Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 2
2 Þessar hressu fraukur munu halda uppi gleðinni í Þórscafé á næstunni á svokölluðum Þórscabarett sem mikilla vinsælda hefur notið undan- farin ár. Menn þekkja þarna þær góðkunnu leikkonur Guðrúnu Alfreðsdóttur, Guðrúnu Þórðardóttur og Sögu Jónsdóttur. Smartmynd. Pepsi Askorun! vöklu Pepsi af þeim sem tóku afstödu ot-í 4719 Coke 4429 Jafn gott 165 Alls 9313 Láttu bragöiÓ ráða Fimmtudagur 20. október 1983 „Stúlkan í þrönga kjólnum eða hvernig á að frelsa heiminn“ var yfirskriftin á erindi sem Hannes H. Gissurar- son flutti á hádegisverðarfundi Stofnunar Jóns Þorlákssonar. Hér sést hann í glöðum félagsskap þeirra Indriða G. Þorsteinssonar og Ragnars Halldórssonar. Hvernig á að frelsa heiminn? — Stofnun Jóns Þorlákssonar færist í aukana Nyverið var blaðamönnum og öðrum áhugamönnum boðið að sitja hádegisverðarfund, þar sem aðstandendur „Stofnunar Jóns Þorlákssonar*’ kynntu starfsemi þessa unga félagsskapar sem stofnað var til fyrr á þessu ári. Á fundinum gerði Jónas Haralz bankastjóri stuttlega grein fyrir markmiðum félagsins, sem Námskeið í stjörnuspeki íslenskir stjörnuspekingar eru ekki margir. Þó eru nokkrir á kreiki, meðal annars Gunnlaugur Guðmundsson, sem hefur gert stjörnukort fyrir almenning í nokk- ur ár. Hann hyggst nú færa út kví- arnar og stjórna námskeiði í stjörnuspeki. — Þetta námskeið verður öllum opið, segir Gunnlaugur við HP. — Ég mun taka 12 nemendur í einu og kenna þeim grundvallaratriði stjörnuspekinnar. I byrjun nám- skeiðsins mun ég reikna stjörnu- kort allra nemendanna og mun síð- an notast við kort þátttakenda við kennsluna. — Út á hvað gengur kennslan? Ég mun útskýra tákn stjörnu- spekinnar, fjalla um nútíma- stjörnuspeki, kynna stjörnumerkin og samspil þeirra, plánetutengsl og hringrásir pláneta og aldursskeið. Þá munu kortin túlkuð og þátttak- endum gefinn kostur á að túlka eig- in kort. Innifalið í þátttökugjaldi, sem er 1200 krónur, er einkatími sem stendur þátttakendum til boða meðan á námskeiðinu stendur. Les- mál fylgir einnig hverjum þætti námskeiðsins. Námskeiðið hefst í októberlok og verður tvö kvöld í viku, á mánudögum og fimmtu- dögum, í 2Vi viku, tvo tíma í senn. Þátttaka tilkynnist mér í síma 18314 kl. 19-21, segir Gunnlaugur Guð- mundsson. Að lokum má taka það fram að námskeiðið fer fram í Guðspeki- húsinu og öllum sem áhuga hafa á stjörnuspám og stjörnuspeki er bent á þetta einstaka tækifæri. munu samkvæmt lögum þess vera að „efla rannsóknir í atvinnumál- um og stjórnmálum á íslandi með almenningsheill að leiðarljósi, þar á meðal útgáfu rita, styrkjurn til fræðimanna og öðru starfi eftir þörfum.“ Einnig er skýrt kveðið á um það í lögum stofnunarinnar að hún sé óháð öllum stjórnmála- flokkum og hagsmunasamtök- um. „Ég mun kenna þátttakendum grundvallarhugtök stjörnuspekinn- ar“, segir Gunnlaugur Guðmunds- son stjörnuspekingur. Hannes H. Gissurarson, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, flutti síðan fyrirlestur sem hann nefndi „Stúlkan í þrönga kjóln- um eða hvernig á að frelsa heim- inný sem mun vísa til alkunns kvæðis Steins Steinarr. Þar fjall- aði Hannes einkum um samspil ríkishafta og athafnafrelsis, vanda þeirra sem dreymir um að frelsa heiminn og herstjórnarlist þeirrar hugmyndabaráttu sem „Stofnun Jóns Þorlákssonar"1 mun ætlað að taka þátt í. Meðal þekktra nafna sem sitja í framkvæmdaráði og rann- sóknarráði stofnunarinnar má geta Guðmundar Magnússonar háskólarektors, Ólafs Björns- sonar prófessors, Brynjólfs Bjarnasonar framkvæmdastjóra, Ragnars Halldórssonar forstjóra, auk Jonasar Haralz. En margir fleiri koma hér við sögu. Sérlegir ráðgjafar stofnunar- innar koma frá þremur þjóðlönd- um, þeir Harris lávarður frá Bret- landi, James M. Buchanan prófessor frá Bandaríkjunum og Antonio Martino prófessor við Rómarháskóla. Davíð Oddsson borgarstjóri opnaði á laugardaginn sýningu á Kjarvals- stöðum á verkum Jóhannesar Kjarvai og var þar vitaskuld fjöldi fyrir- ; manna þjóðarinnar. Á þessari Smartmynd má sjá biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, og konu hans ásamt borgarstjóra, og á bak við grillir í Alfreð Guðmundsson, forstöðumann Kjarvalsstaða. Skrifstofuhúsgögn ALLAR GERÐIR! Leitið eftir nánari upplýsingum Veljum íslensk húsgögn fyrir íslensk fyrlrtœki og heimili. Sendum um allt land iW HÚSGÖGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.