Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 20. október 1983
J-lek
'sturinn
Lífvænlegt í Nýlistasafninu:
GJÁLÍFI
Hollendingarnir sýna í Nýlistasafninu — sýningarnar gefa talsvert góða
hugmynd um, ékki aðeins hliðstæðurnar innan hollenskrar og íslenskr-
ar myndlistar, heldur um smekk, hönnun, notkun rýmisins, segir Guð-
bergur m.a. í umsögn sinni.
Um þessar mundir stendur yfir
í Nýlistasafninu við Vatnsstíg 3b,
í Listasafni alþýðu við Grensásveg
16 og í Museum Fodor Keizer-
gracht 609 í Amsterdam talsvert
viðamikil sýning eða samsýning
íslenskra og hollenskra lista-
manna á myndlistarsviðinu. Slíkt
samstarf milli hollenskra lista-
manna og forsvarsmanna í menn-
ingarmálum og íslenskra lista-
manna hófst fyrir meira en ára-
tugi, á SÚM-tímabilinu, og var
sýnt talsvert mikið af hollenskri
myndlist hér, í upphafi málverk til
að mynda eftir Rooskens, en síð-
an hlutalist og hugmyndalist, og
nú er málverkið komið á ný, sé ég.
Hringurinn lokast. Því miður hef-
ur fátt orðið eftir af þeim fjöl-
mörgu listaverkum, sem sýnd
voru eftir útlendinga bæði í SÚM
og í Suðurgötunni. Líklega stafar
það af hinu andlega ístöðuleysi
Islendingsins, mótstöðuleysi hans
eða hirðuleysi og minnimáttar-
kennd, efa hans um að þetta væri
nú list og best að kaupa ekki kött-
inn í sekknum. En slíkur búra-
háttur og spéhræðsla leiðir ein-
vörðungu til kauðakæti og að lok-
um í aðstæður sem kauðinn lendir
í og verður meira en hlægilegur.
Einhvern tíma líkti ég okkur við
útvarp, allt rennur í gengum okk-
ur en ekkert verður eftir nema ör-
lítil velgja. Auðvitað verður
ekkert eftir af þeim hollensku
verkum sem á sýningunni eru.
I Hollandi gerðist eitthvað svip-
að þegar SÚM sýndi þar á sínum
tíma, í sama safni FODOR. Mig
minnir að ekkert verk hafi verið
keypt. Áhugi HoIIendinga á
myndlist er tíðum aðeins eitthvað
sem er „fjárveiting til lista“ á fjár-
lögum. Og því fé verður að verja á
einhvern hátt, oftast til sýninga-
halds og þá til fólks sem er að
snudda kringum listirnar, skriff-
innskufólkið, en aðeins lítið af
fénu fer til listamanna sjálfra.
Skriffinnskufólkið er krakkar
ráðamannanna og ættingjar,
heimtufrekt, kann tungutak
valdastéttanna, vill vera að vasast
í menningarmálum en er ekkert
inni í listum, heldur í fjölskyldu-
málum. En hér verður ekki fjallað
um fjölskyldumál og listir þótt
listir hér séu að lenda í höndum
fjölskyldna, krakkarnir apa eftir
foreldrunum og halda að það sé
list en ekki grátlegur ömuleiki
geldfjár. Listakrakkar mínir,
reynið ekki að vera eins og pabbi
og mamma, rísið upp. Ördeyðu-
krakkar allra listamanna samein-
ist í uppreisninni. Þið getið aðeins
orðið kokteilveislhfær í kúnst-
inni.
Sýningarnar hérlendis gefa
talsvert góða hugmynd um, ekki
aðeins hliðstæðurnar innan
hollenskrar og íslenskrar mynd-
listar (Flestir eða margir íslenskir
listamenn hafa lært í Hollandi og
þar er að finna skýringu á hvað
þeir eru á ýmsan hátt agaðir í
handbragði og skólaðir en skortir
samruna við hefðina: sögu og við-
leitni málverksins sem tákns og
sem sjálfstæður „einstaklingur“.
Ekki aðeins myndsýnina vantar
heldur líka heimssýnina. Og að
þessu leyti erum við ný og
amerík'analeg, þótt Ameríkanar
hafi drukkið miklu meira í sig af
kenningum en við, þótt kannski
myndhefð skorti þá.) heldur um
smekk, hönnun, notkun rýmisins:
hið skynsamlega kalda og vits-
munalega viðhorf til hins innra
umhverfis manna og húsa. I okk-
ur íslendingum hefur ævinlega
verið viss hollenskur „hljóm-
grunnur" sem hefur borist hingað
með Dönum. Þetta er einkum
auðsætt i „islenskri byggingar-
list“, það er hagkvæmninni í að
deila húsum í fjögur herbergi,
jafn stór, og hvar og hvernig
gluggar eru á veggjum, eins og
sést á og þeir muna sem ólust upp
í bárujárnshúsi sem „smiður
teiknaði og smíðaði". Uppsetn-
ing, skipulag sýningarinnar er því
sérstök hönnun. En að mínu viti
stefnir meginþorri íslenskra lista-
manna fremur að listiðn eða
hönnun í framtíðinni en listsköp-
un. Af sýningum hér í Reykjavík
sést vísir að blómlegri íslenskri
hönnun sem hefur ekk,i enn fund-
ið séreinkenni sín heldur kunn-
áttu og handbragð; og svo vantar
auðvitað vitsmunalega þáttinn.
Af góðum handverksmönnum og
hannyrðakonum eigum við nóg
og höfum átt ævinlega (í sögu
mannsandans glatast aldrei neitt
heldur blundar það og breytir um
form) en raunverulega listamenn
skortir okkur algerlega — líkt og
frumlega hugsun, djörfung og
visst djöfulæði. Dásemdir
djöfulsins eru fordæmdar á
þessari eyju óttans, en í álfu Iist-
anna er djöfulæðið brunnur list-
anna og var hér og ríkti í hinum
svo nefndu saurlífisgjám. En gjár
voru kynfæri móður jarðar og
ísland því ákjósanlegt land til
listræns æðis.
Talsvert ber á myndbandalist á
sýningunum hér. I tengslum við
það Iangar mig að geta þess að Iík-
lega eigum við íslendingar ein-
hvern frægasta myndbandalista-
mann í heimi, Steinu Vasulku (ef
það reynist rétt sem ég held að hún
sé dóttir Bjarna heitins blaðafull-
trúa). Ég hef verið að sjá verk
þessarar dularfullu Steina á
myndbandasýningum, síðast var
hún á Myndbandahátíðinni í San
Sebastian, og ég þykist þekkja
augnsvipinn. Upp fyrir mér hefur
rifjast þá að fyrir líklega tólf
árum hélt Menningarstofnun
Bandaríkjanna sýningu í húsnæði
sínu á verkum þessarar konu. Ég
var þá spurður hvort ég héldi að
vert væri að biðja hana að skrifa
kennslubók í þessum listfræðum
og hvatti ég eindregiðtil þess. Lík-
lega var ég eini maðurinn sem sá
sýninguna og ekkert hefur orðið
úr áætluninni. Kannski hafa
menn haldið að þeir mundu smit-
ast af kapítalisma ef þeir færu í
Menningarstofnun Bandaríkjanna
(fólk er ekki svo andlega hraust og
fljótt að smitast). íslendingar eru
furðu hræddir viðsmitogvilja því
helst búa í einhverri sóttkví,
annað hvort gegn sósíalisma eða
kapítalisma, eða bara öllu. Nú,
gefist ykkur tækifæri til að sjá list
Steina, Bob Wilson, Woody, farið
þá. En í guðsbænum hlaupið svo
ekki út í búð og kaupið ykkur í
skyndi vídeótæki og haldið að þið
séuð algerir snillingar af góðum
íslenskum ættum og hafið hlotið
„gáfuna“ í arf. Snilligáfan er ekki
arfgeng, það er listagutlið hins
vegar.
Verið gjálífir í gjáalandi, veltið
ykkur upp úr saurlífi andans í
saurlífisgjá menningarinnar.
Kristnin hefur breytt merkingu
hins dýrlega orðs, gjálífi, líf í
skauti náttúrunnar, móðurinnar,
fæðingarinnar og hinnar eilífu
gleði sem er líka sorg. En í orðinu
felst, í sinni upprunalegu merk-
ingu, mikil náttúruspeki.
UR EINU (EYRA) IANNAÐ
Nina Hagen — Angstlos
Ég hugsa að það séu fá lönd á
jarðarkringlunni, þar sem þýska
söngkonan Nina Hagen er jafn-
vinsæl og hér á landi (er þá miðað
við höfðatöluna frægu). Svo hef-
ur verið allt frá því að hún sendi
frá sér sína fyrstu plötu og ekki
dró úr vinsældum er sú næsta,
Unbehagen, kom út. Þriðja plata
hennar seldist einnig nokkuð vel
hér, en það var mál manna að sú
plata væri langt frá því að vera
nógu góð.
Aldrei hef ég efast um söng-
hæfileika Ninu en hefur þó alltaf
þótt eitthvað skorta á að' plöt-
urnar hennar gætu talist mjög
góðar; sú síðasta var að mínu mati
algerlega stefnulaus og þrautleið-
inleg. Eftir þá plötu átti ég nú ekki
von á miklu frá henni í framtíð-
inni. Það kemur þvi þægilega á ó-
vart að Nina virðist hafa náð sér
nokkuð vel á strik á sinni nýjustu
plötu, sem ber nafnið Angstlos.
Sú stefna sem hún hefur tekið í
tónlistarflutningi sínum á þó ef-
laust eftir að koma mörgum á ó-
vart og jafnvel fæla einhverja frá.
Sá sem stjórnar upplökum á plöt-
unni er nefnilega enginn annar en
Giorgio Moroder, sem aðallega er
nú kunnur fyrir að stjórna upp-
tökum á diskótónlist. Hann
stjórnaði til dæmis upptökum á
plötum Donnu Summer lengi vel.
Á seinni árum hefur hann snúið
sér í auknum mæli að samningu
kvikmyndatónlistar og má í því
sambandi minna á myndir eins og
American Gigolo og Cat People.
_Angstlos er diskóplata fyrst og
fremst. Sem slík er hún góð og
umfram allt fagmannlega gerð,
þar sem handbragð Moroders
leynir sér ekki. Rödd Ninu Hagen
nýtur sín yfirleitt vel á plötu þess-
ari og víða fer hún á kostum. Text-
arnir eru hins vegar flestir á
þýsku, en ég get nú ekki sagt að
það sé mitt uppáhaldstungumál.
Lögin eru flest ágæt og veit ég
ekki hvort rétt er að tína fram eitt
framar öðrum. Mér detta þó í hug
lögin New York, Was Est Ist, I
love Paul og Zarah.
Stevie Ray Vaughan —
Texas Flood
Hvað eiga Billie Holiday, Bob
Dylan og Bruce Springsteen sam-
eiginlegt? Jú, þau voru öll upp-
götvuð af sgma manninum, þ.e.
John Hammond. Nýjasta upp-
götvun hans er gítarhetjan Stevie
Ray Vaughan, sem sió í gegn á svo
eftirminnilegan hátt á nýjustu
plötu David Bowie, Let’s Dance.
Vaughan kemur eins og margir
fleiri góðir tónlistarmenn frá
Texas, en í þeim hópi má nefna:
Orriette Coleman, T-Bone Walk-
er, Bobby Blue Bland, Doug
Sham og Junior Parker. Þess má
einnig geta að bróðir Vaughans
leikur með allþekktri hljómsveit
er nefnist The Fabulous Thunder-
birds.
Texas Flood er fyrsta platan
sem Stevie Ray Vaughan sendir
frá sér undir eigin nafni. Sér til
aðstoðar hefur hann trommuleik-
arann Chris Layton og bassaleik-
arann Tommy Shannon. Um
sönginn sér Vaughan sjáifur og
fellur rödd hans vel að tónlistinni,
nokkuð rám, djúp og kraftmikil.
Aldrei verður maður þess til-
takanlega var á plötu þessari, að
þar séu aðeins þrír hljóðfæraleik-
arar á ferðinni, en þess má geta að
nær ekkert „overdub" er að finna
á plötunni.
Tónlistin sem Vaughan leikur
er að meginhluta blústónlist en
sum staðar, eins og í Rude Mood,
fer hann ansi nærri rokkabillý. Er
hann áreiðanlega einn allra besti
blúsgítaristi, sem fram hefur
komið nú á seinni árum. Áhrifin
eru fyrst og fremst frá gömlum
blúsköppum en því er þó ekki að
neita að víða leyna Hendrix áhrif-
in sér ekki. Þau áhrif koma þó
hvergi fram á afkáralegan hátt,
svo sem þau gerðu hjá Robin
Trower, heldur verður þeirra að-
eins vart og þá ekki með þeim
hætti að Vaughan sé að reyna að
líkja eftir Hendrix. Mest finnst
mér þessi áhrif áberandi í síðasta
laginu, Lenny, sem um margt
minnir t.d. á Little Wing, þó það
sé ekki sungið.
Texas Flood verður líklega seint
ásökuð um að vera afburða frum-
leg plata og mér væri nær að
halda að Stevie Ray Vaughan
hefði átt auðveldar uppdráttar
fyrir svo sem fimmtán árum.
Hann er þó allt of góður gítarleik-
ari til að láta takmörk tímans hafa
áhrif á sig og ég held að Texas
Flood sé, svona á heildina litið,
með ánægjulegri plötum sem ég
hef heyrt þetta árið. Vaughan er
eftir Gunnlaug Sigfússon
svo sannarlega maður fyrir þá
sem hafa gaman af góðum raf-
mögnuðum blús.
UB40 — Labour Of Love
Líklega hefði platan Labour Of
Love fallið betur að útgáfusögu
UB40 ef hún hefði verið fyrsta
plata þeirra, en ekki fimmta eða
sjötta. Þeir eru nefnilega, á þess-
ari plötu, að fást við lög sem þeir
hlustuðu á sem strákar. Lög sem
áttu stóran þátt í því að móta tón-
listarsmekk þeirra. Raunar lýsa
þeir því sem þeír eru hér að gera
best sjálfir aftan á plötuumslag-
inu, en þar stendur eitthvað á
þessa leið:
„Þetta er samansafn Iaga. Þau
tilheyra tímabili. Tímabili, rétt
eftir fyrstu „skinhead“ bylgjuna,
þegar svartir strákar voru enn
„rude boys“* og aðeins hippar
höfðu sítt hár. Þau eru frá því
tímabili, þegar reggae var fyrst
kallað því nafni. Reggae áður en
það var uppgötvað af löggum,
félagsfræðingum og sjónvarps-
myndaframleiðendum. Áður en
vinstri sinnar, frjálslyndir, pönk-
arar og „rastar" eignuðu sér það.
Reggae þegar það var bara dans-
tónlist sem fíestir plötusnúðar
gerðu góðlátlegt grín að“.
Lögin á Labour Of Love eru öll
frá árunum 1969—1972 og fæst
þeirra hafa heyrst hér á landi
áður, nema ef vera skyldi að ein-
hver djúpt sokkinn reggae aðdá-
andinn hafi einhvers staðar grafið
þau upp. Sjálfur hafði ég heyrt
fjögur þessara laga: Cherry Oh
Baby, sem Rolling Stones voru
með í frekar slappri útgáfu á
Black & Blue. Keep On Moving
sem er að finna á plötunni Afri-
canHerbsman með Bob Marley &
the Wailers, en Bunny Wailer var
einnig með það á sinni ágætu
plötu Bunny Wailer Sings Wailers..
Johnny Too Bad fluttu The
Slickers á plötunni Harder They
Come, sem raunar er ein af betri
reggae plötum sem út hafa komið.
Á þeirri plötu gat að heyra lög úr-
samnefndri kvikmynd, sem
Jimmy Cliff fór með aðalhlut-
verkið í, auk þess að syngja flest
lögin. Many Rivers To Cross var
einmitt á plötu þessari og það
verður nú að segjast eins og er að
flutningur UB40 á þessu stórgóða
lagi stendur Jimmy Cliff útgáf-
unni nokkuð að baki.
Annars er Labour Of Love
þrælgóð og skemmtileg plata og
.það er rétt að benda þeim á það,
sem aðeins hafa heyrt Red Red
Wine, að það er síður en svo besta
lagið á plötunni. UB40 fara
greinilega aldrei langt frá frumút-
gáfunum og er það allt í lagi, en
það verður ekki auðvelt fyrir þá
að stíga næsta skref eftir þetta.
*„Rude boys“ var nokkurs konar
„underground" bylgja sem kom
upp meðal ungra svertingja á
Jamaica, og barst þaðan að ein-
hverju leyti til Bretlands, upp úr
miðjum sjöunda áratugnum. Þeir
voru nokkuð áberandi í fram-
komát og klæðnaði, grófir og
harðir. Voru þeir upphafðir í
nokkrum reggae lögum þessa
tíma, svo sem: Rudy a message To
You — Dandy Livingstone; Rude
Boy — The Wailers; Shanty Town
— Desmond Dekker; Johnny Too
Bad — The Slickers.