Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 5
hlelgai----- pústurinn. Fimmtudagur 20. október 1983 gera hluti sem þeir virðast ekki alveg klárir á. Einu sinni setti einn þeirra þvaglegg í konu. Stuttu seinna stóð hún æpandi á bjöllunni og bað um verkjatöflu. Lækna- neminn gaf henni töflu og kláraði svo sína vakt. En hún hélt áfram að hringja og þegar komið var að henni var þvagpokinn fullur af blóði. Hvað hefði gerst, hefði þetta ekki verið athugað?“ spyr Dagmar. Þetta eru ófagrar lýsingar. „Hvers vegna sagði Dagmar okkur ekki frá þessu?“ spyr Sigrún Reynarsdóttir. „Hún hefur aldrei kvartað við okkur, yfirmennina hérna. Auðvitað koma upp alls konar hlutir í svona starfi. En þettá sem hún nefnir eru að sjálfsögðu ,,Þaö þarf aö tvöfalda kvöld- og næturvaktirnar“ ,,Viö áttum ekki aö ónáöa lækninn á næturnar heldur hafa samband viö nætur- lækninn í Reykjavík. Hann neitaöi stund- um aö koma.. ,,Stína lá brotin í þrjá sólarhringa áöur en nokkuð var gert...“ ,,Nokkrum sinn- um hefur þurft aö senda fólk til baka á Klepp“. ,,Vistfólki hefur fækkaö á Grund síö- ustu árin. Viö viljum láta fara betur um fólkið“ sérstæðar undantekningar. Svona hlutir gerast örsjalda. Ég held að það hafi farið fyrir brjóstið á Dagmar að hún var ekki endurráðin eftir sumarafleysingar. Hún sótti um, en það var búið að fylla í allar lausar stöður. Þetta ber keim af einhverjum hefndarhug í garð stofnunarinnar", segir Sigrún. Eins og fram hefur komið eru það ljósmæður sem gegna hlutverki vakthafandi hjúkrunarfræðinga á Grund. Ástæðan er einfaldlega sú, að hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengist þar til starfa. Stofnunin gafst upp við að auglýsa eftir þeim í sumar og auglýsti eftir ljósmæðr- um í blöðunum við nokkra undrun og kátínu blaðalesenda. En það er vissulega umhugsunarefni, að fólk sem menntað er í því að hjálpa börnum inn í þennan heim skuli hafa þann starfa að hjúkra fólki, sem er á leiðinni ut úr honum. Enn er eitt atriði ótalið sem Dagmar Sævaldsdóttir nefndi í samtali við HP og gerði athuga- semd við. Þetta er vistun gamálla sjúklinga frá Kleppsspítala. Dagmar sagði, að einu sinni í sumar hefði komið til handalögmáls á næturvakt þegar einn fyrrum vist- maður á Kleppsspítala hefði tekið æðiskast. Hún sagði að hann hefði ráðist á ljósmóðurina og veitt henni nokkra áverka. Eftir það hafi hann verið látinn í friði „vegna þess að það þorði enginn að reyna að tjónka við hann eða gefa honum lyf“. Árni Tómas Ragnarsson, yfir- læknir á Grund, sagði að læknar á Kleppi mætu það hverja væri hægt að vista á Grund. „Þetta er við- kvæmt og erfitt mál fyrir okkur, aðstandendur og Klepp. Þetta er oft fólk sem hefur elst úr geðveiki sinni, er orðið senilt. Þetta hefur oftast gengið vel en það hefur líka nokkr- um sinnum þurft að senda fólk til baka á KIepp“. Árni Tómas mótmælti kröftug- lega þeirri staðhæfingu Dagmarar við HP, að legusár á Grund væru allt of algeng. „Staðreyndin er þvert á móti sú“, sagði hann, „að hér er óvenjulega lítið um legusár. Það er varla hægt að segja að þau finnist hér“. Af samtölum HP við Dagmar og yfirmenn á Grund virðist mega ráða að lítið samráð sé milli almenns starfsfólks og yfirmanna, og e.t.v. er það ástæða þess að ein- staka hlutir fara úrskeiðis. Dagmar sagði t.d. að hjúkrunarkonur eða ljósmæður gæfu oft á tíðum hver annarri ekkert „rapport" um vist- menn við vaktaskipti eins og ætlast væri til. „Yfirleitt líður fólki vel hérna. Langflestir sem hérna eru hafa það gott“, sögðu þær Sigrún Reynars- dóttir og Guðrún Gísladóttir. Undir þetta tók starfsstúlka sem vann við afleysingar á Grund í sum- ar og fyrrasumar en vill ekki að nafn sitt komi fram. „Það er alls ekki farið illa með fólkið á Grund“, segir þessi gangastúlka. „Aðbúnað- urinn er yfirleitt góður, þó að auð- vitað mætti ýmislegt betur fara. Margt af því sem betur mætti fara, væri hægt að laga ef starfsfólkið legði sig meira fram. Mér finnst það oft of áhugalaust, gera lítið í bví að gera gam la fólkinu til hæfis. Fólk inu gæt.i liðið betur, en það getur ekki greitt sér, karlarnir geta ekki rakað sig, o.s. frv. Fólkið getur margt ekki séð um sig sjálft og er upp á starfs- fólkið komið. Vellíðan þess hvað þessa litlu en mikilvægu hluti varð- ar er undir framtakssemi og velvilja starfsfólksins komin. Þarna mætti gera átak“. „Við erum 95% með fyrsta flokks starfsfólk", segir Guðrún Gísla- dóttir. Nýlega var tekin í notkun sund- laug í kjallara Grundar. Hún hefur sama og ekkert verið notuð. „Það er mjög lítill áhugi á henni“, segir Guðrún. Lítil sem engin endurhæf- ing fer fram á Grund. í tengslum við sundlaugina hefur verið auglýst eftir sjúkraþjálfara en án árangurs. 5 „Það stendur ekki á okkur að vilja ráða fólk til starfa hérna“, segir Guðrún, „það stendur á fólki að vilja ráða sig hingað". Kröfur fólks um aðbúnað á stofnunum fyrir aldraða fara sívax- andi. Það fólk sem dvalist hefur á elliheimilum síðustu áratugi hefur sætt sig við sinn hlut. „Þetta fólk, sem er fætt um aldamótin, hefur aldrei verið kröfugerðarfólk", segir Dögg Pálsdóttir, deildarstjóri öldrunarmálefna hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. Deildin sem hún veitir forstöðu er ný — var komið á laggirnar á þessu ári með nýju lögunum um málefni aldraðra. „Það hefur Iengi verið opinbert leyndarmál að á Grund hafa allt of margir verið hafðir í of fáum her- bergjum. En það hefur aldrei verið kvartað hingað í ráðuneytið vegna elliheimilisins Grundar, og Grund hefur verið að breytast. Þar hafa orðið grundvallarbreytingar á síð- ustu árum, m.a. fyrir þrýsting frá heilbrigðisyfirvöldum. Svokölluð- um „þungum“ sjúklingum hefur fækkað þar. Droplaugarstaðir í Reykjavík og Hvítabandið hafa létt undir í þessu sambandi og með til- komu B-deildar Borgarspítalans fækkar langlegusjúklingum enn meira“, segir Dögg Pálsdóttir. Á síðustu þremur árum hefur vistmönnum á Grund fækkað úr um 330 í rétt rúmlega 300 án þess að starfsfólki hafi verið fækkað að sama skapi. „Við viljum láta fara betur um fólkið“, segir Guðrún Gísladóttir. Árið 1968 voru um 380 vistmenn á Grund. Með lögum um málefni aldraðra voru gerðar verulega auknar kröfur til stærðar og búnaðar stofnana fyrir gamalt fólk. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að þær stofnanir sem starfandi eru fái framlög úr nýstofnuðum Fram- kvæmdasjóði aldraðra til að standa straum af nauðsynlegum breyting- um. Þessa dagana er starfshópur að semja reglugerð um þann aðbúnað sem krafist verður samkvæmt hin- um nýju lögum að verði á stofnun- um fyrir aldraða. Starfandi stofn- unum verður veittur þriggja ára frestur til að aðlaga sig nýju reglu- gerðinni eftir að hún tekur gildi. Á meðan vinnur Grund að ýms- um nýmælum í starfsemi sinni. Vistmönnum fjölgar á Minni— Grund, þar sem gert er ráð fyrir íbúðum og rýmri herbergjum og unnið er að uppbyggingu almennr- ar öldrunarþjónustu fyrir gamalt fólk í Vesturbænum í tengslum við stofnunina. eftir Hallgrím Thorsteinsson Smartmyndir A/KUEÐNING klæ&skerasaumuð á hvert hús. Aö undanförnu hafa farið fram miklar umræður um hinar gífurlegu steypuskemmdir sem orðið hafa á íslenskum húsum óg öðrum mannvirkjum af völdum veðrunar og annarra þátta. Nýleg könnun Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins á steypuskemmdum og sprungumyndunum í íslenskum húsum leiddi (Ijós að ein haldbesta vörnin gegn leka og áframhaldandi skemmdum, er að klæða þau alveg til dæmis með áli. A/klæðning gefur góða möguleika á einangrun. Besti árangurinn fæst með því að einangra hús að utan með t.d. steinull eða plasti þannig að veggir nái ekki að kólna. Með aukinni einangrun sparast hitakostnaður sem getur numið verulegum fjárhæðum þegar til lengdar lætur. Aukin einangrun er sérlega þýðingarmikil á eldri hús þar sem einangrun var verulega ábótavant hér áður fyrr. [ A-klæðningu hefur verið hugsað fyrir hverjum hlut til þess að gera uppsetningu sem einfaldasta og spara bæði tíma og peninga. Framleiddir hafa verið ýmsir aukahlutir svo sem gluggakarmar, mænar, vindskeiðar § og margt fleira sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar tegundir klæðninga. ^ £ A/klæðning er nýtískuleg lausn - í eitt skipti fyrir öll á veggi, loft og þök. 4 A/klæðning klæðskerasaumuð á hvert hús. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - S(MI 22000

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.