Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 6
6 Ekki er sopið álið þótt samningur sé kominn á hefur álsamningurinn litið dagsins ljós. Nordal og félagar eru kampakátir, nota tæki- færið til að skjóta á Hjörleif og þiggja hrós iðnaðaráðherrans sem segir samninganefnd- ina hafa unnið „ótrúlegt afrek“. Hjörleifur Guttormsson sem kom hreyfingu á álmálið í sinni ráðherratíð segir hins vegar að Alusuisse hafi náð kverkataki á íslendingum með þess- um samningi. Það er ljóst að ekki er sopið álið þótt samningur sé kominn, hér er aðeins bráðabirgðasamkomulag á ferð, enn er eftir að gera út um þau stóru deilumál sem staðið hafa samningum fyrir þrifum um langa hríð og að semja við Alusuisse um framtíðarorku- verð. Alþingi á eflaust eftir að fjalla um ál- málið á komandi þingi svo enn á þetta mesta deilumál síðustu ára eftir að kosta mörg orð og mikinn pappír. Megin inntak samningsins er það að verð á raforku til álversins í Straumsvík hækkar úr 6.5 mills í 9.5 mills (kannski 10 mills ef vel fer). Deilumálin um „hækkun í hafi“, skattgreiðsl- ur og endurreikning á framleiðslugjaldi fara í þrjár nefndir eða gerðardóma sem að veru- legu leyti verða skipaðar íslendingum. Skatta- deilan sem Alusuisse vísaði í alþjóðlegan gerðardóm fer í alíslenskan gerðardóm og er skýringin sú að það mun kosta um eina millj- ón dollara að reka málið í Washington. I samningnum segir að ætlunin sé að hefja- fljótlega viðræður um endanlegan samning og að eitt af því sem þá verði tekið til umræðu sé stækkun álversins um 50% og að Alusuisse fái leyfi til að selja hlutafé sitt, allt að 50%. Þannig að fleiri aðilar hlaupi undir bagga við reksturinn. Samningurinn þýðir að 136 millj- ónir kr. fást til viðbótar fyrir raforkuna til ál- versins og að hallinn hjá Landsvirkjun lækkar úr 180 milljónum í 130 milljónir. að sem álmálið hefur snúist um í raun og veru er sú staðreynd að fyrri álsamningar bundu raforkuverð við upphæð sem á síðustu árum hefur verið langt undir kostnaðarverði. Landsvirkjun hefur verið rekin með bullandi tapi, orkuverðið til landsmanna hefur hækk- að jafnt og þétt, meðan álverið hefur fengið rafmagn á útsöluprís, langt undir því sem gerist í viðskiptum úti í heimi (nú er meðal- verð um 17 mills). Almenningur hefur greitt niður rafmagn til verksmiðjunnar í Straums- vík. Þegar álsamningarnir voru gerðir í upphafi var öðru vísi um að litast í heiminum. Þá var Jafnskjótt og ísraelsher hörfaði úr fjall- lendinu austan Beirút, höfuðborgar Líba- nons, blossuðu þar upp bardagar milli varð- sveita trúarflokks drúsa og Líbanonsliðs, sveita Falangistaflokks kristinna maroníta. í Chuf-fjöllum hafa kristnir menn og maronít- ar búið hvorir í sínum borgum og þorpum öld- um saman. Til blóðbaðs kom í trúflokkserj- um á þessum slóðum 1860, en í borgarastyrj- öldinni í Líbanon á árunum 1975 til 1976 var, þar tiltölulega kyrrt. Þetta breyttist við komu ísraelshers í fyrra- sumar. í skjóli hans, og með beinu samþykki Ariels Sharons, þáverandi landvarnaráð- herra ísraels og frumkvöðuls innrásarinnar, tóku sveitir falangista sig upp frá Austur-Beir- út og héldu til fjalla að þjarma að drúsum. Var það í samræmi við áform Sharons um nota innrásina til að koma á í Líbanon stjórn! herskárra maroníta undir verndarvæng ísra- elsks hervalds. Assad uppsker ávextina af innrás Sharons í Líbanon Koma falangista til stöðva í Chuf-fjöllum' var í óþökk þorra trúbræðra þeirra, sem þar eiga heimkynni, vegna þess að nú var friður- inn milli fjallabúa rofinn. Mannskæðar orrustur voru háðar og gíslar teknir á báða bóga. Kvittir komu upp um fjöldaaftökur af trúarástæðum á einstökum stöðum. Eftir að Sharon hröklaðist úr yfirstjórn ísra- elshers, sökum hrannvíganna í flóttamanna- búðum Palestínumanna við Beirút, þar sem falangistar voru að verki, tók nýja herforust- an ísraelska fyrir frekari sókn hersveita þeirra í fjöllunum. Hélt ísraelsher stríðandi fylking- um í Chuf í skefjum síðustu mánuði. Eftir að ljóst varð að Moshe Arens, núver- andi landvarnaráðherra ísraels, var staðráð- inn í að láta ísraelsher í Líbanon hörfa suður á bóginn til árinnar Awali, í því skyni að draga úr mannfalli í hernámsliðinu, lagði stjórn Amins Gemayels að ísraelsmönnum að fara ekki á brott fyrr en Líbanonsher væri við- búinn að taka við varðstöðvunum í fjöllun- um. Bandaríkjastjórn lagðist á sveif með Gemayel, en það kom fyrir ekki. ísraelsku hersveitirnar héldu í einu vetfangi til virkj- anna meðfram ánni Awali, einmitt þegar Líbanonsher átti í fullu fangi að fást við Amal, varðsveitir islamstrúarmanna af trú- flokki shiíta, í suðurhverfum Beirút. Atlaga Amal að Líbanonsher, einmitt á þessum tíma, var að allra dómi runnin undan rifjum Sýrlandsstjórnar. Það er nú komið á daginn, að innrás Sharons, ísraelska útþenslu- sinnans og yfirgangsseggsins, í Líbanon, hef- ur orðið til þess fyrst og fremst að gera Hafex al-Assad Sýrlandsforseta, herskáasta og ófyr- irleitnasta forustumann arabaþjóða, að þeim sem mestu ræður um framvindu mála á næst- unni í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni. Sýrlandsher í austurhéruðum Líbanons vopnaði sveitir drúsa, svo að þær ráða nú öll- Fimmtudagur 15. september 1983 _j~lelgai- , pösturinn hagvöxtur á Vesturlöndum og menn sáu ekki fyrir þá kreppu sem undanfarin ár hefur hrjáð iðnríkin. Víetnamstríðið gerði álframleiðslu gróðavænlega, því svo sem kunnugt er fer ál að töluverðum hluta til vopnaframleiðslu. Menn virtust ganga út frá þeim staðreyndum að virkjanir sem lagt var út í myndu borga sig á nokkrum áratugum og að stóriðjan myndi færa björg í bú. En reyndin hefur orðið önnur. Stóriðjufyrirtækin hafa verið rekin með stór- felldu tapi (samkvæmt bókhaldi) og er nú svo komið að talað er um að loka Járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga. Landsvirkjun hefur orðið að taka stórfelld erlend lán til að standa undir framkvæmdum við virkjanir. Nú nema erlendar skuldir íslendinga um 50% af þjóðartekjum og er verulegur hluti þeirra tilkominn vegna ævintýralegrar virkjunar- stefnu íslenskra stjórnvalda. Á meðan hefur auðhringurinn Alusuisse framleitt ál og selt misjafnlega vel. Álfurstarnir hafa borið sig illa, þótt ekki hafi þeir þegið fjárstuðning að- dáenda, en nú bíður þeirra betri tíð með blóm í haga, að því er fregnir herma. Álverð fer hækkandi, enda vopnaframleiðsla og sala sí- vaxandi. Japanir hafa lokað álverum hjá sér m.a. vegna mikils orkukostnaðar og það bæt- ir samkeppnishorfur ísal. Reikningurinn sem Ragnar Arnalds sendi Alusuisse vegna meintra ógoldinna skatta liggur einhvers stað- ar ofan í skúffu, skýrslurnar frá Coopers og Lybrant líka. Nú er öldin önnur, ríkisstjórnin gerir sig enn einu sinni ánægða með að samið sé um orkuverð langt undir kostnaðarverði, við hin verðum að borga brúsann. Ef íslendingar haga sér ekki skikkanlega í komandi samningum getur Alusuisse sagt bráðabirgðasamkomulaginu upp og þá verð- ur raforkuverðið aftur 6.5 mills. Það er sjálfur formaður stjórnar Landsvirkjunar Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri með meiru sem sem- ur um frekari útsölu á rafmagni frá því fyrir- tæki sem hann er ábyrgur fyrir og rekið er með halla. í athugasemdum samninganefndarinnar vegna bráðabirgðasamkomulagsins við ÍSjAL segir að samkomulagið dragi úr rekstrarhalla Landsvirkjunar um 50 milljónir kr., samt er haft eftir Jóhannesi Nordaí í fjölmiðlum að hallinn á Landsvirkjun sé ekki tilkominn iNNLENO VFIRSVIM EERUEIMD um þýðingarmiklum stöðum í Chuf-fjöllum, nema Suk el-Garb næst Beirút, sem er á valdi Líbanonshers. Walid Jumblat, leiðtogi drúsa, hefur stjórnað herferð sinna manna frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Og þar í borg ræðst, hvort viðleitni til að koma á vopnahléi í Líbanon, og síðan friðargerð milli stríðandi fylkinga í landinu, ber árangur. IVIilligöngumenn um vopnahlé, þeir Robert McFarlane, fulltrúi Reagans Bandaríkjafor- seta, saudiarabiski prinsinn Bandar bin Sult- an og utanríkisráðherra Kuwait, hafa undan- farna daga setið yfir Assad og ráðherrum hans í Damaskus, að reyna að fá þá til að beita áhrifum sínum á drúsa og aðra stríðandi aðila í Líbanon, svo þeir fallist á skilmála fyrir vopnahléi, sem ekki gerir valdatilkall stjórnar Gemayels að engu. Síðast þegar fréttist stóð einkum á því hvort Líbanonsher eða einungis líbönsk lögregla fengi að taka sér stöðu á svæðinu sem drúsar ráða nú. Þótt vopnahlé takist, er eftir þrautin þyngri að finna pólitíska lausn á valdabaráttunni i Líbanon. Assad forseti neitar að ræða brott- för Sýrlandshers úr landinu, nema stjórn Líbanons rifti áður þeim ákvæðum í samningi um brottför ísraelshers, sem veita ísraels- mönnum eftirlitsrétt í héruðunum sem liggja að Israel að norðan. Jumblat krefst að Gema- yel forseti víki frá núverandi ríkisstjórn í Beirút og skipi nýja, sér og bandamönnum sínum meira að skapi. NÆeðan þessir atburðir gerast í Líbanon er ísraelsstjórn nánast áhorfandi að framvindu atburðarásar, sem hún hratt af stað með hern- aðaraðgerðum fyrir 15 mánuðum. Begin for- sætisráðherra hefur látið af stjórnarstörfum, en kemur því ekki í verk að leggja formlega lausnarbeiðni fyrir Herzog forseta, svo Sham- ir utanríkisráðherra getur ekki hafið myndun nýrrar stjórnar, þótt aðalflokkarnir í stjórn- arsamsteypunni hafi tilnefnt hann eftirmann Begins. I þessu millibilsástandi er stjórnar- forustan í höndum Levi varaforsætisráðherra, vegna samninganna við Alusuisse. Hverju skyldi hann vera að kenna? Jóhannes Nordal er einnig með hugmyndir um að raforkuverð- ið verði tengt heimsmarkaðsverði á áli, en það hefur undanfarin ár sveiflast upp og niður og farið langt niður. Skyldi slíkt fyrirkomulag vera Landsvirkjun til hagsbóta? Þessi samningur sem nú Iiggur á borðinu undirritaður en samþykktur af íslensku ríkis- stjórninni vekur margar spurningar um stór- iðjustefnu og virkjanastefnu ríkisstjórnarinn- ar. Ef farið verður út í stækkun á álverinu um 50% þýðir það fleiri virkjanir. Hvernig á að fjármagna þær? Með fleiri erlendum lánum? að væri óskandi að íslensk stjórnvöld skoðuðu hug sinn rækilega áður en kemur að næstu samningalotu. í tvo áratugi hefur auð- hringurinn Alusuisse notið góðs af íslenskum fallvötnum, meðan almenningur hefur orðið að borga með álverksmiðjunni. Þrisvar sinn- um hefur verið samið við auðhringinn og alltaf þannig að innan nokkurra ára verður að byrja upp á nýtt til að fá leiðréttingu íslend- ingum í vil. Enn á að selja orku undir fram- Ieiðsluverði. Þetta kallar iðnaðarráðherra Sverrir Hermannsson ótrúlegt afrek, en jafn- framt fyrsta skref. Það má spyrja hvort samningsaðstaða íslendinga hafi ekki gefið kost á betra samkomulagi eftir að búið var að afhjúpa vinnubrögð Alusuiesse jafn rækilega og skýrslur Coopers og Lybrant bera vitni. Það má vissulega deila um það hvort Alusuisse hafi enn einu sinni farið með sigur af hólmi eins og fulltrúar stjórnarandstöð- unnar halda fram, með því ákvæði samnings- ins að verðið getur aftur fallið niður í 6,5 mills við uppsögn af hálfu Alusuisse. Ríkisstjórnin heldur því á hinn bóginn fram að uppsagnar- ákvæðið sé styrkur,- verði íslendingar ekki ánægðir með framvindu mála geti þeir sagt upp og gripið til annarra ráðstafana. Hinn 23. sept. verður skrifað undir samn- inginn Umdeilda. Japanir og Norsk Hydro eru á sveimi umhverfis stóriðjuna og vilja kanna málin áður en þeir gera upp við sig hugsanlega aðild að rekstrinum. Álmálið og stóriðjan verða á dagskrá næstu mánuði og ár og Iýkur ekki fyrr en álið verður allt í endanlegum samningi. sem varð undir í keppni við Shamir um að leysa Begin af hólmi, og er því ekki fær um að gegna neinu raunverulegu forustuhlutverki. í þessu öngþveiti er Sharon kominn á kreik á ný, krefst landvarnarráðherraembættis í stjórn Shamirs og leggur til að ísraelsher hertaki á ný Chuf-fjöllin í Líbanon, og aðra landshluta sem hernaðarlegu máli skipta í félagi við Bandaríkjamenn. Reagan forseti ertæpast ginnkeyptur fyrir uppástungu Sharons, því hann á fullt í fangi að verja fyrir þinginu og bandarísku her- stjórninni veru 2000 bandarískra landgöngu liða að gæta flugvallarsvæðisins við Beirút. í bardögum undanfarna daga hefur orðið nokkurt manntjón í þessu liði, og hefur Reagan því heimilað yfirstjórn þess að kveðja til liðsinnis herflugvélar frá bandarískri flota- deild undan ströndinni. Þessu hafa stjórnir Sýrlands og Sovétríkjanna mótmælt, og boða alvarlegar afleiðingar, ef Bandaríkjamenn hefji hernaðaraðgerðir til stuðnings stjórn Gemayels í Líbanon. Komið er á daginn, að Reagan hefur glutrað niður þeirri stöðu, sem Bandaríkjastjórn hafði fyrir ári síðan, þegar hann lagði fram á- ætlun sína um varanlega friðargerð í löndun- um fyrir Miðjarðarhafsbotni. Miklu veldur um þessa framvindu, að raunveruleg stjórn diplómatiskra aðgerða Bandaríkjamanna á þessum slóðum hefur í vaxandi mæli færst frá Shultz utanríkisráðherra og fagmönnum hans í utanríkisráðuneytinu til Clarks öryggismála- ráðgjafa og annarra viðvaninga í Hvíta hús- inu. Vanþekking þeirra á málum og kæruleysi um allt annað en það, sem þeir telja skipta máli fyrir pólitíska stöðu Reagans heimafyrir, er meginástæðan til að Bandaríkjastjórn verður nú að fara bónarveg að Assad Sýr- landsforseta, og þar með í rauninni að sovét- mönnum, verndurum hans og vopnagjöfum, ef bjargaáandliti Bandaríkjaforsetaí afskipt- um hans af málum landanna fyrir Miðjarðar- hafsbotni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.