Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 15. september 1983 hielgai---- . posturinn leiðinda drunur. Eftir þetta fór náttúrlega allur texta- flutningur fyrir ofan garð og neðan. Og fyrst farið er að tala. um textana, þá finnst mér svona álíka barnalegt af Tolla að vera að tala um Geir og Sjálfstæðisflokkinn sem fasista, eins og að tala um kratana í Alþýðubandalag- inu sem kommúnista (það er líklega rétt að það komi fram að ég er síður en svo hrifinn af Geir). Svo ég snúi mér nú aftur að hávaðanum, þá varð hann til þess að fyrsta fram- koma Megasar, um árabil, varð ekki eins eftirminnileg og hún hefði getað orðið. Það voru eiginlega mestu vonbrigði kvöldsins, því Bömmer, og 6ý. Að mínu mati voru Vonbrigði ein besta hljómsveitin sem fram kom þetta kvöld. Eftir að Vonbrigði höfðu lokið leik sínum máttum við svo bíða nokkra stund eftir að prógram bresku anarkist- anna Crass hæfist, en það byrjaði á kvikmynd, sem í sjálfu sér innihélt ágætan boðskap en hún var ákaflega langdregin. Að kvikmynda- sýningunni lokinni, kom fram amerísk stúlka, Christ- ine Cassel, með eins konar „performance", en hún söng við segulbandsundirleik. Það var eins með hana og myndina, nokkrir góðir punktar en langdregin. Þá er Misjafn hávaði í Höllinni Það voru um það bil 4000 manns, sem mættu í Laugardalshöllina, laugar- daginn 10. september, á tón- leika sem þar voru haldnir undir yfirskriftinni við krefj- umst framtíðar. Það var ánægjulegt að sjá svo marga mæta á þessa tónleika og kveikir það vissa von um að ekki sé alveg tilgangslaust að efna til hljómleikahalds hér, þrátt fyrir að allt hefði bent til að svo væri, miðað við aðsókn að hljómleikum hér fyrr í sumar. Ég er líka viss um að flestir hafi fengið eitt- hvað fyrir peninginn sinn, því hér var í marga staði um hina ánægjulegustu skemmtun að ræða. Mikið var lagt í sviðsetningu og út um allan sal voru Iítil svið, á pöilum, þar sem leik- flokkurinn Svart og sykur- laust sýndi ýmis (að mestu) þögul dæmi úr lífinu fyrr og nú. Fyrsta hljómsveitin sem kom fram var Kukl, en sú hljómsveit varð til vegna beinnar útsendingar á síð- asta þætti Áfanga. Hljóm- sveit þessi er (var) skipuð þeim Einari Erni og Björk Guðmundsdóttur sem sáu um söng, Guðlaugi Óttars- syni gítarleikara, Sigtryggi Baldurssyni trommuleikara, Birgi Mogensen bassaleikara og Einari Melax sem lék á gítar og hljómborð. Ekki verður annað sagt en að Kuklið hafi bara komið mér þægilega á óvart. Tónlist þeirra er að vísu ekki sérlega aðgengileg, en hún er kraft- mikil og ýmislegt að ske í henni, sem eflaust verður ekki skilið til fulls svona í allt að því fyrsta skipti sem maður heyrir í hljómsveit- inni. Það er nú löngu kunn staðreynd að Sigtryggur er einn okkar allra besti trommari en það var þó eftirtektarvert hversu gífur- lega þétt ryþmapar hann og Birgir eru. Það er svo eins og fyrri daginn viss óræðni í gítarleiknum hjá Guðlaugi og hljómborðsleikur Einars veitti frekari fyllingu. Mér er til efs að Einar Örn hafi nokkurn tíma notið sín bet- ur, enda hafði hann Björk með sér og hvíldi sjálfur söngurinn mest á henni, en Einar er (eins og öllum ætti nú að vera kunnugt) meiri „rappari“ (talari) en maður laglínunnar. Best þótti mér síðasta lagið sem þau tóku en það er að finna á nýút- kominni tveggja laga plötu með Kuklinu. Næstir komu Egó fram og einhvern veginn náðu þeir ekki að snerta í mér neinar hrifningartaugar. Að vísu gekk flest þeim á móti. Fyrst var það ónýt gítarsnúra, þá slitinn bassastrengur og loks ónýtur snerill. Mér fannst ótrúlegt hvað ég var lítið hrifinn af þeim, ekki síst fyr- ir það að efniskráin var nær sú sama og á tónleikunum með Echo & the Bunnymen og þá var ég nokkuð hrifinn. Þetta var allt eitthvað svo lít- ið spennandi ög virkilega það eina sem ég hafði ein- hverja ánægju af, var að heyra hvað Beggi er orðinn mun skemmtilegri gítar- leikari en hann var. Bubbi náði aldrei þessu vant, ekki upp neinni virkilegri stemmningu. Áður en Tolli kom fram voru kynntir þrír erlendir gestir sem hingað voru komnir í tilefni Friðarvik- unnar og héldu þau hvert um sig stutta tölu, við mikinn fögnuð Hallargesta og hæst lét þá í þeim yngstu, sem næst stóðu sviðinu. Er ég þó ekki viss um að þau hafi skil- ið allt sem þau fögnuðu svo gífurlega. Hins vegar er þó rétt að geta þess að þetta voru ágæt orð sem þarna voru sögð. Nú þá var komið að Tolla og hljómsveitinni Ikarus. Fóru þeir ágætlega af stað, en í þriðja lagi, eða svo, fór allt hljóð hjá þeim úr bönd- um. Gítarinn hækkaði upp úr öllu valdi og á eftir fylgdi allt heila klabbið. Varð úr þessu ekkert annað en yfir- þyrmandi hávaði. Á tímabili var maður t.d. alveg hættur að heyra trommusláttinn, en þess í stað voru þetta bara greinilegt er að Megas er í fínu formi um þessar mund- ir. Hann tók þarna bæði gömul og ný lög og virtist hann sjálfur skemmta sér hið besta og svo varYtú raun- ar, þrátt fyrir allt, um flesta viðstadda að segja og undanskil ég þar ekkert sjálfan mig. En þetta hefði getað orðið svo miklu betra. Næstir voru Vonbrigði og fluttu þeir'lög sem flest voru af ágætri nýútkominni plötu þeirra, sem Kakófónía heitir. Var nú hljóðið að mestu komið í samt lag aftur og var flutningur þeirra eins og best varð á kosið. Raunar er Vonbrigði að verða ein af merkari hljómsveitum landsins og þar sem meðlim- ir hennar eru allir mjög ungir má búast við enn frekari stórvirkjum frá henni í fram- tíðinni. í raun er tónlist þeirra ekki flókin en hún er smekklega samansett. Keyrslan í trommum og bassa er góð o^ gítarinn veit- ir góða uppfyllingu og skap- ar skemmtilega effekta. Þá er söngurinn mjög þokka- legur og lögin mörg hver góð og þá sérstaklega Við, þess og að geta að hljóð- styrkurinn var nú aftur kom- inn upp úr öllu valdi. Er Cassel hafði lokið sér af var ég satt að segja orðinn þreyttur, bæði í fótum (af því að standa í rúma fjóra tíma) og eyrum (af hávaðanum), það fór því svo að ég heyrði Crass aldrei flytja nema lít- inn hluta efnisskrár sinnar, áður en ég gafst upp. Ég er því ekki dómbær á flutning þeirra í heild, en af því litla sem ég heyrði varð ég nú ekki fyrir neinum vonbrigðum en heldur ekki fyrir neinni óvæntri ánægju (enda hefði ég þá ekki farið). Það var eins og ég hafði búist við varla hægt að greina orð af því sem þau sögðu og þá er nú farin hálf ánægjan og rúmlega það, við að hlusta á Crass. Því verður nefnilega seint haldið fram að Crass sé sérlega góð hljómsveit tón- listarlega sögð, þó hún sé í marga staði hin merkasta. Ég hefði líka eflaust haft gaman af því að hlusta á allt prógram þeirra, ef ég hefði ekki verið búinn að hlusta á fjórar eða fimm hljómsveitir áður en að kom þeim. Astin: öryggisnet og breytingarafl Francesco Alberoni: ,,/nna- moramente e Amore." Milano, 1979. Sænsk þýðing: „Föralskelse och Karlek,“ Göteborg, 1982. Einnig verið metsölubók í Danmörku. Höfundurinn er ítalskur félags- fræðiprófessor, klínískur sál- fræðingur og rithöfundur. Starfar við háskólann í Milano. — Hann skoðar ástina í víðu, sögulegu og þjóðfélagslegu samhengi. Hreyfi- öflin að baki ástarinnar eru þau sömu og að baki þjóðfélagsbreyt- inga. Þegar tiltekið ástand er orð- ið að vana, hefð, eða stöðluðu formi án dýpra inntaks, án rétt- lætingar í mannlegum þörfum knýr einstaklingurinn, eða hópur- inn á um breytingar. Og breyting- arnar; þær koma ekki þegar menn óska þeirra heldur þegar menn geta ekki án þeirra verið. Menn geta ekki ákveðið að verða ást- fangnir. Menn geta heldur ekki ákveðið að breyta þjóðfélaginu á tilteknu augnabliki. Allt hefur sinn tíma. Þær hugmyndir, sem liggja til grundvallar þessum staðhæfing- um eru í stórum dráttum þær sömu og í sögulegri efnishyggju gamla Marx. — Sérstakt gildi hef- ur lýsing og greining Alberonis á kynlífi, annars vegar í s.k. „normalástandi,“ og hins vegar þegar fólk er ástfangið. Kynlifs- byltingu sjöunda áratugarins og innreið „hins frjálsa ástalífs" skoðar hann í því ljósi. Boðskap- ur hans er i stuttu máli þessi: Fólk getur elskast dag og nótt, en ef segulkraftur ástarinnar er ekki til staðar gefa þúsund samfarir ein- ungis veikan grun um það, sem einar samfarir ástfangins fólks eru. Bókin hefur ekki síður gildi sem atferlisfræðileg lýsing á ást- föngnu fólki. Hver hefur t.d. ekki gaman af að gefa ástinni sinni gjafir, eða gera reynsluheim sinn að heimi hennar, eða hans? Að öllu samanteknu má segja, að þessi bók skýri og varpi sann- ferðugu ljósi á þau sársaukafullu átök, sem eiga sér stað 'milli ör- yggisþarfarinnar og löngunar mannsins til að njóta hamingju og gleði. Þessi átök, sem kollsteypa hjónaböndum, sundra fjölskyld- um og valda gjarnan tímabund- inni upplausn og sem hins vegar halda fólki föngnu í neti vana- bundinna, efnislegra verðmæta þar sem óttinn við að varnirnar gegn því mikla breytingarafli sem ástin er eru snar þáttur og þar sem eina útgönguleiðin er dauðinn. Kate Millcft: „Sita.“ Virago Fem- inist Publishing Company, New Vork, 1977. Höfundurinn er heimskunnur feministi og rithöfundur. Meöal verka: „Sexual Politics,“og sjálfs- ævisagan „Flying.“ Þessi bók, sem er sjálfsævi- sögulegs eðlis greinir frá loka- skeiðinu í ástarsambandi tveggja kvenna. Lysingar Milletts eru svo nærfærnar og sannfærandi, að þær hafa trúlega almennt gildi, einnig fyrir s.k. „heterosexuell" sambönd. Kate er tæplega fertug lista- kona og rithöfundur; hún hneig- ist til beggja kynja, en hefur ný- lega slitið barnlausri sambúð við japanskan listamann. Sita er fimmtug kona af brasílískum og ítölskum uppruna, þrígift, þrí- skilin og orðin amma. Hún hneig- ist frekar til ungra manna. í þessari frásögn er allt það að finna.sem einkennir deyjandi ást- arsamband. Treginn yfir óveruleg- um athöfnum, siðum og stöðum, sem eru að glata þýðingu sinni, tortryggnin gagnvart nýjum per- sónum og aðstæðum, óttinn við að missa það, sem maður einu sinni „átti“ harmur þess, sem er yfirgefinn, uggurinn gagnvart yf- irvofandi einsemd, örvæntinga- fullt ástalíf tveggja persóna, sem undir holskeflu ósagðra hluta - finna, að þær eiga einungis eftir að kveðjast. Falleg bók, skrifuð með hjartablóði, ekki um ást, heldur af ást. Sven Lindqvist: „En alskares dag- bok“ og „En gift mans dagbok “ - Bonniers, Stokholm, 1981 og 1982. Hér er um að ræða harla óvenju- legar bækur í anda hinna s.k. „játningabókmennta" Verkið hefur vakið mikla athygli og um- tal á Norðurlöndunum af þeirri meginástæðu, að hér er ekki spurt: „af hverju skildum við?“, heldur „af hverju löfum við sam- an?“. Bækur þessar greina frá yfir þrjátíu ára ástarsambandi og síð- ar hjónabandi sænska rithöfund- arins Sven Lindqvist og bók- menntafræðingsins og tónlista- konunnar Cecilia Lindqvist. Hér er tekið á ýmsum þeim innri og ytri fyrirbærum, sem steðja að ástarlífi og samlífi nútímafólks: hlutverkaskiptingu í daglegu lífi og á kynlífssviðinu, jafnréttis- kröfunni, freistingum frá utanað komandi aðilum m.m. Lindqvist rekur þróun pars allt frá unglings- árum og fyrstu fálmkenndu sam- förunum gegnum námsár, sam- búð, fjárhagserfiðleika og barn- eignir og frant á miðjan aldur þar sem ytra öryggi ræður ríkjum, ásamt með kærleika, sem hefur náð að verða að djúpri þekkingu og gagnkvæmum skilningi. Bæk- urnar koma á markað í kjölfar þeirra breyttu viðhorfa til hjóna- bandsins, sem virðast vera að hasla sér völl í Skandinavíu í nafni nýrómantíkur, en sem ýmsir vilja skoða sem kreppueinkenni. Nu er það ekki lengur frjáls- ræði og lausung, sem eru lausnar- orðin, heldur tryggð og trúfesta. Undirtektir við bækur Lindqvists segja sína sögu um þörfina fyrir umræðu og endurskoðun staðn- aðs gildismats.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.