Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.11.1983, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Qupperneq 18
KVIKMYNDIR eftir Árna Þórarinsson, Guðjón Arngrímsson og Lórus Ými Óskarsson. Siövœöing í bresku gríni Stjörnubíó: Trúbodinn —- The Missionary. Bresk. Árgerö 1982. Handrit: Michael Palin. Leikstjóri: Richárd Loncraine. Aöalhlutuerk: Michael Palin, Maggie Smith, Trevor Howard, Den- holm Elliott. Þetta er dálítið sérkennileg mynd með undirfurðulegan húmor. Á margan hátt minnir hún á gamlar breskar gamanmyndir, frá gullöld hins fínlega, siðmenntaða gríns sem einkenndi myndir Ealingstúdíósins á sínum tíma. Hún er að minnsta kosti óra- vegu frá manískum försum Monty Python- hópsins sem þó stendur að gerð hennar, á- samt George Harrison bítli. The Missionary er hugarfóstur eins Monty- Python-anna, Michael Palin sem einna minnst hefur farið fyrir af því góða gengi. Palin segir hér sögu um saklausan trúboða sem snýr heim til Englands frá Afríku og fær það verkefni hjá biskupi Lundúna að snúa vændiskonum Soho til ,,betra“ iífs. Þetta hlutverk leikur hann sjálfur af ekta breskri ögun og hófstillingu. Þetta er ekki flókið efni en handritið reiðir sig umfram allt á urmul skondinna aukapersóna. Glima trúboðans við freistingarnar sem á vegi verða er einatt fyndin á þann hljóðláta hátt sem kallar frek- ar fram innri vellíðan en skeliihlátur. Michael Palin [ hlut- verki Trúboðans reynir að „frelsa" gamalreynda gleði konu (Tricia George). Homminn Zorro Bíóhöllin: Zorro og hýra sveröiö (Zorro, The Gay Blade). Bandarísk. Árgerö 1983. Aöalhut- verk: George Hamilton, Brenda Vaccaro, Ron Liebman, Laureen Hutton. Leikstjóri: Peter Medak. Það er gaman þegar lúinn kvikmyndaleik- ari á niðurleið skiptir um farveg og fer að hæðast að þeirri óendanlegu runu annars flokks sjarmörahlutverka sem hann hefur unnið við á ferlinum. Ekki síst þegar breyt- ingunni fylgja vinsældir og viðurkenning Allir eru goðir i einhverju Háskólabíó: Gúmmí—Tarzan. Dönsk. Árgerö 1982. Handrit og leikstjórn: Sören Kragh-Jacob- sen. Aðalhlutverk: Axel Svanbjerg, Otto Brandenburg, Jens Okking. Sagan segir frá stráknum Ivan. Hann á heima hjá pabba og mömmu í biokk og er byrjaður í barnaskóla. Það er alltaf verið að segja honum að hann dugi ekki til neins. Strákarnir í skólanum lemja hann og sprauta vatni á buxurnar hans svo þannig líti út að hann pissi á sig. Hann er seinn að læra að lesa og faðir hans, sem er aðdáandi Tarzan- blaða, er fúll yfir árangursleysi tilrauna sinna til að þjálfa krafta í klénan skrokk sonarins. En Ivan finnur vin. Það er kranastjóri við höfnina (Otto Brandenburg), sem nennir að tala við strákinn og kennir honum meira að segja að keyra kranann stóra. Undir lokin hafa Ivan og aðrir skilið að hann hefur líka sitt gildi. Allir eru góðir í ein- hverju, það gildir bara að finna út í hverju það er. Myndin um Gúmmí—Tarzan er full af létt- um húmor og manneskjulegheitum, bæði efnið og útfærslan. Hin sjónræna hlið hefur að vísu á sér nokkuð skandinavískan blæ í leiðinlegri merkingu — volvo—litir gæti maður sagt. En tónlistin var góð og leikur stráksins í aðalhlutverkinu var mjög góður, enda nauðsynlegt til að halda uppi mynd- inni. Það er vert að geta þess hér að sam- norrænir peningar hafa kostað þýðingu á texta myndarinnar. Það er prýðisframtak og veitir ekki af að hjálpa norrænum myndum að komast fyrir augu annarra íbúa svæðisins en framleiðslulandsins. Allt eru þetta lítil lönd á kvikmyndamælikvarða og sakar sannarlega ekki að stækka markaðinn með svona styrkjum. Gúmmi—Tarzan er semsagt ljúf og skemmtileg mynd, og foreldrar ættu síður en svo að líða fyrir að fara með börn sín að sjá hana. — Lýó Kannski skortir aðeins fjör í framsetninguna, en þarna eru samt gullvæg atriði, og eftir- minnilegastur er Michael Hordern sem kalk- aður hallarbryti. The Missionary er vönduð að allri ytri gerð og Richard Loncraine, ungur leikstjóri á uppleið sem m.a. hyggst gera næstu mynd sína hér á íslandi, heldur á spilum af stakri smekkvísi. Hugguleg skemmtun. -ÁÞ. sem hann aldrei hafði. George Hamilton var því að vonum ánægður með árangurinn í „Love at First Bite,“ skopstælingunni (ekki þeirri fyrstu reyndar) á Dracula — og fylgir honum eftir í mynd Bíóhallarinnar, þar sem hann tekur fyrir aðra þekkta hetju, Zorro, og gerir að henni góðlátlegt grín. Zorro og hýra sverðið er ekki óskemmti- leg mynd, enda unnin af vel þokkalegri fag- mennsku á flestum sviðum. Grínið felst eink- um í því að hinn hefðbundni svartklæddi Zorro á hýran tvíburabróður, sem hleypur í skarðið fyrir hann þegar mikið liggur við og veldur ómældum misskilningi. Sumt af þessu er hefðbundinn farsahúmor, en inn á milli eru Ijómandi fyndnir brandarar, eins og leikurinn að spænskuskotinni enskunni sem flestir tala og litríku „tungumáli" hins dauf- dumba einaþjóns Zorro. George Hamilton, sem leikur bæði Zorro og bróðurinn, verður seint kallaður áhrifa- mikill leiklistartúlkandi, en hinn þægilegi kæruleysisstíll sem hann notaði í „Love at First Bite" virkar ágætlega hér Iíka —- og út- koman er bærileg afþreyingarmynd. — GA JAZZ Bjössi Thor og Gammarnir eftir Vernharð Linnet Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með rýþmískri tónlist að gítarleikar- inn Björn Thoroddsen hefur komið rafdjass- sveit á laggirnar og þeir félagar hafa troðið upp á Borginni annað slagið. S.l. fimmtu- dagskvöld hlýddi undirritaður á Gammana þar og höfðu þeir gest í farangrinum, einn helsta einleikara íslandsdjassins: Rúnar Georgsson. Þeir sem skipa Gammana auk Björns eru: Stefán Stefánsson, altó- og sópr- an-saxafónisti; Hjörtur Howser hljómborðs- leikari; Skúli Sverrisson rafbassaleikari og Steingrímur ÓIi trommari. Þó Björn Thoroddsen sé enn á unglings- aldri hefur hann afrekað margt frá þvi hann ánetjaðist djassinum. Hann lék rokk, bræð- ing og djass jöfnum höndum áðuren hann hélt til náms í Los Angeles. Rokk í Tivolí, bræðing í Stormsveitinni, þarsem Hjörtur Howser var einnig liðsmaður, og djass með Guðmundunum. Heimkominn hefur hann sent frá sér skífu, Svif (Hljóðriti 002), leikið sömu tónlist og fyrr svoog stofnað gítar- skóla. Það voru 11 ópusar á dagskrá hjá sveitinni þetta Borgarkvöld. Sjö þeirra voru eftir hljómsveitarstjórann og nokkrir þeirra af skífu hans Svif. Einn ópus var eftir Stefán saxafónleikara og annar eftir Jeff Beck. Rún- ar Georgsson djammaði með Gömmunum tvo klassíska djassblúsa, Ellingtons og Col- tranes. Nýja kompaníið var fyrst íslenskra djasssveita til að flytja eingöngu frumsamið efni og má segja um þá sveit sem Gammana, að hollt hefði verið að vefja inní tónskáld- skapinn standard og standard — velæfðum og velpældum — því oft er nauðsyn að glíma við verk er efla frjóa hugsun einleikaranna. En ekkert djamm takk fyrir — af þvi höfum við fengið nóg. einleikari er hann leggur út af rómantískum rafverkum sinum en þegar hann röltir hug- myndaiítill hljómganginn í nettri sveiflu. Það er helst í rafsterkari verkum að honum bregst bogalistin og verða þá sólóarnir mikl- ar umbúðir utan um ekkert — slík henti og Hjört Howser og sveitina alla. Annar ópusinn á efnisskránni var Djúpið eftir Bjössa. Sá ópus er á skifu hans, en hér lék coltranesópran Stefáns Stefánssonar stórt hlutverk. Þar kom fram einn helsti ljóð- ur á leik sveitarinnar. Á stundum heyrðist lít- ið til einleikarans sakir ofurþunga undirleik- aranna. Það er ekkert að því að leika sterkt, en stundum þarf að leika veikt. Tónstyrkur sveitarinnar var nær hinn sami allt kvöldið — hin ljúfa spenna andstæðnanna fannst hvergi og þreytir slíkt eyrað. Gammarnir á Borg- inni — rokksveiflan stendur nær hjarta piltanna en hin klasslska, segir Vernharöur m.a. í umsögn sinni. klassíska. Þvi er skemmtilegra að heyra þá leika bræðinginn, hitt verður máttlaust og vélrænt. Bjössi Thor er allur annar og betri Stefán hefur numið s.l. þrjú ár við Berklee- skólann i Boston og er hann allur annar en sá er hélt vestur um haf. Tónninn þoku- kenndi horfinn og allur annar bragur á blæstrinum. Að vísu má hann enn betrum- bæta tóninn ogsópransólóarnir hans eru oft heldur rislitlir, en betur tókst að blása í alt- inn. í kvöld heldur Stefán tónleika í Norræna húsinu þarsem stórhljómsveit skipuð flest- um helstu djassleikurum landsins leikur tón- smíðar hans. Það verður sannarlega spenn- andi að heyra hvað þar verður á boðstólum. Hjörtur, Sverrir og Steingrímur Óli stóðu sig vel í rýþmanum þegar rokkað var, en þegar gripið var til hinnar klassísku sveiflu dapraðist þeim flugið og slógu vængjum við jörðu — meiraðsegja sömbutakturinn lá ^ þeim nær og það var ansi gaman að jobim- oj sömbunni hans Bjössa Thor: Hví ertu ekki g fleygur fugl? Gammarnir standa á hreiður- < brúninni og nú er bara að taka flugið, þeirra P- er framtíðin. Gammarnir eru rafmögnuð sveit og rokk- uð. Það fer heldur ekki milli mála að rokk- sveiflan stendur nær hjarta piltanna en hin 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.