Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.11.1983, Qupperneq 13

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Qupperneq 13
RÁS eftir Hallgrim Thorsteinsson myndir Jim Smart Næsta fimmtudagsmorgun, 1. desember, á slagirw klukkan 10, veröur brotið blað í sögu fjölmiðlunar á íslandi. Þá hefjast út- sendingar á annarri rás Ríkisútvarpsins, Rás 2. Útvarpshlustend- ur allt frá Barðaströnd, suður um land til Víkur íMýrdal eiga þess kost að fylgjast með þessarí sögulegu stund með hjálp útvarps- tœkja sinna. og tœkjakost Rásar 2 í vesturhluta jarðhœðar nýja útvarpshúss- ins við Hvassaleiti. En hvað verður á boðstólum, hvernig verður dagskráin. And- rés Björrisson útvarpsstjóri hefur lýst hlutverki Rásar 2 á þá leið að hún eigl að vera ,,létt undirspil undir dagiegt arnstur fólks". Dagskránni hefur verið skorinn stakkur Sarnkvœmt þessu mottói útvarpsstjóra. Meginefnið verður létt tónlist, dœgurlög og létt spjall. Rás 2 er œtlað að standa undirsér fjárhagslega að öllu leyti með sölu auglýsingatíma ( dagskránni. Auglýsingarnar verða leiknar og sungnar. jHB sHB Fyrst í stað veröur aðeins útvarpað í sex klukkustundir á dag, mánudaga til föstudaga, en ekki um helgar. Þó er gert ráð fyrir að það nœturútvarp sem í gangi er, veröi keyrt samtímis á báð- um rásum, og að tilbúnar auglýsingar verði leyfðar í því. ístórum dráttum hefur dagskráin fengið á sigeftirfarandi svip- mót, sem starfsfólk Rásar 2 segir þó að sé öllum mögulegum breytingum undirorpið í Ijósi reynslunnar: Ki 10-12: Morgun- þáttur. Mestmegnis (80-90%) létt tónhst af ollu tagi. Inn á milli laga verða upplýsingar sem snerta daglegt líffólks, s.s. um veður og fœrð. Kl. 12-14 er hádegisútvarp Rásar 1 allsráðandi í dreifi- kerfinu. Kl. 14-16: Einfaldir tónlistarþœttir (syrpur). Kl. 16-18: Tónlistarþœttir með fjölbreytilegu ívafi og einstaka talmálsþœtt- ir. Til greina hefur komið að keyra Rás 1 á dreifikerfi Rásar 2 þeg- ar sendingar liggja niðri frá Hvassaleiti. Nýi FM-sendirinn á Skálafelli sem settur var upp vegna Rásar 2 þykir nefnilega bœta FM-móttöku víða á Suðvesturlandi. Jafnvel eru taldar líkur á að sendingar frá honum náist á vissum stöðum norðanlands með góðum loftnetum. Þessi 10.000 W sendir hefur bylgjulengdina 99,9 MHz og flestir íbúar höfuöborgarsvœðisins koma að líkind- um til með að stilla tœkin sín á hann þegar þar að kemur. Vestfirðingar, Norðlendingar og fólk suðaustan- og austan- lands verða að bíta í það súra epli að fá ekki að heyra í Rás 2 í heild fyrr en síðar. Meðan beðið er eftir að sendar verði settir upp fyrirþessa landshluta getur fólk á þessum stöðum fengið for- skot á sœluna með því að hlusta á nœturútvarpið. Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir þá dagskrárgerðarmenn sem allt útlit er fyrir að fari nú að láta til sín heyra á Rás 2. Iþessu yfirliti er gengið út frá þeim dagskrárhugmyndum sem undirbúningur að Rás 2 hefur miðast við allra síðustu daga. Yfirlitið gefur ekki heildarmynd af dagskránni — enn eru nokkrir endar í dag- skránni óhnýttir. Þau taka þátt Jónatan Garðarsson verður með tónlistarþátt á miðvikudög- um klukkan 16-17: „Ég ætla að spila reggea-tónlist í þessum þátt- um a.m.k. til að byrja með. Ég ætla ekki að kafa Iangt undir yfir- borðið í þessari tónlist, spila frek- ar það sem er nýjast. Seinna býst ég við að fikra mig út í annað tema, annars konar tónlistar- stefnur. Aðstaðan á Rás 2 er geysi- lega góð. Þetta er eins og nýr heimur miðað við Skúlagötuna og ég hef það á tilfinningunni að þetta getið orðið skemmtileg stöð." Bogi Ágústsson sjónvarpsfrétta- maður verður með þáft hálfsmán- aðarlega á fimmtudögum klukkan 16-17. Samstarfsmaður hans verð- ur annar sjónvarpsstarfsmaður sem ekki fæst uppgefið hver er: „Þetta verður púra nostalgía í okkur," segir Bogi. „Við ætlum að spila tónlist sem okkur þykir skemmtileg, lög frá tímabilinu 1962-1974 og verða með einhver fróðleikskorn inn á milli. Mestur þunginn verður á bítlatímabilinu, en svo spilum við líka t.d. Led Zeppelin og Crosby, Stills, Nash og Young. Þetta eru plötusnúðs- frústrasjónir hjá okkur sem hvergi hafa fengið útrás nema í partíum hingað til og fimmtudagarnir voru lausir hjá mér... Ég fagna Rás 2 af heilum hug og vona að hún nái til allra landsmanna sem fyrst, en mér er bara spurn: Hvers vegna í fjandanum fór hún ekki af stáð fyrir 10 árum?“ Pétur Steinn Guðmundsson hef- ur séð um miðvikudagspopphólfið á Rás 1 í haust og bætir nú á sig léttum tónlistarþætti klukkan 14- 16 á fimmtudögum ásamt félaga sínum Jóni Axel Ólafssyni sem hefur verið með popphólf á mánu- dögum í útvarpinu: „Mér líst vel á þetta,“ segir Pétur. „Ég hlakka mikið til að fara í loftið fyrsta dag- inn. Að koma neðan af Skúlagötu og upp í Rás 2 er svipað því að fara úr eins hreyfils flugvél upp í Boeing 747. Tækin á Rás 2 eru miklu flóknari. Mér finnst það kostur að fá að stjórna tökkunum sjálfur. Tónlistin hjá okkur verður blanda af nýju poppi og eldra.“ Ásta Ragnheiður Johannesdótt- ir verður með þátt á miðvikudög- um kl. 14-16: „Þetta verður ekki flókin dagskrá hjá mér. Dagskrár- stefnan er að hafa einfalda tónlist- arþætti á þessum tíma dags. Þetta verður syrþustíllinn með auglýs- ingaívafi — létt og þægilegt eftir- miðdagsprógram. Það er lítið hægt að segja um þetta í heild fyrr en Rás 2 kemst í loftið. Ég vona að maður fái að heyra frá hlustend- um, fái eitthvert endurkast, svo að maður sitji ekki bara einangraður í búri í einhverjum húsgrunni úti í bæ. Ég vil heyra undirtektir. Ann- ars leggst þetta vel í mig.“ Guðjón Arngrímsson verður með hálfsmánaðarlegan þátt á mánudögum klukkan 16-17 ásamt Þorvaldi Þorsteinssyni. Guðjón svaraði spurningu um efni þáttar- ins glottandi með pennann í öðru munnvikinu: „Þetta verður tón- listarþáttur með þjóðfélagslegu ívafi af léttara taginu." Meira fékkst ekki upp úr honum um efn- ið. „Ef vel tekst til," segir Guðjón, „gæti Rás 2 fljótlega orðið Rás 1 meðal þjóðarinnar. En þetta er spurning um hvað menn vilja leggja mikið í þetta útvarp. Það er hægt að hafa þetta bara gutl, en það er Iíka hægt að hafa það annað og meira ef vilji er fyrir hendi hjá stjórnendum." Gísli Sveinn Loftsson er ekki nýr Morgunfólkið Páll Þorsteinsson: „Allar fjórar raddirnar heyrast í þessum þætti. Hann verður fjórradda. Tónlistin verður uppistaðan — létt tónlist í víðasta skilningi. Við tökum mið af því að fólk er í vinnu á þessum tíma, frá klukkan 10-12 alla virka daga. Við brjótum síðan tónlistina upp með talmáli en ekki öfugt eins og tíðkast hefur í magasínþáttum af þessu tagi hingað til. Tónlistin verður 80-90% af þættinum. Ég býst við að þættir á Rás 2 komi til með að hljóma öðruvísi en það sem nú er í boði á Rás 1. Þessi morgunþáttur okkar er nýjung að því ieyti að á þessum tíma dags hefur aldrei verið svona magasín- þáttur áður. Auglýsingarnar koma líka til með að setja mikinn svip á dagskrána og gera hana frá- brugðna dagskrá Rásar l.“ í plötusnúðabransanum frekar en margir þeir sem taka þátt í Rás 2. Hann er nú plötusnúður í veitinga- húsinu Broadway. Þátturinn hans verður líklega á þriðjudögum klukkan 14-16: „Ég ætla að spila svokallaða „middle of the road“ tónlist. Þetta verða ný popplög og góð eldri lög í bland; Það verður mikil breidd í þessu. Ég reyni m.a. að sjá snemma hvaða lög eru á leiðinni á toppinn og spila þau þá áður en þau verða vinsæl. Vonin um Rás 2 hefur haldið í manni lífinu á leiðinlegum stund- um í bransanum. Þetta er eins- konar hápunktur á ferlinum hjá mér.“ Valdís Gunnarsdóttir sér um tveggja klukkustunda þátt á föstu- dögum kl. 14-16 ásamt Hróbjarti Jónatanssyni: „Þetta verður eins konar pósthólf hjá okkur. Hlust- endur senda okkur bréf og biðja um lög, en óskunum verður að fylgja einhver ástæða fyrir valinu, t.d. saga um hvers vegna hlust- andanum þykir vænt um þetta ákveðna lag. Fólk má gjarnan senda okkur bréf um eitthvað allt annað, s.s. hvað þeim finnst um Rás 2, skemmtilegar sögur — hvað sem er. Ég er tölvari núna en mig langar að snúa mér að útvarpinu. Ég var búin að ganga með hugmynd að svona þætti í maganum lengi og ég vona að hann verði góður.” Kristján Sigurjónsson kemur til með að sjá um þátt á þriðjudögum klukkan 17-18: „Þetta verður tón- list sem hefur þróast út frá þjóð- lagatónlist. Ég býst við að verða aðallega með músík frá Bretlands- eyjum, en líka frá öðrum Evrópu- löndum og eitthvað frá Bandaríkj- unum. Þetta leggst vel í mig. Ég hef aldrei prófað þetta áður en ég held að þetta verði í lagi. Ætli ég reyni ekki að vera mátulega ArnþrúðurKarlsdóttir: „Ég held að fólk komi til með að hlusta mik- ið á Rás 2 ef okkur tekst vel upp á stöðinni. Miðað við þann hlustun- artíma, sem nú er ákveðinn, reikna ég ekki með að fólk setjist niður og hlusti mikið. Það kemur frekar til með að heyra þættina — ekki hlusta á þá. Þetta er jú undir- spil undir daglegt amstur. En við ætlum að vera í sambandi við fólk. Það má hafa samband við okkur, t.d. löggur og skólastjórar, en við viljum engin auglýsinga- viðtöl." Asgeir Tómasson: „Ætli við verðum ekki einskonar andlit stöðvarinnar. í fyrsta þættinum á fimmtudaginn byrjum við líklega stressaður og mátulega kærulaus, þá á þetta að ganga." Jóhanna Harðardóttir sér um tveggja klukkustunda þátt í föstu- dagsumferðinni klukkan 16-18: „Aðaluppistaðan verður músík, eins og í öðrum þáttum, en ég ætla að leggja áherslu á haldgóðar upp- lýsingar handa fólki fyrir helgina — upplýsingar frá lögreglu, Vega- gerðinni o.s.frv. Upplýsingar um einstaka atburði helgarinnar eru vel þegnar hjá mér og það þarf að koma þeim til mín í tæka tíð. Ég er sannfærð um að Rás 2 verður allt öðruvísi útvarp en Rás 1. Það verður léttara og hraðara og auglýsingarnar tvisvar til þrisvar á klukkustund setja svip sinn á dagskrána. Við dagskrár- gerðarfólk þurfum líkast til að halda uppi góðum dampi til að falla ekki í skuggann af auglýsing- unum. Þær eru svo vel unnar, margar hverjar, heilu leikþætt- irnir stundum. Það er ekkert til sparað í þeirri dagskrárgerð." Þorgeir Astvaldsson forstöðu- maðurRásar2: „Fólkið í dagskrár- gerðinni hefur einkum verið valið vegna þess að það kann til verka í útvarpi. Þetta hefur verið nauð- synlegt m.a. vegna þess að tími til undirbúnings hefur verið skamm- ur — stöðin er sett í gang með stuttum fyrirvara. Við höfum reynt að haga þessu þannig til að nýliðar vinni með reyndari mönn- um, þannig að reynsla þeirra sem eldri eru í hettunni nýtist hinum með sem beinustum hætti. Við höfum reynt að skipuleggja ein- falda dagskrá sem getur tekið breytingum og þróast, og hún á á- reiðanlega eftir að gera það. Núna er þetta vinnustaðaútvarp. Ég er með tillögur að þáttum á borðinu hjá mér sem henta betur á kvöldin og um helgar þegar hlustun er öðruvísi, krítískari." á því að kynna okkur og þáttinn og stöðina almennt. Þetta verður þjónusta í „núinu” hjá okkur. Segj- um t.d. að einhver gleymi ljósun- um á Volvoinum sínum. Þá getur fólk hringt í okkur og bent við- komandi á að slökkva. Annars verður þetta bullandi tónlist — alls konar tónlist. Klassíkin fær þó hvíld hjá okkur. Annars erum við fyrst þessa dagana að leggja þetta niður fyrir okkur. Þetta er svo nýtt, aðstæður svo gjörólíkar því sem við eigum að venjast neðan af Skúlagötu.“ Jón Olafsson hefur verið blaða- maður á Tímanum: „Við ætlum að vera í takt við daglegt líf fólksins í landinu, tryggja því sæmilegan aðgang að okkur. Við ætlum að tala við fólk, en þetta verður eng- inn vandamálaþáttur. Við reikn- um með að gestir droppi inn hjá okkur öðru hverju, en þetta verð- ur ekki bara Reykjavíkurþáttur. Þetta verður þáttur Reykjavíkur og nærsveita, sem í okkar tilfelli ná alveg frá Barðaströnd og aust- ur í Vík í Mýrdal.“ HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.