Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 11
manninn eða ræðumaðurinn hef- ur ekki verið í neinu undir orð- skrúðinu. Ég hallast að seinni skýringunni. Ég held líka að Jón Baldvin Hannibalsson hafi komið á þennan fund án nokkurs undir- búnings og ég held meira að segja að Jón Baldvin sé ekki ennþá far- inn að setja sig inní eða skoða eða líta á þessi námsmannamál. Þetta fyndist mér heldur óábyrgðarlega á málum haldið af viðkomandi, ekki aðeins gagnvart námsmönn- um heldur líka gagnvart Alþýðu- flokknum sem hafði fyrir þennan fund einna helst látið í sér heyra um málefni námsmanna með röddu Karvels Pálmasonar en sú rödd var á hærri nótunum yfir því að námsmenn gengju um lítt skertir eftir að honum og kolleg- um hans í verkalýðsforustu hafði mistekist að hrinda árásum aftur- haldsins á kjör launafólks. Það vill til að mig rámar enn í soldið af ræðu fulltrúa Alþýðu- flokksins á þessum lánamálafundi og ég minnist eilítillar undrunar yfir að komast að því að þing- maðurinn er ennþá í stjórnarand- stöðu, við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens. Niðurstaðan er enn einu sinni sú, góðir Helgarpóstsmenn, að menn eiga að hugsa áður en þeir tala, og eiginlega það sem er enn- þá mikilvægast, að hugsa áður en þeir tala skriflega. Að öðru leyti veit ég ekki hvað þessi heldur lummulegi atvinnupólitíkus vill uppá dekk í þó þetta sæmilegu blaði og skil ekki alveg þá rit- stjórnarstefnu ykkar að borga manninum fyrir að opna sér þröngar skáldæðarnar oná mál- efni sem umfram allt krefjast heið- arlegrar umfjöllunar. Mördur Árnason Við þökkum tilskrifið, en tökum fram að Heglarpósturinn leitast við að spegla sem fjölbreytilegust sjónarmið, þ.á.m.það sem birt er hér að ofan, og þykir blaðinu feng- ur að Jóni Baldvin í liði fastra skríbenta. Svo geta menn haft þá skoðun sem þeir vilja og fengið hana ljúflega birta. Ritstj. Lítil leiörétting Ágæti Helgarpóstur! I 43. tölublaði HP þ. 3. nóvem- ber birtist við mig opnuviðtal und- ir fyrirsögninni ,,Hvað gerir skap- ríkur maður?" Tvær efnislegar villur hafa slæðst inn í viðtalið sem ég vil gera athugasemdir við. Um leikrit Halldórs Laxness „Dúfnaveisluna" er ég látinn segja: „Dúfnaveislan er eina leik- ritið sem skrifað hefur verið á móti auðsöfnun". Síðar í viðtalinu er ég látinn hafa eftirfarandi orð um byggingu Seðlabankans: „Kjallarinn á þessu sex hæða húsi getur vel gengið sem tónleika- hús“. Rétt ræða á að vera: „Ofan á kjallarann sem þegar hefur ver- ið steyptur má byggja fallegt og lágt tónleikahús". Með þökk fyrir þirtinguna, Þorsteinn O. Stephensen Vændið og ábyrgðin Til ritstjóra Helgarpóstsins. Ég fer fram á að þér birtið eftir- farandi athugasemd í blaði yðar: í „fyrri grein“ um „vændi í Reykja- vík“ er nafnleynd virt í orði kveðnu. Konan, sem hlut á að máli, er nefnd „Fjóla", og nafni höfundar er haldið leyndu að beiðni hans. En fleiri kóma við sögu en þau tvö. Um börn kon- unnar er sagt að þau „viti vel um viðskipti móður sinnar“. Er þessi setning höfð í greininni til að lesandi blaðsins geti tekið ó- trauður til við helgarsteikina að lestri loknum? Eða er hún til að friða samvisku ritstjórans, sem lætur mynd af útidyrum að heim- ili barnanna fylgja greininni? Er þetta virðing við nafnleynd barn- anna? Á hvaða aldri eru þau, ef rit- stjórinn telur þau hafa minni þörf fyrir nafnleynd en greinarhöfund- inn? Eða hefur þetta sjónarmið ekki komið til álita? Á hvaða aldri eruð þér, herra ritstjóri? I greininni fer engum sögum af Ijósmyndara blaðsins á vettvangi, enda hefði honum verið ofaukið. Myndin á forsíðu blaðsins er sennilega klippt út úr dönsku myndablaði. Ef til vill hafið þér, herra ritstjóri, af tillitssemi látið taka mynd af einhverju öðru húsi í Vesturbænum. Yður munar þá ekki um að biðja börnin í því húsi afsökunar í blaði yðar um leið og börn „Fjólu". Eða hef ég yður fyrir rangri sök? Er myndin af dyrunum úr Familie Journal? Þá er bara að vona að Danir lesi ekki Helgarpóstinn. Að lokum minni ég yður á að greiða útsendara yður, herra ritstjóri, þessar 1000 til 2000 krónur, sem þér skuldið honum. Gunnar Þorbergsson 3397-9754 Við þessa ádrepu má bæta eftir- farandi: Helgarpóstinum er kunn- ugt um að lögregluyfirvöld vissu af þeirri starfsemi sem sagt var frá í umræddri grein. Jafnframt hafði blaðið ítrekað samband við þá konu sem hlut á að máli á löngum vinnslutíma greinarinnar og henni gefinn kostur á að hafa áhrif á gerð hennar. Eins og segir orð- rétt í greininni eru börnin „stálp- uð“ og öll fjárráða. Þá er rétt að fram komi að báðar myndirnar sem birtar voru í tengslum við greinina voru módelmyndir, tekn- ar af ljósmyndara blaðsins. Aðrar spurningar bréfritara telur blaðið ekki svara verðar, en athyglisvert er að í meðferð máls eins og þessa, bæði hjá opinberum aðilum og sumum öðrum, virðist gæta nokk- urs tvískinnungs. Eða er ábyrgð þess sem málið varðar beint minni en ábyrgð fjölmiðils sem frá því segir? — Rilstj. \ Benjamín Eiríksson. Háskólanám í Berlín og Moskvu 1932-38. Fil.kand. í hagfræði og slavneskum málum og bókmenntum við háskólann í Stokk- hólmi 1938; Meistaragráða í hagfræði og stjórnmálafræði við ríkisháskól- ann í Minnesota 1944. Doktorsgráða í hagfræðifrá Harvard 1946. Starfs- maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Washington DC 1946-51. Ráðunautur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum 1951 -53. Bankastjóri Framkvæmda- bankans 1953 - 1965. eftir Dr. Benjamín Eiríksson ÉG ER eftir dr. Benjamín Eiríksson, er mikil bók aö vöxtum, á fimmta hundrað blaðsíður. Dr. Benjamín stundaði öll algeng störf, eyrarvinnu og sjómennsku framan af ævi meöfram glæstum námsferli við sex erlenda háskóla, og þessi víðfeðrriu kynni af lífi eigin þjóðar og stór- þjóða móta öll efnistök hagfraeðingsins; hann horfir á þjóð sina undan mörgum sjónarhornum, og er þó allra manna islenskastur. Meðal efnis bókarinnar eru hin stórsnjöllu skrif hans um þjóðmálin síöustu þrjú ár. Doktornum er gefin sú gáfa að reiða fram flókin málefni á svo Ijósu og kjarnyrtu alþýðumáli, og raunar meinfyndnu, að auðskiljanleg verða hverju mannsbarni. Meira en helming- ur bókarefnisins er áður óbirt, með fjölbreyttu ivafi endurminninga frá ýmsum skeiðum ævinnar, en dr. Benjamín dvaldi viö háskóla í Berlín og Moskvu á umbrotatímum nasisma og kommúp- isma. Á þeirri dvöl reisir hann kynngimagnaöa úttekt sina á nasismanum (Hefndin ög endurkom- an) og kommúnismanum (Dýrið), og skipar í guðfræðilegt samhengi, en yfirburðaþekking dr. Benjamíns á guðfræði, ein sér, er allrar athygli verð. Nokkrar kaflafyrirsagnir gefa hugmynd um fjölbreytni efnisins: Það er fleira súrt en súrál, Af sjónarhóli manns, Af sjónarhóli Guðs, Réttlæti, Menntaöur skríll, Ljóðaóhljóð, Gullkranarnir, Hásæti Satans, Mál og málnotkun: Meðal óbirts efnis eru eldfim skrif gegn guðfræði þriggja höfuðklerka, Sigurbjörns Einarssonar, Jakobs Jóns- sonar og Þóris Kr. Þórðarsonar; og hann tekur Halldór Laxness rækilega i karphúsið, og það ekki með einni atlögu, heldur mörgum. Þungur áfellisdómur dr. Benjamíns yfir sósíalismanum, sírennsli lyginnar i Þjóðviljanum, dauðri hönd embættismannarekstrarins á fyrirtækjum, óstjórn efnahagsmála þjóðarinnar, og því stórfljóti lyginnar, sem hann kveður Einar Olgeirsson og félaga hafa veitt yfir þjóöina í hálfa öld, er sá rammislagur sem seint mun liða lesandanum úr eyrum. Rikulegt myndefni úr einkalifi og náms- og starfsferli doktorsins eykur mjög á ævisögulegt gildi bókarinnar. Ef einhver rödd getur kallast rödd hrópandans i eyðimörkinni í islensku samfélagi um þessar mundir, þá er það rödd dr. Benjamins Eiríkssonar. Jóhannes Helgi Armúli 36, sími 83195 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.