Helgarpósturinn - 24.11.1983, Síða 10

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrimur Thorsteinsson Blaðamenn: Egill Helgason og Kristín Ástgeirsdóttir Útlit: Björn Br. Björnsson; Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goögá h/f. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen Skrifstofustjóri: Ingvar Halldórsson Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Þóra Nielsen Lausasöluverð kr. 30. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavlk, simi 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Simi 8-15-11. Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Nýjar rásir Innan tlðar verður hálfrar aldar einokun gamla Gufu- radlósins rofin hér á landi. Rás 2 er ný grein af meiði RÚV og markartlmamót I sögu útvarps á íslandi. Rás eitt hefur, þrátt fyrir mikið og viðtækt starf gegnum tlðina, löngu gengið sér til húðar sem útvarpsmið- ill, einkum að forminu til. Það er ofureðlilegt að rfkisfjölmiö- ill sem hvorki nýtur aðhalds, veglegrar gagnrýni né sam- keppni, dæmist til að falla I far- veg stiröleika, hugmynda- deyföar og doöa. Þegar með tilkomu Akureyrarútvarpsins (RÚVAK) tók Rás 1 fjörkipp, þótt um eiginlega samkeppni væri ekki að ræða. RÚVAK hefur sannað ágæti sitt og til- verurétt fyrir löngu, ekki aö- eins með prýðilegu og áheyri- legu efni, heldur einnig vegna friskleikans. Hluti af efni Helgarpóstsins i dag er helgað þessum tlma- mótum útvarpsins. Annars vegar fjallar blaðið fyrst Is- lenskra fjölmiðla á nákvæman og (tarlegan hátt um helstu þætti og þáttageröarmenn sem vinna munu innan vé- banda Rásar 2. Hins vegar birtir Helgarpósturinn kafla úr nýrri bók sem Vilhelm G. Krist- insson, fyrrum fréttamaður út- varps, hefur skráð, um gömlu útvarpskempuna Sigurð Sig- urðsson Iþróttafréttamann, þar sem hann segir frá Kfinu bak við tjöldin I gamla Gufu- radióinu. Sigurður var i hópi brautryðjendanna á öldum Ijósvakans; einn margra mætra manna sem gerðu út- varpið að lifandi og skemmti- legum miðli. Árdagar útvarpsins eru nú liðnir og nýir tlmar kalla á nýja menn. Rás 2 mun byggja aðal- lega á léttu efni, tónlist, við- talsþáttum og styttri syrpum ýmiss konar. Létt ef ni svonefnt er jafnvandmeðfarið og þungt efni; þarverðureinnig að beita hugkvæmni, smekkvfsi og frjóum hugmyndum. Það ertrú Helgarpóstsins að með til- komu Rásar 2 hljóti Rás 1 nauðsynlegt aöhald sem eflir efni og flutning beggja. Með Rás 2 er fyrsta sporið stigið í þá átt að auka fjölbreytni út- varpsefnis á samkeppnis- grundvelli. í lýðræðisrlkjum eru frjálsir fjölmiðlar oft nefndir fjórða rlkisvaldiö. Hérlendis hefur útvarp og sjónvarp veriö undanþegið frjálsri samkeppni. Um leiö og Helgarpósturinn fagnar til- komu Rásar 2 og óskar henni gæfu og gengis I starfi er það von blaðsins að hin nýja rás brjóti fjötra einokunar og stuðli beintog óbeintaötilurð nýrra og frjálsra útvarps- stöðva, I stað þess að stöðva þá þróun. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Vöru- merkin og einka- rétturinn Hr. ritstjóri, í blaði yðar er út kom fimmtu- daginn 17. þ.m. ritar einn blaða- manna yðar, hr. Egill Helgason, grein um mál það, er bandariska fyrirtækið Time, Inc. höfðaði gegn Frjálsu framtaki h.f., hér í borg og snerist um rétt hins síðar- nefnda til þess að nota orðið ,,líf“ sem nafn á tímariti hlutafélagsins. Þar sem mál þetta er mér skylt að því leyti, að ég flutti málið af hálfu Time, Inc., fyrir báðum rétt- um og mér þykir gæta þó nokkurs misskilnings í umfjöllun greinar- höfundar um það, væri mér kært ef þér vilduð birta eftirfarandi at- hugasemdir mínar við fyrrgreinda grein í blaði yðar: Greinarhöfundur bendir rétti- lega á, að frá hinni lögfræðilegu hlið hafi kjarni málsins verið sá, hvort hætta hafi verið á að menn villtust á tímaritsheitunum tveim- ur, eða settu þau í samband hvort við annað. Af efni greinarhöfundar má þó ráða, að hann hafi heldur kosið, að mál þetta yrði ekki dæmt að iögum, heidur að álitLsérfræðinga í íslenskri tungu, eða jafnvel eftir almenningsálitinu. Minnir þetta dálítið á fyrsta íslenska dóms- málaráðherrann, sem ekki var löglærður maður og sagt var um, að hefði haldið því fram, að dóm- stólarnir ættu ekki að dæma eftir lögum landsins, heldur sam- kvæmt því, sem talist gæti sann- gjarnt hverju sinni. Væntanlega gerir þó greinar- höfundur sér grein fyrir því hverj- ar afleiðingar slíkar aðferðir gætu haft á allt réttaröryggi í landinu. Þar sem mál þetta snerist á eng- an hátt um íslenskt mál, heldur einungis um ruglingshættuna milli vörumerkisins ,,LIFE“ ann- arsvegar og tímaritsheitisins „líf“ hinsvegar, þá bar að leggja dóm á það atriði samkvæmt viðurkennd- um reglum vörumerkja- og sam- keppnisréttar, en ekki eftir ein- hverjum annarlegum sjónarmið- um, svo sem „málfræðilegu sjálf- stæði", almenningsáliti eða sann- girni. Af þessum ástæðum sá hvorki héraðsdómur, Hæstiréttur né heldur lögmaður Frjáls framtaks h.f. nokkra ástæðu til þess að kalla málfræðinga til þess að segja álit sitt í þessu deilumáli. Málið var því í báðum réttum dæmt samkvæmt gildandi lögum enda þótt allir dómendur hafi ekki orðið sam- mála um niðurstöðu málsins. í þessu sambandi má þó benda á að lögfræðin er ekki eins nákvæm fræðigrein og ýmsar aðrar fræði- greinar og ekki er óalgengt að lög- fræðinga og dómendur greini á um hvernig dæma beri í ýmsum á- greiningsmálum manna á milli. Þegar þannig stendur á, er einn- ig skiljanlegt að leikmönnum gangi illa að dæma um lögfræði- leg efni. Það er þannig ljóst af um- mælum þeirra íslenskufræðing- anna, Gísla Jónssonar, mennta- skólakennara á Akureyri, og Baldurs Jónssonar dósents, sem greinarhöfundur vitnar í, að þeir hafa auðsjáanlega misskilið niður- stöðu Hæstaréttar í þessu máli. Svo virðist, sem þessir mætu menn telji að með dómi Hæsta- réttar hafi Time, Inc. öðlast alger- an einkarétt á „íslensku heiti" eða „slegið eign sinni á íslenskt orð“, þ.e. á orðið „líf“. Svo er að sjálf- sögðu alls ekki. Öllum er hér eftir sem hingað til heimilt að nota orð- ið ,,líf“ á hvern þann hátt sem þeim sýnist, en þó ekki á þann veg sem gert var í þessu máli. Auk fyrrnefndra tveggja fræði- manna vitnar greinarhöfundur einnig í samtal við hr. Magnús Hreggviðsson, framkvæmda- stjóra Frjáls framtaks h.f., og hefur eftir honum að mál þetta hafi ver- ið „ofarlega á baugi hjá tugþús- undum íslendinga, sem væru að hans áliti upp til hópa yfir sig hneykslaðir á ákvörðun þessara þriggja hæstaréttardómara". Hér er að sjálfsögðu um órökstudda fullyrðingu að ræða, sem ekkert mark er á takandi. Ekki er það heldur mjög trúlegt, sem haft er eftir framkvæmdastjóranum, að fjölmargir hæstaréttarlögmenn telji dóm þennan furðulegan og fjarri raunveruleikanum. Egþekki a.m.k. ekki þá hæstaréttarlög- menn, sem tilbúnir séu til þess að telja þennan dóm Hæstaréttar ís- lands „furðulegan og fjarri raun- veruleikanum", án þess að hafa haft minnsta tækifæri eða tíma til þess að kynna sér staðreyndir málsins og þau rök, sem ég hafði fram að færa af hálfu umbj.m., Time, Inc. í þessu máli. Annars mætti benda slíkum hæstaréttarlögmönnum, ef til eru, á þá staðreynd, að Hæstiréttur ís- lands hefur áður dæmt í mjög svipuðu máli og fór þá einnig á sömu leið. Málavextir voru á þá lund, að þýzka fyrirtækið „Volks- wagenwerk" átti skráð hér á landi vörumerkið „Volkswagen" fyrir bifreiðar, sem hér á landi gengu undir íslenska nafninu „Fólks- vagn“. Tveir bifreiðaviðgerðar- menn, sem áður höfðu unnið hjá umboðsmönnum „Volkswagen- verksmiðjanna" hér á landi stofn- uðu bifreiðaverkstæði undir nafn- inu „Fólksvagn s.f.“. Hér stóð því mjög líkt á og í þessu „líf“ máli. Skráð vörumerki erlends aðilja hér á landi var þýtt yfir á íslenskt mál og notað í beinni samkeppni við lögmætan rétt hins erlenda aðilja. Hið þýska firma höfðaði mál gegn fyrrgreindum tveim mönnum og krafðist þess að þeim yrði dæmt skylt að hætta að nota í atvinnurekstri sínum hið ís- Ienska orð „Fólksvagn" og að það nafn yrði afmáð úr firmaskrá. Hæstiréttur íslands féllst á þessar kröfur hins þýska fyrirtækis. Er mér ekki kunnugt um að sá dómur hafi valdið nokkru hneyksli á sín- um tíma, né heldur að nokkrir ís- lenskufræðingar hafi þá kvartað undan því, að erlendir aðiljar hafi „slegið eign sinni á íslenskt orð“. Með hliðsjón af því máli þurfti því ekki niðurstaðan í „LIFE-líf“ málinu að koma nokkrum manni sérstaklega á óvart. Sigurgeir Sigurjónsson hœstaréttarlögmaður Svar blaðamanns Mikið rétt — meirihluti Hæsta- réttar taldi hættu á því að menn rugluðust á vörumerkinu VLIFE“ og tímaritsheitinu „Líf“. Eg læt vera að úttala mig um það atriði, finnst þetta reyndar lýsa tals- verðri vantrú á glöggskyggni neytenda. Ekki mæli ég heldur fyrir því að almenningsálitið sé sett í dómarasæti, en rámar þó ó- ljóst í að stundum sé talað um „réttarvitund" í lögfræðinni — mér sýnist dómur Hæstaréttar einmitt stangast á við réttarvitund tugþúsundanna sem Magnús Hreggviðsson talaði um. Kjarni greinar minnar „LIFE-dagar“ var sá að enskan og íslenskan séu tvö ólík mál, vernduð ríkismál í sínum iöndum, enda þótt þau eigi ýmis- legt skylt aftur í frumgermanskri forneskju — til dæmis orðið „líf“. Athyglisverð mynd sem birtist með grein minni sýndi líka hversu ólík þessi tvö heiti eru þegar á for- síður blaðanna er komið. Dæmið „Fólksvagn“/„Volks- wagen" finnst mér litlu bæta við þetta mál. Þar er um samsetningu að ræða, mjög sértækrar merk- ingar, líkt og þegar orðinu „stykki" er skeytt aftan við hið mjög svo altæka orð „líf". Egill Helgason Jón Baldvin og námslánin Ágætir Helgarpóstsmenn. Jón Baldvin Hannibalsson skrif- aði í síðasta Pósti Hringborðsgrein sem er ekki í frásögur færandi í sjálfu sér. Það vill hinsvegar svo til að hin leikræna reynslusaga Jóns Baldvins hefur að efniviði atburð sem fleiri eru til frásagnar um en Jón Baldvin; er nefnilega einhvers konar greinargerð um fund sem Stúdentaráð Háskólans hélt fyrir nokkru um Lánasjóð námsmanna og fjárhagskröggur hans og því miður ekki fyrsti fundur um jiau mál. Það má vel vera að eitthvert blek úr Helgarpósti drjúpi að lok- um á hin frægu spjöld sögunnar og þessvegna er rangt að láta Jón sleppa athugasemdalaust. Hér er ekki staður, stund né tilefni til um- ræðna um vanda Lánasjóðs eða um framtíð sæmilegrar fram- haldsmenntunar á landinu eða um jafnrétti til náms. Mér fannst hins- vegar soldið aumt af Hringborðs- höfundinum að reyna að slá sigtil riddara í augum blaðalesara með jafnléttvægan afrekamal á baki og raun ber hér vitni. Ég var á þessum fundi með blað og blýant til að taka niður frétta- frásögn fyrir ritið Sæmund sem gefinn er út af Samtökum ís- lenskra námsmanna erlendis, SÍNE. Eins og sjá má af leikriti Jóns Baldvins voru á þessum fundi fulltrúar allra þingflokka og lagði hver sitt til mála og kom fátt á óvart miðað við frammistöðu þessara flokka í lánamálum náms- manna áður og miðað við mál- flutningsmun stjórnar og stjórn- arandstöðu, - nema það að þegar undirritaður lítur yfir nótur sínar frá fundinum sér hann að undir nafni fulltrúa Alþýðuflokksins stendur ekki neitt. Ekkert sem Jón Baldvin Hannibalsson sagði á fundinum þótti nógu merkilegt til að skrá það. Á þessu geta verið tvær skýringar. Annaðhvort hef- ur blaðamaður ekki skilið ræðu- Það munar um minna Okkar Nýja tilboð verðið Lambahamborgarhryggur 128.00 228.00 London Lamb 158.00 296.00 Hangikjötslæri 128.00 218.00 Hangikjötsframpartur ... 85.15 120.15 Úrbeinuð hangikjötslæri Úrbeinaðir 218.00 331.00 hangikjötsframpartar . ... 148.00 234.00 Folalda snitchel 230.00 268.00 Folalda gullas 210.00 245.00 Folalda filet 255.00 305.00 Folalda lundir 255.00 305.00 Folalda beinlausir fuglar 230.00 268.00 Nauta snitchel 364.00 465.00 Nauta gullas 296.00 358.00 Nauta roast-beef 360.00 465.00 Nauta filet 427.00 500.00 Nauta lundir 427.00 500.00 Nauta beinlausir fuglar .. 364.00 465.00 Opið alla daga tii kl. 19 Opið laugardaga til kl. 16 Alltaf opið í hádeginu 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.