Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 16
16 _f~/elgar------ Fimmtudagur 15. september 1983 pOsturinn Hvernig líta ráðherrastól- arnir út? Steingrimur Hermannsson: ,,Ég man þaö svei mér ekki. Þaö er oröið svo langt síöan ég kom síöast inn í Alþingishúsið“. Geir Hallgrímsson: ,,Ég man þaö ekki". Halldór Ásgrímsson: ,,Þaö get ég ómögulega munaö". Albert Guðmundsson: ,,Ég veit þaö nú líklega manna best. Ég hef mænt á þá í öll þessi ár. Þeir eru...“ Svona,... Aðalatriðið að rústa liðið — segja Agnes Bragadóttir og Fríða Proppé sem hlutu Black og Decker-verðlaun Málfrelsis- sjóðs fyrir framúrskarandi blaðamennsku — Við erum auðvitað mjög ánægðar með þessi verðlaun, þær lyfta íslenskri fréttamennsku á hærra plan, sögðu þær stöllur Agnes Bragadóttir og Fríða Proppé en þær hlutu Black og Decker verð- launin úr Málfrelsissjóði fyrir framúrskarandi blaðamennsku. Voru verðlaunin veitt fyrir frammi- stöðu þeirra í þættinum „Hafa þau aðra lausn“. — Nú þóttu spurníngar ykkar fullfráar? „Hvað er þetta eiginlega! Held- urðu að þessi helvíti eigi bara að sleppa, segir Agnes og Fríða tekur undir það: „Þessir bjánar héldu því meira að segja fram að Iðnaðar- bankinn væri ekki ríkisbanki". — Verölaunin hljóöa upp á 100 þúsund krónur. Hvernig ætlið þiö aö verja þeim? „Ég ætla að láta gamlan draum rætast, segir Fríða, og kaupa mér heildarútgáfu á verkum Iænins“. „Ég ætla að verja peningunum til ferðalaga“, svaraði Agnes.„Fyrstog fremst hef éghug á að skreppa til Norður-Kóreu og slappa af og sækja þar jafnframt málfunda- námskeið hjá Tjúng-Tómt-Píp, en hann er ofsalega góður ræðumaður og náfrændi vinar míns Kim-Il- Súng“. — Voruö þiö aldrei hræddar um að spurningarnar mundu geiga í umræddum sjónvarpsþætti? „Jú“, segir Fríða(„ég var alveg á nálum þegar ég spurði Svavar um úrræði stjórnarandstöðunnar og hann fór að minnast á fyrri sjón- varpsfundi okkar. En ég reddaði þessu með því að benda honum á að hafa sig hægan“. „Ég var aldrei nervös, segir Agnes.„Það var t.d. alveg klárt mál, að málflutningur ríkisstjórnarinn- ar á Alþingi gegnir því hlutverki að vera gagnrýni á stjórnarandstöð- una. Stebbi greyið Ben var nú eitt- hvað að fárast út í þetta en ég sigldi hann snögglega í kaf. Nei, ég var aldrei nervös“. " — Þaö fór alvarlega aö hitna í kolunum þegar Kjartan Jóhanns- son formaöur Alþýöuflokksins fór aö ræöa um niðurskurð fjárlaga sem algerlega óþekkta stærö? „Já, Guð rnanstu", segir Agnes og gýtur augunum á Fríðu. „Já bölvaður hólkurinn", samsinnir Fr.íðaj„ hann hélt að hann-mundi bara sleppa með það. En ég var náttúrlega búin að pakka saman Svavari og Stína Halldórs var alveg orðin óvirk eftir kjaftshöggið frá Agnesi í sambandi við samdrátt ríkisins. Það voru 16 mínútur til loka þáttarins og maður þurfti nátt- úrlega að „tæma“ þetta rétt. Svo ég reddaði þessu með amerísku að- ferðinni; setti upp þrjóskusvip en passaði mig þó á því að vera ábúð- armikil og gáfuleg til augnanna, það er gasalega þýðingarmikið. Svo lét ég það flakka: Spurði Kjartan hvasst hvort hann mundi hafa þetta svona ef hann væri forsætisráð- herra?“ „Já, hann sökk saman, vindur- inn úr belgnum!”skýtur Agnes inn í. Ég meina það! Síðan tók ég við óg þröngvaði Svavari í enn eitt hornið, framboðsræðurnar fóru alveg út í veður og vind! Aðalatriðið er að rústa liðið“. Þær Agnes og Fríða hafa nú fengið fjölda tilboða frá ýmsum sjónvarpsstöðvum í Evrópu og Bandaríkjunum. Til dæmis hefur Agnesi verið boðið „talk show“ hjá CBS sem á að bera heitið „The punk panther“. Fríðu Proppé hefur boð- ist fjöldi tilboða meðal annars að vera „stand in“ fyrir Miss Piggy í „Prúðu leikurunum“ í háskalegum návígissenum. — Aö lokum stúlkur: Hvernig fannst ykkur Helgi P. stjórna þætt- inum? — Helgi P? Je minn, ég tók ekki eftir honum! Var hann með?!! Agnes Bragadóttir og Fríða Proppé fagna eftir velheppnaða sjónvarpsút- sendingu. Stjórnandi þáttarins Helgi Pétursson á milli þeirra. Hægt að ná svona samningi ef Hjörleifur og Ragnar hefðu verið framsóknarmenn segir Steingrímur Hermannsson for- sœtisráðherra — Það hefði verið hægur leik- ur að ná svona samningi við Alusuisse fyrir löngu ef Hjörleif- ur Guttormsson og Ragnar Hall- dórsson hefðu verið framsóknar- menn, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í viðtali við Aðalblaóið. „Ég vek athygli á því, sagði Steingrímur, að Hjörleifur lagði til að verðið yrði hækkað upp í 10 mills en það er nákvæmlega það sama og við náðum fram núna. Þetta bendir til þess að Hjörleifur sé framsóknarmaður eða alla vega hugsi mjög líkt og við. Hins vegar heimtaði hann skilyrðis- lausa uppgjöf Alusuisse-manna en við fórum aldrei fram á slíkt og höfum þar af leiðandi náð fram hækkuðu rafverði án ærumeið- inga. Það mætti því kalla þessa samninga „Hækkun í hafi án heimtufrekju“. — Hér er um bráðabirgða- samkomulag að ræða? „Ég tel mikilvægt að það komi Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra: Á ég að brosa á myndinni? Hvort á ég að segja SIS eða MILLS? fram, að engin endurskoðunar- ákvæði fylgja samningum. Raf- orkuverð er orðið á eftir tímanum og þess vegna mjög viðunandi að hækkun náðist, ég harma hins vegar að Hjörleifur hafi ekki get- að komið þessu til leiðar á sínum tíma“. — Fyrirgefðu en spurning var... „Auk þess er athyglisvert, að Alusuisse hefur boðið okkur að kaupaeinhvern smáhlut í álverinu svo við höfum eitthvað til mál- anna að leggja í framtíðinni, alla vega á pappírnum. Þarna ætti að skapast ákveðinn viðræðugrund- völlur í framtíðinni“. — Spurningin var... „Að lokum vil ég undirstrika, og vil vekja á því sérstaka athygli, að Alusuisse hefur verið veitt velyrði fýrir því, af okkar hálfu, að taka inn hluthafa að helming. Hafa þeir nefnt franska álfyrir- tækið Aluette og tel ég það heppi- legt fyrirtæki".

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.