Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 24
Ummæli Steingríms Her- f~J mannssonar forsætisráð- S' herra í Tímanum að ekki sé útilokað að rekstur járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga verði stöðvaður, hafa vakið mikið umtal og sætt gagnrýni frá ýmsum aðilum. Ekki síst hefur verið bent á að ummæli Steingríms hafa komið á versta tíma; meðan viðræðurnar við Japanina standa yfir um hugs- anleg kaup þeirra í Járnblendi- verksmiðjunni. Menn velta nú mjög fyrir sér hvers vegna Steingrímur hafi látið umrædd orð frá sér fara og hafa nokkrir orðið til þess að reyna að skýra hugrenningar for- sætisráðherra í þessum efnum. M.a. Jón Sigurðsson forstjórí Járnblendiverksmiðjunnar. En hann taldi einna líklegastað Stein- grímur hefði haft í höndunum gamlar áætlanir og skort nýjar upp- lýsingar til að leggja raunhæft mat á rekstur verksmiðjunnar. Sam- kvæmt heimildum HP mun skýr- ingin varla vera þessi, því Stein- grímur er verkfræðingur að mennt og fylgist vel með þessum málum og dómbær á tölur og rekstrarniður- stöður verksmiðjunnar. Hins vegar sé skýringuna á ummælum for- sætisráðherra að finna annars staðar. Steingrímur sé hræddur um sagan endurtaki sig frá því i fyrra er neyðarópið barst frá verksmiðjunni í byrjun þings og ríkisstjórnin neyddist til að auka hlutafé sitt um 19 milljónir dollara. Elkem lagði einnig svipað á móti. Því hafi Stein- grímur látið að þvi liggja að verk- smiðjan verði lögð niður, til að undirstrika sparnaðarleiðir ríkis- stjórnarinnar og ennfremur að festa enn í sessi frjálshyggjustefnu stjórnarinnar og gefa öðrum aðil- um vink um að hlutur ríkisins 55% sem festur er með lögum, sé hugsanlega til sölu... V'l Ummæli Steingríms um sölu f' J Grundartangaverksmiðjunn- V arvirðastekkihafakomiðvið kaunin á Japönum eins og fjölmiðl- ar vilja vera láta. Að sögn heimild- armanns HP sem rætt hefur við einn sendimann Japana, höfðu þeir fullkomna yfirsýn yfir rekstur og stöðu verksmiðjunnar. Ummæli Steingríms komu þeim því ekkert á óvart. Þeir hafa áhuga á að kaupa hluta af eign Elkems í verksmiðj- unni en því aðeins ef ríkisstjórnin ábyrgist stöðugt raforkuverð í framtíðinni, eða7,3 mills. Hins veg- ar á ríkisstjórnin í erfiðleikum með að veita slíka tryggingu, því ríkis- stjórnir eru valtar í sessi á Islandi og af þeirri og öðrum ástæðum er henni tæpast stætt á að festa raf- orkuverð til langs tíma... Jj j Nokkrar tilfærslur starfs- / J manna áttu sér stað hjá Flug- S leiðum um síðustu mánaða- mót. Sigfús Erlingsson sem hefur verið hæstráðandi hjá félaginu í New York í nokkur ár, er nú kominn heim og hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra markaðssviðs. Því starfi gegndi Björn Theódórs- son, en Björn tók aftur við sínu gamla starfi sem framkvæmda- stjóri fjármálasviðs. Sigurður Helgason yngri fór frá fjármála- sviðinu til New York. Og þá er hringnum lokað... V"1! Nokkrir kvikmyndahúsaeig- f J endur. voru i London á V dögunum, þar sem þeir gerðu innkaup fyrir veturinn. Friðberg Pálsson í Háskólabíói var einn þeirra og hann krækti sér m.a. í þá mynd sem hvað best gengur erlendis um þessar mundir, Flashdance, með öllum vinsælu lögunum. Önnur mynd í svipuðum dúr er Staying Alive með sjálfum John Travolta, en myndin sú er farmhald af Laugardagskvöldsfárinu. Aðdá- endur sakamálamynda fá sinn skerf með 48 Hours, þar sem Nick Nolte og Eddy Murphy leika listir sínar undir stjórn Walters Hill. Margir muna eftir myndinni Airplane þar sem gert var grín að Airport - myndunum. Framhald þeirrar myndar er væntanlegt með vetrin- um og á vafalaust eftir að lyfta brúninni á mörgum, svo og Richard Pryor sem leikur „hvílíka hetju“ í samnefndri mynd.... Fjárlagadæmið fyrir árið f i 1984 hefur verið að skýrast 'i að undanförnu. Stjórnar- herrarnir hafa reynt að skera allt niður sem skorið verður. Fram- kvæmdir og framlög ríkisins hafa verið skorin þannig, að þar sem áð- ur leit út fyrir þriggja milljarða króna gat, er eftir gat upp á einn milljarð. Nú tekur við næsti höfuð- verkur ríkisstjórnarinnar, lánsfjár- lögin. Erlendar skuldir verða í árs- lok komnar upp í 60% af þjóðar- framleiðslu, sem er ofan við hættu- mörk. Markmið ríkisstjórnarinnar mun vera að halda erlendum lán- tökum við sömu krónutölu og í fyrra, þrjá og hálfan milljarð króna. Það verður erfitt. Meðal þess sem rætt hefur verið um í þessu sambandi er frestun orkufram- kvæmda. Til dæmis er talið nær- Fimmtudagur 15. september 1983 'elgar sturinn tækt að fresta framkvæmdum við Blönduvirkjun um eitt ár. Enginn markaður mun heldur vera fyrirsjá- anlegur fyrir orku frá virkjuninni miðað við núverandi hraða fram- kvæmda við hana. Einnig hefur verið rætt um að fresta fram- kvæmdum við Þjóðarbókhlöðu en Ragnhildur Helgadóttir mennta- málaráðherra hefur staðið fast gegn þeirri hugmynd... rirl Talsvert hefur borið á fram- / 1 gangi Hrauns-ættarinnar í leiklist borgarinnar. Tyrkja- Gudda eftir Jakob Jónsson á s tóra sviðinu, Lokaæfing eftir dótturina Svövu í Kjallaranum, endursýning á Hart í bak eftir soninn Jökul og loks þýðing Jakobs Jónssonar (Jóns Hnefils og Svövu) á leikfiti. Einum menningarvitanum varð ný- lega að orði: „Nú vantar bara ball- ett eftir Jón Hnefil!“... Massiv-mahony (GEGNUMHEILT) * vorum að fá nýjar gerðir af enskum borðstofuhúsgögnum Vönduð vara, okkar takmark Ein stærsta húsgagnaverslunin - Ávallt til þjónustu LSteie m SMIÐJUVE SMIDJUVEGI6 SIMI44544 Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar, bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur, vatnsdælur fyrir flesta bíla.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.