Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 9
irinrt F'mmtudagur 15. september 1983 9 B973 REm Út og suður Það virðist nokkuð algengt nið- ur í útvarpi að starfsmenn erfi eða gangi inn í störf ættingja sinna eða komist þar að vegna náinna tengsla. Stundum ræður tilviljun, en þó eru það oftast viðkomandi ættingjar, sem koma venslafólki sínu á framfæri, oft ágætis mann- eskjum, sem eiga þessi störf fylli- lega skilin. Vegna þessa meðal annars og svo hinna miklu þrengsla, sem útvarpið býr við, ríkir þar mjög skemmtilegur og persónulegur starfsandi. Einn þeirra, sem átti útvarps- mann fynr föður er Friðrik Páll Jónssonur Magnússonar frétta- stjóra. Jón þótti á sínum tíma af- burða fréttamaður og byrjaði með fréttaskýringaþættina Víð- sjá. Hann féll frá á besta aldri. Friðrik Páll er ekki síðri í sínu starfi. Hann er áheyrilegur í meira lagi og gerir aldrei nema góða þætti. Nú sem stendur hefur hann umsjón með þættinum Út og suð- ur, þar sem hann fær hina og þessa til þess að segja frá ferðum sínum bæði innanlands og utan og það er ekki Friðriki að kenna, ef þættirnir verða leiðinlegir, mönnum er mislagið að segja frá. Ég minnist tveggja leiðinlegra þátta, það var þegar þeir Völund- ur Óskarsson og félagi hans, sem ég man ekki í svipinn hvað heitir, jú, Sveinbjörn heitir hann, sögðu frá ferð sinni um Indland og not- uðu á mjög svo ósmekklegan hátt tónlist við rabb sitt. Hins vegar hefur Guðmundur Arnlaugsson fyrrum rektor Menntaskólans við Hamrahlíð verið að segja frá skákmótinu í Argentínu árið 1939 og ber frásögn hans glöggt vitni um athugult gestsaugað og þá miklu hógværð, sem maðurinn virðist haldinn. Þessi frásögn Guðmundar hefur ómetanlegt gildi og hann lýsti á áhrifamikinn hátt þeim erfiðleikum sem þeir fé- lagar lentu í á leiðinni heim. Það væri athugandi fyrir Guðmund að rita bók um skákævintýri sín, sú yrði vafalaust mjög athyglis- verð. Nokkur orð um Sumarvöku. Einn er sá dagskrárliðurinn í útvarpinu, sem á veturna heitir Kvöldvaka, en á sumrin Sumar- vaka. Hér fyrr á dögum voru oft vandaðir þættir á sumarvökunum og minnist ég sérstaklega Þor- steins frá Hamri með þjóðsagna- þætti sína og Jón Asgeirsson flutti bráðskemmtilega þætti um íslensk þjóðlög. En það eru nú mörg ár siðan. Á' seinni árum virðist mér kvöld-eða sumarvök- urnar smám saman orðnar að ruslakistu dagskrár útvarpsins. Þar hefur komið fram margt efni, sem er á mörkunum að vera boð- legt í útvarp. Harðfullorðið fólk með brostnar ellihrumar raddir gerist oft afkastamiklir útvarps- lesarar og tekst oft á tíðum að eyðileggja það ágæta efni sem það kynni ef til vill að hafa fram að færa. Þ.að er nú einu sinni svona, að menn eldast misjafnlega og raddirnar með. Menn verða því að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, að glíma við Elli kerl- ingu er oft býsna erfið og besta leiðin til þess að láta ekki í minni pokann er sú að sættast við hana. En innan þess óefnis, sem er oft á kvöld-eða sumarvökunum birtast oft bráðskemmtileg erindi. Bragi Þórðarson hefur t.d. verið að fræða okkur um íslenskan kveð- skap og Björn Dúason er að lesa skáldsöguna um Árna Oddsson eftir Friðrik Brekkan. Hvers vegna var sú saga ekki valin sem kvöldsaga? Ef t.d. inaður eins og Kjartan Ragnars sendiráðunautur hefði átt í hlut, þá hefði hann ekki verið látinn á kvöldvöku. Hann er dæmi um mann, sem hefur gott lag á að eyðileggja efni það, sem hann flytur, því að maðurinn er varla læs og jafn mikið ber á tannaskrölti hans og lélegum lestri. Ég held, að ráð væri að leggja kvöldvökurnar niður eða þá að breyta forminu ájDeim, eða þá að dagskrárfólk Útvarpsins fari nú að gera meiri kröfur til flytjenda en láta ekki einungis góðsemina ríkja. 16.20 Síðdegistónleikar. Senn liður aö heimferð og þá er ráð að reyna aö byggja sig upp andlega meö Ijúfum tónum. 17.05 Af stað. Heim við höldum, heim úr vinnunni glöð. Tryggvi Jakobsson ætlar að fylgja okkur áleiöis. 17.15 Upptaktur. Guðmundur Benedikts- son hitnar upp á rauöu Ijósunum. 21.20 Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Leikur og leikur en ekkert heyrist. Þeir blása i vitlausan enda. Laugardagur 17. september 8.20 Morguntónleikar. Píanófantasía í grámyglunni. Sælustundir banka- stjórans. 10.25 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns- dóttir er alltaf jafn róleg. Ég dáist að hugrekki hennar. 11.20 Sumarsnældan. Venni Linnet er mættur á staðinn. Vonandi djassar hann liðiö aðeins upp. Ekki veitti ungu kynslóöinni nú af þvi. 13.40 íþróttaþáttur. Hermann Gunnars- son lærði nýjan málshátt í gær: Oft kemur bolti eftir betra veöur. 16.20 Þú spyrð mig um haustið. Já Njörður minn. Eg hef nefnilega ekki séð sumarið. Njörður P. Njarðvik tekur saman þátt um haustljóð nú- timaskálda. Rómantikin er dauö. 20.00 Harmonikkuþáttur. Bjarni Mart- einsson dregur úr og i. Afleiðingin: formfagrir samkvæmisdansar. 20.30 Sumarvaka. Endurminningar frá löngu liönum tíma. Sumariö og hjartað slær i brjósti mér. Rómantík- in er spreillifandi. 24.00 Listapopp. Gunnar Salvarsson setur endapunktinn á vel heppnað- an dag. Sunnudagur 18. september 10.25 Út og suður. Heldur betur í suður, inn i miðja Afriku. Búúúrrr — úndi. Halldór Ármannsson segir í fyrra sinn frá ferð sinni til Búrúndi. 11.00 Messa. Sólveig Lára Guðmunds- dóttir les yfir hausamótunum á Fossvogsbúum. Og Bústaðahverf- inu öllu. 13.30 Sporbrautin. Óli Torfa og Örn Ingi. 15.15 Kaffitíminn. Þýskir og austurriskir jórturseggir kvelja okkur. 16.15 Heim á leið.Vikan búin og ég farinn að pakka saman. 16.35 Berta von Stutter. Árelius séra- prestur Nieisson segir uppeldis- sögur af fyrstu konunni sem fékk friðarverðlaun Nóbels. 18.00 Það var og. Þráinn Bertelsson seg- ir hvippurinn og hvappurinn út um hvippinn og hvappinn. 19.50 í suðrænni borg. Eru strætin auð undir regnvotum himni. Kaffiilmur- inn aö drepa mig... Hér ætlar Sig- urður Skúlason aö lesa eigin Ijóö. 23.00 Djass. L.A. Harlem. Skyldi Múlinn segja frá Watts, L.A.? Mingus og félögum? Ilíoill ★ ★ ★ ★ framúrskarandl ★ ★★ ág»t ★ ★ göð ★ þolanleg 0 léleg Bíóhöllin: Get Crazy. Bandarísk kvikmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Anna Björns, Malcolm McDowell, Allen Gorwitz, Daniel Stern. Leikstjóri: Allan Arkush. Gamlárskvöld 1983-4. Fjölmargir skemmtikraftar koma fram á diskótek- inu Saturn. Heilmikiðgrin og glensog tónlist. Áramótafagnaður i sérflokki með okkar einu og sönnu Önnu Björns. Snákurinn (Venom). Bresk kvik- mynd, árgerð 1981. Leikendur: Oli- ver Reed, Klaus Kinski, Susan George. Ágæt spennumynd um eitraða snáka og saklaust fólk. Tekst þeim að kála ófögnuðinum? Utangarðsdrengir. (The Outsiders). Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit: Kathleen Knutsen Rowell eftir bók S.E. Hinton. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Carm- en Coppola (faðir leikstjórans). Leikendur: C. Thomas Howell, Ralph Macchio, Matt Dillon o.fl. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Þetta er spennandi strákasaga með slagsmálum, sorg, hetjudáðum og dauöa. Og svo auðvitað stelpum, þeim miklu örlagavöldum. *** — LÝÓ. Allt á floti. (Take this Job and Shove it). Bandarisk kvikmynd. Árgerö 1982. Aðalhlutverk: Robert Heys, Barbara Hershey, David Keith, Art Carney, Eddie Albert. Leikstjóri: Gus Trikonis. Þessi grínmynd fjallar um bjórbrugg- araog lögmál frjálsrar samkeppni hiö vestra. Sú göldrótta. (Bedknotes and Broomsticks) Walt Disney mynd. Aðalhlutverk: Angela Lansbury og Roddy McDowell. Leikstjórl: Robert Stevenson. i þessari er einn sá mesti kappleikur sem sést hefur lengi. Myndin er bæði leikin og teiknuð. Bekkjarklikan. (National Lampoons Class Reunion). Bandarisk, árgerð 1983. Leikendur: Gerrit Graham, Stephen Furst, Fred McCarren. Leikstjóri: Michael Miller. Þessi mynd er framhald Delta klik- unnar sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Nú á klikan 10 ára afmaeli og taka þá hinir fyndnustu hlutir að ger- ast. Regnboginn: Alligator (krókodíllinn). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Robert Forster, Robin Biker, Henry Silva. Leikstjóri: Lewis Teague. Strákur fær krókó sem gæludýr, en þegar krókóinn er ekki lengur húsum hæfur er honum skolaö niður um kló- settið. Siðan þrifst hann i ræsum borgarinnar og gerir marga skráveif- una. Sterkir smávindlar (The Little Cig- ars Mob). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Angel Tompkins, Billy Curtis. Margur er knár þótt smár sé. Þeim svelgist mörgum á þegar þessir vindl- ar eru tottaðir. Sakamálamynd af létt- ara taginu. Eyöum saman nóttinni (Let’s spend the Night together). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikstjóri: Hal Ashby. Rollingarnir á þeytingi um þver og endilöng Bandarikin. Nokkrir tugir uppáhaldsiaganna okkar allra. Annar dans (Andra dansen). Sænsk kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Lars Lundholm. Leikend- ur: Kim Anderzon, Lisa Hugoson, Sigurður Sigurjónsson, Tommy Johnson. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. * * * l’ myndinni rikir sterk Ijóðræn skynjun og umfram allt er hún uppfull af skemmtilegheitum. Lárus Ýmir sýnir umtalsveröan listrænan þroska, fyrir utan tæknilegt vald á miðlimum. — ÁÞ Rauðliðar (Reds) Bandarísk, árgerð 1981. Handrit: Trevor Griffith, Warr- en Beatty. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Diane Keaton, Jack Nichol- son, Maureen Stapleton. „...Beatty hefur óneitanlega unnið verulegt leikstjórnarafrek með vold- ugum sviösetningum á viðamikilli sögu. Eftirminnilegastur er þó leikur Jack Nicholsons i hlutverki leikrita- skáldsins Eugene O'Neill sem verður vinur Reeds og elskhugi Bryants og ekki síst stórbrotin myndataka Vittorio Storaro." * * * — ÁÞ. Háskólabíó: Ráðgátan (Enigma). Bandarisk — fjölþjóðleg mynd, árgerð 1982. Handrit: John Briley. Leikendur: Martin Sheen, Brigitte Fossey, Mic- hel Lonsdale, Sam Neill, Derek Jacobi. Leikstjóri: Jeannot Schw- arc. Fremur ósþennandi mynd um átök CIA og KGB um mikilvægt tæki, sem getur bjargað fimm sovéskum and- ófsmönnum frá dauöa. Siðustu sýn- ingar. Bíóbær: Polyester. Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Divine, Tab Hunter. Leikstjóri: John Waters. Ilmandi gamanmynd um offitu og sambúðarvandamál i hjónabandi. Fyrsta mynd sinnar tegundar. Komiö og finnið alla góðu heimilislyktina. Tónabíó: Svarti folínn (The Black Stallion). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Kelly Reno, Mickey Rooney, Terri Garr. Hugljúf og skemmtilega spennandi mynd um svartan fola og ungan dreng. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: Krabbinn (Le Crabe-tambour). Frönsk, árgerð 1977. Leikendur: Jean Rochefort, Claude Rich, Jac- ques Perrin. Leikstjóri: Pierre Schoendoerffer. Ljóðræn kvikmynd. Sýnd i Regnbog- anum, E-sal, í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 og næsta miðvikudag og fimmtudag á sama tíma. MÍR-salurinn: Kvikmyndasýningarnar eru hafnar. Á sunnudag kl. 16 verður sýnd syrpa af fréttamyndum. Öllum heimill ókeypis aögangur. Bæjarbíó: E.T. (Geimálfurinn). Bandarísk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Henry Thomas og fleiri. Leikstjóri: Steven Spielberg. Undursamleg ævintýramynd fyrir barnið i okkur. Stjömubíó: *** Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd. Árgerð 1983. Handrit: John Briley. Leikendur: Ben Kingsley, Candice Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen. Leikstjóri: Richard Atten- borough. „Prýðiskvikmynd sem er löng, en ekki leiðinleg. Merkilegur hluti sam- timasögunnar, sem er fegrun, ekki lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta, sem gerir þeim mögulegt að líða bet- ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný- búinn að skrifta." — LÝÓ. Tootsie. Bandarísk kvikmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff- man, Jessica Lange, Terry Garr, Charles Durning. Leikstjóri: Sidney Pollack. DustinHoffmanferákostum i aðalhlutverkinu og sýnir afburða- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maður hlær oft og hefur litiö gleðitár i auga þegar Uþþ er staöið. * * * — LÝÓ Austurbæjarbíó: Firefox (Eldrebbi). Bandarisk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Clint Eastwood, Freddie Jones. Leikstjóri: Clint Eastwood. Clint gamli leikur ofurhuga amerísk- an, sem fær það verkefni aö fara til Moskvu og stela þar nýjustu orrustu- flugvél Rússa. Upphefst nú mikill og spennandi eltingaleikur yfir þvera Evróþu. Aö sjálfsögðu tekst mannin- um það, enda sinn eigin leikstjóri. Laugarásbíó: Ghost Story (Reimleikar). Banda- rísk, árgerð 1982. Handrit: Lawr- ence D. Cohen. Leikendur: Fred Astaire, Melvyn Douglas, Douglas Falrbanks jr., John Houseman. Leikstjóri: John Irvin. Nokkrir gamlingjar hafa það fyrir sið að hittast og segja draugasögur. Eitt kvöldiö ber svo við aö ung stúlka sem þeir drápu hér á árum áður, fer að ganga aftur og gera þeim lifið leitt. Nýja bíó: *** Poltergeist. Bandarisk, árgerð 1982. Handrit Steven Spielberg, Michael Grais, Mark Victor. Leik- stjóri: Tobe Hooper. Aðalhlutverk: Jobeth Williams, Craig T. Nelson, Beatrice Straight. ...þeir keyra hryllinginn áfram með sivaxandi þunga og yfirburða tækni, sem lauslega dregnar þersónur og nokkur væmni náekki að eyöileggja." — AÞ. viifcluiritir Hótel Loftleiöir: Flugleiðir eru tiu ára um þessar mundir og af þvi tilefni verður efnt til afmælishátiðar á laugardag og sunnudag. Starfsemi félagsins verð- ur kynnt á fjölbreyttan hátt og til skemmtunar verða kvikmyndasýn- ingar og barnaskemmtanir og ýmis- legt fleira. Ókeyþis haþpdrætti og kynnisferðir um Reykjavik. Háííðin hefst kl. 11 báða dagana og lýkur kl. 20. Á sunnudag verður endað með mikilli flugeldasýningu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.