Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 24
Komiði sæl! „Komidi sœl!“ uar eins konar vörumerki Sigurdar Sigurðssonar, fyrrum íþrótta- fréttamanns Útvarps og Sjónvarps. Meö þessum ordum heilsaöi hann í hvert sinn er hann kom fram. Nú heilsar hann á sama hátt, en að þessu sinni ekki á öldum Ijósvakans, heldur íjólabók, sem er að koma á markaðinn frá bókaforlaginu Vöku. Bókin heitir ein- faldlega KOMIDISÆL. Pað er Vilhelm G. Kristinsson, fyrrum fréttamaður Útvarps og núverandi fram- kvœmdastjóri Sambands íslenskra bankamanna, sem skráð hefur bókina. Að hans sögn er þetta alls ekki œvisaga í hefðbundnum skilningi, heldur létt viðtals- bók með margvíslegum frásögnum Sigurðar aflífshlaupi sínu. Aðallega er fjallað um þau 40 ár, sem söguhetjan starfaði hjá Útvarpinu og var á ferð með hljóðnem- ann innan lands og utan, — og mun vera lögð áhersla á að greina frá ýmsu sem gerðist á bak við tjöldin, og ekki var hœgt að segja frá í hljóðnemann. Helgarpósturinn hefur fengið Xeyfi til þess að birta kaflabrot úr bókinni KOMIDI SÆL,sem skiptist í 30 kafla og því afmörgu að taka og erfitt að velja þegar rýmið er takmarkað. Fjölmargir starfsmenn Ríkisútvarpsins, fyrr og síðar, flestir þjóð- kunnir menn, koma við sögu hjá Sigurði, þegar hann lýsir samstarfinu hjá stofnun- inni og ýmsum athyglisverðum uppákomum. Hér verður birt brot úr kafla sem nefnist „Hvítvín í klósettkassa og fréttalestur á nærbuxum": Þó að stöku sinnum hafi slegið í brýnu með samstarfsmönnum á út- varpinu á fyrstu árum Sigurðar hjá stofnuninni, voru starfsmenn sem ein fjölskylda þess í milli, eins og þegar hefur komið fram. Sigurður heldur áfram að rifja upp ýmis eftir- minnileg atvik frá fyrstu árunum: Menn urðu nánir vinir og meira en venjulegir vinnufélagar. Við skemmtum okkur saman, heimsótt- um hverjir aðra og gerðum okkur glaðan dag. Starfsmenn voru yfir- leitt ungir að árum og við höfðum gaman af að draga tappa úr flösku. Mjög þröngt var um okkur í Land- símahúsinu, hver inni á öðrum, og ef einn fékk sér hressingu runnu hinir fljótlega á lyktina. Hvítvín var ákaflega vinsæll drykkur á útvarpinu um árabil, sér- staklega meðan stofnunin var til húsa í Landsímahúsinu. Menn voru yfirleitt ekki skröltandi fullir í vinnutímanum, en komu iðulega saman og fengu sér lögg að loknum vinnudegi. Einstaka maður, sem verið hafði á kendiríi kvöldið áður, var svo fyr- irhyggjusamur að eiga hvítvín í kæli í klósettkassanum. Eitt sinn átti ég tvær eða þrjár flöskur af frönsku hvítvíni á þessum hentuga felustað og ætlaði að gæða mér á því seinni part dags. Þá vildi svo illa til að ná- ungi úr Sinfóníuhljómsveitinni átti erindi í húsið, fór á klósettið og sturtaði niður. Úr kassanum kom sáralítið vatn, en aftur á móti mið- inn af einni flöskunni með landa- bréfi af Frakklandi. Náunginn gáði í kassann, sá flöskurnar og fór með þær með sér. Þar með var þessi ágæti felustaður úr sögunni. Hér áður fyrr gerðu menn sér ým- islegt til gamans á fréttastofunni, eins og til dæmis að erta þulina lítils- háttar. Einu sinni dunduðu menn sér við að útbúa illlæsilegar fréttir handa Ragnari Tómasi Arnasyni, þul. Til dæmis skrifaði Stefán Jónsson frétt um Indverja, sem hét löngu og nán- ast ólæsilegu nafni. Þessi Indverji, sem átti að hafa verið mikill Islands- vinur, hafði verið á ljónaveiðum á- samt eiginkonum sínum. Svo illa tókst til, að eitt ljónanna beit hann sundur í miðju. Indverjinn átti mikið safn íslenskra skinnhandrita og þeg- ar erfðaskrá hans var opnuð kom í ljós, að hann hafði ánafnað íslenska ríkinu handritin eftir sinn dag. Ragnar Tómas var búinn að æfa sig lengi á nafni mannsins. Rétt fyrir fréttalestur var fréttin hins vegar tekin af honum. Daginn eftir strandar skip í Skerjafirði. Einhver strekkingur var á firðinum, en ágætis veður, logn og blíða niðri á Klapparstíg. Þegar Ragnar fær fréttina um skipsstrand- ið í hendur hlær hann dátt og segir: ,,Ha, ha, ha, ég læt ekki plata mig tvo daga í röð.“ Jón Magnússon, fréttastjóri, grát- biður hann að láta ekki svona, því þetta sé dagsatt. Það var ekki fyrr en eftir miklar fortölur að Ragnar lét sannfærast, lét í minni pokann og las fréttina. Einhverju sinni las Ragnar auglýs- ingu frá Kvenfélagi Grindavíkur um basar og endaði hana svona: „Á- góðinn rennur til oddvitans." Kerl- ingarnar í Grindavík urðu snarbrjál- aðar því litlir kærleikar voru með þeim og oddvitanum. Þarna átti að lesa: „Ágóðinn rennur til Odds- vita.“ Kvenfélagið hafði tekið mál- efni Oddsvita upp á sína arma og var að safna peningum til endur- bóta á honum. Þulir útvarpsins hafa löngum látið ýmis gullkorn falla, sem fólk hefur hlegið að. Til dæmis talaði þulur nokkur um Skilamannahrepp og Vatnsleiðslustrandarhrepp. Einn ágætur þulur hafði ákaflega Manni er mútad til að selja mannorðið Viðtal við Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson er sögumaður mikill. Blaðamaður vissi það af gamalli reynslu (sam- starf á fréttastofu Út- varps) og fékk strax að kenna á þessum eigin- leika í símtalinu.(Erindið var að spyrja Sigurð um nýju bókina, sem heitir KOMIÐISÆL og er skrásett af Vilhelm G. Kristinssyni, fréttamanni og núverandi fram- kvœmdastjóra Sam- bands bankamanna.) „Bókin er að mestu leyti starfs- saga mín á Útvarpinu. Ég vann þarna fjörutíu störf". — Fjörulíu störf? „Ja, ég veit nú ekki alveg hvort þau voru svo mörg, en ég var deildarstjóri í þremur deildum: Innheimtustjóri, aðstoðarauglýs- ingastjóri og varafréttastjóri. Svo vann ég nú fyrir dagskrána í tutt- ugu ár, með þætti, lýsingar og annað drasl. Svo vann ég fyrir Sjónvarpið. í tólf ár gegndi ég þremur störfum samtímis. Á sunnudegi dó útsendingar- stjóri í stól (upphaf á sögu), og ég tók við útsendingarstjórn í mið- degisútvarpi, á sunnudegi. Lagði hönd á flest. '54 byrjaði ég með tónlístar- þætti. Þetta voru helvíti fínir þætt- ir. Fólk sagði að þetta væri nú ein- hver munur eða þættirnir hjá Páli og Jóni (Páli Isólfssyni og Jóni Þór- 24 HELGARPÓSTURINN arinssyni). Svo mér var auðvitað bannað að vera með þættina. Þeir urðu aldrei nema tveir. En það hélt í mér lífinu hjá Út- varpinu að skipta um störf á fimm til tíu ára fresti. Annars hefði ég drepist". (Sigurður vann hjá stofnuninni í 40 ár.) — Hvernig finnst þér svo bókin? „Maður er ekki dómbær þegar maður les og upplifir sjálfan sig.“ — Mér finnst drepfyndið það sem ég hef séð úr bókinni. „Æ, mér finnst þetta ekkert fyndið. Það er heldur dapurlegt að sjá á prenti löngu liðna atburði úr lífi manns". — Kvídirdu fyrir því ad bókin komi út? „Já, ég kvíði alveg voðalega fyr- ir því. Ég er búinn að vera nóg milli tannanna á fólki í fjörutíu ár. Svo verð ég það aftur með þessu móti“. — En þú hefurnú látið tilleiðast. „Manni er mútað. Til að selja mannorðið". Hvad segir Sissa (kona Sigurðar) um bókina? „Hún veit að þetta ér voða gaur sem hún er gift. Að það getur ekk- ert gqtt hlotist af þessu“. — Ég man eftir því að hafa oft heyrt þig tala um að semja sjálfs- œvisögu þína. „Já, hún getur nú komið ennþá. Hún á að verða allt öðru vísi. Þessi bók er bara byrjunin. Sjálfsævisagan á að vera í tólf, fimmtán bindum. Þegar ég er orð- inn hæfilega kalkaður ætla ég að setjast niður og skrifa þetta allt saman frá ári til árs. Ég get tekið mér ýmsa til fyrir- myndar. Sigurður A. er orðinn kynþroska, í þriðja bindi. Hagalín fermdist í þriðja bindi. Ég get ver- ið einhvers staðar þarna á milli“. — Pú ert kannski ekki eini maö- urinn sem kvíðir fyrir að bókin komi út. Það er komið við ýmis kaun, eða hvaö? „Nei, þetta er voða saklaust. Verst hvað það var margt sem ekki var hægt að segja frá. Yfir- leitt er það svoleiðis með það skemmtilegasta". — Segirðu frá nokkru krassandi um sjálfan þig? „Ég er nú mest búinn að gleyma þessu. En það er eitt og annað sem kemur fram í bókinni sem ýmsir verða ekki ánægðir með. Ég segi til dæmis frá samskiptum mínum við nokkra útvarpsstjóra. Ég hugsa að ættingjar Vilhjálms Þ. verði ekki ánægðir. Okkur Vil- hjálmi kom ekki vel saman“. — Hvernig gekk ykkur Vilhelm G. samstarfið við bókina? „Alveg ljómandi. Við byrjuðum snemma í janúar og höfðum með- al annars þann háttinn á að fara í gönguferðir ut og suður. — Koma margir við sögu í bók- inni? „Þetta eru um þrjúhundruð nöfn. En í framhaldi af því sem ég sagði áðan þá held ég nú að þetta þurfi ekki að særa neinn, nema menn séu þannig innstilltir. Ég tala yfir- leitt bara vel um fólkið. Það er mikið um þessa gömlu kalla: Hensa (Hendrik Ottósson), Smið- inn (Thorólf Smith), Stebba Jóns og svqna gálgafugla". — A þetta að verða metsölu- bók? „Ætli maður ráði nú nokkru um það. En er það ekki þetta sem fólk vill, svona snakk um náungann, sagt frá ýmsu misjöfnu sem hægt er að smjatta á. Og ég á nóg efni í meira af því.“ — Hvernig líður þér að vera eft- irlaunamaður eftir að hafa verið í eldlínunni svo lengi? „Það er voða mikið að gera hjá mér. Ég les mikið, ég tefli. Sólar- hringurinn er of stuttur fyrir mig“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.