Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 7
Hagsmunafélag myndlistarmanna: Hljóðverkstæði á Kjarvalsstöðum Langar þig (il að fá útrás í fram- sækinni hljóðmyndun um helgina? Hagsmunafélag myndlislar- manna býður þér upp á það að Kjarvalsstöðum í tilefni þess að samsýningu félagsmanna lýkur þar á sunnudagskvöld. Aðstandendur sýningarinnar ætla að koma upp svokölluðu hljóðverkstæði (soundworkshop) þar sem gestum gefst færi á að reyna sig við alls kyns hljóðmynd- un. Upptökumenn verða á staðnum og geta menn því fengð að heyra eft- ir á hvernig til tókst. Þá gefst sýningargestum færi á Öllum heimil notkun að hlýða á hljóðverk eftir lista- mennina Ástu Ólafsdóttur, Magnús V. Guðlaugsson, Finnboga Pétursson, Þór Elís Pálsson, hljóm- sveitina Oxmá, sem líka ætlar að sýna kvikmynd í vísindasagnastíl, og ef til vill fleira. Einnig verður hægt að hlusta á sögu hljóðlistar- innar, sem Rod Summers hefur tek- ið saman. Hljóðverkstæðiðopnarumkl. 16 á laugardag og stendur eitthvað fram eftir degi. Á sunnudag verður það svo opnað um kl. 15 og tilraun- unum lýkur það kvöld með allsherj- ar tónleikum, þar sem Oxmá og fleiri leika. Tónleikarnir verða tekn- ir upp og ef vel tekst til, verða þeir ef til vill gefnir út á snældu. Hljóðverkstæðið er opið fyrir alla aldurshópa. Norski tónlistarleikhópurinn Symre kemur fram á fyrsta vísnakvöldi vetrarins í Pjóðleikhúskjallaranum Vísna- vinir hefja kveö- skapinn Vísnavinir eru komnir í vetrar- búninginn. Fyrsta vísnakvöld haustsins verður haldið í Þjóðleik- húskjallaranum á mánudagskvöld. Heiðursgestir verða norskir lista- menn, þeir sem mynda tónlistar- leikhópinn Symre, en auk þeirra koma fram Hjalti Jón Sveinsson, Pjetur Hafstein Lárusson og Guð- rún Hólmgeirsdóttir. Vísnakvöld Vísnavina verða síð- an haldin mánaðarlega í vetur og verður nánar sagt frá þeim síðar. Skemmtunin á mánudagskvöld hefst kl. 20.30. Magnús Geir Þórðarson 9 ára er alltaf að skrifa leikrit. Nú eru þau þegar orðin 15. Barnaleikritið Keisarinn flutt um helgina: ,,Mig langar frekar til að vera leikari“, segir höfundurinn, Magnús Geir Þórðarson 9 ára Magnús Geir Þórðarson heitir 9 ára skólapiltur úr Mclaskóla, sem hefur verið að dunda sér við að skrifa leikrit í frítíma sínum. Leik- ritin eru nú orðin 15 og verður eitt þeirra, „Keisarinn", flutt á barna- skemmtun í tilefni 10 ára afmælis Flugleiða um næstu helgi. Bænahúsið á að byggjast í hallar- garðinum og skal það vera eitt hundrað fermetrar að flatarmáli. En áður en að byggingu kemur fer keisarinn til íslands í boði forseta íslands. „Þegar keisarinn sér að það er engin höll á íslandi, fer hann að hlæja“, heldur Magnús Geir áfram. Danski keisarinn verður veður- tepptur hér í tvo mánuði og þegar hann kemur aftur til heimalands síns finnur hann ekki höllina. í staðinn er komið bænahús. Það kom sem sé i ljós, að hallargarður- inn var ekki nema fimmtíu fermetr- ar þegar til átti að taka. „Keisarinn fréttir síðan að það sé verið að byggja höll á íslandi“, segir höfundurinn. „Keisarinn" var sýndur í vor í sunnudagaskóla og í Melaskólan- um og að sögn Magnúsar Geirs fékk það góðar viðtökur, enda allt upp á grínið. Magnús Geir leikur sjálfur í leik- ritinu og hefur áður leikið í mörg- um leikritum í skólanum. Þá lék hann í sumar í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur. En hvort skyldi hann frekar vilja verða, leikári eða leikskáld? „Mig langar til að verða hvort tveggja, en samt langar mig frekar til að verða leikari". Magnús Geir hefur þó ekki lagt leikritun á hilluna, því hann hefur nú i smíðum nýtt verk um tvo stráka. Annar þeirra er ekki dugleg- ur í skólanum. „Hiiin er bara venjulegur", segir leikskáldið Magnús Geir Þórðar- son, 9 ára. Afturhvarf til einfaldleikans Bergþóra Árnadóttir vísna- söngkona slcer ekki slöku við þessar vikurnar. Hún er nýbúin að gifta sig, frumflytja Blóma- frceflablús á Lœkjartorgi ásam- komu blómafræflaunnenda og á allra nœstu dögum er von á nýrri hljómplötu frá henni sem ber heitið Afturhvarf „Við erum að bíða af okkur útsölurnar, það er verið að pressaplötuna, svo kemur hún“, sagði Bergþóra í samtali við Helgarpóstinn“. — Hvers konar tónlist er á þess- ari plötu? „Það eru aðallega lög eftir mig og eins og nafnið ber með sér er ég aftur að hverfa til einfaldari fram- setningar. Á síðustu plötunni minni Bergmáli var mikið af hjálpar- mönnum, alls konar hljóðfæri, en á þessari er allt einfaldara í sniðum. Við erum þrjú sem spilum aðallega, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Tryggvi Hubner gítarleikari og svo ég, en Gísli Helgason blokkflautu- leikari og Kolbeinn Bjarnason flautuleikari koma við sögu. Text- arnir eru flestir eftir góð skáld, eins og Stein Steinarr, Jóhannes úr Kötl- um, Pál Ólafsson og Pál Árdal, Benedikt Gröndal og fleiri. Ég vil sérstaklega nefna ljóðið Borgarljós eftir Sigurð Anton Friðþjófsson, ljóðskáld sem dó fyrir þremur ár- um. Hann hafði þá gefið út eina ljóðabók og ég hef séð handrit að annarri sem ég vil endilega stuðla að útgáfu á. Pálmi syngur lagið við ljóðið hans. Það er líka eitt lag eftir Pálma á plötunni, instrúmental lag. Og eitt norskt lag. — Hvernig ætlið þið svo að kynna plötuna? „Við erum eiginlega búin að kynna hana um allt land. Við héld- um tónleika i Norræna húsinu í sumar, þar er yndislegt að syngja. Svo fórum við um allt land í tón- leikaför, meira að segja til Gríms- eyjar. Það var toppurinn. — Hvernig var ykkur tekið í Grímsey? „Ofsa vel. Við fengum um þriðj- ung íbúanna á konsertinn, hefðum líklega fengið fleiri ef veðrið hefði ekki verið svona gott og allir bátar á sjó. — Hvað er svo framundan? „Það eru fleiri tónleikar. Það er von á norskum fiðluleikara Svein Nymo, sem er einn af þeim allra skemmtilegustu í vísnatónlistinni, við ætlum að halda tónleika með honum. Síðan verðum við á kvöldi Vísnavina. Það má geta þess að Vísnavinir verða með leikhóp frá Noregi í heimsókn í vikunni, Symre kalla þau sig, þau ætla að halda námskeið og tónleika. Nú við ætl- um að halda áfram að vinna saman þessi þrjú og kannski að leita inn á árshátíða- og þorrablótamarkaðinn Bergþóra Árriadóttir meö nýja plötu með okkar tónlist. Ég var líka að fá boð um að koma í tónleikaferð til Norðurlandanna og hef fullan hug á því að fara. Það verður vísnamót í lok nóvember í Serö við Gauta- borg og þar verðum við Gísli Helga- son að öllum líkindum. — Finnst þér vísnatónlist vera á uppleið hér á landi? Álveg hiklaust. Það sýnir að- sóknin að vísnakvöldum Vísna- vina. Það er alltaf uppselt. Við er- um að fara af stað með vetrarpró- grammið á næstu vikum og verðum áfram í Þjóðleikhúskjallaranum á mánudagskvöldum. — ká

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.