Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 8
twnlist Félagsbíó Keflavík: Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingi- mundarson syngja og leika á töstu- dagskvöid kl. 21. Austurbæjarbíó: Á laugardag kl. 14.30 halda Kristinn Sigmundsson barítónsöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari tónleika þar sem flutt verða verk eftir Verdi, Ives, Schönberg, Mozart, Schubert og Wagner. Kristinn hefur gert garðinn frægan að undanförnu og minnisstæðir eru tónleikar hans i Breiðholtinu fyrr í haust. Þetta er síð- asta tækifærið til að heyra hann að sinni því að hann er á leið til Vínar- borgar, þar sem hann hefur veriö við nám. sÝBiiiHh'irssilir Gallerí Langbrók: Langbrækur sýna og selja muni sína. Grafík, keramik, tauþrykk og margt fleira skemmtilegt. Opiö virka daga kl. 12—18. Verslanahöllin Laugavegi 26: Sigþrúður Pálsdóttir opnar myndlist- arsýningu á laugardag kl. 17á 2. hæö hússins. Sýningin stendur til 30. sep- tember og er opin daglega kl. 14—19 og 20—22. Listasafn ASÍ: Baltasar, Bragi Ásgeirsson og jafnvel fleiri opna sýningu á verkum sínum á laugardag. Norræna húsiö: Á laugardag kl. 17 opnar danski list- málarinn Henri Clausen sýningu á verkum sínum i kjallarasalnum. Sýn- ingin stendur til 2. október og er opin kl. 14—19 alla daga. Á kaffistofu opn- ar á föstudag sýning á glerlist eftir Ingunni Benediktsdóttur og í anddyri veröur sýning á teikningum eftir Kristján Jón Guðnason. Kjarvalsstaöir: Sýningalok um helgina. Hagsmuna- félag myndlistarmanna i vestursal og á göngum og Kjarval á Þingvöllum i Kjarvalssal. Opið kl. 14—22. Húllum- hæ alla helgina. Gallerí Lækjartorg: Tvíburabræðurnir Haukur og Hörður sýna höggmyndir og mikró-relief verk og fleira. Þeir eru á leiö til útlanda. Missið ekki af tækifærinu. Sýning- unni lýkur á sunnudag. Opið daglega kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14—22. Ásmundarsalur: Garðar Jökulsson sýnir oliu- og vatns- litamyndir. Sýningunni lýkur á sunnu- dag. Opið virka daga kl. 16—22 og 14—22 um helgar. Mokka: Valgarður Gunnarsson sýnir málverk. Góð verk, góður staður, gott kaffi. Listmunahúsiö: Afmælissýning Ragnars Kjartans- sonar myndhöggvara opnar á laugar- dag. Þar sýnir Ragnar smáhögg- myndir og veggmyndir. Sýningin stendur til 2. október og er opin kl. 10—18 virka daga og kl. 14—18 um helgar. Lokað á mánudögum. Gallerí Grjót: Örn Þorsteinsson sýnir smámyndir. Opið virka daga kl. 12—18. Djúpið: Dagur Siguröarson sýnir myndlist til 2. október. Góö vinna. Opið daglega kl. 11—23.30. Listasafn Einars Jónssonar: Dulmagnaðar höggmyndir. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30—16. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Stórbrotin verk. Opið daglega kl. 14—17. Lokaö mánudaga. Ásgrímssafn: íslensk list eins og hún gerist hvað best. Opiðsunnudaga, þriðjudagaog fimmtudaga kl. 13.30—16. Árbæjarsafn: Opið samkvæmt samkomulagi. Upp- lýsingar fást á skrifstofu safnsins. Bogasalur: Myndir úr íslandsleiðöngrum og fleiri myndir úr fórum safnsins sem ekki hafa verið sýndar áður. Icikluís Leikfélag Reykjavíkur: Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Fyrsta verkefni vetrarins. Sýningar á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20.30. Stúdentaleikhúsið: Norski tónlistarleikhópurinn Symre heldur tvær sýningar, þar sem skipt- ast á tónlist og stuttir leikþættir. Sýn- ingarnar verða á föstudag og laugar- dag kl. 20.30. Léttar veitirigar með- an á sýningu stendur. List færð í ,,fóstrustíl“ Svo segir í snilldarverki sem gefið var út nýlega fyrir yngstu lesendurna, þá sem eru rétt farnir að geta stautað, að lítil telpa hafi villst inn á listasafn ásamt hvolpi sínum og hafi hrifist svo af lista- verkunum þar að bæði vildu vera málarar. Þegar þau komu heim sofnaði telpan, úrvinda, enda alkunna að börn þreytast fyrr en hundar. Meðan telpan svaf málaði hundurinn mynd af telpunni. Nú vaknaði telpan og vildi ekki vera minni en hundur- inn, því henni hafði verið sagt í leikskólanum að maðurinn væri æðsta skepna jarðarinnar og svo mikil vitsmunavera að hann gæti búið til snjó með því að rífa bréf í smásnepla. Það væri það fyrsta sem dönsku fóstrurnar kenndu negrunum í föndri í Afríku, að búa til snjó úr fínrifnum bréfmið- um. Þetta finnst negrunum vera svo mikið furðuverk að þeir vilja helst ekkert annað en skreið og dönsk niðursoðin hrogn, vörur úr löndum þar sem bréfsneplasnjór er næstum allt árið. Af þessum sökum er nýja nýlendu- og markaðsstefnan sú að senda fyrst fóstrur inn í frumskógana á hvít- um tréklossum, í staðinn fyrir trú- boða, eins og bretar gerðu. „Fostrur gefa betri raun en trú- boðar og prestar", segir Per Sörensen í sinni frægu bók Skandinavísk markaðskönnun í svörtu Afríku. Um þetta hafði telpan enga hugmynd, hitt vissi hún að hún var kölluð til listsköpunar, svo þegar hundurinn lagði sig (enda' alkunna að Iistsköpun hefur þreytandi áhrif á hunda) þá málaði hún í skyndi mynd af hundinum. Og út úr munninum á hundinum teygðist magatútta og í henni var stórt bein. Síðan vaknaði hundurinn úr sínum súrreala svefni, með undir- meðvitundina hálfpartinn utan á sér, og telpan og hann fóru með listaverkin sín strax á listasafnið. Hér Iýkur þessari snjöllu barnasögu, um það hvað hundar og telpur eiga auðvelt með að skapa ódauðleg listaverk. Söfnin taka við þeim eins og skot. Selmurnar eru svo sætar í sér við innkaupin. Ég bar þessa bók, ekki undir okkar besta sérfræðing í barna- bókalist, heldur Gunnu fóstru, frænku. Hún sagði mér brátt „eft- ir vandlega þemagreiningu" að jafn markvissar og marktækar bækur vektu sjálfstraust barna af því endirinn er jákvæður. Telpan kemur list sinni á framfæri. Hún sýnir! Listasafnið kemur til móts við hana. En er niðurstaðan jákvæð fyrir hundinn? spurði ég. Hundurinn í sögunni er hjálp- argagn, sagði Gunna fóstra. Hann er tákn fyrir leiðsögn, hann er hvati, ástarþörf barnsins, hið fer- fætta sköpunareðli í hverjum manni. Sýning Hagsmunafélags mynd- listarmanna að Kjarvalsstöðum gæti hafa verið máluð að mestu af telpunni en þó miklu fremur af hundinum. Fátt er jafn athyglisvert í menn- ingu okkar og áhrif fóstrunnar á allt þjóðlífið. Ekki er fráleitt að halda því fram að hvarvetna gæti „fóstruviðhorfa" til lífsins. Hin rísandi myndlist er að mestu í „fóstrustíl". Og listamennirnir eru svo ánægðir yfir henni að þeir minna á glaðar fóstrur sem koma tilbúnar með stimpilinn til að stimpla „allt gott“ með stjörnu- stimpli. Og ekki má gleyma dægur- lögunum, flest eru þau í fóstru- söngstíl og textinn fóstruljóða- gerð, einnig ljóðagerð ungskáld- anna. FÓstran veður uppi. Áður sungu íslendingar í rútum um nú er horfið Norðurland, nú eru þeir hættir að syngja heima. En þeir syngja þeim mun meira, er mér sagt, í sólarlandarútunum, þegar þeir eru á leið (þjáðir af ræpu en hreifir af víni, æstir í að gefa þjórfé og auka álit þjóðarinnar) til að skoða gagnmerka staði. Þá syngja þeir fóstruljóð sem þeir lærðu í forskólanum: „Hvar er augað? Það er hérna. Benda á nebba, líka á eyrað. Einn-tveir- nebbi-eyra og munnur. En hvar er táin?“ Lófum er klappað saman, og svo kemur fóstran og allir fá sinn stjörnustimpil á eyrað, nefið, tána. Við þetta ná börnin afar eðlilegum þroska, sífellt að bíða eftir stjörnustimplinum: í listinni, í hjónabandinu, á vinnustaðnum. Gott ef þeir vilja ekki líka fá stjörnustimpil á gröfina sína. Að minnsta kosti á minningin að vera stjörnustimplum stráð. Um þessar mundir sýna að Kjarvalsstöðum málverk um þrjá- tíu hagsmunastjörnur. Verkin eru flest í „fóstrustílnum" og auðsætt að allar fóstrur borgarinnar mundu stimpla rækilega við þá miklu blönduðu tækni sem notuð er við myndgerðina. Þarna sýna líka tvær lífsreyndar og listreynd- ar fóstrur úr Leikskóla SÚM. í tengslum við sýninguna voru haldnir miklir gjörningar. Mesti gjörningurinn fór fram á Skeiðar- ársandi þegar lokið var við að mála þar táknræna þjóðlífsmynd í „fóstrustíl“ með afar blandaðri tækni. Við gjörninginn fannst hollenskt hugmynda-gullskip frá sautjándu öld, myndbreytt og í gervi þýsks togara frá hinni tuttugustu. Fundurinn var í sam- ræmi við þróun íslenskrar málara- listar síðasta áratuginn: frá hollenskættaðri hugmyndalist (konsepti) til þýskættaðrar litkekkjalistar. Yfirlistfræðingur þjóðarinnar úr Fornminjasafninu ruglaðist í gjörningunum á hinni frægu „fallbyssukeðju" og himnafestingu hugmyndaskipsins (konseptskipsins). Þjóðin veit nú að í keðjubútn- um er veikasti hlekkur þjóðlífs okkar, undirmeðvitundin veit það, en tíðarandinn (Zeitgeist) nfeitar að viðurkenna. í gjörning- unum fóru nokkrar fóstrur út á sandinn með stjörnustimpilinn. Þær óðu gegn hugarvillunni með hann á lofti syngjandi: Hvar er augað? Eða nebbinn? Eða vitið? Engu að síður komu þær engu inn í hausinn á neinum, sjónin komst aldrei inn í augun, ilmanin flúði nefið (og fann kryddlykt af viði) snerting komst aldrei í fingurna og ekkert jafnvægi var í tánum. I gjörningunum ku tvær sauð- kindur á Blikastöðum hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá mál- verki eftir Jóhann Briem og breytt um lit, en bóndinn tók undir orð listakonunnar: íslenskt sauðfé er afar skemmtilegt fyrirbrigði. Slíkur er máttur íslenskrar myndlistar að náttúran hefur far- ið inn á „nýnáttúrusviðið“ eins og sést á Esjunni, hún er stöðugt að nálgast málverkið. Hún á því skil- inn stjörnustimpil. Mál var að málverkið yrði ekki! aðeins fyrir áhrifum frá landslag- inu heldur yrði landslagið undir sterkum áhrifum frá málverkinu. SJOKVAKI* Föstudagur 16. september 20.00 Fréttir. Er það Magnús með pipi- úrið? Eða er það einhver annar? Eigandinn ætti nú annars að taka pað niður. 20.35 Á döfinni. Birna „Sigurgrima" Hrólfsdóttir kynnir afkastamögu- leika menningarbelgsins. 20.45 Skonrokk. Loksins fáum viö aftur brosandi andlit á skjáinn. Hún léttir okkur lífið hún Edda Andrésdóttir. Svo er hún svo prófessíónal. 21.15 Málmartil hernaöarnota. Náttúran ætlar kannski að koma vitinu fyrir hernaðarbröltara. Fágætu málm- arnir eru nefnilega ekki óþrjótan- legir. Ameríkanar hafa lika áhyggjur af áhrifum Sovótmanna i Afriku. Þaðan koma flestir málmanna. 22.15 Brot (Smithereens). Bandarísk bíómynd, árgerð 1982. Leikendur: Susan Berman, Brad Rinn, Richard Hell. Leikstjóri: Susan Seidelman. Rótlaust lif og utan- garðsfólk f skuggahverfum stór- borgarinnar. Hér er það New York. Raunsæ lýsing og mynd sem var sýnd á kvikmyndahátíð. Gott stöff. Laugardagur 17. september 17.00 íþróttir. Ingólfur Hannesson drepur marga tittlinga áður en yfir lýkur. Skemmtilegir þættir. 18.55 Enska knattspyrnan. Bjarni Fel gat ekki látiö okkur i friði einn laugar- dag. Hann veit liklega hve vinsæll hann er. 20.35 I blíðu og stríðu. Loksins lokaþátt- urinn. Þau hafa aldrei elskað hvort annað jafn heitt og nú. Hún orðin forseti og hann forstjóri sjúkrasam- lagsins. Hvílíkir draumar. 21.00 Glæður. Stórir tónlistarmenn. Gamlir og góðir. Fyrsti þátturinn af sex. Rætt við þá og bönd endur- sköpuð. Hér er þaö Björn R. Einars- son. 22.00 Skffurnar sjö (The Seven Dials Mystery). Bresk sjónvarpsmynd, alveg ný. Leikendur: Cheryl Cham- pell, James Warwick, John Giel- gud, Harry Andrews, John Vine. Agata Kristi á fullu og leysir morð- mál á friðsælu sveitarsetri. Siðan eru það leynisamtökin Skifurnar sjö. Það eru sko karlar í krapinu. Sunnudagur 18. september 18.00 Sunnudagshugvekja. Jón Hjörleif- ur Jónsson komandi presturflytur. í næsta hverfi. 18.10 Amma og átta krakkar. Ég endur- tek bara andvörp min og samúðar- kveðjur. 18.30 Vofur á flugi. Þær eru nú hálfgerð- ar uglur þessar turnuglur sem hér verða sýndar. Þær eru alltaf I turn- um. Hipparnir hefðu talað um að umturnast. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Guömundur Ingi Kristjánsson kynnir okkur góm- sætindin. 20.50 Krlstinn Sigmundsson. Ungur sönvari á uppleiö og vænsti dreng- ur. Hór er sýnt frá tónleikum, sem hann hélt um daginn. Söngelsk- endur biða í ofvæni. 21.40 Amma og himnafaðirinn. Gamla konan heldur áfram að rausa í guði. Eins og þaö hafi nokkurn tima leitt til einhvers. Ástand heimsmálanna sýnir þaö nú best. ÍITVARI’ Föstudagur 16. september 8.30 Unglr pennar. Börn bókmennta- þjóðarinnar sýna hvers þau eru megnug. Þurfum við að kvíða fram- tíðinni? Verður nokkur framtið? 8.40 Tónbillð.Róandi tónlist áður en erill dagsins hefur niðurrifsstarfsemi sína. 10.30 Það er svo margt að minnast á. Torfi Jónsson hefurfilsminni, made of steel. 11.05 Ég man þá tið Er grösin greruurru. Hermann Ragnar Stefánsson með nostalgluþátt. 11.35 Úrævi og starfi islenskra kvenna. Björg Einarsdóttir segir okkur frá huldufólki islandssögunnar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.