Helgarpósturinn - 08.09.1983, Side 23

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Side 23
"JpjQcffljl-jnn. fr'mmtuc*a9ur 8- september 1983 ^<1 Eitthvað virðist mannahald J vera stopult hjá DV. Nýlega y hætti Fransiska Gunnars- dóttir störfum vegna ágreinings við yfirmenn sína. Fransiska hefur einkum séð um menningarskrif blaðsins og verður fróðlegt að fylgj- ast með hver arftaki hennar verð- Guðrún Agnarsdóttir þing- Y 1 maður og Maria Jóhanna y Lárusdóttir kennari eru komnar aftur heim eftir 250 km norræna friðargöngu frá New York 'til Washington. Þær stöllur lentu í ýmsum ævintýrum eins og gengur, sváfu í görðum og kirkjum og voru á stöðugum fundum alla daga milli þess sem gengið var. Þær hittu margt stórmenna auk bandarísks almennings. Til dæmis ræddu þær við John Glenn eitt af forsetaefnum Demokrata, sem varð frægur fyrir það að fara út í geiminn fyrir löngu. Einnig voru þingmenn og borgar- stjórar sóttir heim og að lokum var endað í utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna. Það sem Norðurlandabú- arnir undruðust mest var þekking- arleysi ráðamanna á vígbúnaðar- málum og friðarbaráttu og skilja þátttakendur nú betur en áður hvers vegna heimurinn er eins og hann er. Ávinningurinn af þessari göngu eins og svo mörgum öðrum var sá að menn urðu að hlusta og kynna sér málin og ef það dugar ekki, hvað þá... ur... Samskipti Sambands ís- lenskra samvinnufélaga (SÍS) og frjálsíþróttasambands ís- lands (FRÍ) urðu tilefni til mikilla blaðaskrifa og þá sérstaklega í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Gárungarnir segja að það hafi orð- ið til þess að forstjóri SÍS ákvað að kalla formann FRÍ fyrir sig til þess að grennslast fyrir um hvar leki hefði orðið um „leyniskýrsluna". Auðvitað fékk Morgunblaðið pata af þessu og var tilbúið með fyrir- sögnina: FRÍ hjá SÍS í dag, en hætt var við að birta hana á síðustu stundu!... VI „Aldurinn ekkert mál“, nefn- f~ \ ist grein sem birtist í Morg- y unblaðinu s.l. miðvikudag og fjallaði ekki um vetrardvöl elli- lífeyrisþega í sólarlöndum, eins og e.t.v. hefði mátt aetla, heldur um úr- slit í fyrirsætukeppni fyrirsætu- fyrirtækis (öldungis!) sem kallar sig Elite og tískublaðsins Lífs. Óvenju- legt við þessa keppni er ekki svo mjög að potturinn og pannan í öllu saman Iítur út fyrir að heita Casa- blancas — enda heitir hann það — hins vegar vekur athygli að tvær ungar stúlkur lentu í fyrsta sæti. Enn óvenjulegra er þó að önnur þeirra, Kristína Haraldsdóttir, er ekki einasta starfskraftur fyrir- sætufyrirtækisins hans Casa- nuutA. nojir- 01; HARSXYRTISTOFA nARAAIíUPPIAOAK Laugavegi 28 PUtAlAAPTT • STIÚPI H ShS&aso UYAASSHOY • UTAAIR blancas — „hún er aðeins 14 ára.“ Einhverra hluta vegna var það að þessu sinni „ekkert mál!‘ Aldurs- takmark annarra stúlkna til þátt- töku í keppninni var 16 ár, og gildir það almennt um sýningar af þessu tagi. Burtséð frá því hvort hér er réttlætis gætt gagnvart öðrum stúlkum sem eru yngri en 16 ára en hefðu gjarnan viljað taka þátt, þá er hitt annar handleggur hvaða erindi 14 ára stúlkubörn eiga í þennan bransa. Kappinn Casa- blancas er í engum vafa um að mik- ið verði að gera hjá Kristínu. Hann gengur vasklega fram urn viða ver- öld í leit að ákjósanlegunr fyrirsæt- um og þykir greinilega ekki spilla 23 að þær séu undir lögaldri. Næst þreifar hann líklega fyrir sér á rólu- völlum. — En hvað sem öðru liður er óskandi að Kristína litla bíði ekki tjón á sál og líkama og henni hafi orðið gott af freyðivíninu sem Morgunblaðið segir að hafi beðið hennar heima — „eins og tilheyrir við svona tækifæri...!1 Gœöi og verð sem koma á óvart! STIQIÐ i VITIÐ í Nokía stígvélum er óhætt að bjóða bleytu og snjó byrgínn. Nokía stígvél eru þrælsterk og þolín, og þau endast von úr vítí. Það er því vít í að kaupa Nokía stígvél. Handunrtin gæðavara frá Finnlandi ISIOKIA jr o -< r~ 2 X O tx> I 03 W 77------—-----------;-----------------------— val og meðferð AQUASEAL-efna. - Gerum verðtilboð SÖLUDEILD 24220 ArGHtltJÖLA BBbcSci C. —I ■ LEYSIR LEKAVANDAMALIN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.