Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 8
sÝniiijjnrsnlir Galierí Langbrók: Sigurður Örn Brynjólfsson sýnir 100 mjög svo liflegar og skemmtilegar teikningar. Sýningin stendur frá 15. okt. til 30. okt. og er opin virka daga frá kl. 12—18 en um helgar frá kl. 14—18. Norræna húsið: Þriöjudaginn 25. okt. opnar Jón Lax- dal sýningu í anddyrinu. Sýningin ber nafnið Myndþankar. Jón sýnir mál- verk og teikningar og fer létt meö aö raöa steinum í alls kyns kynjamyndir. Gailerý Lækjartorg: Laugardaginn 22. okt. opnar Ragnar Lár sýningu á málverkum og teikning- um sem hann vann í Danmörku síð- astliöiö sumar. Sýningin stendur til 6. nóvember og er opið frá kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 14—22. Bogasalur: Sýningin stendur til sunnudagsins 27. nóvember. Vesturgata 17: Listmálarafélagiö sýnir málverk og teikningar í sýningarsalnum. Fjöl- margir málarar sýna verk sln þar. Op- iö er frákl. 8 f.h. til kl. 17e.h. Kjarvalsstaðir: Þar standa yfir tvær sýningar um þessar mundir. Sú fyrri er sýning á verkum eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, gjöfum til safnsins frá opnun þess 1973. Afar sérstök sýning sem opin er daglega kl. 14—22 fram til 13. nóv. Hin seinni er samsýning F.Í.M. á verkum unnum í pappir, staösett i vestursal og vesturfordyri og stendur til 30. okt. Höggmyndasafn Ás- mundar Sveinssonar: auglýsir nýjan opnunartima. Frá 1. okt. verður safniö opiö kl. 14—17 þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga. Ákveöiö hefur veriö aö framlengja yfirlitssýningunni á verk- um Ásmundar. Bogasalur: auglýsir nýjan opnunartima. Þriöjud., fimmtud., laugard. og sunnudaga er opiö kl. 13.30 — 16.00. Laugardaginn 15. okt.kl. 15.ooveröur opnuö sýning er ber nafnið „Island á gömlum landabréfum". Þetta eru is- landskort allt frá 16. öld. Ásgrímssafn: Þar stendur yfir haustsýning á verk- um Ásgríms. Þau yngstu frá ca. 1939. Sýningin verður opin fram aö áramót- um. Opiöveröurþriöjud., fimmtud.og sunnudaa kl. 13.30 — 16.00. Hallgrímskirkja: Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir 3. listsýn. sinni frá 15. okt. til 27. nóv. 1983 í anddyri Hallgrimskirkju. Leifur Breiðfjörð, glerlistamaður, sýn- ir frumdrög, vinnuteikningar og Ijós- myndir af steindum gluggum. Sýn. er opin dagl. kl. 10—12. Laugard. og sunnud. kl. 14—17. Lokað á mánu- dögum. Gallerí Grjót: Ragnheiður Jónsdóttir opnar sýningu á grafíkmyndum laugardaginn 22. okt. Sýningin stendur til 3. nóvember. Opiö virka daga kl. 12—18. Háholt, Dalshrauni 9, Hafnarfirði: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur nú á- kveðiö aö efna til sýningar á mál- verkagjöf þeirra hjóna Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnús- sonar lyfsala i Háholti. Á sýningunni eru listaverk frá ýmsum tímabilum í ís- lenskri myndlist eftir um sjötiu lista- menn. Sýningin opnar laugardaginn 15. okt. n.k. 'kl. 15.00 og veröur opin daglega kl. 14—23 til sunnudagsins 23. okt. Aögangur er ókeypis. leiklnis L.R.: Fimmtud. 20. okt. Guörún. Föstud. 21. okt. Hart i bak. Laugard. 22. okt. Úr lifi ánamaðk- anna. Sunnud. 23. okt. Guðrún. Leikbrúöuland.: sýnir einþáttunga i Iðnó sunnudaginn 23. okt. kl. 15.00. Bera þeir yfirskriftina Tröllaleikir. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Þjóðleikhúsið: Fimmtud. 20. okt. St.sv.: Eftir konsert- inn kl. 20.00. Li.sv.: Lokaæfing kl. 20.30. Föstud. 21. okt.: Skvaldur kl. 20.00 Laugard. 22. okt.: Línalangsokkur kl. 15.00. Skvaldur kl. 20.00. Sunnud. 23. okt.: Lína langsokkur kl. 15.00. Eftir konsertinn kl. 20.00. Stúdentaleikhúsið: „Hvers vegna láta börnin svona?“. Dagskrá um atómskáldin Synmgar verða’föstudaginn 21. okt., sunnu- daginn 23. okt. og skólasýning er á mánudaginn 24. okt. L.R. Austurbæjarbíó: Forsetaheimsóknin eftir Régo og Bruneau. Miönætursýnin ; á laugar- dag kl. 23.30. Bækur frá Sögufélaginu Feröasaga og fyrirlestrar Fyrstu öldum jólabókaflóðsins er tekið að skola á land. Sögufélag- ið heyrir reyndar ekki til þeirra út- gefenda sem stíla upp á jólabækur, þar er byggt á gömlum grunni og haldið áfram útgáfu bóka þar sem hver rekur aðra. í ár kemur út fimmtánda bindi Alþingisbóka sem hafa verið í útgáfu frá árinu 1912 og eru nú aðeins tvö bindi eftir. Von er á Jarðabók Snæfells- og Hnappa- dalssýslu svo og Landsyfirréttar- og Fimmtudagur 20. hæstaréttardómum 10. bindi frá ár- unum 1802-1873. Það sem telst til tíðinda á þessu bókahausti hjá Sögufélaginu er Ferðasaga frá 17. öld eftir Daniel Vetter. Vetter var frá Tékkóslóvakíu og kom hingað til lands 1613. Á 19. öld drógu menn mjög í efa að hann hefði nokkurn tíma komið til landsins, en nú fáum við að lesa um það sem hann sá og heyrði fyrir langt um iöngu. Þá er komið út fyrirlestrasafn frá október 1983 irinn kvennasöguráðstefnunni sem hald- in var í Skálholti árið 1981, en í því er að finna erindi um sögu kvenna á miðöldum, þar af nokkur eftir ís- lenska fyrirlesara. Saga, tímarit sögufélagsins, 1983 er komin út þykk og vegleg með fjölda greina. Að sögn Ragnheiðar Þorláks- dóttur sem ræður ríkjum í húsa- kynnum Sögufélagsins við Fischer- sund er útgáfan i ár með minna móti, en vegleg að vanda. —ká Ekkert kemur fram ímyndinni, sem bendir til að aðalpersónan hafi ekki vitað hvað hún var aðfara útíþegar hún hóf vœndi. Það les maður bara í prógramminu. Fyrir miðju Miou—Miou, lengst til hœgri María Schneider. Milli steins og sleggju Bíóhöllin: SPLIT IMAGE. Bandarísk. Ár- gerð 1982. Tónlist: Bill Conti. Kvikmynda- taka: Robert Jessup A.S.C. Handrit: Scott Spencer. Aðalhlut- verk: Michael O’Keefe, Karen Allen, Peter Fonda, James Woods, Elizabeth Ashley, Brian Dennehy o.fl. Leikstjóri og fram- leiðandi: Ted Kotcheff. Danny Stetson (Michael O’Keefe — þekktur úr CADDYS- HACK og THE GREAT SANTINI) er ungur, laglegur og efnilegur íþróttamaður sem æfir af kappi fyrir komandi Ólympíu- leika. Hann kynnist stúlku að nafni Rebekka (Karen Allen) sem er meðlimur í samtökum ungs fólks er setur manngæsku, kær- leika og nægjusemi eftir græn- bylgjuhugsjóninni ofar öllu í líf- inu. Danny er boðið að eyða helg- inni á búgarði samtakanna sem kallast Homeland. Þar kynnist hann leiðtoganum Kirklander (Peter Fonda) sem stýrir hinu hamingjusama og ástríka sam- félagi með styrkri ástúð og blíð- legu valdboði. Eftir nokkurra daga dvöl brotnar Danny á sálinni og gefst upp fyrir goðinu Kir- klander og kenningum hans um betri heim. Foreldrar Dannys, miðaldra „lukkuð“ hjón í efri miðstétt, fara á taugum út af heilaþvotti sonar- ins og freista þess að ná honum aftur í „eðlilegt“ ástand, þ.e.a.s. amerískt samfélag og leikreglur þess. Á fjörur þeirra rekur náunga er heitir Charles Pratt (James Woods), sem haldinn er ofstækis- fullu hatri á Kirklander og hugar- heimi hans og býðst hann til að ræna Danny aftur og „hreinsa“ hann af vilíutrúnni. Hvernig fer skal hér ósagt látið. Leikstjórinn (og jafnframt framleiðandi) Ted Kotcheff (m.a. FIRST BLOOD) hefur blessunar- lega sneitt hjá flestum þeim gildr- um er kunna að leynast í handriti af þessu tagi. Styrkur myndarinn- ar liggur einmitt í þeim andstæð- um sem Kotcheff teflir saman; þjóðfélagi neyslu og samkeppni annars vegar og samfélagi kær- leika og samhyggju hins vegar. Með því að leggja áherslu á hina neikvæðu þætti tekst leikstjóran- um nefnilega hið erfiða; að greina eðli, valdauppbyggingu og leik- reglur þessara tveggja heima og sýna hve margt þeir eiga sameigin- legt, þrátt fyrir miklar andstæður á ytra borði. Fulltrúar andstæðn- anna falla saman sem samlokur. Þannig verða Pratt og Kirklander valdhafarnir sem berjast um hina klofnu sjálfsímynd Dannys (SPLIT IMAGE — titill myndar- innar), unglingarnir í Homeland og foreldrar Dannys eru ógagn- rýnir þolendur hinna tveggja sam- félaga, starfsmenn Pratts og sterku strákarnir hans Kirkland- ers varðhundar hinna andstæðu kerfa. Sama gildir um myndbygg- ingu og táknmál myndarinnar; fjöldaæsingin á íþróttaleikvang- inum í upphafi myndarinnar og músefjunin á hópsamkomum á Homeland-búgarðinum, um- breyting Dannys í höndum hins áhrifamikla Kirklanders og „bat- inn“ í meðferð hins léttgeggjaða Pratts. Fleiri dæmi má tína til, en flestöll undirstrika þau kjarna myndarinnar: mótun einstakl- ingsins af samfélagi hans, mynd- un persónuleikans undir þrýstingi hóphyggju og einstakra leiðtoga. Því miður eyðileggur Kotcheff frábært handrit Scott Spencers með aulafyndni á stöku stað og billegri ástarsögu Dannys og Rebekku, sem reyndar er notuð sem bindiefni á geðklofninginn eða „ástin er sterkasta afliðl* Að öðru leyti er SPLITIMAGE mjög athyglisverð mynd sem vekur ó(al spurningar og hvetur áhorfand- ann til að íhuga lausnir sértrúar- flokka og lögmál „frjálsra," vest- rænna þjóðfélaga. |M Slappur stofuþriller Austurbæjarbíó: Lífsháski — Deathtrap. Banda- risk. Árgerð 1982. Handrit: Jay Presson Allen, eftir leikriti Ira- Levin. Leikstjóri: Sidney Lumet. Aðalhlutverk: Michael Caine, Christpher Reeve, Dyan Cannon. Maður skildi aldrei alveg hvers vegna gamanþriller Ira Levins (Rosmary’s Baby) Lífsháski náði jafnmiklum vinsældum í leikhús- um Vesturlanda fyrir nokkrum árum og raun varð á. Leikritið er að vísu af vinsælli sort, en mér þótti það bara ekki nógu sniðugt og snúið til að halda áhuga. Því síður skilur maður hvers vegna er verið að kvikmynda svona stofu- stykki. Þeir sem eru skilnings- ríkari en ég og ekki sáu leikritið í Iðnó eða annars staðar geta að vísu haft agnarögn gaman af þess- ari fléttu um leikritahöfund (Caine) sem snýr síðasta floppi sínu upp í samsærisflipp um pen- inga eiginkonu sinnar (Cannon) og ástir ungs lærisveins (Reeve). En þetta er samt heldur langdreg- ið og slappt. Caine og Cannon standa vel fyrir sínu, en Reeve er of stífur og herptur fyrir annað en Súperman. Sá afkastamikli en vandvirki fagmaður Sidney Lumet hefði betur sleppt þessu verkefni, eins og allir aðrir aðilar reyndar Íika, og er langt frá því að útkoman verði eitthvað álíka góð og i Sleuth, sem þetta verk líkist ó- þægilega mikið. — ÁÞ. Afturbata... Háskólabíó: Þegar vonin ein er eftir. Frönsk kvikmynd byggð á endurminn- ingum Jeanne Cordelier. Handrit: Christopher Frack og Jeanne Cordelier. Tónlist: Vladimir Kosma. Kvikmyndataka: Michael Genet. Aðalleikarar: Miou-Miou, Maria Schneider og Daniel Duval. Leikstjóri: Daniel Duval. Sagan kom út fyrir nokkrum misserum í þýðingu Sigurðar Pálssonar og seldist víst ágætlega. Ég hef ekki lesið hana og er nokk sama. Þó hygg ég að bókin hafi verið betri en filman og gerð af göfugri hvötum. Svona saga um raunir vændiskonu í París þarf að vera ansi trúverðug, þ.e. maður þarf að hafa sterklega á tilfinn- ingunni að hér sé verið að lýsa raunverulegum atburðum, sem áttu sér stað, til að hún verði meira en hver annar reyfari, með sam- blandi af ofbeldi og kokteil kyn- ferðisóra. Fyrri hluti myndarinnar var einkar óskemmtileg uppáferða- súpa. Þrátt fyrir mjög góðan leik hjá þeim Miou-Miou og Maríu (Síðasti tangó í París) Schneider varð manni engan veginn ljóst fyrir hvaða bensíni þessar persón- ur gengu. Ég velti meira að segja fyrir mér að yfirgefa bíóið í hléinu úr þvi ég var á annað borð staðinn upp. En skylduræknin hélt mér og sem betur fór var seinni hlutinn miklu skárri. Þá fór aðalpersónan að hafa svolítinn vilja og þar með skýrðist hún. Svo hafði hún afar mikinn vilja í lokin og reif sig upp úr öllu saman. Það hefði orðið harla vondur endir ef þannig hefði ekki farið í raun og veru, fyrir Jeanne Cordelier. — Annars hefði hún heldur ekki skrifað bókina. Meginvandamál þessarar kvik- myndar er að hún heldur ekki sem reyfari óstuddur af hinum „raun- verulegu atburðumþ né hefur maður nægilega á tilfinningunni að verið sé að sýna okkur „það sem raunverulega gerðistý til að hægt sé að fyrirgefa dramatúr- giska veikleika. Hitchcock sagði að hvað væri drama annað en lífið þegar búið væri að klippa burt leiðinlegu kaflana. Ef hann hefði ekki hugs- að svona mikið um að vera orð- heppinn, hefði hann bætt við að það þyrfti að velja skemmtilegu kaflana vandlega og setja þá í rétta röð. Lýó SJONVAItl* Föstudagur 21. október - 20.00 Fréttir og veður. Innlendir fag- menn taka við sér eftir fimmtudags- blundinn. 20.40 Á döfinni. Dafarlega Birna, dreifir list um landið. 20.50 Stan Getz. Ættingi Svavars i sveiflu. Bandariskur jatzþáttur. 21.50 Kastljós. Verðugur er fréttamaður- inn launa sinna. Sigurveig Jóns- dóttir og Einar Sig. kasta sér á málaflokkana. 22.25 Fanginn(La prisonniére). Eða fang- in. Kona verður ástfangi. Frönsk biómynd frá 67. Leikstjóri Henry- Georges Clouzot. Laurent Terzieff, Elisabeth Wienerog Bernard Fres- son I aöalhlutverkum. Gift kona verður fyrirsæta listaverkasala/ljós- myndara sem stundar fríkaöa Ijós- myndun. 00.15 Dagskrárlok. Klukkan kortér yfir miðnætti. Laugardagur 22. október 16.30 (þróttir. Bjarni Fel i felulitunum. 18.30 Fyrirgefðu, elskan min. Þau eru strákur og stelpa. Gjörólik en pæla samt rosalega hvort í öðru. Finnsk unglingamynd. 19.00 Færeyska knattspyrnan. Erling Karlur Gjóvgan snagar knöttfiminni og hermir. 20.35 Tilhugalíf. (Fínn Rómans) Sjötti þáttur af sjö. 21.05 Við byggjum leikhús. Söng- og leikdagskrá. Unnin í þágu bygging- arsjóös Borgarleikhússins. 20 leik- arar LR syngja lög eftir Kai Siden- ius, Tómas Einarsson og syrþur úr leikritum Kjartans Ragnarssonar,, sem er umsjónarmaður. Texta og ný atriöi semja Kjartan, Jón Hjartarson og Karl Ágúst Úlfsson. Viðar Vik- ings stjórnaði útsendingunni sem gætiorðiödálitiötöff. Uþþ, uþp, upp mitt hús! 21.50 Haltu um hausinn. (Don’t Lose Your Head) Bresk áfram mynd. Þaö ætti að sýna þessar myndir aftur- ábak. Sunnudagur 23. október 18.00 SUnnudagshugvekja. Björgvin F. Magnússon flytur. Hvert? 18.10 Stundin okkar. Látbragösleikur, föndur, Dimmalimm, Smjattpattar og Krókópókó — allt í einum pakka. Allt ber að þakka sem gert er fyrir krakka. 20.30 Sjónvarp næstu viku. En aö fá bara sjónvarp næstu viku í þessari og þannig koll af kolli? 21.00 Wagner. Hugmyndir Wagners um óþerur stangast á við venjur. Áhrifa- mönnum likar þetta ekki. IITVAKP Fimmtudagur 20. október 20.30 Varadagskrárstjóri i klukkutíma. Valgeir Guöjónsson, stuðmenni, glensast með dagskrána. 22.35 í beinu sambandi. Helgi Péog Kári Jónasson með umræðuþátt frá tveimur stöðum á landinu í einu. Ekki er sagt um hvað á að ræða né hvaðan þeir tala. The Medium is the Message. Föstudagur 21. október 10.35 Mér eru fornu minnin kær. Einar man. 11.05 Ástaljóð fyrri tima. Nina Björk les úr bókinni „íslensk ástaljóð”. - llandsmerkin áður en þau urðu rað- smiðuö. 11.15 Erindi um áfengismál. Björn Jóns- son býr menn undir helgarfylleríið. 14.45 Nytt undir nálinni. Hildur Eiríks segir frá nýstárlegum útsaumsfor- skriftum. 17.10 Siðdegisvaka. Ehem, ehhghem, hóst, ræsk. Segðu mér... Hvernig á eiginlega að salta sild? 20.00 Lög fríkaða fólksins. 21.40 Norðanfari. Saga Akureyrar. 22.35 Traðir. Gunnlaugur Yngvi Sigfús-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.