Helgarpósturinn - 08.09.1983, Side 24
24
þýðuflokknum. Enn hefur ekki ver-
ið haldinn neinn formlegur fundur
flokkanna en þingmenn þeirra hafa
hist óformlega og rætt málin. Al-
vara fór þó fyrst að færast í þessar
umræður er Sighvatur Björgvins-
Vl Hugsanlegur samruni Al-
f' J þýðuflokks og Bandalags
■S jafnaðarmanna hefur verið
í fréttunum undanfarna daga.
Einkum hefur verið á það bent að
Bandalagið sé fúst til slíkrar eining-
ar ef formannsskipti fari fram í Al-
son ritaði grein um hugsanlega ein-
ingu í DV fyrr í vikunni. Ýmsir
halda því fram að samruni flokk-
anna sé Sighvati mikið kappsmál,
því einingin geti fært honum for-
mannsstólinn...
Fimmtudagur 8. september 1983
urinrt
Eitthvað virðist Bandalag
f~ I jafnaðarmanna vera að
y hrófla við fyrri ásetningi að
eiga ekki samstarf við aðra flokka.
í vor var nefnilega felld ályktun á
miðstjórnarfundi þeirra varðandi
samstarf við aðra flokka (og þá
einkum Alþýðuflokkinn) um kjör í
nefndir...
V 'li Kennarar við tannlæknadeild
Y 1 Háskólans eru mjög ósáttir
y við þá ákvörðun Háskólaráðs
að í vetur verði fjölgað í deildinni
um einn nemanda — úr átta í níu,
Ákvörðunin var tekin vegna þess að
á inntökuprófi urðu tveir jafnir í
áttunda sæti. Kennararnir telja Há-
skólaráð ekki rétta aðilann til að
skera úr um það hvort nægilegt
rými sé fyrir þennan eina nema í
viðbót, hins vegar álíta þeir að
tækjakostur deildarinnar sé svo rýr
að hann bjóði ekki upp á minnstu
fjölgun á þeim bæ. Er hlutaðeig-
andi vitaskuld fremur heitt í hamsi
vegna þessa máls — hafa kennarar
tannlæknadeildar jafnvel hugleitt
að segja af sér í mótmælaskyni við
það sem þeir telja gerræðislega
framkomu Háskólaráðs...
Lánamál námsmanna hafa
/■ 'i verið í sviðsljósinu rétt eitt
skiptið og má segja að það sé
árlegur viðburður að Lánasjóður-
inn leiti til ríkisvaldsins um þá pen-
inga sem hann þarf og biður um, en
fær ekki á fjárlögum. Enn vantar
um 40 milljónir. Stjórn sjóðsins
varð sammála nú í vikunni um að
það væri ekki hennar hlutverk að
skerða lánin, heldur að fara að lög-
um. Því verður farin sú leið að
fresta ýmsum greiðslum. Við heyr-
um að námsmenn séu hreint ekkert
ánægðir með niðurstöðuna, enda
telja þeir sig ekki mega við kjara-
skerðingum í dýrtíðinni. Hags-
munanefnd stúdentaráðs sam-
þykkti ályktun í gær þar sem öllum
frestunum er mótmælt og er að
vænta frekari mótmæla af hálfu
stúdenta. Samt má slá því föstu að
lánamálin verði í biðstöðu þar til í
ljós kemur hvað ríkisstjórnin ætlar
að veita miklu fé til sjóðsins á fjár-
lögum eða þar til tómahljóð kemur
enn á ný í sjóðinn um jólaleytið.
Lánamálin eru greinilega að verða
eitt af eilífðarmálunum...
^ Norður-Kóreumenn hafa
f~J greinilega mikinn áhuga á
y Islendingum þessa dagana,
Fyrir nokkru buðu þeir Agnesi
Bragadóttur blaðamanni Tímans í
kynnisferð til austurheims og nú er
Skúli Thoroddsen lögfræðingur
Dagsbrúnar að kynna sér sósíalism-
ann austur þar ásamt þeim hjónum
Vésteini Ólasyni og Unni JÓnsdótt-
ur. Þá má nefna að fyrir nokkrum
dögum birtist auglýsing í DV frá
þeim Norður-Kóreumönnum þar
sem leiðtogi þeirra Kim Jong II
(sonur Kim II Sung) hvetur til sjálf-
stæðisbaráttu í heiminum. Ekki vit-
um við hvort meiningin er að kynna
mörlöndum skrif hins „elskaða
leiðtoga" eða hvort eitthvað annað
hangir á spýtunni, en greinilega eru
þeir Kóreumenn í sókn á norður-
slóðum...
RYMIIMGARSALA
20—50% AFSLÁTTUR
TÍPPRLfíND
Grensésvegi 13, Reykjavík, simar 91-83577 og 91-83430,
Tryggvabraut 22, Akureyri, simi 96-25055.