Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 24.11.1983, Blaðsíða 28
HHkki er gert ráð fyrir því í em- bættiskerfinu að Jón L. Arnalds, sem um daginn fékk ársleyfi frá störfum ráðuneytisstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu, snúi aftur í þá stöðu, og er sagt að hann hafi hug á starfi annars staðar. Ekki vitum við hvers eðlis það starf er. í starf Jóns var settur, eins og kunnugt er, Þorsteinn Geirsson og hann sótt- ur í fjármálaráðuneytið. Allsterk hefð er fyrir því að við slíkar að- stæður taki næstráðandi í hverju ráðuneyti við ráðuneytisstjórastöð- unni, þ.e. skrifstofustjórinn, og er talið ljóst að þarna hafi verið gengið framhjá Jóni B. Jónassyni, skrif- stofustjóra sjávarútvegsráðuneytis- ins. Þykir þessi ráðstöfun benda tii þess að Halldór Asgrímsson sjáv- arútvegsráðherra sé staðráðinn í að halda áfram og efla það starf sem Steingrímur Hermannsson hóf, hvað varðar bætt framleiðslueftirlit í sjávarútvegi og aukin gæði þessar- ar mikilvægu útflutningsvöru okkar, en Þorsteinn Geirsson mun þykja líklegri til að rusla til í þeim efnum en Jón, sem þó er sagður vænsti embættismaður að öðru leyti... 1 vikunni bakkaði mennta- málaráðuneytið a.m.k. til hálfs út úr þeirri deilu við kennara Mennta- skólans við Hamrahlíð sem um tíma stefndi í að ylli lokun öldunga- deilda skólans og stóð um greiðslur fyrir heimavinnu kennara við deild- ina. Mun af hálfu ráðuneytisins hafa verið ákveðið að fyrirhugaðar breytingar á þessum greiðslum taki ekki gildi á þessari önn a.m.k. Islenskukennarar höfðu tilkynnt að þeir myndu ekki skila verk- efnum ef hin nýja tilhögun tæki gildi og voru aðrir kennarar í þann veginn að samþykkja slíkt hið sama. Þetta hefði þýtt að nemendur hefðu engar einkunnir fengið og þeir sem væru að ljúka námi yrðu ekki útskrifaðir. Nú hefur a.m.k. gálgafrestur fengist í málinu og kennarar unnið áfangasigur, hvað sem ráðuneytið gerir eftir áramót... þessa kalda stríðs má rekja til at- burða sl. sumar. Þá lá fyrir tilboð frá Coldwater hjá Long John Silver, - stærsta kúnna Coldwater, um 10 senta lækkun á þorskflökum. Lækk- unin var bundin því skilyrði af hálfu Coldwater að Long John Silver keypti ekki þorsk af öðrum fyrir- tækjum. Þorsteinn Gíslason, for- stjóri Coldwater, kom hingað heim til að fá samþykki SH fyrir lækkun- inni. í fjarveru Þorsteins af Banda- ríkjamarkaði tók Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri Iceland Seafood, sig til, bauð Long John Silver 10 senta lækkun án skilyrða og náði stórum sölusamningi við veitingahúsakeðj- una! Ýmsir telja að aðeins manna- breytingar geti skapað þíðu i sam- skiptum Coldwater og Iceland Sea- food. Forstjórastóllinn er sagður hitna undir Þorsteini Gíslasyni þessa dagana, en þegar hefur verið ákveðið að Eysteinn Helgason - taki við af Guðjóni B. Ólafssyni.... l^^ður og fjölmennur hópur hefur nú sótt um tvö allfeit embætti í kerfinu, - embætti póstmeistara í Reykjavík og forstjórastöðuna hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Ekki liggur ljóst fyrir hver verður póst- meistari, en hugmyndir eru reynd- ar uppi um það að leggja mætti em- bættið niður og starfið yrði aðeins deild hjá Pósti og síma. En hjá strætó er meðal umsækjenda Sveinn Björnsson, stjórnarfor- maður fyrirtækisins, og þykir hann ekki langt frá því að hreppa hnossið... Íl^tt Tímans í vikunni um að Cokl water, dótturfyrirtæki SH í Banda- ríkjunum, hafi neitað að selja Ice- land Seafood, dótturfyrirtæki SÍS, þorsk af ársbirgðum sínum, er opin- berlega borin til baka af forráða- mönnum fyrirtækjanna en staðfest í einkasamtölum. Hin freðnu sam- skipti útflutningsfyrirtækjanna tveggja eru farin að vaida veruleg- um áhyggjum hér heima. Undirrót Fiugleiðafólki be'rast þær fréttir að eftir áramót verði róttæk breyting á þjónustu félagsins við farþega. Þá stendur nefnilega til að stofna svokallaðan ,,business-class“ á flugleiðum frá fslandi til Bretlands og Skandinavíu en hingað til hefur félagið aðeins boðið upp á svokall- aðan ,,economy-class“. Nokkrar efasemdarrraddir heyrast þó úr röðum Flugleiðafólks, sem þykir þetta óhófleg bjartsýni hjá forstjór- unum. Munu margir telja að ekki sé tímabært að bjóða upp á „business- class" meðan félagið getur tæpast boðið upp á almennilegan „economy-class“. „Business-class“ hjá Flugleiðum mun heldur ekki felast í því að farþegum sé boðið upp á meira svigrúm um borð, eins og venja er, heldur eingöngu í bættri þjónustu í mat og drykk. Menn leiða getum að því að það verði einkum íslenskir embættis- menn sem muni notfæra sér hinn nýja ,,business-class“ héðan, en afturámóti mun mjög algengt að á flugleiðunum Stokkhólmur-Osló og Glasgow-Kaupmannahöfn ferðist bissnissmenn, eða allt að 70% far- þega... _____________________ l^andskunnur forystumaður ís- Ienskra kommúnista, Ólafur Þ. Jónsson, — oft kallaður Óli kommi —, sem um árabil var vitavörður vestur á fjörðum, hefur undanfarið unnið við auglýsingasöfnun fyrir Þjóðviljann og þótt þar harður í horn að taka. Nú hyggjast Alþýðu- bandalagsmenn nota þennan ágæta starfskraft til að efla málstaðinn með öðrum hætti. Óli kommi mun eiga að taka við Vestfirðingi, mál- gagni flokksins á Vestfjörðum sem út kemur hálfsmánaðarlega... S____________________________ framvarðarsveit Farmanna- og fiskimannasambands íslands. A þingi þess nýlega myndaðist nýr meirihluti og nánast gerð stjórnar- bylting. í kjölfarið mun ákveðið að nýr formaður sambandsins, Guðjón Kristjánsson, skipstjóri frá Isafirði, taki við hálfu starfi á skrifstofu Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Þar er fyrir Ingólfur Stefánsson sem lengi hefur verið framkvæmdastjóri þess. Þykir mörgum í sambandinu að það sé að mestu orðið áhrifalaust við mótun reglugerða og stefnu í mál- efnum yfirmanna á skipum, öfugt við t.d. Sjómannasambandið. Heim- ildir herma að þessa stöðu þyki mega rekja til stífni framkvæmda- stjórans, og stefni í átök milli nýrrar forystu og Ingólfs Stefánssonar, jafnvel þannig að framkvæmda- stjóraskipti verði. c ala á auglýsingatíma Rásar 2 fór vel af stað. Fyrsta daginn sem opið var fyrir móttöku á auglýsing- um í stöðinni komu inn pantanir upp á 549.000 krónur Auglýsinga- mínútan í Rás 2 kostar 9000 krónur, þannið að auglýsendur hafa pantað rétt rúma klukkustund í dagskránni fyrsta daginn. Auglýsingar verða tvisvar til þrisvar á klukkustund, og í hæsta lagi 9 mínútur á klukku- stund samtals. Auglýsingadagurinn á Rás 2 telur þannig 48 mínútur miðað við 6 klukkustunda útsend- ingu. En sem sagt: Klukkustundar erindi í Rás 2 myndi kosta rúma hálfa milljón króna.... _ víða undir bagga. Við heyrum að nú þegar þrjú sveitarfélög á Suður- landi; Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri séu í þann veginn að gef- ast upp á útgerð togarans Bjarna Herjólfssonar standi yfir þreifing- ar í þá veru að Kaupfélagið á Djúpa- vogi festi kaup á togaranum... Fyrir marga kemur að týna lyklunum sínum. Og einatt fer það svo að menn fá þá aldrei aftur. Nú höfum við heyrt af afbragðs lausn þessa algenga vanda. Slökkvistöö- in í Reykjavík mun hafa til sölu sérhannaðar lyklakippur, sem á stendur: Vinsamlega skilist á Slökk- vistöðina í Reykjavík. A stöðinni er síðan skrá yfir allar kippurnar með nöfnum eigenda við númer á kipp- unum og þannig er unnt að hafa samband við þá strax og samvisku- samir borgarar hafa brennt beint á Slökkvistöðina með fund sinn. Þetta er sagt hafa gefið alveg ótrúlega góða raun og firrt marga vandræð- um... H okkur ólga er innan hank- anna með það nvernig þeir færa eða setja fram ársreikinga sína. Er þessi ágreiningur fyrst og fremst um það að bankarnir munu almennt ekki færa lífeyrisskuldbindingar sínar sem skuldir og þykir þetta gefa ranga mynd af fjárhgsstöðu bankanna. Einn banki mun þó vera undantekning hvað þetta varðar, - Búnaðarbankinn... 28 HELGARPÓSTURINN GAUTABORG ÓSLÓ VERÐ VERÐ KR. 8.333 KR. 7.688 STOKKHÓLMUR VERÐ KR. 9.611 KAUPMANNAHÖFN VERÐ KR. 8.430 CTTCéHVTMC FERÐASKRIFSTÖEA, Iönaöarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 ocj 28580 28388 og 28580

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.