Helgarpósturinn - 08.09.1983, Síða 15
15
_}~lelgai-1—**■
pðsturinn
Fimmtudagur
Búist er við miklum sam -
drætti á jólabókamarkað-
inum í ár. Hefur verið óvenju-
lega rólegt í flestum bókaprent-
smiðjum það sem af er árinu og
segja prentsmiðjueigendur að
bókaútgefendur séu með mun færri
titla á ferðinni en undanfarin ár og
telja áberandi hversu miklu færri ís-
lenskar skáldsögur eru á ferðinni en
að undanförnu. Ástæða til tregðu
útgefenda á útgáfu skáldsagna mun
vera sú fyrst og fremst að þær hafa
selst illa undanfarin ár og telja þeir
sig ekki geta tekið áhættuna að
þessu sinni...
^ Meðal bóka sem væntanlegar
Z' 1 eru á jólamarkaðinn er bók
sem fjaliar um heims-
styrjaldarárin síðari á íslandi.
Höfundur bókarinnar er Tómas
Tómasson sagnfræðinemi og mun
hann víða hafa leitað fanga við
efnissöfnun í bókina. Meðal þess
sem Tómas mun hafa komist að er
það að Þjóðverjar höfðu tekið
endanlega ákvörðun um að gera
ekki innrás í ísland, en hingað til
8. september 1983
hefur verið haldið að þeir hafi haft
tilbúna áætlun um slíkt, en orðið
aðeins á eftir Bretum. Mikil áhersla
mun hafa verið lögð á að afla ljós-
mynda úr ýmsum áttum í bók
Tómasar og þar munu birtast fjöl-
margar myndir sem ekki hafa sést
hérlendis áður...
Það vakti nokkra athygli að
l Þjóðviljinn setti upp fýlusvip
,✓ þegar Þröstur Ólafsson var
ráðinn til Dagsbrúnar. Ritstjórinn -
Einar Karl Haraldsson hefur verið
bendlaður við hin neikvæðu frétta-
skrif og sagt að hann sé að hefna
harma sinna fyrir hin óvirðulegu
ummæli Guðmundar J. um blaðið
að undanförnu. Aðrir segja að
blaðamaður einn á Þjóðviljanum
hafi skrifað fréttina en Einar tekið
á sig skrifin eins og sannur ritstjóri.
Enn aðrir segja að sakir þess hve
Morgunblaðið og Tíminn hafi verið
neikvæðir í garð Guðmundar J. og
Þrastar Ólafssonar hafi Þjóðviljinn
einnig tekið þann kost til að breyta
tóninum í skrifum hinna blaðanna
og tekist það með ágætum. Þetta
sýni bara hve Þjóðviljamenn eru
kænir....
Timbur
Bygginga-
eftirstöðvar **
7 1forur
Teppi
Ótrúlega hagstæðir
greiðsluskilmálar
• FLÍSAR • HREINLÆTISTÆKI •
BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI •
BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR •
MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI •
HARDVIÐUR • SPÓNN •
SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI •
VIÐARÞILJUR • PARKET • PANELL •
EINANGRUN • PAKJÁRN •
ÞAKRENNUR • SAUMUR • RÖR •
FITTINGS •
Og NÚ einnig steypustyrktarjárn
og mótatimbur.
OPIÐ:
mánudaga — fimmtudaga kl. 8—18
föstudaga kl. 8—19
laugardaga kl. 9—12.
iBYGOINGflVÖRMRl
HRINGBRAUT 120 Simar
Byggingavörur 28 600
Golfteppadeild 28 603
Timburdeild 28 604
Málningarvörur og verkfæri 28 605
Flisar og hreinlætistæki 28 430
HRINGBRAUT 120 (Aðkeyrsla frá Sólvallagötu)
r»^ Það er ekkert lát á baráttu
J kvenna fyrir jafnrétti. Við
Y heyrum að konur eins og
aðrir séu farnar að undirbúa vetrar-
starf hver á sínum stað. Launamálin
verða ofarlega á baugi nú í haust.
Alþýðuflokkskonur munu halda
ráðstefnu um launamál kvenna 24.
september, þar sem tækifæri gefst
til að spyrja forkólfa verkalýðs-
hreyfingarinnar um það hvers
vegna konur sitja alltaf á botnin-
um. Eins mun Kvennaframboðið
hafa í hyggju að hóa konum úr öll-
um starfsstéttum saman siðar í
haust til að ræða saman um kjör
kvenna og sameiginlefe vandamál á
vinnumarkaðinum. Það skyldi þó
aldrei vera að næsta sókn kvenna
verði í kjaramálum?...
Kvennalistakonur héldu ráð-
stefnu að Búðum á Snæfells-
nesi um síðustu helgi. Þar
mættu um 90 konur víða að af
landinu til að ræða málin. Eins og
menn muna bauð Kvennalistinn
fram í þremur kjördæmum í síð-
ustu kosningum, nú velta menn því
fyrir sér hvort konur í öðrum kjör-
dæmum muni slást í hópinn og
hvort sú hreyfing sem sumir væntu
að væri bóla, verði varanleg í póli-
tísku litrófi landsins...
Af Jafnréttisráði er annars
f i það að frétta að fjárhagur-
S ir.n virðist þar þrengri en hjá
mörgum öðrum stofnunum: Fyrir
liggur að ráða starfsmann á skrif-
stofu ráðsins, vandinn er bara sá að
Jafnréttisráð hefur ekki efni á að
auglýsa! Því eru ætlaðar einar 12
þúsund krónur á mánuði í rekstur
og kostnaður við auglýsingu eftir
nýjum starfsmanni myndi gleypa
hátt í helming þess fjár....
ivieo naustinu netst vertíðin
f' \ i listalífinu. Sinfóníuhljóm-
Jr' sveit íslands er mætt til leiks
og æfingar hafnar. Á fyrra misseri
mun Einar G. Sveinbjörnsson verða
konsertmeistari í nokkra mánuði í
stað Guðnýjar Guðmundsdóttur -
sem fer í frí. Einar hefur sem kunn-
ugt er starfað undanfarin ár með
Sinfóníuhljómsveitinni í Malmö....
Við opnun Reykjavíkurviku
f~ J voru fluttar margar ræður
y um stofnanir borgarinnar.
Meðal þeirra sem steig í stól var
Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur
Kjarvalsstaða. Hún sagði frá því að
sl. ár hefðu 100.000 manns heimsótt
Kjarvalsstaði sem slagar hátt upp í
leikhús borgarinnar ef ekki betur.
Hins vegar nefndi hún að um
60.000 manns hefðu komið á Laug-
ardalsvöllinn. Með allri virðingu
fyrir íþróttamönnum væri gaman
að einhver reiknaði út hvað íþrótta-
völlurinn fær mikið fé frá borginni
(sbr. gervigrasvöllinn sem átti að fá
10 milljónir en varð svo að fresta),
miðað við það að Kjarvalsstaðir
sem þjóna allri borginni fá 5 millj-
ónir til sinna þarfa á árinu...
Gísli Sigurgeirsson blaða-
maður á Akureyri fæst um
þessar mundir við samningu
endurminningabókar Jóhanns
heitins Konráðssonar söngvara.
Auk minninga Jóhanns verða í bók-
inni viðtöl við gamla söngvini hans,
félaga úr Smárakvartettinum og
fleiri. Útgefandi bókarinnar verður
Skjaldborg og hún er væntanleg út
fyrir jólin.
Ein megin ástæðan fyrir því
f l að Stúdíó Stemma hefur ver-
^ ið fengin til að annast upp-
tökur á stórum sviðsverkum og
kirkjutónlist er sú, að stúdíóið er
hið eina með hreyfanlegt 24 rása
kerfi. Hljóðriti er einnig með 24
rása upptökur, en á erfiðara að
koma tækjunum úr húsi og með
mun meiri fyrirhöfn. Hljóðriti hef-
ur aðeins einu sinni tekið upp 24
rása upptöku utan stúdíós og var
það þegar Megas hélt tónleikana í
Hamrahlíðarskóla sem út komu á
plötunni „Drög að sjálfsmorði“.
Stúdíó Stemma getur hins vegar
komið upp tækjum sínum hvar sem
er á tveimur klukkustundum....
/------------- ' X
Þegar komið er af vegum með
bundnu slitlagi tekur tíma
að venjast breyttum aðstæðum
FÖRUM VARLEGA!
FÖSTUDAGSKVÖLD
I JIiHUSINU 11JUHUSINU
OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 10 í KVÖLD
0PIÐ
LAUGAR
DAGA
EUROCARD
NYJUNG
ve'
JL grillið
O^^'ina Grillréttir allan daginn
rslunartt Réttur dagsins
MATVÖRUR
FATNAÐUR
HÚSGÖGN
HUSGA GNA UR VAL
Á TVEIMUR
HÆÐUM.
RAFTÆK!
RAFLJÓS
REIÐHJOL