Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Blaðsíða 21
Helgai----- posturmn. Fimmtudagur 20. október 1983 21 KJÖTBORÐIÐ VEKUR ATHYGLI Opið kl. 10—4 laugardaga E EUROCARD Vdrumarkaðurinnhf. EIÐISTORG111 eða óbeinni“. Sjálfur segir Hilmar: „Ég fór persónulega með u.þ.b. 80 manns til Freeport en sá um ferðir 250 manna. Ég talaði við fjölskyldur, yfirmenn vinnustaða og einstakl- inga og með aðstoð Flugleiða og lánastofnana tókst að greiða götu okkar. Skilningur á málefni okkar vaknaði þegar Lilli Berndsen kom heim edrú. Þá skildu menn að tími kraftaverkanna var ekki liðinn“. í nóvember 1976 fæddist hug- myndin að Samtökum áhuga- manna um áfengisvandamálið — SAÁ. Hilmar bar hugmyndina undir þáverandi borgarstjóra, Birgi ísleif Gunnarsson, sem tók vel í málið og boðaði til fundar 27 full- trúa ýmissa félagssamtaka. Hilmar hélt framsöguræðu, kynnti hug- myndina og sagði að 22 milljónir vantaði sem startkapítal. Hilmar um afgreiðslu þessa máls: „Þegar Adda Bára heyrði þessa tölu varð henni að orði að það væri víst ekki runnið af Hilmari Helgasyni enn- þá, ættum við ekki heldur að tala um tvær milljónir. Og þar með var málið dautt“. En málið var ekki dautt lengi. Vesturfararnir stofnuðu svonefnd- an „Freeport-klúbb“ og í septem- bermánuði 1977 kölluðu nokkrir menn með Hilmar í fararbroddi saman blaðamannafund og lýstu yfir stofnun SÁÁ. Hilmar: „Hug- myndin með SÁÁ var fyrst og fremst að stofna samtök sem gætu aflað þess fjár sem nauðsynlegt var til að starfrækja sjúkrastöð og endurhæfingu fyrir áfengissjúkl- inga á Islandi. SÁÁ átti ennfremur að vinna í nánum tengslum við AA- samtökin en þau sem slík hafa enga yfirstjórn og fara ekki með neina fjármuni og því ekki á þeirra valdi að ráðast í slíkar stórframkvæmdir. Hugmyndin um SÁÁ mætti geysi- legum andbyr meðal almennings í byrjun og þegar ég stakk upp á því að halda stofnfund SÁÁ í Fíáskóla- bíó, héldu allir að ég væri orðinn snarvitlaus. Þegar fundurinn var síðan haldinn þar var bíóið troð- fullt“. Þar með var SÁÁ orðið að veru- leika og nú fóru hlutirnir að gerast hratt: Silungapollur varð sjúkra- stöð áfengissjúkra, Sogn í Ölfusi og Staðarfell í Dölum endurhæfingar- stöðvar. Satt að segja gerðust breyt- ingarnar svo hratt að mörgum þótti nóg um og fordæmdu söfnunarað- ferðir samtakanna og fjáröflun. En þeir voru einnig ófáir sem dáðust að .krafti samtakanna. Einn þeirra var Guðmundur J. Guðmundsson sem átt hefur sæti i stjórn samtakanna nær allt frá upphafi: „Það voru óhugsandi hlutir að gerast. Hilmar Helgason er með sjaldgæfari mönnum, hann er hlaðinn ógurleg- umsprengjumætti, hugmyndaríkur og djarfur. Hann hreif alla með sér; það sem virtist fáránleiki við fyrstu sýn, stofna SÁÁ og síðar Vernd og Atak, málaði hann upp fyrir manni svo maður hreifst með. Hann var svo smitandi að jafnvel gamlir, þungir hundar eins og ég urðu smit- aðir af þessu afli og dýnamíti mannsins. Hilmar Helgason hefur alveg breytt mínum vinnustíl; þegar ég er efins um einhverjar fram- kvæmdir eða er ragur við að takast á við málin, verður mér iðulega hugsað til Hilmars, sem hefur gert hið ótrúlega, og þá vex mér kjarkur og áræði. Þegar við hinir í stjórn- inni vorum að velta fyrir okkur litl- um fundarsölum, talaði Hilmar um Hótel Sögu og Háskólabíó og fyllti þessa samkomusali með glans. Hilmar er eldhugi, hann reif upp SÁÁ og gerði það að stórveldi“. Tómas Á. Tómasson forstjóri var framkvæmdastjóri SÁÁ um tíma: „Okkur Hilmar greindi oft á um leiðir og sá ágreiningur varð að lok- um til þess að ég sagði af mér fram- kvæmdastjórastarfinu. Hins vegar erum við góðir vinir sem áður og það var hans verk að ég fór vestur til Freeport. En það er sama hvað sagt er um Hilmar Helgason og SÁA; hann var réttur maður á réttum tíma á réttum stað“. Ójjarfi er að fjölyrða meira um SÁA, samtökin héldu áfram að vaxa og opna nýja og glæstlega sjúkrastöð við Grafarvoginn í haust. Enn er deilt um aðferðir þeirra en fáir gagnrýna málstað þeirra og markmið og eitt er víst, að SÁÁ hefur gjörbreytt viðhorfi almennings til áfengissýki. Hilmar springur En hvað varð um Hilmar Helga- son? „Ég starfaði aðallega að málefn- um SÁÁ fyrstu árin eftir meðferð- ina“, segir Hilmar, „en jafnframt rak ég eigið fyrirtæki Hilmar Helgason h/f. Síðan urðu fyrirtæk- in fleiri og í ársbyrjun 1981 voru þau orðin 11. Ég hélt mér edrú í fimm ár. En um vorið 1981 fannst mér ekkert ganga mér í haginn; ég stóð í lögskilnaði, sektarkenndin var að drepa mig, mér fannst ég hafa brugðist, ég ákvað að slútta öllu; yfirgefa allt. 16. apríl 1981 labbaði ég út með litla tösku í hend- inni og afhenti eiginkonu minni all- ar mínar eigur. Ég fór á vinnu- fyllerí, stofnaði Átak, hugmyndina að sparisjóði alkóhólista, og lagði drögin að stofnfundi á Hotel Sögu. 500 manns mættu á fundinum en tveimur tímum áður en hann hófst datt ég í það. Ég sendi bréf á stofnfundinn sem Albert Guð- mundsson las upp. Þar stóð að gamall óvinur hefði heimsótt mig og ég ætlaði að berjast við hann“. Fréttin um að Hilmar Helgason hefði fallið, barst eins og eldur í sinu um allt land. Það var mikið fall fyrir Hilmar sjálfan og geysilegt áfall fyrir SÁÁ. Einn af forráða- mönnum SÁÁ segir um þetta atriði: „Það varð mikill hvellur þegar Hilmar sprakk. Margir sem höfðu haft horn í síðu okkar frá upphafi, notuðu tækifærið og básúnuðu fánýti meðferða og SÁÁ yfirleitt. Margir áttuðu sig þó á því að Hilm- ar Helgason var ekki samtökin, og þótt hann félli störfuðu þau áfram sem áður. En við komumst einnig að raun um, að rangt hefði verið að hafa aðeins einn mann í forsvari fyrir samtökin; að allur okkar mál- staður gæti hrunið út á við vegna eins manns. Þess vegna ákváðum við að breyta til og fjölga andlitun- um út á við“. Hvers vegna „sprakk“ Hilmar? Sjálfur segir hann að sér hafi ekki gengið nógu vel, kvennamál verið farin að rugla hann í ríminu og hann misst sjónar á tilganginum með starfi sínu. Fæstir þeir sem HP talaði við eru sammála Hilmari. Einn viðmælandi greinarhöfundar sem óskar nafnleyndar segir: „Við vorum í rauninni alltaf dauðhrædd- ir um Hilmar. Hann er sölumaður af Guðs náð, og hann seldi alkóhól- isma eins og hverja aðra vöru. Þess- ir hæfileikar hans komu að ótrú- lega góðu gagni meðan við vorum að ýta samtökunum úr vör. Ég hef það oft á tilfinningunni að hann hafi verið í eldlínu SÁÁ út af sporti frekar en hugsjón. Honum fannst slagurinn skemmtilegur. Þegar mesti hasarinn var um garð genginn og Hilmar búinn að vinna sterkustu og erfiðustu verkin, fannst honum púðrið farið úr þessu. Svo þoldi hann ekki velgengnina. Honum var hampað af þjóðfélaginu, hann varð fjölmiðlasjúkur og frægðin og hinn skjóti frami varð honum um megn“. Annar viðmælandi HP segir: „Við félagar í samtökunum sáum fljótlega hvert stefndi. Þótt hann neytti ekki áfengis, var flugið svo hátt að stutt var i sömu gömlu stælana. Hann sá að sér og bauðst til að víkja úr formannsstarfinu en við slógum um hann skjaldborg því við vorum dauðskelkaðir við að uppsögn hans yrði notuð gegn okk- ur. Samtökin voru og eru mjög við- kvæm, því alkóhólismi er við- kvæmur sjúkdómur. Hilmar var líka fullfær í starfi sínu framan af. Hann var hugmyndaríkur og elju- samur og var einkar duglegur við að velja sér hæfa samstarfsmenn. En það hallaði stöðugt undan tæti og þegar kvennamálin voru öll komin úr skorðum var stutt í flöskuna". Lilli Berndsen: „Það kom mér ekki á óvart þegar Hilmar sprakk. Ég var búinn að vita lengi að svo mundi fara. Hann þóttist vera að framkvæma allan andskotann en í rauninni kemur hann engu í fram- kvæmd nema fullur. Nú hefst drykkju- og meðferðar- tími í ævi Hilmars. Hann er kominn til Bandaríkjanna nokkrum dögum eftir að hann hefur drykkju á ný; í þetta sinn á meðferðarheimilið Chigchat í Pennsylvaniu. Hann er rekinn úr þeirri meðferð eftir 30 daga vegna hroka og gerist róni í frægasta drykkjurútahverfi í heimi; Bowery í New York. Hann pússar bílrúður á götunum, tæmir 85 centa rauðvínsflöskur og sefur innan um pappakassa og dágblöð. Eftir nokkra hríð fær hann nóg af úti- gangslífinu, leigir sér svítu á Hilton fyrir kreditkort en eftir sólarhring kemur hann sér heim til íslands með 3 dollara í vasanum. í Reykja- vík liggur hann í ræsinu í 7 mánuði og sefur í bílum og kjallaratröpp- um. „En ég flutti aldrei inn á konu, því ég hef megnustu fyrirlitningu á plastpokamönnum“, segir Hilntar. Á gamlárskvöld 1981 gefst Hilmar upp á drykkjunni. Hann fær sér vinnu á Eyrinni í 5 vikur en á þriðju viku er hann farinn að drekka aftur. Hann selur það litla sem hann á og flýgur til USA, ákveðinn í að láta aldrei sjá sig aftur á íslandi, minnugur allra ósigranna sem hann hefur beðið eftir að hann hóf drykkju að nýju. Hilnrar hættir tiltölulega fljótt drykkju eftir að hann kemur til Bandaríkjanna. Hann fer að vinna á ýmsum meðferðarstofnunum og fer m.a. í mikla ferð um 17 ríki þar sem hann heldur fyrirlestra í há- skólum um áfengisbölið. í desem- bermánuði er hann búinn að fá nóg af Ameríku að sinni og flýgur heim til íslands. 15. desember hefur hann drykkju að nýju og það fyllerí end- ist yfir áramótin. 2. janúar 1983 setur hann tappann í flöskuna og er þá orðinn staurblankur. Hann leit- ar til opinberra sjóða og biður um fjárstyrk en er neitað um þá upp- hæð sem hann fer fram á. Hilmar: „Þá lagðist ég undir sæng. Mér var ljóst, að ekkert yrði gert fyrir mig. Ekkert gerðist ef ég gerði það ekki sjálfur. Ég hugsaði og hugsaði, og skyndilega, þarna undir sænginni, kviknaði hugmyndin og Sölusam- tökin urðu til“. Hugmynd Hilmars var í stuttu máli sú að hefja innflutning á blómafræflum svonefndum, selja þá í pökkum til einstaklinga sem gátu kallað sig sjálfstæða atvinnu- rekendur og seldu vöruna áfram til neytenda. Kerfið er einfalt: Með þessu móti fær Hilrnar staðgreiðslu á vörunni, hann eyðir sáralitlu í kostnað fyrirtækisins, engu fé er varið í auglýsingar, hann losnar við dreifingarkostnað og situr ekki uppi með neinn lager, svo eitthvað sé nefnt. Hilmar leitaði til vinar síns Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar og honum leist það vel á hugmyndina að hann fjármagnaði hana í byrjun. í dag eiga þeir Sölusamtökin saman og blómafræflar eru neysluvara um gjörvallt landið. Þeir félagar létu ekki staðar numið heldur eru í óða önn að byggja upp sölukerfi á öll- um Norðurlöndum eins og HP hef- ur áður greint frá, og þá er ekki söluvaran einungis blómafræflar heldur fiskur, pylsur, pylsuvagnar og ull. Þá er Hilmar búinn að ná í umboð frá USA fyrir undraefni sem er blandað saman við eldsneyti til að drýgja nýtingu þess og orku. Þeir félagar hafa einnig í bígerð að starfrækja mikla heilsuræktarstöð í Krísuvík með golfvöllum, hollustu- fæði og tilheyrandi. Stöðin er ætluð fjársterkum, erlendum aðilum en einnig íslendingum. Og fyrir skömmu keypti Hilmar nafn og útgáfurétt Mánudagsblaðsins, þótt hann hafi enn ekki ákveðið hvernig hann ætlar að hagnýta blaðið. „Vinur minn Ásgeir Hannes er þessa dagana í Bandarikjunum að kynna sér rekstur heilsuræktar- stofnana, og ég býð með þessa ákvörðun þangað til hann kemur til baka“, segir Hilmar við HP. Framtíðin Hilmari vegnar því vel fjárhags- lega. En gæfan er honum ekki hlið- holl í persónulegunt málum. Hann hefur drukkið sleitulaust frá því í aprílmánuði, eina til tvær flöskur af sterku víni á dag. Hann er bólg- inn í andliti, augun þreytuleg og rök, en að öðru leyti er erfitt að sjá að þessi maður sé búinn að vera drukkinn í hálft ár. Hann talar skýrt og yfirvegað, ntinnið er óbrenglað og það sést vart vín á honum. Hann segir undirrituðum sögu sína afdráttarlaust; segist vera hættur að ljúga. Ekki eru allir sam- mála um það. Framhald á bls. 23 eftir Ingólf Margeirsson Mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.