Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 21
-tpff'Llft Irjnn Fimmtudágúr 15. september 1983 Texti: Þórhallur Eyþórsson ________________________21 Ljósmyndir: Jim Smart Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri VISA ISLAND: „Höfum hafið undirbúning að setja á markaðinn greið'slukort sem gilda bæði innanlands og utan“. itkorta við hinum almenna neyt- anda? Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendafélags Reykjavíkur var inntur eftir því. „Sannast sagna hefur þetta mál enn ekki verið formlega tekið fyrir hjá okkur á fundumþ sagði hann, „hins vegar hef ég velt því nokkuð fyrir mér sjálfur. Ekki er að efa að í notkun kreditkorta felst ákveðin framþróun — þetta greiðsluform er tekið að ryðja sér æ meira til rúms. En það er eitt atriði sem stingur mig. Verslanir og önnur þau fyrir- tæki sem skipta við kreditkortafyr- irtækin þurfa vitaskuld að greiða þeim kostnað fyrir þjónustuna — og ég get ekki betur séð en sá kostn- aður komi niður á öllum neytend- um í hækkuðu vöruverði án tillits til þess hvort þeir nota kreditkort eða ekki. Hér tel ég ekki rétt að verki staðið. Auðvitað á að leggja auka- lega á vöru og þjónustu sem kredit- kortahafinn fær, en ekki að dreifa kostnaðinum yfir alla jafnt. Aðspurður hvort hætta væri á misnotkun svaraði Jóhannes: „Mér þykir ekki útilokað að neytandinn geti komist í vanda ef hann glatar korti og óskilvís finn- andi tekur út á það áður en viðvör- unarlistar hafa verið gefnir út, þá hlýtur að verða erfitt fyrir korthafa að afsanna að hann hafi tekið svo og svo mikið út á kortið. En það er annað sem kannski er hættulegast. Ef einungis „traustir aðilar“ svo- kallaðir eiga kost á kreditkortum þá kynni sú staða að koma upp að um yrði að ræða flokkun á þegnum í fyrsta og annars flokks eftir því hvort þeim væri treystandi fyrir kreditkortum eða ekki. Við þær að- stæður myndu eflaust margir spyrja sig: „hef ég efni á því að fá mér ekki kreditkort?“ Ég held að kaupmenn sjálfir fallist á að notk- un kreditkorta örvi kaupgleðina, og kemur mér þá í hug að þegar þessi starfsemi var að byrja hér á landi vorum við með þýdda sænska grein í Neytendablaðinu þar sem fram kom að gjaldþrotamál í Svíþjóð hefðu aukist eftir því sem kortin urðu algengari — fólk lifði fremur um efni fram. Bagalegt er að ennþá eru engin lög til á íslandi um afborgunarkaup og þar með ekki heldur um kredit- kort, það eru engar lágmarksreglur sem hægt er að fara eftir. Hér þarf ríkissvaldið að taka sig á og búa þannig um hnútana að notkun kreditkorta verði aldrei neytendum í óhagí* ■ Örvar til viðskipta „Kostirnir við notkun á greiðslu- kortum eru fjölmargir sagði Einar ennfremur." „Hagstætt er fyrir korthafa að hann fær ákveðinn greiðslufrest sem veitir honum ör- yggi fyrir óvæntum útgjöldum og hann losnar við þá tortryggni sem einatt gætir í garð ávísana — er- lendis að minnsta kosti. Hann þarf í rauninni ekki að gera annað en sýna kortið og skrifa nafnið sitt; með reglulegu millibili fær hann svo úttektarseðla sem stuðla að bættu heimilisbókhaldi. Þá má nefna að fyrirtæki sem taka greiðslukort geta bætt sam- keppnisaðstöðu sína verulega, því að ekki er að leyna að notkun kreditkorta örvar fólk til viðskipta — virkur „impulsive" á þeim vett- vangi, þótt auðvitað sé það undir hverjum og einum komið. Enn- fremur fá fyrirtækin örugga greiðslu fyrir vörur og þjónustu og losna við innheimtuvafstur ef við- skiptavinir hafa fengið skrifað, en fyrir þetta greiða þau þóknun til greiðslukortafyrirtækisins. En vafalaust er þeim einna mest hagræði að notkun greiðslukorta sem starfs síns vegna ferðast mikið erlendis, því að þá losna þeir við það umstang sem fólgið er í að skipta einum gjaldmiðli í annan. Enn eruí reglum gjaldeyriseftirlits Seðlabankans nokkrar skorður settar um það hverjir geti fengið greiðslukort til afnota í útlöndum, en væntanlega verða þær rýmkaðar eftir því sem þetta ryður sér meir til rúms“ Þegar Einar var spurður hvort ekki væri hætta á misnotkun kort- anna sagði hann: „Auðvitað er allt hægt að misnota, einnig greiðslu- kort, til dæmis ef þau glatast og komast í hendurnar á óprúttnu fólki. Sendum við því viðvörunar- lista yfir glötuð kort til viðskipta- aðila okkar. Annars er erfiðara, ef eitthvað er, að falsa greiðslukort en ávísanir — eða jafnvel peninga! Ef um ítrekuð vanskil er að ræða leiða þau til kortssviptingar. Reyndar er fyrirsjáanlegt að notkun greiðslukorta verði gerð auðveldari með tölvuvæðingu — og er þegar tekið að ryðja sér til rúms í Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar. Um leið verður misnotkun gerð nánast ókleif“ Greiðslufrestur Vörumarkaðurinn h/f er eitt þeirra fyrirtækja sem þegar hafa gefið viðskiptavinum sínum kost á greiðslum með kreditkortum. Þar fengust þær upplýsingar að notkun kreditkorta kæmi sér fyrst og fremst vel fyrir kaupendur því að þarna fengju þeir verulegan greiðslufrest sem ekki hefði lítið að segja í hundrað prósent verðbólgu- þjóðfélagi — í rauninni álitleg kauphækkun fyrir þá sem með kynnu að fara. Og vissulega sýndi það sig að íslendingar væru með á nótunum, mikið væri verslað fyrir 20. hvers mánaðar, en eftir það drægist salan saman. Fram kom einnig að ekki færi hjá því að notk- un kreditkorta örvaði kaupgleði, þar sem þá þyrfti ekki að greiða út í hönd. Hins vegar kæmi greiðslu- fresturinn seljendum illa ef um væri að ræða vörur sem lítið er lagt á, til dæmis væri ekki mikill akkur í að selja kjötskrokka út á kreditkort. Vanskil Hrafn Bachmann í Kjötmiðstöð- inni sagði í samtali við Helgarpóst- inn að þeir hefðu tekið við greiðsl- um með kreditkortum um árabil og hefði yfirleitt gefist ágætlega. „í fjárhagsáætluninni höfum við mið- að við þennan ákveðna dag, 5. hvers mánaðar. Það má segja að 50 til 55°/o af veltunni á dag komi inn frá fólki sem fær skrifað — ýmist hjá okkur beint eða kreditkortafyrir- tækinu!1 Hrafn sagði ennfremur að verðbólguhraðinn bitnaði á kaup- mönnum, en kæmi sér auðvitað vel fyrir viðskiptavini, sem hefðu greiðslufrest. Enginn vafi léki þó á því að notkun greiðslukorta yki eyðsluna, þótt jafnframt ætti nú að fást betra yfirlit yfir hana sem fólk gæti svo miðað við. „Auðvitað hef- ur viljað brenna við að fólk hefur ætlað sér um of í eyðslunni og van- skil hlotist af,“ sagði Hrafn að lok- um, „en þá er kreditkortafyrirtæk- isins að leysa það mál. Það sló mig mjög þegar ég var á ferð í Banda- ríkjunum nýlega að þar eru sprottn- ar upp stofnanir sem lána verslun- um fé til að brúa bilið frá lokun út- tektartímans til greiðsludags. Gæti svo farið að slíkt ástand skapaðist hér því að ég hef þá trú að margir kaupmenn hafi safnað skuldum upp á síðkastið!1 Fyrsta og annars flokks þegnar? Ekki verður sleginn botn í þessa grein án þess að hafa kynnt sér sjónarmið sem e.t.v. mestu máli skiptir: hvernig horfir notkun kred- Gœði og verö sem koma á óvart! FÖSTUDAGSKVÖLD í Jl! HÚSINUI í Jl! HÚSINU OPIÐ í ÚLLUM DEILDUM TIL KL. 10 i KVÚLD 0PIÐ -> P" j NÝJUNG LAUGAR- DAGA EURQCARD > JLgrillið Op»ö® Grillréttir allan daginn vers'unartl Réttur dagsins MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN HUSGA GNA ÚR VAL Á TVESMUR HÆÐUM. RAFTÆK! RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála /A A A A A A I 'JJj' Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 “ _l our i .juurjaj j-;: -I UUDnj'IJw ■ taiBííii uiiaailii ii lliii Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.