Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 4

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 4
Fimmtudagur 20. október 1983 Hetgai--; posturinn Grund, fjórumárum síðar: :/•*•****•' " - Grund-vallarbreytingar? ■ Fyrir rúmum fjórum árum birti Helgarpósturinn dagbókar- brot starfsstúlku á Elliheimilinu Grund í Reykjavík. Þessi stúlka hafði ýmislegt að athuga við að- búnað og aðhlynningu gamla fólksins á elliheimilinu. ■ Starfsstúlkan hafði skrifað hjá sér athugasemdir, m.a. varð- andi hreinlæti á staðnum, en megingagnrýni hennar beindist þó að því sem hún taldi varða ónærgætni og tillitsleysi við þarf- ir gamla fólksins á Grund, sér- staklega þörf þess á alúð og hlý- leik. ■ Af dagbókarbrotunum mátti draga þá ályktun, að á Grund hefði mistekist það markmið að láta vistfólki líða vel á áliðnu ævi- kvöldi, að stofnunin væri ekki rekin fyrir gamla fólkið heldur þrátt fyrir það. Gamla fólkinu hlyti að finnast sér ofaukið og framlag þess einskis virði. ■ I kjölfar birtingar HP á dag- bókarbrotum starfsstúlkunnar fór fram athugun á vegum Borgar- læknisembættisins á nokkrum þáttum starfseminnar á Grund. Vissar endurbætur voru gerðar. Síðan eru liðin rúm fjögur ár. Á þessum tíma hafa orðið viss straumhvörf í'viðhorfi þjóðarinnar til málefna aldraðra. Það sem olli þessum straum- hvörfum var fyrst og fremst það hraðvaxandi neyðarástand sem menn fóru að standa frammi fyrir í öldrunarmálunum. Þjóðin vaknaði upp við þann vonda draum, að hún var að gleyma pabba og mömmu og afa og ömmu í velferðardansinum. Gamla fólkinu fór að fjölga miklu hraðar en áður, og í ljós kom að það átti í fá hús að venda. Frammi fyrir sneisafullum elli- heimilum og hjúkrunardeildum aldraðra og troðfullum langlegu- deildum spítalanna, fór fólk að velta fyrir sér nýjum lausnum á vandamálum gamla fólksins. Þess- ar nýju lausnir áttu það sammerkt að þar var áhersla lögð á að gamla fólkið fengi að Ijúka ævinni með reisn, að þjóðfélaginu bæri skylda til að sjá öldruðum fyrir sómasam- legu ævikvöldi. En skilgreining þjóðfélagsins á því hvað er „sómasamlegt ævi- kvöld“ er að breytast. „Elliheimilið Grund hefur breyst mikið á síðustu árum“,segir Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við HP. „En þessar breytingar hafa ver- ið innan vissra marka. Byggingarn- ar eru gamlar og að ýmsu leyti hefur Grund e.t.v. dregist afturúr, þótt forráðamenn þar séu allir af vilja gerðir. Kröfurnar hafa brevst. Þróunin er heldur í þá átt að elli- heimili séu að hverfa. Áheisla er frekar lögð á að gamalt fólk búi i eigin íbúðum eða þjónustuíbúðum eins lengi og heilsan leyfir, en fari svo beint á hjúkrunarheimili ef heilsan brestur". Heildarstefnan er mörkuð í lög- um sem samþykkt voru á Alþingi í árslok 1982 og tóku gildi um síð- ustu áramót. í þessum lögum um málefni aldraðra segir í 1. grein: „Lögin miða að því, að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnana- þjónustu, þegar hennar er þörf”. Nú orðið þykir mörgum elli- heimilin, t.d. Grund og Hrafnista, vera gamaldags og kaldranalegar stofnanir. í dagbókarbrotum starfsstúlkunnar í HP fyrir rúmum fjórum árum var ljóst að henni ofbauð þessi kaldrani. í samtali við HP nú í vikunni ofbýður annarri starfsstúlku á Grund. Hún heitir Dagmar Sævaldsdóttir og starfaði í sumarafleysingum á kvöld- og næturvöktum á elliheimilinu. Hún er nú hætt að vinna þar. „Frá klukkan átta á kvöldin og til átta á morgnana eru á vakt ein hjúkrunarkona og þrjár ganga- stúlkur. Þetta eru fjögurra tíma vaktir: frá 8—12, 12—4 og 4—8. Á kvöldvakt, frá 8—12, er ein af gangastúlkunum bara í því að svara bjöllum vistfólksins. Hinar tvær eru í því að skipta á hjá þeim sem hafa vætt sig, og fara þá tvær um- ferðir um heimilið. Það sama er gert frá klukkan 4—8. Við vorum stöð- ugt á hlaupum allt kvöldið og eins á morgunvaktinni og ef eitthvað kom upp á var enginn tími til að sinna því. Meirihlutinn af vistfólkinu er meira og minna rúmfastur og mikill hluti er alveg útúr heiminum. Erfið- ustu eða þyngstu sjúklingarnir eru á 3. hæð, í kringum aðsetur þeirra sem eru á vakt, en það eru líka þungir sjúklingar annars staðar í húsinu“, segir Dagmar. „Við vorum á þeytingi um fjórar hæðir og út í bakhús, Minni— Grund, allan tímann og það er ekki hægt að sinna þessu öllu svo vel sé. Það eru alltof fáir á þessum vökt- um. Það þyrfti að tvöfalda kvöld- og næturvaktirnar“. Guðrún Gísladóttir og Sigrún Reynarsdóttir sjá um starfsmanna- hald á Elliheimilinu Grund. Þær segja að þetta sé í fyrsta skipti sern kvartað hafi verið um mannfæð á vöktunum. „Við höfum aldrei heyrt það frá starfsfólki að kvöld- og næturvaktirnar séu illa mannaðar og okkur finnst skrítið að hún skuli þá ekki hafa kvartað um þetta við okkur eða yfirhjúkrunarkonuna. Við myndum áreiðanlega lagfæra þetta ef þörf reyndist vera á því“. María Steingrímsdóttir nætur- hjúkrunarkona, sem hefur unnið á Grund í 15 ár, sagði að vel væri hægt að koma verkunum af með þessum mannskap. Á Grund er vistfólki skipt niður í þá sem greiða vistgjald og þá sem greiða hjúkrunargjald. Af um 300 vistmönnum eru um 180 á hjúkrunargjaldi og um 120 á vist- gjaldi. Á Hrafnistu í Reykjavík eru um 400 vistmenn og þar eru um 210 á hjúkrunargjaldi og um 190 á vist- gjaldi. Hjúkrunargjaldssjúkling- ana er reynt að hafa sem næst aðstöðu vaktfólksins. „Það er ekki rétt hjá Dagmar að ósjálfbjarga fólkið sé um allt hús. Það er reynt að færa það til eins og kostur er á“, segir Guðrún Gísla- dóttir. En Dagmar nefnir fleira í/Starf- seminni sem hún var ekki sátt við; „Við áttum ekki að ónáða lækninn á næturnar. Þess í stað áttum við að hafa samband við riæturlækninn i Reykjavík ef eitthvað kom upp á. Það kom fyrir að næturlæknirinn neitaði að koma í vitjun, fannst hann ekki geta sinnt bæði Grund og allri borginni líka“. Til skamms tíma voru tveir lækn- ar starfandi við Grund. Þeir létu báðir af störfum vegna aldurs og einn tók við af þeim, Árni Tómas Ragnarsson. „Þetta með nætur- þjónustuna hefur verið vandamál í sumar“, viðurkennir hann. „Það hefur ekki fengist greitt fyrir næturútköll en það er verið að leysa þetta núna“. Dagmar Sævaldsdóttir segir frá því, þegar einn vistmanna, kona, dó eina nóttina. „Það mátti ekki hringja í lækninn og hún var ekki hlustuð. Ljósmóðirin á vakt úr- skurðaði hana látna. Þetta var hjartasjúklingur og það hefði mátt reyna eitthvað — hnoð eða eitthvað. Hún dó klukkan hálffjögur-fjögur, en ættingjar voru ekki látnir vita strax, það var ekki hringt í þá fyrr en klukkan hálfsjö. („Sumir ættingjar vilja ekki að samband sé haft við þá fyrr en um morguninn", segir María Steingrímsdóttir.) Eina nóttina, þegar gömlu læknarnir voru ennþá á Grund heyrum við dynk, og ég hleyp af stað inn allan gang. Innst á gang- inum lá kona á gólfinu með stóran skurð á höfðinu, sem fossblæddi úr. Hún hafði dottið á borð. Ljós- móðirin á vakt sagðist ekki geta tekið ákvörðun um að fara með konuna upp á slysavarðstofu. Þá var hringt í annan gömlu læknanna og hann ákvað að það yrði beðið til morguns með að sauma gömlu konuna. Eftir langa leit fundum við svo einn heftiplástur í húsinu til að hefta sárið saman. Mér blöskraði þetta algjörlega og kvartaði við vinnufélaga minn. „Blessuð góða“, sagði hún, „Stína lá brotin í þrjá sólarhringa áður en nokkuð var gert“. Og Dagmar heldur áfram: „Læknanemar ganga í störf ljós- mæðranna og eru stundum látnir kassettur Gœði og verð sem koma á óvart!

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.