Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.11.1983, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Qupperneq 19
BOKMENNTIR Ættarsaga úr bröggunum Einar Kárason: Þar sem djöflaeyjan rís. Skáldsaga (208 bls.) Mál og menning 1983. Það er ekkert óskaplega langt síðan stór braggahverfi settu svip sinn á Reykjavíkur- borg. Ætli það sé fyrr en uppúr 1970 sem síð- ustu leifar þeirra hverfa. Það er bæði til marks um jákvæða þróun í húsnæðismálum höfuðborgarinnar og einnig um það hversu allar breytingar á lífi og umhverfi hafa verið örar á ísiandi frá því um miðbik þessarar aldar. Heil borgarhverfi hafa horfið og önn- ur komið í staðinn. Þessar öru breytingar á öllum sviðum þjóðlífsins eru með ýmsu öðru orsakir rótleysisins og jafnvægisskortsins sem hefur einkennt íslenskt þjóðlíf þetta sama tímabil. Það er af þessari ástæðu sem rithöfundar hafa í síauknum mæli leitast við að draga fram í verkum sínum og bregða upp mynd af tiltölulega nýliðinni fortíð. Ekki veit ég hvort ber að líta á það sem flótta frá samtíðinni, sem fremur fáir fást við að skil- greina, en hitt er víst að fortíðin er það snar þáttur í samtíðinni og okkur sjálfum að hún verður að vera á sæmilega hreinu ef ein- hverjum áttum á að ná. En það er ekki öll fortíð jafn þægileg. Mannsheilinn hefur komist ótrúlega vel uppá lagið með að gleyma því úr fortíðinni sem er óþægilegt. Og ef til er eitthvað sem kalla má þjóðarheila eða þjóðarminni (sbr. þjóðarsál) þá held ég að um það gildi sömu lögmál. Og ég held einnig að minningin um braggahverfin og mánnlífið sem þar var lif- að sé eitt af því óþægilega sem þjóðarminnið er um það bil að þurrka út. Ég man að minnsta kosti ekki eftir því að húsfriðunar- menn hafi tekið til máls um varðveislu þeirra sem menningarverðmæta né heldur að nokkrum hafi komið til hugar að reisa þessum hverfum minnisvarða. Ekki fyrr en nú að Einar Kárason tekur sér það fyrir hendur að kortleggja, mynda og frmakalla mannlífið í einu slíku hverfi í skáldsögunni Þar sem djöflaeyjan rís. Sagan er ekki sjálfsævisöguleg, hvorki að formi né innihaldi, og ef ég hef tekið rétt eftir þá er höfundur ekki að fjalla um eigin reynslu, heldur minnir mig að ég hafi séð eftir honum haft einhvers staðar að hann byggi að veru- legu leyti á frásögn nokkurra vina sinna. Sagan er einskonar blanda af ættarsögu og breiðri samfélagslýsingu, sem þó er bund- in við Thulehverfið. Ættin sem sagan greinir frá er ætt Karólinu spákonu sem býr í Gamla húsinu sem „reis uppúr lágreistri bragga- þyrpingunni eins og kastali í miðaldaléni“ (bls. 39). Gamla húsið og fólkið sem þar býr er kjarni sögunnar. Innan veggja þessa húss þrífst fjölskrúðugt mannlíf og fjöldi einstakl- inga í eina fjóra ættliði, sem hver hefur sitt sérstaka svipmót. Ennþá skrautlegra er safn nágrannanna sem búa umhverfis Gamla húsið, sem flestir eiga þó sameiginlegt að hafa með einhverjum hætti lent utangarðs í tilverunni. Það má eiginlega segja að sagan sé byggð upp eins og köngulóarvefur þar sem Karó- lína spákona situr óhagganleg í miðjunni en frá henni greinast síðan lífsþræðir ættmenn- anna með margvíslegum þráðum sín á milli og ennþá fjær örlagaþræðir hins fólksins sem byggir hverfið. Úr þessu verður marg- flókinn og glitrandi vefur, einkum þó er sólin skín og vel gengur, en hættur búa hvarvetna í leyni. Sögusviðið er Reykjavík um og uppúr 1950 en þó er bæði farið aftar og framar í tímann. Mér virðist markmið höfundar vera að bregða upp einskonar heildarmynd af sam- félagi braggahverfisins og fólkinu sem þar býr. Sögumaður er nánast alvitur og getur því verið víða í einu þó yfirleitt sé hann lítt ágengur og eins og hlutlaus áhorfandi. Þó er greinilegt að hann tekur afstöðu með hverfisbúum gegn þeim sem búa fyrir utan þegar verið er að bera á hverfisbúa ýmsan ósóma sem er þó þegar allt kemur til alls yfir- leitt meira og minna satt. Þó mörgum persónum sé fylgt eftir og við fáum býsna mikið að vita um margar þeirra þá eru það samt strákarnir í hverfinu sem eru aðalpersónurnar. Þar eru aðalkapparnir bræðurnir Baddi og Danni, dóttursynir spá- konunnar, Grjóni vinur þeirra og aðrir á svipuðu reki. Meginatburðarás sögunnar greinir frá þeim frá því þeir eru í kringum 11 ára aldur og fram undir tvítugt. Frá því að vera spellvirkjar með fótboltadellu þangað til þeir eru erkitöffarar með Presleystæla í Vetrargarðinum. En inn á milli frásagna af þeim er skotið frásögnum af fólkinu í kring- um þá og þá oft rakin í fremur stuttu máli heil örlagasaga. Sagan er skrifuð á hispurslausu máli, stundum með vísanir í dægurlagatexta eða alþekkta frasa, en slíkt verður ekki yfirgnæf- andi. Annað einkenni á stílnum er viðleitni til þess að skrifa talmál persónanna í sög- unni, sérstaklega strákanna. Fylgir hér örstutt dæmi, þar sem strákarnir eru að tala við bónda úr sveit sem þeir rekast á: — Varst þú að gefa börnunum þetta? — Já, okkur fanstidekki gott. — Hvar fenguð þið öll þessi ber? — Við keyftumðau inní búðinni". í þessari sögu tekst Einari Kárasyni mæta- vel upp við ætlunarverk sitt. Hann kallar fram lifandi mynd af fjölskrúðugu mannlífi, sem ekki er alltaf eftir hversdagsnótum góð- borgarans. Hann er bæðj laus við vandlæt- ingu og samúðartón. En í sögunni má undir niðri greina sterka samstöðu þessa fólks, samstöðu þeirra allslausu um að komast af. Gunnar Gunriarsson við verk af synincjunni. Nýstárleg ljósmynda- sýning Gunnar Gunnarsson opnar ljósmyndasýn- ingu í Gallerí Lækjartorgi á laguardag klukk- an fimm. Sýningin er að því leyti nýstárleg að flestar myndirnar eru teknar á belg- myndavél (gamaldags myndavél á þrífæti, og ljósmyndarinn þarf að varpa yfir sig klæði.) Það er líka nýmæli að sumar mynd- irnar eru unnar eftir Polaroid-glærum og negatívum. (Sl. vor hlaut hann fyrstu verðl- í Polaroid keppnisem haldin er ár, hvert í Bretlandi). Á sýningunni eru 30 svart-hvítar myndir, og 9 litmyndir. Flestar myndirnar eru mann- lýsingar. Einnig eru nokkrar kyrralífsmynd- ir. Gunnar er nýkominn heim úr þriggja ára ljósmyndanámi við Napier College í Edin- borg. Hann hélt einkasýningu í Edinborg, og tók þátt í samsýningum. Sýningin í Gallerí Lækjartorgi verður opin virka daga frá klukkan fjórtán til nítján, og á laugardögum frá klukkan fjórtán til tuttugu og tvö. Henni lýkur fjórða desember. MYNDLIST Amerískur kraftur Okkur íslendingum gefst sjaldan kostur á að kynnast bandarískri hámenningu, en við fáum vænan skammt af hinni. Og kannski erum við aðeins andlega fær um að taka við því lága. Enginn er fær um að skilja eða um- gangast það sem honum er ofviða. Hvað elskar sér líkt, segir máltækið, í alhliða merkingu. Við sem heima sitjum og höfum aldrei komið til Bandaríkjanna verðum að sætta okkur við hina afskræmdu mynd af bandarísku þjóðfélagi, eins og hún er fram- reidd fyrir okkur í fjölmiðlum. Sökum eðlis einstaklingsframtaksins legg- ur það sig allt fram við að ýta fjöldafram- leiðslunni að öðrum. Það er svo furðulegt að einstaklingsframtakið gleymir einstaklingn- um, einkum á sviði menningar og lista. Þar sem félagshyggja er höfð í hávegum er ein- staklingurinn virtur, í flestum löndum öðr- um en þeim þar sem ríkisauðvaldið ríkir. Það er hæsta stig auðvaldsins. Fyrst í fyrravetur var stór sýning haldin í Evrópu á verkum Pollock. Og einhver með- vitund hefur verið að vakna eftir það hjá bandarískum framámönnum á sviði menn- ingar, að Bandaríkin eru fráleitt því góða hlutverki vaxin að vera leiðandi þjóð á sviði hámenningar nema list þjóðarinnar verði höfð öðrum til sýnis. í vor var því á megin- landi Evrópu á ferðinni sýning á verkum bandarískra raunsæismálara. Þar var mál- verk eftir Lovísu Matthíasdóttur. Að vísu eru málverk eftir bandaríska málara til á evr- ópskum söfnum, stök, eins og Motherwell, og þá Evrópubúa sem fluttust til Bandaríkj- anna fyrir heimsstyrjöldina síðari, en hrein- ræktaðir Bandaríkjamenn eins og Wieth og Schneider fóru fyrst yfir hafið fyrir líklega fjórum árum, til London og Parísar, í fáein- um verkum sínum. Og það þótti stórviðburð- ur. Menningarstofnanir Bandaríkjanna víða um heim hafa verið hálfmáttvana stofnanir og skaðað fremur en hitt. Þær hafa verið duglegar við að gefa beinlínis höggstað á sér, hjálpað innlendum einangrunaröflum að benda á þær sem ihlutun Bandaríkja- manna í málefni viðkomandi landa. I þeim hafa þó jafnan verið góð bókasöfn og fjöldi tímarita. Með auknu alþjóðastarfi vex ekki alþjóða- hyggjan heldur verður hún oft smáskitleg þjóðernishyggja, hræðsla við umheiminn. Fólk sem situr alþjóðaráðstefnur eru tíðum búrar, þröngsýnir, fullir af vanmetakennd. Þær þjóðir sem tala hæst um alþjóðasam- starf vilja helst vera sjálfar í sóttkvi, kalla allt nýlendustefnu, vilja ekki vera andleg- eða menningarleg nýlenda einhvers „stórveld- is“ á sviði menningar. Þó er ekki það að sjá að Þýskaland hafi skaðast á því að vera „menningarnýlenda" Rómaveldis í líklega sjö aldir, eða Spánn álíka lengi „Máraný- lenda“, Rússland þýsk menningarnýlenda, og svo mætti lengi telja. En þjóðir verða að kunna að vinsa úr, velja og hafna, sam- kvæmt eðli sinnar menningar. Ef illa fer er það einvörðungu að kenna innlenda menn- ingarliðinu sem hefur gleypt við og getið af sér ómelt. Ef maður bregst er það ekki ætíð sökum árásar utan frá. Kannski er ekki við því að búast að „stór- þjóðir" beini menningarauga sínu að smá- þjóð eins og okkar. Þó er það merki um stærð stórþjóðar ef hún lítur næstum sömu augum á silfur mannlífsins, hvort sem það er hjá henni sjálfri eða öðrum þjóðum.. Sýningin á bandarísku handverki að Kjar- valsstöðum er vel þegin. En betra hefði ver- ið að fá bandaríska málaralist. Við höfum að vísu fengið að sjá örlítið af henni áður á sama stað. Best var þó sýning sú sem haldin var í Menningarstofnun Bandaríkjanna á verkum Richters og Ponsi listfræðingur skipulagði og setti upp þannig að hún verður að teljast einstæð í menningarlífi okkar. í tengslum við sýninguna voru svo tvö kvöld með bíói, Bandarískt hand- verk að Kjarvals- stöðum — vitsmuni vantar sökum of- hugsunar um hag- nýti og þörf fyrir skraut, segir Guö- bergur m.a. i um- sögn sinni. eftir Guðberg Bergsson þar sem sýndar voru helstu kvikmyndir súr- realistanna og mynd Eggelins. Því miður létu flestir þennan stórviðburð fram hjá sér fara, kannski af ótta við „smitun". En smá- þjóðir fá ekki slík tækifæri til að auðga sig og sjá auðlegð annarra nema stöku sinnum. Ýmislegt er áþekkt með bandarísku og bresku handbragði: svipmót iðnbyltingar- innar. En Bandaríkjamenn hafa ekki eignast neinn Curwen sem sameinaði breskt hand- bragð í stúdíói sínu og framleiðslu og veitti þvi nýjan, aukinn kraft. Bandarískir hand- verksmenn eru einfarar. Vitsmuni vantar sökum ofhugsunar um hagnýti og þörf fyrir skraut. Ég sakna margs á þessari sýningu, en þetta er það helsta: kvikmyndirnar af Calder að „leik“ við vírleikbrúður sínar. Og ekki hefði þaðskemmt sýninguna ef áhorfendum hefði gefist kostur á að sjá eitthvað af þeim þáttum sem ítalska sjónvarpið gerði fyrir nokkrum árum af alþýðulist og alþýðulistamönnum hinna ýmsu landa. Þátturinn um bandarísku listamennina var einstæður, einkum sá hluti hans sem var um manninn sem hafði búið sér til „myndheim" í þorpi sem allir yfirgáfu vegna nýrra atvinnuhátta. Hann dó sjálfur frá „myndheimi" sínum, en konan hans var eftir, fjörgömul, og varðveitti myndheiminn sem var smám saman að hverfa í sandinn sem vindurinn blés yfir hið mannlausa þorp. Og myndheimurinn hvarf sem bandarískur grátur í eyðimörkina, sandinn skóf yfir hann hvernig sem gamla konan reyndi að sópa og berjast gegn eyðileggingu og elli. Ef listfræðingurinn Ponsi hefði verið með í ráðum við Ameríska handverkið þá hefði sýningin. verið miklu menningarlegri, mér liggur við að segja að á henni hefði verið meiri heimsborgarabragur, eins og á sýning- unni á verkum Richters. Ég er handviss um það. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.