Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Blaðsíða 21
21 hlelgai----- pösturinrL Fimmtudagur 8. september 1983 frægar persónur. En eins og við vit- um hafa íslendingar mikinn áhuga á ættfræði og þeir reyna alltaf að tengja fólk einhverjum sem það þekkir. Á tímabili þegar ég var að mótast sem sjálfstæður einstakling- ur pirraði það mig þegar hnýtt var aftan við að ég væri dóttir Sigríðar Hagalín. Ég vildi vera ég sjálf en ekki einhver framlenging af öðrum. Ég var oft spurð hvort ég væri lík henni, hvort ég ætlaði að verða leik- kona, en það hvarflaði aldrei að mér, mig langaði ekki að feta í fót- spor hennar, því þótt leikhúsið sé skemmtilegt þá er það líka miskunnarlaust. Ég vandist leik- húslífinu frá byrjun og elskaði það. Fyrir mér var þetta vinnan hennar mömmu og þótt hún ynni á öðrum tíma en annað fólk, þótti mér það eðlilegt. Amma bjó hjá okkur og því var ég aldrei ein, en þess utan var mamma heimakær. Þegar hún kom heim á kvöldin var alltaf sest niður og rætt um leikhúsið og ég tók þátt í þeim umræðum. Leikhúsið var okkar líf. Ég fylgdist alltaf vel með ferli mömmu og geri enn. Það hrósuðu henni margir í mín eyru, vildu gjarn- an tala um hana ef þeir vissu hver ég var og ég var svo sem ánægð með það, en ég tók líka nærri mér ef illa var skrifað um sýningar sem hún lék í. Einu sinni var mér strítt á því að hún var í náttfötum á sviðinu, það átti að vera eitthvað voðalegt. Ég var alltaf stolt af mömmu fyr- ir það að hún var sjálfstæð og þroskaði sína hæfileika. Hún stendur fyrir sínu og ég held að það hafi haft góð áhrif á mig sem manneskju. Einar Sigurbjörnsson er prófes- sor í guðfræði við Háskóla Islands. Hann er sonur Sigurbjarnar Einars- sonar biskups; ekki fellur eplið langt frá eikinni í hans tilfelli. Einar: Það hafði ýmsar breyting- ar í för með sér fyrir fjölskylduna þegar pabbi varð biskup. Ég var þá unglingur. Við fluttum í annað hverfi og embættinu fylgdu miklar annir. Það var mikill gestagangur og við systkinin þurftum að standa í alls kyns snúningum. í nokkur ár vorum við eins konar bílstjórar og ritarar til skiptis þegar við fórum með föður okkar í vísitasíur um landið. Við kynntumst landinu fyr- ir vikið. Ég held að það hafi verið til góðs að vera sonur prests og biskups, sennilega var það sú mót- un sem við fengum í foreldrahúsum sem olli því að þrír okkar bræðra eru prestar. Þegar við vorum krakkar og á óþekktaraldrinum fundum við stundum fyrir því að skömmum var beint til okkar ef einhverjir prettir voru á ferð hvort sem við áttum hlut að eða ekki. Það var sagt að ljótt væri að sjá til prestssonanna núna. Hvað þá um yngri bræður mína sem voru orðnir biskupssynir á óknyttaaldri! Við urðum varir við það að fólk hélt okkur stundum vera annað en við vorum, að við værum eitthvað meiri og það var ætlast til mikils af okkur. Það gat farið í taugarnar á mér. Eins þegar fólk hefur gefið í skyn að við vær- um í guðfræði af einhverjum öðr- um hvötum en áhuga. Hvað þá að okkur hafi verið hyglað í embætta- veitingum, vegna þess hverjir við erum, slíkt er mjög sárt að heyra. Fyrir okkur var guðfræðin eðlileg leið. Á vissan hátt kom starf föður míns niður á fjölskyldunni, það fóru öll sumur í löng ferðalög, en foreldrar okkar héldu okkur mikið saman og ég er ekki viss um að ég hefði ferðast eins mikið ef vísita- síurnar hefðu ekki komið til. Það má segja að við systkinin værum hluti af embættinu og við tókum á okkur ýmsar skyldur. Það má kannski segja að sonur minn sem er alnafni afa síns hafi fundið meira fyrir frægðinni en ég, hann hefur stundum verið kallaður „litli biskupinn", en við hugsuðum ekki út í það hvernig það væri að vera lítill strákur og heita Sigur- björn Einarsson. Sólveig Einarsdóttir er mennta- skólakennari. Hennar faðir er Einar Olgeirsson sem um áratuga- skeið var i fremstu víglínu sósíal ista, alþingismaður og ritstjóri Þjóðviljans. Sólveig: Ég er ekki i nokkrum vafa um að það hafði mikil áhrif á mig að vera dóttir Einars Olgeirs- sonar. Ég ólst upp á kaldastríðs1 árunum þegar mikil harka var í pólitíkinni. Ég varð fyrir heilmiklu aðkasti.ég mátti ekki einu sinni vera í rauðri peysu án þess að því fylgdu hróp og köll. Eg var stolt af föður mínum og fannst krakkarnir sýna algjört skilningsleysi en ég reyndi að svara fyrir mig eins og ég gat. Ég leit upp til hans, hann hlaut að hafa rétt fyr- ir sér. Ég fylgdist með því sem hann var að gera af lífi og sál og var oft mjög ánægð með frammistöðu hans. Ég fór með honum á fundi fylgdist t.d. vel með stofnun Alþýðubandalagsins og baráttan gegn hernum hefur alltaf verið mér mikið hjartans mál. Ég var ekkert mjög viðkvæm fyrir því sem var skrifað um hann, því hann sagði að ef Mogginn skammaði sig ekki þá væri eitthvað að. Ég hef orðið vör við að margir þekkja mig út af honum og enn kemur fólk til mín til að minnast einhvers sem hann sagði eða gerði sem stjórnmálamaður. Ég fann fyr- ir því í menntaskóla að það var fylgst með mér og ætlast til þess að ég stæði mig. Eins eftir að ég fór að kenna var ætlast til þess að ég væri góður kennari af því að pabbi þótti góður kennari. Það gat verið pirrandi hvað margir þekktu mann, en pólitíkin og það sem henni fylgdi var hluti af okkar lífi og því vandist ég. Illugi Jökulsson hefur unnið sem blaðamaður og fengist við að skrifa bækur. Hann er sonur Jökuls Jakobssonar rithöfundar og Jóhönnu Kristjónsdóttur blaða- manns. Illugi: Ætli það hafi haft nokkur áhrif á mig að vera sonur þekktra foreldra. Það var engu síður sagt um mig að ég væri sonur hennar Jóhönnu eins og hans Jökuls, en að það hafi skipt nokkru verulegu máli, ég held ekki. Ég hafði stundum gaman af að baða mig í frægðinni, en tók henni þó yfirleitt með stóiskri ró. Þegar ég var í sveit sem krakki hafði bóndinn þann hátt á þegar komu gestir að bjóða mér að sitja til borðs með þeim, en annað heimilis- fólk borðaði í eldhúsinu. í miðri máltíð sagði hann svo: þetta er sonur hans Jökuls Jakobssonar. Gestirnir vissu ekkert hvernig þeir áttu að taka þessu, hvað þá ég. Éins var ég oft spurður að því þegar ég var Iítill hvort ég ætlaði ekki að verða prestur eins og afi, blaðamað- ur eins og mamma, eða hvort ég væri byrjaður að skrifa eins og pabbi. Ég hef notið góðs af foreldr- um mínum og frægð þeirra, ég fékk t.d. starf sem blaðamaður út á þau. Ég er orðinn vanur því að allir kveikja á nafninu mínu og tek því bara með jafnaðargeði. m stööum f § inn Freyvangi eyri 10. sept. Dreifingsteinal egnum Karnabae rialand andi GRAI FIÐRINGURINN enn í 1. sæti Þaö jafnast ekkert á við jazz Grái fiöringurinn Bréf til Báru Blindfullur Kúrenudjús kastalar Vestriö Otsöluverð aðeins kr. 349

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.