Helgarpósturinn - 08.09.1983, Side 17
17
• V-4.
ii - - ■ »»v y
jjSsturinn« Fimmtudagur 8. september 1983
nu þarf að
steyta
hnefann
Enska hljómsveitin Crass spilar í Laugardalshöll á laugarday-
inn. Crass er allt eins pólitískt fyrirbrigði og tónlistarlegt og hún
er sprottin upp úr bresku pönk- og nýbylgjusprengingunni í
rokkinu 1976-77.
Hljómsveitin berst fyrir anarkisma, friði og mannlegri sam-
skiptum og er á móti valdníðslu og vígbúnaði. Hún syngur ekki
ælovjúlög. Hún krefst breytinga.
í hljómsveitinni eru sjö manns: Steve Ignorant, Eve Libertine,
Joy deVivre, Phil Free, N.A. Palmer, Pete Wright og Penni Rim-
baud. Það er söngvari Crass, Steve lgnorant#sem svarar spurn-
ingum Helgarpóstisns.
— Crass hefur verið setí' á
svartan lista hjá stjórnvöldum í
Bretlandi og BBC hefur neitað
að spila tónlist ykkar. Hvernig
hefur þetta komið niður á ykk-
ur?
„Ekkert sérstaklega illa í rauninni.
Það er náttúrlega hálf svekkjandi
að fá ekki tónlist okkar spilaða í út-
varpi, en þetta er ekki eina bannið
sem við höfum staðið frammi fyrir.
Raun réttri hefðu margar plötur
okkar, t.d. flestar litlu plöturnar, átt
að lenda á vinsældarlistum. Þær
seldust jafn vel og plötur sem voru
á Topp 10 í Bretlandi, en komust
ekki inn á listann vegna þess að við
erum ekki aðilar að samningum
tónlistarmanna og útvarpsstöðv-
anna. En þetta er raunverulega ekk-
ert vandamál því að jafnvel þó að
við séum ekki spiluð í útvarpinu
kaupir fólksamt plöturnar okkar.
Við auglýsum heldur ekkert plöt-
urnar okkar á neinn annan hátt
hvort sem er. En það sem við höfum
hins vegar séð vera að gerast upp á
síðkastið er t.d. að plötur okkar
hafa verið brotnar í HMV (His
Masters Voice-plötubúð í London).
Þetta skeði t.d. með Sheep Farming
in the Falklands (Crass plata sem
fjallar um hvernig Thatcher-stjórn-
in notaði Falklandseyjastríðið til að
bægja athygli Breta frá kreppu og
atvinnuleysi heima fyrir). Þeir hjá
HMV tóku þessa plötu úr hillunum
hjá sér og brutu hana“.
— En í Brctlandi er líka ó-
háður vinsældarlisti og þið haf-
ið alltaf komist inná hann?
„Jú, en það sem er að gerast með
óháða listann núna er það að stóru
hljómplötufyrirtækin eru farin að
gefa út plötur í gegnum dótturfyrir-
tæki sín sem segjast vera óháðar út-
gáfur. Þannig hefur þeim tekist að
koma plötum inn á óháðu listana".
— Hvernig hafa samskiptin
verið við stjómvöld. Hafa þau
reynt að stoppa ykkur á ein-
hvcrn hátt?
„Nei, ekki síðan við gáfum út
How Does it Feel (to Be the Mother
of a Thousand Dead) (Sungið til
Margrétar Thatcher um Falklands-
eyjastríðið). Þá hótaði einn þing-
maður íhaldsflokksins að fara í mál
við okkur fyrir svívirðilega árás á
forsætisráðherrann og stjórnina og
meiðyrði gagnvart þjóðinni og fjöl-
skyldum þeirra sem dóu á Falk-
landseyjum. Við hittum reyndar
þennan þingmann. Þetta var í út-
varpsviðtali. Ég held að hann hafi
búist við að hitta þarna heimska og
illa upplýsta pönkara. En svo þegar
hann áttaði sig á því að það sem við
höfðum að segja var greindarlegt,
þá skipti hann um taktík. Þá sagðist
hann ekkert hafa á móti því sem
lagið fjallaði um heldur einungis
orðavalinu í textanum. En síðan
þessu viðtali var útvarpað hafa
stjórnvöld ekkert skipt sér af okk-
ur“.
— Ykkur tókst að launta lagi
ykkar Wedding Bells á flexi
plötu með einu tölublaði af Lov-
ing, sem er tímarit fyrir unga
elskendur?
„Já, þetta var lag af stóru plöt-
unnni okkar Penis Envy og okkur
datt í hug að koma því inn í eitthvað
kvenna- eða rómans-tímarit. Við
komum því inn í Loving, sem fjallar
alltaf um hvað það er að verða ást-
fanginn og svoleiðis hluti. Svo þeg-
ar útgefendurnir komust að því að
Crass hefðu gert þetta urðu þeir óð-
ir. Þeir sögðu að þetta væri dóna-
Iegt og ógeðslegt. Sem var í sjálfu
sér hlægilegt því að í laginu var bara
verið að segja nákvæmlega það
sama og tímaritið var að halda að
lesendum sínum þ.e. hluti einsog
„þú verður að elska mig, og enga
aðra og við skulum gifta okkur og
verða rík“. En þeim fannst ógeðs-
legt að hljómsveit eins og við vær-
um að segja þessa hluti“.
— Þið hafið ráðist harkalega
á ýmsar stofnanir þjóðfélagsins
sem eru að mörgu leyti hcilagar
í hugum fólks, kirkjuna, hjóna-
bandið, o.s. frv. Eruð þið ekkert
hræddir um að fólk snúist önd-
vert gegn boðskap ykkar i heitd
út af þessu?
„Ég held að þetta fólk, t.d. venju-
legir foreldrar, séu ekkert hrifnir af
því sem við erum að gera hvort sem
er.
Það fólk sem við náum til er aðal-
lega fólk sem ekki aðlagast kerfinu.
Annað hvort passar það ekki í kerf-
ið eða langar ekkert til að passa í
það. Okkur er þannig sama þótt
einhverjir séu á móti okkur að öllu
leyti. En þetta er bara eitt af þeim
vandamálum sem við stöndum
frammi fyrir vegna þess að við töl-
um tæpitungulaust. Það ?r eins og
þingmaðurinn sem var aó ráðast á
okkur út af Falklandseyjaplötunni.
Hann var að segja að við bærum
enga virðingu fyrir fjölskyldum
þeirra hermanna sem féllu, en stað-
reyndin var náttúrlega sú að við
höfðum dýpstu samúð með þeim.
Hann sagði: „Sko, hér er einhver
pönkhljómsveit sem barðist ekki í
stríðinu að segja að nú lægju lík
þessara stráka á jörðinni. Hvernig
heldur Crass að fjölskyldum hinna
látnu líði að lesa svona nokkuð“?
Þannig snéri hann út úr því sem við
vorum að segja. Ég held að það sé
einmitt þetta, sem fólk gerir þegar
það vill ráðast á okkur“.
— Ef við tölum nú aðeins um
tónlist Crass. Þið byrjuðuð þeg-
ar pönkið var að koma fram, en
hvar er pönkið statt núna?
„Pönkið er hvergi statt núna,
ekki í Englandi a.m.k. Ég meina,
það eru auðvitað starfandi pönk-
hljómsveitir, en þessar hljómsveitir
hafa ekki farið neinar nýjar leiðir í
tónlist sinni. Þetta er allt hálf-gelt.
Menn eru að berja höfðinu við
steininn. Fólk fer á hljómleika,
horfir á hljómsveitina og fer svo
heim. Enginn spyr, hvað eigi að gera
næst, enginn veltir fyrir sér hvernig
hægt sé að láta eitthvað fara að ger-
astí‘
—Margir hér á íslandi telja
að Crass spili pönk, árásar-
gjarnt og ofbeldiskennt pönk.
Hvernig er hægt að ráðast gegn
ofbeldi og yfirgangi með þannig
tónlist?
„Já, þetta er ekki allt pönk, sjáðu
til. Það er liðin tíð að Bob Dylan
stilli kassagítarinn sinn og syngi
um frið. Draumsýn þeirra tíma
verður aldrei veruleiki úr þessu,
ekki með þeirri aðferð. Nú þarf að
steyta hnefann. Ég veit ekki hvort
við erum endilega að predika eitt-
hvað, en það er svona sem við ger-
um það núna. Eftir fimm ár verða
kannski leikhúsin eða ljóðin áhrifa-
ríkust í friðarbaráttunni, ég skal
ekki dæma um það. Friðarsinnar
hafa svo lengi verið að biðja um
frið. Nú er tími til kominn að krefj-
ast friðar. Og það verður ekki gert
með neinum ljúflingshætti eða
hálfkáki. Maður verður að vera
sterkur og krefjast hlutanna"
— Notið þið tónlist ykkar til
að sameina fólk gegn stríðs-
rekstri? ,
„Já, en við gerum meira. Við
reynum að nota tónlist okkar og
plötuútgáfu sem auglýsingamiðl-
un. Við gefum ekki bara út plötur.
Á hljómleikum erum við með kvik-
myndir og video sem við sýnum.
Við stofnuðum Crassútgáfuna m.a.
vegna þess að við vildum ein vera
ábyrg fyrir því sem við sögðum. Við
erum að segja óþægilega hluti með
sterku orðbragði og það erum við
sjálf sem tökum sénsinn á því að
verða handtekin fyrir það sem við
segjum. Við höfum stofnað Corpus
Christi útgáfuna þar sem hljóm-
sveitir geta gefið út plötur og haft
fullt vald á útgáfunni sjálfar. Við
gefum út blað og tímarit og bækurí*
— Sjáiö þið fram á einhverjar
breytingar á tónlist ykkar á
næstunni?
„Eins og ég sagði áðan þá finnst
okkur lítil hreyfing vera í tónlistinni
hér í Englandi, það er farið að slá í
þetta. Okkur fannst að á meðal
þeirra sem hlustuðu á okkur væri
fólk sem vildi setja okkur á ákveð-
inn bás. Það vildi bara heyra okkur
spila Banned from the Roxy, hart
pönk, þannig að við ákváðum að
breyta til, og gáfum þá út Yes, Sir, I
Will. Ef fólk vildi halda áfram að
hlusta, þá þurfti það að leggja eitt-
hvað á sig, lesa textann og reyna að
skilja hann. Yes, Sir I Will hefur
fengið ágætar viðtökur og það get-
ur verið að við gerum eitthvað svip-
að næst. En við höldum samt áfram
að gera hluti eins og Banned from
the Roxy áfram. Við semjum text-
ana fyrst og ákveðum síðan hvers
konar tónlist hentar þeim best.
Þannig að þetta er alltaf að breyt-
ast. Við spilum enga eina tegund af
tónlist. Við reynum alltaf að gera
okkar besta. Næst kemur kannski
ekta rock and roll, kannski eitthvað
allt annað“
— Hvernig datt ykkur í hug
að koma til Islands?
„Það sem okkur finnst unnið við
að koma til íslands er aðallega það
að geta spilað fyrir alla þar í einu.
Við höfum aldrei viljað spila er-
lendis áður, því að í flestum tilvik-
um þýðir það venjulegt hljómleika-
ferðalag. það þarf að spila á mörg-
um stöðum. Vonandi getum við líka
liðsinnt friðarhreyfingunni í land-
inu. Við spiluðum einu sinni í
Hollandi og Þýskalandi. Ýmislegt
fór fyrir ofan garð og neðan þar
vegna tungumálaerfiðleika og
vegna þess hve menningin þarna er
ólík okkar. í Hollandi er hægt að fá
keypt eiturlyf á götunni og flestir
sem komu á hljómleika okkar þar
voru útúrstónd. Það var eins og að
spila fyrir framan steinvegg. Stefn-
an hjá okkur hefur alltaf verið sú,
að ef okkur finnst eitthvað þess
virði, eins og t.d. þessi hátíð á ís-
landi, þá gerum við það. Við viljum
ekki bara korna eins og hver önnur
rokkhljómsveit. Við viljum koma
og spila og vera svo á landinu í
nokkra daga til að kynnast ástand-
inu“
— Hver er ykkar pólittk?
„Við viljunt enga ríkisstjórn. Við
viljum að fólk taki sjálft ábyrgð á
eigin lífi. Þetta er eina lausnin.
Þetta sannaðist í síðustu kosning-
um hér í Bretlandi. Verkamanna-
flokkurinn sagði allt fram að kosn-
ingum að hann væri á móti kjarn-
orkuvopnunt og kjarnorkustríði.
Þegar flokkurinn komst að því að
hann fengi ekki atkvæði út á þessa
stefnu, þá hætti hann að halda
henni fram. Þeir notuðu kjarn-
orkuafvopnun bara til að fiska at-
kvæði. Þetta sýnir okkur bara að
allar ríkisstjórnir eru eins, þegar
öllu er á botninn hvolft. Það er allt-
af einhver munur á þeim, en enginn
sem skiptir venjulegt fólk neinu
máli. Það breytist ekkert fyrr en
fólk fer að ákveða sjálft hvað því er
fyrir bestu. Það er engin önnur
leið“
—- Hefíir þú, einhverja hug-
mynd um af hvcrju margt ungt
fólk viróist ekki hafa mætur á
pólitískri rokktónlist?
„Já, skýringin gæti verið sú, að
ungt fólk er hætt við að hugsa,
kannski veit það ekki að það getur
hugsað, veit ekki að það má hugsa.
Og margir eru latir, nenna ekki að
hugsa.
Crass kemur aldrei í veg fyrir að
Margrét Thatcher vinni kosningar,
en það sem við getum gert er að
pirra núverandi valdhafa, og koma
upplýsingum okkar út til fólks. Og
vonandi kemst fólk að því einhvern
tíma — kannski ekki fyrr en eftir
minn dag, kannski eftir 200 ár — að
það er engin þörf fyrir valdhafa,
hver og einn getur verið sinn eigin
valdhafií'