tíðum mjög léleg myndlist. Mér bregður stundum í brún þegar ég rekst á gamlar myndir, — skil ekki hvað þessi maður var að hugsa, sem mál- aði þær“. „En hvort þær lýsi sálarástandi mínu? Já, auðvitað er þetta allt spegill af manni sjálfum. Ég segi sturidum að ég hafi ekkert vit á myndi- list,finnst stundum ég vera eins og barn þegar ég á að fara að útskýra list. Þetta er eins og ást, tilfinningalegt. Ég öfunda oft gagnrýnendur að geta sagt listamanninum hvað hann var að hugsa þegar hann málaði. og oft kemur maður alveg af fjöllum. Og,” bætir Eyjólfur viö og brosir kankvislega „þeir hafa aldrei getið rétt og eiga það líklega aídrei eftir“! — Þú kynntist líka Einari Jónssyni? „Já, hann var vinur foreldra minna. Hann kom oft heim til mín, en kynni mín af honum urðu ekki löng, en þeim mun eftirminni- legri. Mér fannst Einar alltaf óskaplega alvar- legur maður og það var óttablandin virðing, sem ég bar fyrir honum. Hann var ákveðinn í skoðunum og bæði hann og Ásmundur töluðu alltaf við mig eins og fullorðinn mann. Einar lagði mér oft lífsreglurnar, og eitt sinn er abstrakt kom til tals, sagði hann og hvessti á mig augun: „Þú skalt passa þig á að fara aldrei út í það, því það er lík listarinnar". En ég hafði nú ekki áhyggjur af því, — ég ætti aldrei eftir að fara út í abstrakt. „Einar hafði aldrei boðið mér til sín, en eitt sinn týndi hann gleraugunum sínum í sófa heima hjá mér, þar sem ég fann þau. Hann bað mig þá að koma með þau til sín upp í Hnitbjörg og þá fékk ég að koma inn í þennan helgidóm. Það var alltaf beygur í mér gagn- vart þessum hvítu styttum, og ég man að þeg- ar ég kom, var hann að móta hendurnar á sér í leir. Þetta var nokkrum árum áður en hann dó, en þessi afsteypa er nú á safninu. Hann sagði mér að ég mætti koma til sín á vissum tímum og horfa á sig vinna. Hann sýndi mér þá húsið og íbúðina sína, en það var ekki nóg fyrir mig og eitt sinn er hann brá sér frá gat ég ekki stillt mig, fór að fikta í verkfærunum hans og hnoða leir. Hann kom að mér og skammaði mig og sagði að ég mætti ekki snerta á neinu. Eftir það hætti ég að heim- sækja hann, — enda byrjaður hjá Ásmundi“. — Hvernig maður var Ásmundur? „Hann var í einu orði sagt stórkostlegur maður. Einkennilega skemmtilega samansett- ur úr heimsborgara og afdalamanni, og með báða fætur á jörðinni. Hann gerði jafn mikl- ar kröfur til mín og hinna fullorðnu og kennslan hans situr enn í mér. Hún var afar einföld og byggðist á því að gera hlutina ekki of margbrotna. Að visu hef ég ekki snert á leir síðan ég var hjá honum, og draumurinn um myndhögvarann hefur ekki brotist fram aftur. Kannski kemur hann seinna, hver veit?“ — Á hvaða tímum vinnur listamaðurinn? Er það á morgnana, kvöldin eða kannski á nóttunni? „Draugasagan um andann“, segir Eyjólfur og hlær. „Hefurðu ekki heyrt það að andinn þurfi að koma yfir mann? Ætli þessi andi hafi ekki drepið lleiri listamenn en nokkur sjúk- dómur?“ „Ég held að þessi andi sé aðallega kominn frá skáldunum. Hann er bland af rómantík og óraunveruleika. Þegar ég var að byrja, hélt ég að ég þyrfti að vera í stórkostlegu ástandi til að gera þessi snilldarverk. Já, maður leit ekkert smáum augum á sig í þá daga, það var varla maður væri af holdi og blóði! Ég beið oft dögum saman eftir að andinn kæmi yfir mig, og þá kom oft skorpuvinna í kjölfarið og ég hélt að það væri eitthvað jákvætt. Maður taldi sér trú um að það væri ekki hægt að mála nema andinn kæmi yfir mann. Stundum kom hann, að maður hélt, og ef hann kom ekki, þá fór maður niður á Lindagötu og keypti hann í flösku. Þetta voru aðaleinkenni vinnubragð- anna hér áður fyrr, og svona vinnubrögð eru einkennandi fyrir alkoholista. Það er alltaf verið að bjarga hlutunum fyrir horn, og þess vegna er það mesti misskilningur þegar verið er að tala jákvætt um skorpuvinnu". „Eitt sinn gerði ég grín að kollega, sem sagð- ist vinna frá 9-5. Þá var hans vinnudegi lokið. Þetta fannst okkur hinum óskaplega and- laust, náttúrulaust og ólistamannslegt. Ég rak mig þó fljótt á eftir að ég hætti að drekka, að ég þurfti að breyta til og skipuleggja mig upp á nýtt. Núna vinn ég nákvæmlega eins og maðurinn sem ég hló að og andann hef ég aldrei séð, nema þegar ég hef unnið mjög mik- ið, — hann kemur í gegnum vinnuna". — Hefurðu alltaf átt auðvelt með að byrja á mynd? „Nei, það er óttinn við léreftið. Tómt, ögrandi hvítt léreftið vakti hjá mér ótta og ég skildi ekki Iengi vel hvað þetta var, fyrr en ég las viðtal við Hemingway, þar sem hann segir frá óttanum við óskrifuðu, hvítu örkina í rit- vélinni. Hemingway passaði sig á því að hafa alltaf örkina í vélinni hálfskrifaða þegar hans vinnudegi lauk, ef hann gat komið því við. Eftir að ég las þetta fór ég að tileinka mér það sama: Að vita á hverju ég ætla að byrja að morgni. Ég reyni að forðast að koma að tómu lérefti að morgni, geri það heldur urn miðjan daginn. Ég veit ekki hvað þetta er. Hræðsla við að mistakast? Hræðsla við það óþekkta? Minn heimur er bundinn við léreftið og þegar ég byrja á mynd er ég að leggja upp í ferðalag, sem ég veit ekki hvar, hvernig né hvenær endar“. — Er erfitt að vera listamaður? „Konan mín sagði einu sinni : Að vera giftur myndlistarmanni, er eins og að vera giftur happdrættismiða, sem vinningur fellur mjög sjaldan á“.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.